Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

01.01.2014 21:17

Nýársbarn á Eyrarbakka


Ari Björn Thorarensen.

 

Nýársbarn á Eyrarbakka

 

Nýársbarn á Eyrarbakka árið 1965 var  Ari Björn Thorarensen en hann er fæddur 1. janúar það ár.

Ari Björn hefur um árabil starfað sem fangavörður á Litla-Hrauni og er aðstoðarvarðstjóri þar og varðstjóri í afleysingum.

Hann var formaður Fangavarðafélags Íslands í nokkur ár.

Ari Björn situr í bæjarstjórn Árborgar fyrir Sjálfstæðisflokkin sem er með hreinan meirihluta þetta kjörtímabil.
Hann er forseti bæjarstjórnar og er sá eini af fulltrúum meirihlutans sem hefur gert upp hug sinn um framhald og lýsti því yfir fyrir nokkru að hann gæfi kost á sér áfram.

Ari Björn Thorarensen er virkur meðlimur í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi og sendir félagið honum bestu afmælisóskir í tilefni dagsins sem og eiginkonu hans, Ingunni Gunnarsdóttur, tengdadóttur Eyrarbakka, en hún á afmæli hinn 3. janúar n.k.

 

Ari Björn Thorarensen.

 Leiðir Ingunnar Gunnarsdóttur og Ara Björns Thorarensen voru snemma nærri hvort öðru

eins og hér má sjá bæði í fæðingardögum og bílprófsdegi.

Skráð af Menningar-Staður