Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

27.12.2013 22:59

Hljómsveitin Æfing og Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi

F.v.: Árni Benediktsson, sem nú starfar í Húsasmiðjunni á Selfossi og
Siggi Björns, sem er tónlistarmaður víða um Evrópu og býr í Berlín í Þýskalandi.


 

Hljómsveitin Æfing og Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi

 

Grunnurinn að Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi liggur hjá þremur meðlimum Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri.

Árna Benediktssyni og Sigga Björns, sem eru á myndinni, Ingólfi Björnssyni í Æfingu sem nú býr í Noregi og Birni Inga Bjarnasyni á Stokks-Eyrarbakka sem var mjög nærri Æfingu í upphafi sakir búsetu við Félagsheimilið á Flateyri og í félagsstarfi Æfingar alla tíð.

Þessir fjórir lögðu grunninn að Hrútavinafélaginu haustið 1999 að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna með alþýðunni þar til sjávar og sveita.

Hrútavinafélagið fagnar 15 ára afmæli á næsta ári.Skráð af Menningar-Staður

27.12.2013 20:33

Bjórflóðið 2013 verður laugardaginn 28. desember


Rauða húsið á Eyrarbakka.

 

Bjórflóðið 2013 verður laugardaginn 28. desember

 

Bjórflóðið 2013 verður laugardaginn 28. desember í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

 

Hið geysihressa Bjórband heldur uppi stemmningu og spilar fyrir dansi um kvöldið.


Haldið verður hlaðborð í tilefni Bjórflóðsins frá kl. 19:00 – 21:00
Verð fyrir fullorðna: kr 2.500,-
Verð fyrir börn 6-12 ára: kr 1.200,-


Aðgangseyrir á dansleikinn er 2.000 kr
D
ansleikurinn er til kl. 03:00

 

 

Skráð af Menningar-Staður


 

27.12.2013 07:25

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri er 45 ára í dag - 27. des. 2013

Hljómsveitin Æfing á Stóra-sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri þann 18. maí. 2013

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri er 45 ára í dag - 27. des. 2013

 

27. 12. 2013 kl. 07:07 - Hljómsveitin Æfing frá Flateyri er 45 ára í dag - 27. des. 2013
.

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 

Í hljómsveitinni Víkingum voru:

Árni Benediktsson,  Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

 Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík

hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið:

Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson,

Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson,

Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

 Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfingur hefur verið frá 1990:

 

  1.      

Október 1990 - Bítlavakan að Efstalandi í Ölfusi

 

2.      

Júní 1991 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

 

  3.      

Júní 1992 - Vagninn Flateyri. Flateyrarhreppur 70 ára

 

  4.      

Júlí 1993-  Sumarhátíð Vestur-Ísfirðinga í Aratungu

 

  5.     

 Október 1993 -  Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

 

  6.      

Október 1997 - Bíla-Bergur 50 ára. Félagsheimilið á Seltjarnarnesi

 

  7.      

Júní 1998 - Catalina, Hamraborg - Sjómannadagurinn í Kópavogi

 

  8.      

Júní 2000 - Íþróttahúsið á Flateyri - Vilbergsfólkshátíð á Flateyri

 

  9.      

Maí 2001 - Árni Benediktsson á Selfossi 50 ára

 

10.    

September 2002 - Við Fjöruborðið á Stokkseyri.  Með Sigga Björns og Dönum

 

11.   

Júlí 2003 - Grænlenskar nætur á Flateyri

 

12.   

Júlí 2003 - Björn Ingi Bjarnason á Stokkseyri/Eyrarbakka 50 ára

 

13.   

Mars 2005 - Guðbjartur Jónsson, Búbbulína, 50 ára. Skútan, Hafnarfirði

 

14.   

Maí 2009 – hvítasunnuhelgin  - Vagninn á Flateyri. Hljómsveitin.  Æfing 40 ára. Minnnig Kristjáns J. Jóhannessonar og Sólveigar Kjartansdóttur.  Æfingar-Sviðið á Sólbakka vígt

 

15.   

10. október 2009 - Veitingahúsið Catalina, Hamraborg, Kópavogi. Hljómsveitin Æfing 40 ára

 

16.  

23. febrúar 2013 – Æfing lék fyrir Alla í Allabúð á heimili hans í Keflavík. Sýnt í Kastljósi 26. febrúar 2013

 

17.  

17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Æfing lék í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði – Heimsóttu Villa Valla á Ísafirði

 

18.   

17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Vagninn á Flateyri - Nýr hljómdiskur Æfingar

 

19.  

18. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, laugardagur  -  Félagsheimilið á Flateyri – Hljómsveitin Æfing 45 ára  í desember 2013 – Útgáfuhátíð -  nýr hljómdiskur Æfingar

 

20.  

19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur – Æfing tók lagið í fermingarmessu í Flateyrarkirkju

 

21. 

19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur - Vagninn á Flateyri – Nýr hljómdiskur Æfingar

 

22.   

7. júlí 2013 – Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka – 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar, 60 lífár og 40 ár í félagsmálaforystu

 

Hljómsveitin Æfing kom síðast fram þann 7. júlí 2013 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Samantekt: Björn Ingi Bjarnason.

Skráð af Menningar-Staður

26.12.2013 08:46

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

 

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

 

Bæjarstjórn Árborgar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins óska íbúum Sveitarfélagsins Árborgar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

 

Fyrir hönd bæjarstjórnar, 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri. 

 

 

Menningar-Staður rifjar hér upp frá upphafi árs 2013

 

Sveitarfélagið Árborg hefur gert samkomulag við  Friðsæld ehf, fyrirtæki Siggeirs Ingólfssonar og Regínu Guðjónsdóttur  um að fyrirtækið sjái um daglegan rekstur á íþrótta- og félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2013 og er til tveggja ára og felur m.a. í sér að fyrirtækið sér um daglega umsjón yfir húsinu, þrif, minniháttar viðhald og móttöku pantana vegna útleigu.  

Eitt af markmiðum nýrra rekstraraðila er að auka nýtingu á húsinu. Í dag fer þar m.a. fram íþróttakennsla, æfingar á vegum Umf. Eyrarbakka og nokkrir reglulegir viðburðir auk annarrar útleigu. Er þar horft líka til þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leggja leið sína á svæðið til að skoða ströndina.

 

Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri sveitarfélagsins

Árborgar handsöluðu samninginn.

 

25.12.2013 06:38

Jólaguðsþjónusta á Litla-Hrauni

F.v.: Haukur A. Gíslason, organisti, Kristbjörn Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Guðmundur Búason og séra Hreinn S. Hákonarson.

.

Séra Hreinn S. Hákonarson sem hefur verið fangaprestur þjóðkirkjunnar í 20 ár.

 

Jólaguðsþjónusta á Litla-Hrauni

Séra Hreinn S. Hákonarson, fangaprestur þjóðkirkjunnar,  var með jólaguðsþjónustu í Íþróttahúsinu á Litla-Hrauni í gær, aðfangadag 24. desember 2013 kl. 16 fyrir fanga.


Haukur A. Gíslason, organisti, lék á píanó og þrír félagar úr Kirkjukór Selfoss leiddu söng. Þeir voru: Kristbjörn Guðmundsson, Gunnar Einarsson og Guðmundur Búason.

Stór hópur fanganna á Litla-Hrauni tók þátt í jólaguðsþjónustunni.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.12.2013 07:01

Þúsundir þjóna í helgihaldi jólanna


Séra Sveinn Valgeirsson í Eyrarakkakirkju.

 

Þúsundir þjóna í helgihaldi jólanna

 

Á sjötta hundrað messur og helgistundir verða í þjóðkirkjunni um allt land á jólum og áramótum.

Í þéttbýli og víða í dreifbýli er sunginn aftansöngur kl. 18 þegar jólin ganga í garð.

Á jólanótt eru víða sungnar miðnæturmessur auk hátíðarmessu á jóladag.

Á annan í jólum eru fjölskyldumessur í mörgum kirkjum.

Messur og helgistundir eru einnig haldnar á sjúkrastofnunum og í fangelsum.

 

Þúsundir þjóna í helgihaldinu

Í öllum þessum athöfnum þjónar fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjunni. Á þriðja hundrað presta, djákna og organista koma að helgihaldinu. Þúsundir sjálfboðaliða syngja í kirkjukórum um hátíðarnar og fjöldi meðhjálpara, kirkjuvarða, hringjara, tónlistarmanna, æskulýðsleiðtoga, starfsfólks í barnastarfi, messuþjóna og annarra sjálfboðaliða og starfsmanna í kirkjunni sinna mikilvægu starfi á helgri hátíð.

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jólin

 

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00
Organisti

Haukur A. Gíslason

 

Eyrarbakkakirkja
Messa á aðfangadag kl. 23:30 

Organisti
Haukur A Gíslason

 

Gaulverjabæjarkirkja
Messa jóladag kl. 14:00 

Organisti

Haukur A Gíslason

 

Sr. Sveinn Valgeirsson

 

Í Eyrarbakkakirkju á aðventu árið 2008

 

Skráð af Menningar-Staður

24.12.2013 06:38

Jólakveðja Regínu og Geira á Bakkanum

 

Gleðileg jól  gott og farsælt komandi ár.
Þökkum allan stuðninginn og vináttuna á liðnu ári.


Regína og Geiri á Bakkanum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.12.2013 07:20

Rauða húsið - Skötuhlaðborð á Þorláksmessu


Haukur Jónsson sker til skötuna.

 

Rauða húsið - Skötuhlaðborð á Þorláksmessu

 

Aðalréttir

Kæst skata, Skötustappa, Saltfiskur, Ofnbakaður saltfiskur, Saltfiskbuff, Nætursaltaður fiskur.
Ásamt meðlæti.

Eftirréttur

Gamaldags Grjónagrautur

 

.

Skráð af Menningar-Staður

22.12.2013 22:00

Skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar

Frá sköruveislu á Stokkseyri í upphafi aldarinnar. Júlía Björnsdóttir og Gylfi Pétursson

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á morgun, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00

 

Verð aðeins kr. 2.500

 

Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 15. skötuveislan frá upphafi.

 

Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

 

Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.

 

Nokkrar skötuveislumyndir frá því um aldamót :

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

22.12.2013 06:10

Jólakveðja frá Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka

 

 

Jólakveðja frá Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka.

 

Gleðileg jól

Starfsmenn Byggðasafns Árnesinga senda öllum velunnurum safnsins bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Með þökkum fyrir samstarf á árinu sem er að líða.

Horft er með tilhlökkun til allra skemmtilegu viðburðana sem munu eiga sér stað á safninu  á árinu 2014 og má þar helst nefna uppbyggingu Kirkjubæjar. 

Verið velkomin á söfnin á Eyrarbakka 2014!

Myndir frá Húsinu á Eyrarbakka þann 19. júní 2013 með Kvenfélagi Eyrarbakka:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður