Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

07.12.2013 06:08

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Jolaupplestur_husinuJolaupplestur_husinu_1

Þór  -  Þórunn  -  Sigríður  -  Guðni

 

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

 

Bókaupplestur verður í Húsinu á Eyrarbakka í dag,  laugardaginn 7. desember,  og hefst kl. 16 í stássstofunni.

 

Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum:

 Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður segir frá ritinu Íslenzk silfursmíð.

Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti les úr ljóðabók sinni Undir ósýnilegu tré.

Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir kynnir og les úr skáldsögunni Stúlka með maga.

Guðni Ágústsson kynnir bók sína Léttur í lund og segir skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum. 

 

Jólasýning Byggðasafns Árnesinga í Húsinu  Eyrarbakka verður opin sama dag frá kl 13.00 til 16.00.

 

Jólakaffi verður á boðstólunum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.12.2013 13:41

Þróun heilsárs ferðamennska á Stað

„Það er framundan að markaðsetja Eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið,“ segir Siggeir Ingólfsson ferðafrömuður
á Eyrarbakka. Hann er sannarlega frumkvöðull. Hér er hann að tilkynna vinum sínum og félögum meðal Eyrarbakkastráka á Hrossakjötssamkomu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka að framtíðarstarfsemin þar hafi fengið hálfa millj. kr. í styrk.

 

Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað

 

"Þetta er mikil viðurkenning á því að ég er að gera eitthvað rétt með góðu fólki," segir Siggeir Ingólfsson ferðafrömuður á Eyrarbakka. Verkefni Siggeirs og félaga Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað hlaut 500 þúsund króna styrk að þessu sinni. „Það sem er framundan er að markaðsetja Eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið. Þessi gamla götumynd í þessu litla þorpi við Atlandshafið er einstakt á heimsvísu. Þessu vil ég koma á framfæri,“ segir Siggeir.


Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa úthlutað styrkjum sem er ætlað að efla atvinnulíf og nýsköpun. Þetta var síðari úthlutun á árinu. Að þessu sinni skipta 39 verkefni á Suðurlandi með sér 50 milljónum króna. Það er forvitnilegt að sjá hversu mikil sköpun á sér stað – um allt Suðurland. 

Verkefni og styrkþegar:
Stofnun ferðamálaklasa í Rangárþingi Ytra og Ásahreppi f.h. óstofnaðs klasa.
Reynir Friðriksson 2.000.000
Stofnun klasa um bókabæinn austan fjalls. Undirbúningsfélag um bókabæinn á
Suðurlandi 1.000.000
Vatnajökull Photo - Markaðssetning ljósmyndaferðaþjónustu. Rannsóknarsetrið á
Hornafirði 1.000.000
Markaðsátak Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja 2.750.000
Snjallleiðsagnir í Skaftárhreppi. Friður og frumkraftar 2.050.000
Sóknarfæri við Sjóndeildarhringinn. Kötlusetur ses 1.500.000
Fuglar á Suðurlandi f.h. Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu.
Guðríður E. Geirsdóttir 1.500.000
Ferðamálin í Hveragerði. Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.000.000
Gagnvirk miðlun. Sigva Media 1.000.000
Þórsmörk Winter Adventure. Stjörnunótt ehf 500.000
Vetrarnýting á hálendi Íslands. Snow Kite South Iceland Adventure 1.000.000
Matarupplifun í Uppsveitum. Hótel Geysir, Friðheimar, Efsti-Dalur II og Bragginn
Birtingaholti 1.000.000
Markaðssetning- haust og vetrardýrð á fjöllum. Veiðifélag
Skaftártungumanna/Hálendismiðstöðin Hólaskjóli 500.000
Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað. Friðsæld ehf 500.000
Orgelsmiðjan rær á ný mið. Hagleikssmiðja Björgvin Tómasson orgelsmiður sf 1.000.000
Skoðunarferð um fiskvinnslu. Auðbjörg ehf 600.000
Markaðssetning fjárhundasýningar í Gröf. Jón Geir Ólafsson 225.000
Fjöruveiði. MudShark.is Magnús H. Jóhannsson 400.000
Eldfellspenninn. Viktor Þór Reynisson 250.000
Eldfjöllin heilla. Guðrún Ósk Jóhannsdóttir 125.000
Hönnun og markaðsmál - sótt á ný mið. Gróðrarstöðin Ártangi ehf 500.000
247golf.net - Markaðssókn á nýja markaði. 24seven ehf 1.500.000
Markaðssókn í Noregi. Fagus ehf. 2.150.000
Icelandic Horse Expo - undirb. sölusýningar íslenska hestsins.
Háskólafélag Suðurlands 2.000.000
Markaðssókn á höfuðborgarsv.- Hornafjarðar heitreyktur makríll. Sólsker ehf. 600.000
Vöruþróun afurða úr héraði. Fjallkonan sælkerahús 500.000
Humarklær - Nýsköpun í sjávarútvegi. Haukur Ingi Einarsson 500.000
Shell-Off Lobster Meat / Humar úr skelinni. Páll Marvin Jósson 650.000
Heimavinnsla á fetaosti. Gottsveinn Eggertsson 400.000
Heimaframleiðsla og sala sauðfjárafurða í Skaftárhreppi. Erlendur Björnsson 4.000.000
Heilsuréttir fjölskyldunnar - vöruþróun tilbúinna rétta. S.B. Heilsa ehf. 1.000.000
M-Hirzla / vöruhönnunn. Emilía Borgþórsdóttir 700.000
Studio 7Eyjar. Black Sand og Diza Ásdís Loftsdóttir 400.000
Lifandi Bú Búland. Guðný Halla Gunnlaugsdóttir 200.000
Njálurefill - hönnun, þróun og markaðssetning nýrra afurða. Fjallasaum ehf. 1.000.000
Ironman - fýsileikakönnun á þríþrautakeppni á Íslandi. Sigmundur Stefánsson f.h. óstofnaðs
áhugamannah. um verkefnið 1.000.000
Uppbygging rannsóknartengds framhaldsnáms. Rannsóknarmiðstöðin í
jarðskjálftaverkfræði á Selfossi og Háskólafélag Suðurlands 8.000.000
Nýting sóknarfæra í hágæðamálmsmíði með CNC stýrðum iðnv. Eyjablikk ehf 3.000.000
Markaðssókn og tímabundin ráðning starfsmanns. ÖB Brugghús ehf 2.000.000

Selfossblaðið greinir frá

Eyrarbakkastrákar.

Skráða f Menningar-Staður

06.12.2013 11:30

Sundlaug Stokkseyrar lokað vegna kulda og dregið niður í Sundhöll Selfoss

Sundlaugin á Stokkseyri.

 

Sundlaug Stokkseyrar lokað vegna kulda og dregið niður í Sundhöll Selfoss

 

Í dag,  föstudaginn 6. desember 2013,  verður sundlaugin á Stokkseyri lokuð vegna lítils þrýstinga á heita vatninu á Stokkseyri.

Einnig verðu dregið úr starfsemi Sundhallar Selfoss en hún verður þó opin. Vonast er til að þetta ástand vari bara í dag en kuldakast síðustu daga er að hafa þessi áhrif.

Sundhöllin á Selfossi.

 

Af heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar.

Skráð af Menningar-Staður.

06.12.2013 10:31

Verslum í heimabyggð

alt

Arna Ír Gunnarsdóttir.

Verslum í heimabyggð

Nú eru sennilega flestir farnir að huga að undirbúningi jólanna. Um jólin gerum við vel við okkur í mat, verðum okkur jafnvel úti um nýja flík, látum klippa okkur og snyrta ásamt því að gefa fjölskyldu og vinum góðar gjafir. Þetta er einmitt tilefni þess að ég sest niður og skrifa þetta greinarkorn.

 

Mig langar svo óskaplega til þess að hvetja íbúa í Sveitarfélaginu Árborg og Sunnlendinga alla til þess að nýta sér það góða framboð sem við höfum af verslunum og  þjónustuaðilum í sveitarfélaginu. Við höfum í rauninni langflest ef ekki allt sem við þurfum hér, bókaverslanir, fataverslanir, íþrótta- og útivistarverslanir, blómabúðir, byggingavöruverslanir, bakarí, sælkeraverslun, handverksmarkaði, raftækjaverslanir, gjafavöruverslanir, hestavöruverslun, ísbúðir, gleraugnaverslun og matvöruverslanir ásamt hárgreiðslustofum, snyrtistofum, ljósmyndastofum og svo mætti áfram lengi telja. 

Með því að versla í heimabyggð stuðlum við ekki bara að blómlegra mannlífi í sveitarfélaginu heldur varðveitum við þau fjölmörgu mikilvægu störf sem eru innan verslunar og þjónustu og viðhöldum þeirri þjónustu sem í boði er. Fyrirtækin greiða svo að sjálfsögðu sín aðstöðugjöld og starfsmenn sitt útsvar til sveitarfélagsins til hagsbóta fyrir alla.

Að versla í heimabyggð hefur fleiri jákvæð áhrif. Það er afar gott fyrir pyngjuna og umhverfið að sleppa við að keyra eða fljúga um langan veg eftir vörunum, svo ekki sé talað um tímasparnaðinn og mun minni pirring! 

Það er í mörgu tilliti nauðsynlegt fyrir okkur íbúa í sveitarfélaginu að hafa blómleg fyrirtæki, verslanir og þjónustuaðila. Ekki bara þegar okkur í skyndi vantar stígvél á börnin, blek í prentarann eða hluti til viðhalds á heimilum okkar. Hvert leitum við þegar okkur vantar styrki til íþróttastarfs barnanna okkar, styrki til góðgerðarmála eða vinninga á bingóið? Við erum hvert öðru háð og velvild í garð hvers annars skiptir okkur öll miklu máli.

Verslum í heimabyggð og allir græða. Ég óska þess að þið eigið öll ljúfa og góða aðventu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.

 

Arna Ír Gunnarsdóttir á ræturnar á Eyrarbakka. Hér er hún á Eyrarbakka þann 20. okt. 2013 er skábrautin á útsýnispallin við Stað var vígð.

Skrá af Menningar-Staður.

 

06.12.2013 07:03

Össur les úr -Ári drekans- á Selfossi 7. desember

Össur Skarphéðinsson.

 

Össur Skarphéðinsson les úr
-Ári drekans- á Selfossi 7. desember
 

Á morgun laugardag, 7. desember kl. 10.30, kemur Össur Skarphéðinsson í opið hús í sal Samfylkingarinnar við Eyrarveg á Selfossi og les upp úr bók sinni Ár drekans.

Össur hefur vakið mikla athygli með bók sinni vegna opinskárra frásagna af atburðum og átökum innan þings og ríkisstjórnar árið 2012, en bókin birtir dagbækur hans sem utanríkisráðherra það ár.

Össur er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, ráðherra til margra ára, þingmaður í tvo áratugi og hefur frá mörgu að segja. Eftir lestur úr nokkrum köflum mun Össur sitja fyrir svörum fundargesta og svara spurningum um bókina og stjórnmálin.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir

 

Skráð af Menningar-Staður

06.12.2013 06:11

Atvinnumálin voru rædd í Árborg

Eyþór Arnalds.

Atvinnumálin voru rædd í Árborg

 

Bæjarráð Árborgar stóð fyrir atvinnumálafundi á Hótel Selfossi fimmtudaginn 28. nóvember sl.

Á fundinum fluttu fjórir framsögumenn erindi;

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, sem ræddi um framkvæmdir á vegum Árborgar á næstunni,

Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, ræddi um atvinnumál í Árborg og á Suðurlandi,

Davíð Samúelsson, Markaðsstofu Suðurlands, ræddi um stöðu ferðamála og

Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri JÁVERKS, ræddi um stöðu mála í verktakabransanum.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.12.2013 21:32

Unnur Birna og Jóhann Vignir með tónleika á Hendur í höfn 7. des

unnurogjohann01

 

Unnur Birna og Jóhann Vignir með tónleika á Hendur í höfn

í Þorlákshöfn laugardaginn 7. desember 2013

 

Nú er komið að síðustu tónleikunum í tónleikaröðinni sem verið hefur á Hendur í höfn í Þorlákshöfn nú í vetur.

Það eru skötuhjúin Unnur Birna Björnsdóttir og Jóhann Vignir Vilbergson sem ætla að skapa notalega stemningu með jólalögum í bland við sína eigin tónlist laugardagskvöldið 7. desember kl. 20.00.

Þau eiga bæði ættir sínar að rekja á suðurlandið en Jói er uppalinn á Eyrarbakka og steig sín fyrstu skref í tónlist með hljómsveitinni Nilfisk en var síðan einnig meðlimur í hljómsveitinni Boogie Trouble og Kiriyama Family. Foreldrar Unnar Birnu eru báðir frá Selfossi en pabbi hennar gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mánum á sínum tíma. Unnur Birna er eini kvenkyns meðlimur Fjallabræðra þar sem hún spilar á fiðlu og syngur en auk þess hefur hún komið fram með fjölmörgum tónlistarmönnum þ.á.m. Frostrósum og Ian Anderson úr Jethro Tull, en hann spilar einmitt í laginu hennar, Sunshine, sem er í spilun þessa dagana. Hún lætur einnig að sér kveða á leiksviðinu, en Unnur Birna fer með hlutverk í sýningunni Jeppa á Fjalli sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.

Unnur og Jóhann hafa sem sagt spilað lengi sitt í hvoru lagi en ákváðu að stofna dúett til að hemja alla sköpunargleðina sem á sér stað innan veggja heimilisins sem kaffihúsigestir Hendur í höfn fá nú að njóta. Miðaverð á tónleikana er 1500 kr.
Að venju verður hægt að panta sér veitingar hjá Dagný en þessa dagana eru þær með sérstaklega hátíðlegu yfirbragði og kaffihúsið sjálft í sannkölluðum jólabúning. Nánari upplýsingar um matseðilinn er að finna á hendurihofn.is.

Kl. 19.00 sama dag kemur Guðni Ágústsson á Hendur í höfn og les upp úr nýútkominni bók sinni fyrir kaffihúsagesti.


Skráð af Menningar-Staður

05.12.2013 06:34

Aðventukvöld í Villingaholtskirkju, föstudagskvöldið 6. desember

Villingaholtskirkja

 

Aðventukvöld verður í Villingaholtskirkju,

föstudagskvöldið 6. desember 

 

Aðventukvöld verður í Villingaholtskirkju, föstudagskvöldið 6. desember 2013
kl.20.30.

Helgileikur fermingarbarna, ræðumaður er Guðmundur Freyr 
Sveinsson skólastjóri Flóaskóla.

Kór Hraungerðis og Villingaholtskirkna syngur 
undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista.

Prestur sr. Axel Árnason í Njarðvík. 

 

Áveitan fréttabréf í Flóahreppi greinir frá.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

05.12.2013 06:19

5. desember 1948 - Fyrsti hluti Hallgrímskirkju í Reykjavík var tekinn í notkun

Hallgrímskirkja í Reykjavík

 

5. desember 1948 -

Fyrsti hluti Hallgrímskirkju í Reykjavík var tekinn í notkun

 

Fyrsti hluti Hallgrímskirkju í Reykjavík var tekinn í notkun.

 

Þetta var neðri hluti kórbyggingarinnar, en þar voru sæti fyrir 250 manns.

 

Eyrbekkingurinn Guðjón samúelsson teiknaði Hallgrímskirkju.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 5. desember 2013 -

Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.12.2013 07:20

Jólalag Kiriyama Family + RVK-RIO

Kiriyama Family á sviði í Menningarsalnum í Hótel Selfossi.

 

Jólalag Kiriyama Family   +  RVK-RIO

 

 Jæja okkur finnst kominn tími á jólaskapið þannig að við settum jólalagið okkar RVK-RIO á youtube.

Endilega share-ið þessu með okkur.

Gerðum einnig "back in the days" slideshow fyrir ykkur í leiðinni.

Af Facebook - Kiriyama Family


 

Hér má heyra og sjá jólalagið:

https://www.youtube.com/watch?v=I90GX-Rqe9I

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður