Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

18.12.2013 13:04

Sunnlenska bókakaffið - Sagnaskáld, þýðendur og stjórnmálamenn

Sunnlenska Bókakaffið's photo.

 

Sunnlenska bókakaffið - Sagnaskáld, þýðendur og stjórnmálamenn

 

Síðasta leskvöld þessarar aðventu verður í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi á morgun, fimmtudagskvöldið 19. desember 2013.

Þá mæta til leiks eftirtaldir höfundar:
Jón Atli Jónasson, Þórunn Erlu & Valdimarsdóttir - sem bæði eru sagnaskáld

-, Guðjón Ragnar Jónasson þýðandi, Sigrún Elíasdóttir ævisöguritari,

Bjarki Bjarnason sagnaskáld

og stjórnmálakempurnar Björgvin Guðmundsson og Guðni Ágústsson. 


Ekki missa af einstæðu menningartækifæri þar sem metsöluhöfundar, núverandi og verðandi, þeysa á klárum andagiftar og listfengi.

Upplestur hefst um klukkan 20:30 

 

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hér má sjá nokkrar myndir úr Sunnlenska bókakaffinu frá því í desember 2008.
Hafliði Magnússon fer hér á kostum við lestur og fullur salurinn skemmtir sér frábærlega

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.Skráð af Menningar-Staður

18.12.2013 10:49

Ókeypis jólatónleikar í Selfosskirkju í kvöld - 18. des. 2013

Karlakór Selfoss

Ókeypis jólatónleikar í Selfosskirkju í kvöld - 18. des. 2013

Í kvöld, miðvikudaginn 18. desember 2013,  kl. 20:30 bjóða Karlakór Selfoss og Skálholtskórinn, Selfossbúum og Sunnlendingum á ókeypis tónleika í Selfosskirkju. Kórarnir munu flytja vandaða og fallega jólatónlist í hlýlegu umhverfi kirkjunnar við kertalýsingu. 

 

Tónleikarnir hefjast með söng Skálholtskórsins, undir stjórn Jóns Bjarnasonar, og svo mun sr. Axel Árnason flytja hugvekju. Þá mun Karlakórinn, undir stjórn Lofts Erlingssonar og við undirleik Jóns Bjarnasonar, flytja sína dagskrá og enda á laginu fallega „Ó, helga nótt.“ 

Kórarnir vonast til að sem flestir gefi sér tíma til að koma í Selfosskirkju í kvöld og eiga með þeim notalega og hátíðlega kvöldstund í amstri jólaundirbúningsins.


Selfosskirkja.

Skráð af Menningar-Staður

18.12.2013 05:38

Ný bók að vestan - Það góða sem við viljum.

.

Ný bók að vestan - Það góða sem við viljum

Eftir Ingmar Bergman

 

     Þó Ingmar Bergman sé hvorki Vestfirðingur né af vestfirskum ættum svo vitað sé, skartar Vestfirska forlagið honum nú. Ástæðan er aðallega sú að þýðandinn, Magnús Ásmundsson, gaf forlaginu þýðingu sína.

     Í bókinni fjallar Bergman um ævi foreldra sinna og dregur ekkert undan fremur en endranær. Bókin er einskonar framhald af Fanny og Alexander. Hún var gefin út í Svíþjóð 1991 af forlaginu Norstedts og kemur nú út á íslensku í fyrsta sinn í góðri samvinnu við Svía.

     Sagan hefst árið 1909. Fátækur guðfræðistúdent, Henrik Bergman, verður ástfanginn af Önnu Åkerblom, sem er komin af efnuðu fólki í Uppsölum. Eftir brúðkaupið verður Henrik prestur í norður Svíþjóð. Eftir nokkur ár er Anna búin að fá nóg af óhefluðu sveitalífinu. Hún snýr aftur til Uppsala en Henrik dvelur áfram norður þar.

     Ingmar Bergman skrifaði þessa sögu með gerð kvikmyndar í huga. Hún hefur verið nefnd ein af mestu og bestu ástarsögum sem ritaðar hafa verið á sænska tungu

 Skráð af Menningar-Staður

17.12.2013 11:40

Vitringafundur í Vesturbúðinni


Frá Vitringsfundi í morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.
F.v.: Trausti Sigurðsson, Hreinn Hjartarson, Siggeir Ingólfsson, Finnur Kristjánsson

og Unnar Gíslason sem er ættaður frá Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi.

.


Hreinn Hjartarson og Siggeir Ingólfsson.

 

Vitringafundur í Vesturbúðinni

Vitringafundur var í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

Sérstakur gestur fundarins var Hreinn Hjartarsonn frá Káragerði á Eyrarbakka en hann býr í Reykjavík.

Hreinn var á ferð um Eyrarbakka og Stokkseyri með sérstakri viðkomu meðal Vitringa sem hann metur mikils.

 

Aðeins rætt um pólitík og hlutverk Hrútavina en sveitarstjórnarkosningar verða hinn 31. maí 2014.Snjór var yfir öllu á Eyrarbakka í morgun eins og sjá má á þessum myndum við Félagsheimilið Stað.

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

17.12.2013 06:22

Ný bók að vestan - Frá Bjargtöngum að Djúpi

Frá Bjargtöngum að Djúpi.


 

Ný bók að vestan - Frá Bjargtöngum að Djúpi

 

Við leyfum okkur að vekja athygli á nýju bókunuð að vestan en þær eru 11 og 3 endurprentanir.

 

Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi.

 

Þær fóst í bókaverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur í síma 456-8181.

Eða sendið okkur bara tölvupóst; jons@snerpa.is 

 

Þá er hægt að kaupa bækurnar í netverslun okkar; http://www.vestfirska.is/

 

.

Skráð af Menningar-Staður

16.12.2013 08:27

Hjörtur Þórainsson í slipp á Selfossi

HJörtur Þórarinsson og rakarafeðgarnir Björn Ingi Gíslason og Kjartan Björnsson.

.

.

Hjörtur Þórarinsson í slipp á Selfossi

 

Menningar-Staður var með myndavélina á Selfossi í síðustu viku

 Komið var m.a.  við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

Þá var í slipp, en svo er kallað á Hrútavinamáli að fara í klippingu, Vestfirðingurinn og hagyrðingurinn Hjörtur Þórarinsson á Selfossi.

 

Hjörtur Þórarinsson er handhafi menningarviðurkenningar Árborgar í ár.

 

Aðventukveðja  Hjartar Þórarinssonar fyrir jólin 2013 er þessi:

 

Skráð af Menningar-Staður

16.12.2013 07:47

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára

Jón Sigurðsson forseti og Ingibjörg Einarsdóttir.

 

16. desember 1879 - Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára

 

Ingibjörg Einarsdóttir, kona Jóns Sigurðssonar, lést í Kaupmannahöfn, 75 ára, aðeins níu dögum eftir að Jón lést.

Þau voru jarðsungin í Reykjavík 4. maí 1880.

Frá útför Jóns og Ingibjargar í Reykjavík þann 4. maí 1880.


Morgunblaðið mánudagurinn 16. desember 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Skráð af Menningar-Staður
 

15.12.2013 21:59

» Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2013


Meðal verðlaunahafa í fyrra voru Gunnar Guðsteinn og Hafdís á Stokkseyri og Hafþór og Emma á Eyrarbakka.

 

 Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2013

 

Jólaskreytingasamkeppnin í Árborg er nú í fullum gangi og er tekið á móti ábendingum um best skreyta fyrirtækið og íbúðarhúsið til kl. 16:00 þri. 17. desember hjá Umhverfisdeild Árborgar í síma 480-1900 og á netfangið: marta@arborg.is.

Keppnin snýst um best skreytta fyrirtækið og þrjú íbúðarhús í Sveitarfélaginu Árborg. Sérstök dómnefnd sem er skipuð styrktaraðilum keppninnar fer í skoðunarferð þriðjudaginn 17. desember kl. 18:15. 

Verðlaunin verða síðan afhent á Jólatorginu á móts við Ölfusárbrú laugardaginn 21. des. kl.16:00.

Þeir aðilar sem koma að keppninni eru Sveitafélagið Árborg, Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson, Evita, Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, 
Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

15.12.2013 07:16

Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands komin út

.

 

Saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands komin út

 

Sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór skráðu.

 Skráð af Menningar-Staður

15.12.2013 06:40

Útgáfuhátíð: - Léttklæddir Stokkseyringar á almanaki

 

Útgáfuhátíð 15. desember: - Léttklæddir Stokkseyringar á almanaki

 

Ungmennafélag Stokkseyrar brá á það ráð á dögunum að hóa saman öllum liðtækum karlmönnum í þorpinu og fá þá til að sitja fyrir á myndum í litlum, jafnvel engum, klæðum. Ástæðan fyrir framtakinu var skortur á nýjum fimleikaáhöldum í fimleikadeild Ungmennafélags Stokkseyrar, en krakkarnir hafa notast við notuð áhöld síðan deildin var stofnuð árið 2007.  

 

Ákveðið var að safna fyrir nýjum stökkhesti, en sá sem er í notkun hjá félaginu er tæplega 20 ára gamall og var fenginn frá Fimleikafélagi Akraness á sínum tíma.  Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að æfa og þeim hefur vegnað vel á mótum, enda með framúrskarandi þjálfara, Tinnu Björgu Kristinsdóttur. Ungmennafélaginu á Stokkseyri finnst tímabært að leyfa þeim að njóta sín á nútíma fimleikatækjum og rennur allur ágóði af sölu dagatalanna óskiptur til kaupa á stökkhesti fyrir fimleikadeildina. 

Dagatalið sem kostar 1.500 kr. kemur út sunnudaginn 15. desember. Þá verður haldið útgáfuhóf í Íþróttahúsinu á Stokkseyri um kvöldið frá kl. 20–22.  Söngvarinn landskunni KK mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Hægt er að panta dagatöl á Facebook síðu Ungmennafélags Stokkseyrar og í síma 865-6419 (Gísli) og 694-9074 (Hulda).

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður