Frá miðbænum á Eyrarbakka.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka í dag fimmtudaginn 12. desember. Fundurinn verður í samkomuhúsinu Stað 2. hæð Búðarstíg 7, Eyrarbakka og hefst kl. 19:30.
Höfundur deiliskipulags, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt, mun fara yfir forsendur og hugmyndir deiliskipulags miðsvæðisins á Eyrarbakka, og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fundurinn er öllum opinn.
Staður á Eyrarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
Kiriyama Family.
Strákarnir í Kiriyama Family voru að setja nýja jólalagið sitt RVK-RIO á Youtube en þeir eru að gefa það út á 7" vínyl um þessar mundir.
Strákarnir sömdum lag um það að panta sér miða á seinustu stundu til Brazil rio de janeiro í hýjuna og stuðið og beila á íslenska jólastressinu.
Þeir settu saman slideshow úr albúmum frá því "back in the days" til að sýna fólki að tónlistin er búin að vera draumurinn frá blautu barnsbeini.
Slóðin inn á lagið er: http://www.youtube.com/watch?v=I90GX-Rqe9I
Kiriyama Family á sviði í Menningarsalnum í Hótel Selfossi.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Örn Arnarson.
Merkir Íslendingar - Örn Arnarson
Örn Arnarson er skáldanafn Magnúsar Stefánssonar sem fæddist í Kverkártungu á Langanesströnd 12. desember 1884. Hann var sonur Stefáns Árnasonar, bónda þar, og Ingveldar Sigurðardóttur frá Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá.
Örn var á þriðja ári er faðir hans drukknaði. Hann ólst upp í fátækt, fór með móður sinni í vinnumennsku að Þorvaldsstöðum en þar hóf hún búskap með bóndanum á bænum.
Örn naut skólagöngu hjá Guðmundi Hjaltasyni á Þórshöfn og var þar fram yfir tvítugsaldur, stundaði síðan kaupavinnu, vegavinnu og sjómennsku, hélt til Akureyrar og var einn vetur í skóla á Grund í Eyjafirði. Hann var síðan einn vetur í Flensborgarskóla 1907-1908, einn vetur í Kennaraskólanum og lauk þaðan prófi vorið 1909.
Örn varð síðan skrifstofumaður, og kennari síðari árin, lengi búsettur í Hafnarfirði.
Örn birti sín fyrstu kvæði í Eimreiðinni árið 1920 og notaði þá fyrst skáldanafn sitt. Hann gaf út kvæðasafnið Illgresi 1924 sem varð mjög vinsælt, enda ljóðmálið létt, alþýðlegt og grípandi. Örn var ekki nýrómantíkus eins og menntaðir samtímamenn hans. Kristinn E. Andrésson skipar honum á bekk með skáldum sem ortu undir eldri áhrifum, s.s. Jakobi Thorarensen og Guðmundi frá Sandi.
Örn var málsvari íslenskrar alþýðu og orti um brauðstrit hennar sem hann þekkti af eigin raun. Þess vegna er grunnt á þjóðfélagsádeilu og beiskju í sumum kvæðum hans þó hann sé oft gamansamur og glettinn á yfirborðinu.
Örn orti í mjög hefðbundnum stíl, bjó yfir mikilli bragsnilld og er feikilega kjarnyrtur þegar honum tekst best upp. Þekktustu kvæðin hans eru sjómannskvæðin Stjáni blái og Hrafnistumenn, Rímur af Oddi sterka, ljóðið um lítinn fugl á laufgum teigi, sem oft er sungið við lag Sigfúsar Halldórssonar, og kvæðið Þá var ég ungur, sem hann orti til móður sinnar skömmu fyrir andlát sitt.
Örn lést 25. júlí. 1942.
Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. dsember 2013 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Siggeir Ingólfsson staðarhaldari á Stað og Kristín Eiríksdóttir formaður Kvenfélags Eyrarbakka.
.
..og þakkarkoss Kvenfélags Eyrarbakka.
.
Jólafundur Kvenfélags Eyrarbakka í kvöld 11. desember 2013
Árlegur jólafundur Kvenfélags Eyrarbakka var haldinn í kvöld, miðvikudagskvöldið 11. desember 2013 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
Í upphafi fundar kom Siggeir Ingólfsson, staðrahaldari á Stað, færandi hendi er hann afhenti Kvenfélagi Eyrarbakka stóra og veglega tertubakka sem hann smíðaði nýlega en kona hans, Regína Guðjónsdóttir , málaði með blómamyndum. Siggeir smíðaði einnig forláta kassa sem bakkarnir geymast í.
Kristín Eiríksadóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka, tók við gjöfinni og þakkaði Siggeiri og Regínu þennan góða hug til kvenfélagsins.
Kvenfélag Eyrarbakka varð 125 ára í apríl á þessu ári og er glæsilegur máttarstólpi með störfum sínum í Eyrarbakkasamfélaginu sem aldrei verður full-þakkað.
Myndaalbúm frá fundinum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255648/
Nokkrar myndir hér:
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Kjartan Björnsson formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Menningarfengur sagði Kjartan þegar hann tók við sýningunni.
Farandsýningin 4. áfangi – Ráðhúsið á Selfossi
Ljósmyndasýningin -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013- sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv. og breytt var á dögunum í farandsýningu var í morgun færð yfir í Ráðhúsið á Selfossi. Áður hefur sýningin verið á Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, í Veturbúðina á Eyrarbakka og í Húsasmiðjunni á Selfossi.
Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í Ráðhúsið og var vel fagnað af starfsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar í kaffuhléinu. Sýningin verður þar fram yfir jól og mun síðan næstu vikurnar færast frá einum stað til annars. Sýningunni verður fylgt eftir hér á Menningar-Stað.
Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255633/
Nokkrar myndir hér
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Það má búast við jarðskjálftum, stórglæpum og guðlegri andagift í Sunnlenska bókakaffinu fimmtudagskvöldið 12. desember 2013 Þá mæta Jóna Guðbjörg Torfadóttir (ættuð úr Ölfusi) og Þorsteinn frá Hamri sem bæði kynna ljóðabækur. Ragnar Jónasson les úr nýrri spennubók sinni Andköf og og eftir það kynnir Hjörleifur Hjartarson bók sem full er kveðskapar en einnig skemmtisagna og heitir Krosshólshlátur en síðasta kynning þeirrar bókar kom fram á jarðskjálftamælum hjá Ragnari Stefánssyni - sem mætir og kynnir minningabók sína. Síðast en ekki síst eru svo á ferð Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor sem ritað hefur um ástalíf miðaldamanna og Sjón sem ritað hefur um Reykvískt ástalíf karlmanna, nokkru nær okkur í tíma.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. |
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.
Skráð af Menningar-Staður
Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nóvember í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 9.500 fleiri en í nóvember á síðasta ári. Um 25,7% aukningu ferðamanna er að ræða milli ára.
Frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2002 hefur árleg aukning í nóvember verið að jafnaði 14,3% milli ára. Sveiflur hafa þó verið miklar í brottförum milli ára eins og myndir hér til hliðar gefa til kynna.
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í nóvember frá Bretlandi (33,4%) og Bandaríkjunum (15,8%). Þar á eftir komu Norðmenn (6,0%), Þjóðverjar (5,1%), Danir (4,2%), Svíar (4,2%), Kanadamenn (3,7%) og Frakkar (3,6%). Samtals voru þessar átta þjóðir 76% ferðamanna í nóvember.
Af einstaka markaðssvæðum fjölgaði Bretum langmest. Þannig komu 5.286 fleiri Bretar í nóvember ár en í fyrra, 1.973 fleiri N-Ameríkanar, 1.310 fleiri ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og 1.412 fleiri frá öðrum markaðssvæðum. Norðurlandabúum fækkaði hins vegar um 480.
Frá áramótum hafa 739.328 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 120 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 19,5% milli ára. Um 41% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, fjórðungi fleiri N-Ameríkanar, ríflega fjórðungi fleiri frá löndum sem flokkast undir annað og um 14% fleiri Mið- og S-Evrópubúar. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 2,4%.
Um 29 þúsund Íslendingar fóru utan í nóvember eða um 2.600 fleiri en í fyrra. Frá áramótum hafa um 340 þúsund Íslendingar farið utan eða 3.539 fleiri en í nóvember árið 2012.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
Við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka þann 20. okt 2013
en vefurinn -menningarstadur.123.is- er hluti starfseminnar þar.
Fjöldamet á vefnum menningarstadur.123.is í gær
Met var sett í gær í fjölda gesta á einum degi á vefnum menningarstadur.123.is
Gestafjöldinn í gær var 397 og
flettingar voru 1.640 sem eru næst flestu flettingarnar frá upphafi
Fyrra metið var þann 10. nóvember er gestafjöldinn var 261 og
9. nóvember þegar flettingarnar voru 2.438
Skráð af Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12. desember n.k. kl. 19:30 í samkomuhúsinu Stað -2.hæð -Búðarstíg 7 Eyrarbakka.
Höfundur deiliskipulagsins Oddur Hermannsson landslagsarkitekt mun fara yfir forsendur og hugmyndir deiliskipulags miðsvæðisins á Eyrarbakka, og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fundurinn er öllum opinn.
Af: www.arborg.is
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is