Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

27.01.2014 22:31

Hásteinn frá Stokkseyri er dragnótarbátur ársins 2013

Click to view full size image

Hásteinn ÁR 8 frá Stokkseyri

Hásteinn frá Stokkseyri er dragnótarbátur ársins 2013

 

Jú mikið rétt.  Hásteinn ÁR var einungis gerður út í 6 mánuði á árinu 2013 enn náði engu að síður þeim ótrúelga árangri að verða aflahæstur dragnótabátanna á landinu árið 2013.

 

Báturinn hóf ekki veiðar fyrr enn í mars enn mokveiddi og varð aflahæstur bæði í mars sem og í apríl.  var með 386 tonn í mars og stærsta löndunin var í apríl 53 tonn,

Báturinn hóf svo veiðar í september og varð aflahæstur þá líka og varð annar í október.

 

Heildarafli bátsins var 1378 tonn í 64 róðrum eða 21,5 tonn í róðri,

Aflaaukninginn hjá bátnum var líka góð eða 20 %

 

Ótrúlegt ár hjá þeim á Hásteini ÁR og það aðeins á sex mánuðum.  

Geri aðrir betur og án efa dragnótarbátur ársins 2013.

Frétt af:  http://sax.is/?gluggi=frett&id=47198

Skráð af Menningar-Staður

27.01.2014 21:16

Stærsti þjófnaður á Íslandi?

GZ-652

Eyrarspítali á Eyrarbakka í byggingu, síðar hluti af Litla-Hrauni. Framan við húsið eru þeir Eyrbekkingarnir Guðjón Samúelsson húsameistari sem teiknaði húsið og Guðmundur Ísleifsson á Háeyri en hann gaf land undir bygginguna. Ljósm.: Þjóðminjasafn Íslands.

 

Stærsti þjófnaður á Íslandi?

 

Eyrbekkingarnir Haukur Jónsson og Gísli Sigurðson voru að gríska í gömlum blöðum á dögunum. Þá kom í hendur þeirra Sunnlenska fréttablaðið frá í febrúar 1992 þar sem segir frá forsögu Litla-Hrauns


Þeir sendu á Menningar-Stað og sjá má greinina um LItla-Hraun hér:

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.01.2014 20:32

Samningur um uppbyggingu reiðvega

Á myndinni, sem tekin var við undirritun samningsins má sjá; forseta bæjarstjórnar Árborgar, Ara Björn Thorarensen,  framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Ástu Stefánsdóttur,  og fulltrúa reiðveganefndarinnar, þá Einar Hermundsson og Magnús Ólason.

 

Samningur um uppbyggingu reiðvega

 

Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa gert með sér samkomulag sem gildir til ársins 2018 um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Árborg.

Á samningstímanum mun Árborg greiða Sleipni 3,5 milljónir króna á ári, eða alls 17,5 mkr, til uppbyggingar reiðvega.

Samningurinn kemur í stað eldri samnings frá 2006 um samskonar verkefni, en á grundvelli þess samnings hefur tekist að bæta reiðleiðir verulega.

Reiðveganefnd Sleipnis mun annast framkvæmdina í samráði við fulltrúa sveitarfélagsins

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

27.01.2014 20:21

Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina

Skúli Þ. Skúlason

 

Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina

 

Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufélag. Samvinnufélögin eru gríðarsterk um allan heim. Þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslunarrekstur þeirra aðalsvið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félögin við heilsugæslu, fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfararþjónustu, fjarskiptafyrirtækja og svona mætti áfram telja.

Í löndum þar sem atvinnulíf og mikilvægir innviðir samfélagsins eru vanþróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhugsjónina og á það ekki síst við um matvælaframleiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur samvinnufélaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grundvöll sinn byggja þau á lýðræði félagsmanna og jöfnum atkvæðisrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna.

Samvinnufélögin algeng

Það er því kannski ekki tilviljun að í vaxandi hagkerfum BRIC-landanna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent landsmanna í samvinnufélagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. heldur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkjamanna fái heimilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund samvinnufélög sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarframleiðslunnar.

