Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

05.01.2014 06:45

Útför Jóns Bjarna Stefánssonar verður föstudaginn 10. janúar 2014

 

 

 

Útför Jóns Bjarna Stefánssonar verður 10. janúar 2014

 

Jón Bjarni Stefánsson á Eyrarbakka lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 31. desember 2013.

Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 10. janúar kl. 14:00

 

Jón Bjarni Stefánsson var verslunarmaður á Olís-versluninni á Eyrarbakka um árabil.

Hann var í hópi Eyrarbakkakarla sem koma í morgunspjall í Vesturbúðina á Eyrarbakka.

Frá spjallstund á síðasta ári. F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Björn H. Hilmarsson, Elías Ívarsson og Reynir Jóhannsson. 

.

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Siggeir Ingólfsson, Snjólaug Kristjánsdóttir Ingólfur Hjálmarsson og Finnur KristjánssonSkráð af Menningar-Staður

 

05.01.2014 06:30

Þangað flugu vélarnar frá Keflavík

Fimmta hver vél sem tók á loft frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði var á leiðinni til London.

 

Þangað flugu vélarnar frá Keflavík

Það voru farnar 688 áætlunarferðir frá Keflavík í síðasta mánuði og skiptust þeir á 26 áfangastaði. Þetta eru álíka margar ferðir og í nóvember en þá var ferðinni heitið til 22 borga samkvæmt talningum Túrista. Ástæðan fyrir fleiri áfangastöðum í desember er sú að þá er boðið upp á jólaflug til nokkurra borga. Einnig hófst flug Wow Air til Salzburg í Austurríki í síðasta mánuði.

Af þessum tæplega sjö hundruð flugferðum þá var um fimmtungur þeirra til Lundúna en flogið er héðan til þriggja flugvalla í grennd við höfuðborg Bretlands. Kaupmannahöfn er næst vinsælasti áfangastaðurinn og Osló í Noregi kemur þar á eftir eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Vægi áfangastaðanna í brottförum talið í desember:

  1. London: 20,4%
  2. Kaupmannahöfn: 13,5%
  3. Osló 9,5%
  4. New York: 6,4%
  5. París: 5,7%
  6. Stokkhólmur: 4,9%
  7. Amsterdam: 4,2%
  8. Boston: 4,2%
  9. Frankfurt: 3,6%
  10. Seattle: 3,5%

Af www.turisti.is

 

Skráð af Menningar-Staður

05.01.2014 06:15

Jólin kvödd á Selfossi

Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Jólin kvödd á Selfossi

 

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði, annað kvöld mánudagskvöld 6. janúar 2014.

 

Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í umsjón félagsins með stuðningi Björgunarsveitar Árborgar.

 

Gaman væri að sjá sem flesta bæjarbúa í trölla-, álfa eða jólasveinabúningum.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.01.2014 08:21

Bjartsýni á Menningar-Stað

 

.

Þórður Grétar Árnason og Siggeir Ingólfsson. Báðir eru tengdasynir Eyrarbakka.

.

 

.

Bjartsýni á Menningar-Stað

Mikil bjartsýni er á Félagsheimilinu Stað – Menningar-Stað- þegar horft er til hins nýbyrjaða árs.


Gríðarlegur fjöldi fólks koma í Félagsheimilið á síðasta ári vegna hinnar margþættu starfsemi sem þar er.

 

Í ljósi þessa var Þórður Grétar Árnason, húsasmíðameistari og tengdasonur Eyrarbakka, kallaður á vettvang í  gær að styrkja hurðabúnaðinn með viðbótar lömum svo tryggt sé að ekkert bresti á álagspunktum sem verða margir á árinu 2014.
 

 

.

Við aðal innganginn að Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

04.01.2014 07:54

Stækka flugstöðina í vetur

Fyrirhuguð stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar með yfirbyggðum stæðum fyrir farþegabifreiðar.

 

Stækka flugstöðina í vetur

Farþegafjölgun undanfarinna ára  um Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur verið mætt með ýmsum hætti til aukningar á afköstum flugstöðvarinnar og er fyrirhugað að ráðast í stækkun hennar í vetur til þess að að auka afköstin enn frekar fyrir næsta sumar.

Ráðgert er að reisa viðbyggingu með kjallara og tveimur hæðum við vesturálmu suðurbyggingar flugstöðvarinnar, samtals nærri 5.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verða sex brottfararhlið sem þjóna munu svonefndum fjarstæðum í grennd við flugstöðina og verður farþegum ekið til og frá flugvélum í sérbyggðum rútubifreiðum.

Nýja viðbyggingin mun auka sveigjanleika flugstöðvarinnar og auðvelda afgreiðslu á háannatíma. Hönnun og byggingarform hússins verður einfalt og með þeim hætti að sem mestur sveigjanleik náist í rekstri. Þá verður einnig fljótlega hafin stækkun farangursflokkunarkerfisins sem tvöfalda mun afkastagetu þess fyrir sumaráætlun þessa árs.

Af www.vf..is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

03.01.2014 22:35

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

 

Merki Hrútavinafélagsins Örvars hannaði og teiknaði Hrútavinurinn og Önfirðingurinn Rafn Gíslason í Þorlákshöfn.

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

 

Það bar til síðla í september árið 1999 að boð komu frá Bjarkari Snorrasyni, bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna, að til hrútasýningar væri boðað að Tóftum. Þangað skyldu sauðfjárbændur í hreppnum mæta með hrúta sína til mælinga og dóma hvað þeir gerðu allir með sóma.

Hrútasýningar hafa í gegn um tíðina verið hinar merkilegustu samkomur bæði út frá faglegum atriðum og ekki síður hin besta skemmtan með ýmsum hætti. Svo hefur vissulega verið á Tóftum og samkomurnar hafist með kjötsúpumáltíð að hætti Bjarkars bónda áður en haldið er til fagstarfa í fjárhúsinu. Vegna þessa hafa hrútasýningar að Tóftum verið fjölmennar um langa tíð.

 

Afdrifarík óvissuferð

Athafna- og félagsmálamaður vestan af fjörðum, Björn Ingi Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar sumarið 1999 og var svo lánsamur að lenda í slagtogi við sauðfjárbændur í hreppnum. Svo heppilega vildi til að sama dag og hrútasýningin var á Tóftum að til Önfirðingsins komu þrír sveitungar hans í heimsókn. Þetta voru; Árni Benedikttsson, og bræðurnir Ingólfur Björnsson og Siggi Björns. Var strax ákveðið að fara með gestina í óvissuferð á hrútasýninguna. Þoka var yfir öllu og rigningarúði þegar haldið var af stað og gestirnir hlaðnir kvíða yfir því hvað væri í vændum enda höfðu þeir reynt nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á fyrri tíð fyrir vestan.

Árni býr á Selfossi, Ingólfur í Noregi, Siggi Björns í Berlín í Þýskalandi og Björn Ingi býr á Eyrarbakka

 

Mikil upplifun

Ekki var að sökum að spyrja að þetta kvöld á Tóftum var mikil upplifun og góð skemmtun fyrir gestina að vestan því enginn þeirra hafði farið á hrútasýningu áður. Þarna var fastmælum bundið að að mæta árið eftir að Tóftum á hrútasýninguna og þá með nokkur skemmtiatriði sem og var gert.

 

Örvar

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var orðið til upp úr þessari óvissuferð að Tóftum haustið 1999. Hrútavinafélagið fagnar því í ár fimmtán ára afmæli og mun það verða gert með ýmsum hætti.

Hrútavinafélagið Örvar hefur komið að og haft frumkvæði til ýmissa mannlífs- og menningarmála á Suðurlandi og víðar. Verður það ekki rakið hér að þessu sinni en aðeins nefnd til Bryggjuhátíðin á Stokkseyri sem félagið  stóð fyrir með aðilum á staðnum og fleirum að koma í framkvæmd  sumarið  2004.

 

Þjóðlegt

Hrútavinafélagið vinnur í anda þess “Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita” og sýna verkin vissulega slíkt á margan hátt. Grunnur félagsins liggur í bændamenningunni í Flóanum og beitingaskúramenningunni fyrir vestan eins og sést á því hvernig félagið varð til.

Félagið hefur fengið góða svörun við starfinu sem sést best á því að samkomur og uppákomur þess eru mjög vel sóttar. Hrútavinafélaginu er gríðarlega kær einstök viðurkenning sem það fékk á samkomu í troðfullu félagsheimilinu Þjórsárveri er Sigurður Sigurðarson f.v. yfirdýralæknir kvaddi sér hljóðs og veitti félaginu heilbrigðisvottorð vegna hins margþætta mannlífs og menningarstarfs Hrútavina.

 

Þakkir

Hrútavinafélagið hefur frá upphafi átt náið samstarf við “Búnaðarfélagið” í Stokkseyrarhreppi hinum forna sem fagnaði 125 ára afmæli á síðasta ári.

Hrútavinafélagið þakkar sérstaklega Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps samstarfið þessi fimmtán ár og þakkar einnig öðrum sem félagið hefur sömuleiðis átt farsæla samleið með þessi ár.

 

Björn Ingi Bjarnason

Forseti

Hrútavinafélagsins Örvar

 

Frá Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna árið 2001 hvar Hrútavinafélagið var líka á ferð.

.

 

Bakland Hrútavinafélagsins Örvars er líka í Önundarfirði.Skráð af Menningar-Staður
 

03.01.2014 21:32

3. janúar 1926 - Karlakór Reykjavíkur stofnaður

Sigurður Þórðarson var fæddur að Gerðhömrum í Dýrafirði. Kona Sigurðar var Áslaug Sveinsdóttir frá Hvlft í Önundarfirði. Sigurður er því tengdasonur Önundarfjarðar. 

 

3. janúar 1926 - Karlakór Reykjavíkur stofnaður

 

Karlakór Reykjavíkur var stofnaður, að frumkvæði Dýrfirðingsins Sigurðar Þórðarsonar tónskálds, sem stjórnaði kórnum í meira en þrjá áratugi.

Það hefur verið gæfa Karlakórs Reykjavíkur að hafa ávallt á að skipa frábærum söngstjórum.

Stjórnendur kórsins í gegnum tíðina hafa verið Sigurður Þórðarson, þá Páll Ísólfsson, Jón S. Jónsson, Páll Pampichler Pálsson og Catherine Willams. Núverandi söngstjóri er Friðrik S. Kristinsson.

Sigurður Þórðarson:

Hann fæddist 8. apríl 1895 á Gerðhömrum í Dýrafirði.

18 ára að aldri settist hann í Verslunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1915. Meðan á því námi stóð stundaði hann einnig tónlistarnám og lærði m.a. á harmoníum hjá Páli Ísólfssyni.

Árið 1916 hélt hann til framhaldsnáms í tónlist í Leipzig í Þýskalandi ásamt Páli Ísólfssyni og Jóni Leifs. Fjárhagurinn leyfði þó ekki lengri dvöl ytra en tvö ár. Að þeim árum loknum stundaði Sigurður ýmis skrifstofustörf í Reykjavík, m.a. var hann lengi skriftofustjóri Ríkisútvarpsins og einnig vann hann við tónlistarkennslu, stjórnaði kórum og hóf að semja sönglög.

Það var síðan 1926 að hann stofnaði Karlakór Reykjavíkur ásamt 36 félögum sínum. Frá þeim tíma var saga Sigurðar Þórðarsonar og Karlakórs Reykjavíkur samofin hvor annarri í 36 ár.  Frá árinu 1926 til 1962 var Sigurður stjórnandi kórsins.

Sigurður fór með karlakórinn í sex utanlandsferðir beggja vegna Atlantshafsins, m.a. í langar tónleikaferðir um Bandaríkin og Kanada 1946 og 1960. Enginn íslenskur kór hefur verið ötulli en Karlalór Reykjavíkur að kynna íslenska tónlistarmenningu á erlendri grund.

 

Karlakór Reykjavíkur hefur alla tíð lagt sig fram um að halda merki Sigurðar Þórðarsonar á lofti. Lög eftir hann hafa jafnan verið á söngskrá kórsins og lagið: "Ísland, Ísland ég vil syngja!" er sungið í hvert sinn sem kórinn kemur fram. 

Sjá þessa slóð:   http://www.youtube.com/watch?v=4s6HmrUQJ34

 

Félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur ber nafn fæðingarstaðar Sigurðar Þórðarsonar í Dýrafirði - Gerðhamrar.

 

Karlakór Reykjavíkur á Sigurði Þórðarsyni ævarandi þakkarskuld að gjalda.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 3. janúar 2014 og fleira.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.01.2014 18:54

Farandsýningin 5. áfangi - "Selfossveitur" að Austurvegi 67

Siggeir Ingólfsson er hér að afhenda Jóni Tryggva Guðmundssyni hjá Framkvæmda og veitusviði Árborgar, farandsýninguna í morgun.

 

Farandsýningin  5. áfangi – "Selfossveitur" að Austurvegi 67

 

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.,  og breytt  var síðan  í  farandsýningu,  var í morgun færð úr Ráðhúsinu  á Selfossi og austur í hinar gömlu "Selfossveitur" að Austurvegi 67.  Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka,  í Veturbúðina á Eyrarbakka og í Húsasmiðjunni á Selfossi.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í "Selfossveitur" og Jón Tryggvi Guðmundsson forstöðumaður Framkvæmda og veitusviðs tók á móti sýningunni. Siggeir og Birni Inga og var vel fagnað af starfsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar  í kaffuhléinu m.a. með brðauttertu af bestu gerð.

Sýningin verður þarna fram yfir miðjan janúar og mun síðan næstu vikurnar færast frá einum stað til annars. Sýningunni  verður fylgt eftir hér á Menningar-Stað eins og áður.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256350/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.01.2014 08:47

Þrettándagleði í Flóahreppi

Þingborg.

 

Þrettándagleði í Flóahreppi

 

Þrettándagleði umf. Baldurs verður haldin laugardagskvöldið 4. janúar 2014 og hefst kl. 20:30 í Þingborg.

Þrettándagleði umf. Vöku verður mánudagskvöldið 6. janúar 2014 og hefst kl. 20.00 í Þjórsárveri.

 

Þjórsárver.

Skráð af Menningar-Staður.

02.01.2014 23:45

Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014

Framkvæmdir verða við þakið á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014

 

Á árinu 2014 áætlar Sveitarfélagið Árborg að verja um 900 milljónum króna til framkvæmda og fjárfestinga. Stærstu einstöku fjárfestingaverkefnin eru í fráveitu, gerð hreinsistöðvar og vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. Önnur verkefni eru fjölmörg og misjafnlega kostnaðarsöm, en ótvírætt er að verkefni þessi munu hafa jákvæð áhrif á framboð atvinnu við framkvæmdir af ýmsu tagi á svæðinu.   
Hér er yfirlit yfir helstu fjárfestingar sem eru á áætlun ársins 2014:

Viðhald á fasteignum
Talsvert átak verður gert í viðgerðum á þökum á hinum ýmsu fasteignum sveitarfélagsins. Þannig verður unnið að endurnýjun á þaki Sundhallar Selfoss, Hrísholts 8, Bifrastar og Valhallar við Tryggvagötu, skólahúsnæðis á Eyrarbakka, Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka, auk þess sem byggt verður yfir svonefnda útigarða í Vallaskóla. Unnið verður að viðhaldi eldra skólahúsnæðis á Stokkseyri og lögnum í Vallaskóla. Sett verður nýtt gólfefni á íþróttahúsið á Stokkseyri og brunaviðvörunarkerfi komið fyrir. Unnið verður að viðhaldi í leikskólanum á Stokkseyri og Sunnulækjarskóla. Alls er áætlað að verja til þessara viðhaldsverkefna, sem teljast til fjárfestinga í bókhaldi sveitarfélagsins um 75 mkr, að auki er gert ráð fyrir að til viðhalds fasteigna sem fellur undir rekstrarkostnað í bókhaldi verði varið 114 mkr.

Lóðir og opin svæði
Unnið verður að endurbótum á leikskólalóðum, skólalóðum Vallaskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, og lóð Sandvíkurseturs fyrir alls um 48 mkr.   Um 10 mkr verður varið til frágangs opinna svæða víðs vegar í sveitarfélaginu. Unnið verður að endurbótum á íþróttavellinum við Engjaveg og útbúinn nýr æfingavöllur.

Nýframkvæmdir vegna fasteigna
Eins og að framan er getið verður ráðist í viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og eru áætlaðar 110 mkr í það verkefni á árinu 2014. Þá er gert ráð fyrir að gert verði milligólf í hluta miðrýmis Sunnulækjarskóla til að auka við kennslurými, en að jafnframt verði hafist handa við undirbúning að viðbyggingu við skólann. Til þessara verkefna eru áætlaðar 56 mkr.

Fráveita
Alls er gert ráð fyrir fjárfestingum tengdum fráveitu fyrir 230 mkr, þar af til hreinsistöðvar 200 mkr. Einnig verður unnið að endurbótum fráveitu í Kirkjuvegi og hafinn undirbúningur að endurnýjun lagna frá Rauðholti.

Vatnsveita
Framkvæmdir í vatnsveitu eru áætlaðar fyrir rúmar 50 mkr, þar verður unnið að árlegum verkefnum við að skipta út eldri járnlögnum, auk þess sem lagnir verða endurnýjaðar í Kirkjuvegi og haldið áfram vatnsöflun og rannsóknarborunum við Ingólfsfjall.

Selfossveitur, hitaveita
Selfossveitur munu framkvæma fyrir um 130 mkr, er þar m.a. um að ræða virkjun borholu í Þorleifskoti og við Ósabotna, en  borun í Ósabotnum á árinu 2013 skilaði talsverðu magni af heitu vatni sem bætir verulega stöðu veitnanna hvað vatnsöflun varðar. Unnið verður að endurnýjun á miðlunartanki og lagfæringum á aðstöðu Selfossveitna að Austurvegi 67. Um 11 mkr verður varið til stækkunar dreifikerfis, en hitaveita verður lögð að húsum norðan við Eyrarbakka. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjölga þeim íbúðarhúsum sem tengjast hitaveitu og er umrædd lögn liður í því verkefni.

Gatnagerð
Unnið verður að endurbótum á Kirkjuvegi frá Engjavegi að Fossheiði og á Merkisteinsvöllum á Eyrarbakka. Lögð verður klæðning á Hellismýri og gengið frá yfirborði vegar að Austurvegi 21, 21b og 21c. Gerð verður breyting á aðkomu að skólamannvirkjum við Tryggvagötu auk þess sem fé verður varið til vegagerðar í Hellisskógi.

Göngustígar
Áfram verður haldið endurnýjun göngustíga líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Að auki verður haldið áfram lagningu svonefnds Fjörustígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þá verður lagður göngustígur við hverfin Gráhellu og Austurbyggð og er áætlað að verja um 52  mkr í þessi verkefni á árinu. Áfram verður haldið verkefni við endurnýjun gangstétta á Eyrarbakka og gert við gangstéttar víða í sveitarfélaginu fyrir um 11 mkr. 

Ýmis verkefni
Um 2,5 mkr verður varið til kaupa og uppsetningar á biðskýlum fyrir farþega strætó. Unnið verður að endurnýjun á gatnalýsingu, auk þess sem lýsing verður sett upp við reiðhöllina á Selfossi og fjármunum varið til að setja upp aðvörunarljós við öryggissvæði flugbrautar á Selfossflugvelli. Einnig verður unnið að endurbótum á gámasvæði sveitarfélagsins. Áfram verður haldið uppsetningu eftirlitsmyndavéla við byggðarkjarna sveitarfélagsins. Um 6 mkr verður varið til endurbóta á tjaldsvæðum sveitarfélagsins. Þá verða keyptir lausafjármunir fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, hjólabrettasvæði, íþróttavallarsvæðið við Engjaveg og íþróttahúsið Baulu, auk endurnýjunar bíla og sláttuvéla, alls um 26 mkr.  Fjármunum verður varið til að hefja undirbúningsvinnu að endurnýjun húsnæðis vegna búsetuúrræða fyrir fatlaða og hafin vinna við undirbúning breytinga á húsnæði fyrir eldri borgara að Grænumörk, Selfossi.

 

Selfossi, 18. desember 2013
Ásta Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

 

Ásta Stefánsdóttir.

Skráð af Menningar-Staður