Í samvinnufélagi eru meðlimir þess jafnframt eigendur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnustarfsins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnufélagi, 171 milljón manna eigendur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þúsund manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar.

Heimsþekkt vörumerki

Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampavínið frá Champagnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vörumerki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund samvinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarframleiðslu Parmesanostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefnið í sinnepið Colman’s English kemur frá breskum samvinnumönnum.
Fairtrade frá Mexíkó

Fairtrade er vaxandi viðskiptasáttmáli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu viðskiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasambandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlöndunum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskyldu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í samfélagslegum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfingunni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleiddar af samvinnufélögum.

Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrirtæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi samvinnustarfs um þátttöku, jafnræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð.

Skúli Þ. Skúlason
Höfundur er formaður stjórnar Kaupfélags Suðurnesja

Aðsent

Skráð af Menningar-Staður
 

27.01.2014 07:19

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

Eyrbekkingurinn og Önfirðingurinn Vilbergur Magni Óskarsson var skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Hér  er hann á brúarvæng Óðins við bryggju á Flateyri og Eyrarfjallið í baksýn.

Óðinn við bryggju á Flateyri og fjallið Þorfinnur.

27. janúar 1960 - Óðinn kom til landsins

Varðskipið Óðinn kom til landsins.

Því var beitt í þremur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa.

Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík.

Morgunblaðið mánudagurinn 27. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas RagnarssonSkráð af Menningar-Staður
 

27.01.2014 07:06

Styrkumsóknir fyrir 850 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

 

Styrkumsóknir fyrir 850 milljónir í

Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

 

Umsóknarfrestur um styrki til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða rann út 22. janúar síðastliðinn.

Heildarkostnaður við verkefnin 1,9 milljarðar

Alls bárust 136 umsóknir frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um land. Heildarupphæð styrksumsókna var voru rúmar 848 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður 1,9 milljarðar króna. Sjóðurinn hefur 245 milljónir króna til ráðstöfunar.

Niðurstaða um mánaðamót mars/apríl

Gert er ráð fyrir að yfirferð og mat umsókn sé lokið um mánaðarmótin mars/apríl 2014.

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

26.01.2014 21:49

ÍSLENSKI BÆRINN/TURF HOUSE


Fjölheimar á Selfossi.

 

Íslenski bærinn / Turf house

Kynning – Upplegg – Framtíðarsýn

Þriðjudagur 28. janúar 2014 í “stóru” stofunni í Fjölheimum, Selfossi. kl. 14:00 – 16:30

 

Til fundarins eru boðaðir m. a. fulltrúar SASS, Markaðsstofu Suðurlands, Sveitarstjórnar Flóahrepps, Menningarráðs Suðurlands, Háskólafélags Suðurlands o. fl.

 

Á fundinum munu fulltrúar og samstarfsaðilar Íslenska bæjarins kynna þróunar- og vaxtarmöguleika hans.

- Hvað er Íslenski bærinn/Turf House?

Hannes Lárusson myndlistarmaður og forstöðumaður ÍB/TH

 

- Bláa lónið, Þingvellir, Íslenski bærinn, Skógar. Hvernig á að koma stórum ferðamannstað á kortið á Suðurlandi?

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður sem vann viðskiptaáætlun um ÍB/TH í MA-námi við háskólann í Uppsala.

 

Gísli Jóhann Eysteinsson og Hjalti Harðarson, framkvæmdastjórar Kjarnans og markaðsfræðingar.

- Alþjóðleg sumarvinnnustofa í vistvænni byggingarlist. Verðmætasköpun og margfeldisáhrif.

 

Hvaða grundvöllur er fyrir tveimur til þremur 15 eininga háskólanámskeiðum með þáttöku 30-40 erlendra nemenda á Suðurlandi?

Sigurjón B. Hafsteinsson, mannfræðingur og dósent í safnafræði við HÍ

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og aðjúnkt við LHÍ

Sigurður Sigursveinsson forstöðumaður Háskólafélags Suðurlands

 

-Þjóðlegt, fallegt og fjöldaframleitt. Hvernig er hægt að margfalda ánægju, upplifun og virðisauka með framleiðslu á einföldu og ódýru matarlistaspjaldi?

Hjörtur Skúli Jóhannsson vöruhönnuður

Hannes Lárusson forstöðumaður ÍB/TH

Kristín Magnúsdóttir lífefnafræðingur og meðeigandi ÍB/TH

 

-Exklúsívur staður á Suðurlandi. Atburðir, samkomur, hátíðir.  

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Hannes Lárusson o. fl.

 

Öll innlegg verða stutt og hnitmiðuð.

Umræður, hugmyndir, kaffi og með því.

 

 Til fundarins boða Íslenski bærinn í samráði við SASS
Af www.sass.is

Skráð af Menningar-Staður

26.01.2014 06:50

Þorrablótið á Eyrarbakka verður 1. febrúar 2014

 

Þorrablótið á Eyrarbakka verður 1. febrúar 2014

 

Þorrablótið verður í Félagsheimilinu Stað.

Miðasala verður í dag,  sunnudaginn 26. janúar,  kl. 20:00 á StaðSkráð af Menningar-Staður

26.01.2014 06:37

Torfbæir fallegastir í vetrarbúningi


Gamli bærinn í Austur-Meðalholti í Flóahreppi.
.

Hannes Lárusson.

 

Torfbæir fallegastir í vetrarbúningi

 

Íslenski bærinn í Austur-Meðalholtum í Flóahreppi verður formlega opnaður gestum í vor. Verkefnið hlaut nýlega styrk úr þróunarsjóðnum Ísland allt árið, sem verður notaður til að auka vetrarferðamennsku. Hannes Lárusson ólst upp í bænum.

 

Torfbæjararfurinn er jafn mikilvægur og bókmenntirnar okkar, á sér meira en þúsund ára sögu og hefur fylgt okkur nær alla búsetuna í landinu. Hann hefur hins vegar verið utangarðs og á margan hátt rangtúlkaður síðustu áratugi. Í íslenska bænum sameinast í rauninni sjálft landið og menningin, hann er að mínu mati eitt fágaðasta framlag norðurhjarans til heimsmenningarinnar,"segir Hannes Lárusson myndlistarmaður sem vill hefja íslenskan torfbæjararf til vegs og virðingar. Hann stofnaði fyrir all mörgum árum rannsóknar-, fræðslu- og sýningarstofnunina Íslenski bærinn, sem hefur það að markmiði að varðveita þennan byggingararf og þá verkþekkingu og hugmyndafræði sem honum tengist.

 

Ólst upp í torfkofa

Upphafið að þessu verkefni má rekja til fyrstu ára í lífi Hannesar, en hann ólst upp í gamla bænum í Austur-Meðalholtum sem er skammt suður af Selfossi. "Áhugi minn og skilningur á torfbæjararfinum óx mikið upp úr 1985 þegar byrjað var að endurbyggja og bjarga torfbænum í Austur-Meðalholtum. Þá komst ég í góð kynni við Hörð Ágústsson húsafræðing sem var guðfaðir þess verkefnis," segir Hannes. Hann og Kristín Magnúsdóttir kona hans standa að Íslenska bænum sem er einkaframtak en hefur fengið nokkra styrki.

Torfbæir um land allt koma við sögu hjá Íslenska bænum. "Sérstök áhersla verður lögð á þann mun sem var á torfbæjum milli landshluta, byggingarefni og verksvit sem birtist í stórum sem smáum byggingum," segir Hannes. Tveir meginþættir eru í aðalhlutverki. "Annars vegar er það

hlýja og fegurð húsanna og hins vegar verktæknin," segir Hannes. Umgjörð Íslenska bæjarins er húsaþorpið að Austur-Meðalholtum. Þar stendur nú gamli bærinn ásamt útihúsum. "Þá eru nokkur hús í byggingu í samstarfi við Hleðsluskólann sem heldur reglulega námskeið á staðnum. Í sumar er til dæmis fyrirhugað tíu daga alþjóðlegt námskeið í vistvænni en um leið framsækinni byggingarlist, sem sækir m.a. innblástur í okkar innlenda arf og landkosti," upplýsir Hannes.

 

Búist við þúsundum gesta

Nú er verið að leggja lokahönd á nýja safnabyggingu sem hefur verið í byggingu í átta ár. "Við höfum alltaf lagt áherslu á vistvæna byggingartækni og reynt að ganga eins langt og hægt er við íslenskar aðstæður," segir Hannes. Gestir munu geta skoðað öll húsin á svæðinu auk þess sem í safnahúsinu verður yfirgripsmikil sýning. Þá verður hægt að handleika nær öll þekkt verkfæri sem notuð hafa verið við veggjahleðslu og torfskurð í gegnum aldirnar.

Stefnt er að því að Íslenski bærinn dragi til sín tugi þúsunda ferðamanna á næstu árum en verkefnið hlaut nýverið tveggja milljóna króna styrk úr þróunarsjóðnum Ísland allt árið. "Sá styrkur verður notaður til að byggja upp vetrarferðamennsku. Enda er það mín skoðun að íslenski torfbærinn sé aldrei fallegri en í vetrarbúningi."

 

.

Fréttablaðið laugradagurinn 25. janúar 2014

Skráð af Menningar-Staður
 

26.01.2014 06:19

Keflavíkurflugvöllur sá 10. stærsti á Norðurlöndunum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

 

Keflavíkurflugvöllur sá 10. stærsti á Norðurlöndunum

 

Alls fóru 2.751.743 farþegar um Keflavíkurflugvöll árið 2013 og er það 15,6% aukning frá árinu 2012. Það þýðir að völlurinn er sá tíundi stærsti á Norðurlöndunum í farþegum talið samkvæmt lista sem CheckIn.dk hefur tekið saman. Keflavíkurflugvöllur er sá eini á listanum sem er ekki með innanlandsflug. 

Kaupmannahafnarflugvöllur er sá stærsti með rúmlega 24 milljónir farþega og Oslóarflugvöllur fylgir fast á hæla hans í 2. sæti með næstum 23 milljónir farþega. Athygli vekur að af 20 stærstu flugvöllunum eru tíu þeirra í Noregi.

Að sögn Túristi.is fara um 400-500 þúsund farþegar um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju og myndi tilfærsla á innanlandsflugi til Keflavíkur færa flugvöllinn upp um eitt sæti, eða í það níunda. 

Flugvöllur Fjöldi farþega 2013 Breyting frá 2012
1. Kaupmannahafnarflugvöllur 24.067.030 +3.1%
2. Oslóarflugvöllur 22.956.544 +4.0%
3. Arlanda í Stokkhólmi 20.681.554 +5.1%
4. Vantaa í Helsinki 15.279.043 +2.8%
5. Flesland í Bergen 6.213.960 +6.9%
6. Landvetter í Gautaborg 5.004.093 +3.1%
7. Sola í Stavanger 4.668.403 +5.8%
8. Værnes í Þrándheimi 4.311.328 +3.6%
9. Billund á Jótlandi 2.829.507 +3.5%
10. Keflavíkurflugvöllur 2.751.743 +15.6%
11. Bromma í Stokkhólmi 2.279.501 -0.6%
12. Skavsta við Stokkhólm 2.169.587 -6.4%
13. Malmö 2.127.586 +1.1%
14. Langnes í Tromsö 1.935.419 +2.5%
15. Rygge við Osló 1.890.889 +9.2%
16. Torp Sandefjord 1.856.300 +8.8%
17. Bodø í N-Noregi 1.669.191 -3.6%
18. Álaborg á Jótlandi 1.422.289 +8.7%
19. Luleå í N-Svíþjóð 1.106.638 +1.5%
20. Álasund V-Noregi 1.077.209 +7.6%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá frétt Túristi.is


Skráð af Menningar-Staður