Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

25.01.2014 21:23

Milljón ferðamenn árið 2015

Ferðamenn á útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.Milljón ferðamenn árið 2015

 

Fjöldi ferðamanna á Íslandi mun ná einni milljón árið 2015. Þetta er spá greiningardeildar Arion banka, en rúmlega 780 þúsund ferðamenn komu um Keflavíkurflugvöll á þessu ári og hafa þeir aldrei verið fleiri. Fjölgun ferðamanna frá árinu 2010 er einsdæmi á jafnskömmum tíma síðan talningar á ferðamönnum hófust, en fjölgun þeirra nemur 70% frá árinu 2010.

Þetta endurspeglast í auknum tekjum greinarinnar, en heildarúttekt erlendra greiðslukorta innanlands nam meira en 90 milljörðum á síðasta ári. Þá var kortaveltujöfnuður hagkerfisins, þ.e. kortavelta erlendra greiðslukorta innanlands að frádreginni kortaveltu íslenskra greiðslukorta erlendis, nú jákvæð um meira en 10 milljarða, eftir að hafa verið neikvæð lungann úr síðasta áratug.

Greiningardeildin spyr hvort þessi þróun geti haldið áfram og telur að öll púsl séu á sínum stað fyrir kröftugan vöxt á komandi árum. Spá hennar gerir ráð fyrir að ferðamenn verði um 909 þúsund á árinu 2014, milljónasti ferðamaðurinn komi síðan til landsins í desember árið 2015, en þeir verði um 1.007 þúsund það árið og fjölgi svo í 1.093 þúsund árið 2016.

Morgunblaðið Laugardagurinn 25. janúar 2014

Skráð af Menningar-Staður

25.01.2014 06:19

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2014

 

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka.

.

 

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2014

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2014.

Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 28.janúar nk. kl.18:15.

Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem erlendir vilja heimsækja.

 

 Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

Frá Bryggjuhátíð á Stokkseyri

.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.01.2014 06:55

Þorri hefst í dag 24. janúar 2014 - Bóndadagur - Miður vetur

Jóhannes Kristjánsson á þorrablóti Hrútavinafélagsins og Stokkseyringafélagsins

í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri árið 2007Þorri hefst í dag 24. janúar 2014 - Bóndadagur - Miður Vetur

 

Mánuðurinn þorri hefst í 13. viku vetrar, nú 19. til 25. janúar, en 9. til 15. janúar í gamla stíl fyrir 1700. Mánaðarnafnið er kunnugt frá 12. öld en uppruni þess er óviss.

 

Þorri er persónugerður sem vetrarvættur í sögnum frá miðöldum. Þar er einnig getið um þorrablót, en þeim ekki lýst. Vetraröldungurinn Þorri er algengt yrkisefni á 17. – 19. öld og um fagnað eða sérstaka siðvenju við upphaf þorra eru heimildir frá öndverðri 18. öld. Líklegt er að slíkar venjur séu allmiklu eldri.

 

Upphaflega virðist húsfreyja hafa boðið þorra velkomin enda er ljóst að fyrsti dagur þorra hefur verið tileinkaður húsbóndanum. Er hvorttveggja til að honum hafi verið veitt sérstaklega í mat og að hann hafi þá átt að gera vel við sitt fólk. Bóndadagsheitið er þó ekki kunnugt fyrr en í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá miðbiki 19. aldar. Þar er einnig minnst á hlaup bónda kringum bæ sinn, en óljóst er hversu almennur slíkur siður hefur verið og hver er uppruni hans. Vera kann að þar sé um að ræða leifar af eldra þorrafagnaði.

 

Á síðarihluta 19. aldar fóru mennta- og embættismenn að tíðka samkomur sem þeir kölluðu “Þorrablót” að fornum hætti, matar- og drykkjarveislur þar sem sungin voru ný og gömul kvæði og drukkin minni Þorra og heiðinna goða. Einkum var Þór tengdur þorranum. Þessar veislur lögðust af eftir aldamótin 1900 í kaupstöðum en þá hafði þorrablótssiðurinn borist í sveitirnar, fyrst á Austurlandi og í Eyjafirði, og hélt þar áfram.

Um miðja 20. öld hófu átthagasamtök á höfuðborgarsvæðinu síðan þorrablótin aftur til vegs og virðingar í þéttbýli, og buðu þá “íslenskan” mat sem nú var orðinn sjaldséður í kaupstöðum.

 

Veitingamaður í Naustinu í Reykjavík (Halldór Gröndal sem á ættir til Hvilftar í Önundarfirði) hafði síðan sérstakan þorramat á boðstólum frá þorranum 1958.

Síðan hafa þorrablót ýmissa samtaka með íslenskan mat verið fastur liður í skemmtanalífi um allt land.

Um 1980 hófust blómagjafir eiginkvenna til eiginmanna undir áhrifum frá konudegi.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson.Nokkrar myndir frá Hrútavinablótinu á Stokkseyri 2007

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

24.01.2014 06:23

Prófkjör sjálfstæðismanna í Árborg 22. mars


Siggeir Ingólfsson og Ásta Stefánsdóttir í byrjun árs 2013 að undirrita samning um 
aðkomu Siggeirs Ingólfssonar sem staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Prófkjör sjálfstæðismanna í Árborg 22. mars

 

Sjálfstæðismenn í Árborg efna til prófkjörs þann 22. mars næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg í gærkvöldi.

Á fundinum lýstu þrír sitjandi bæjarfulltrúar listans yfir áhuga sínum á að skipa annað sæti listans, þau Sandra Dís Hafþórsdóttir, Ari Björn Thorarensen og Gunnar Egilsson, sem áður hafði gefið út yfirlýsingu um að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri.

Á fundinum var einnig Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, sem lýst hefur yfir vilja sínum til að leiða D-listann í kosningunum þann 31. maí næstkomandi.

Auglýsa á eftir fleiri áhugasömum þátttakendum í prófkjörið á næstunni. 

 

Af www.mbl.is

Ásta Stefánsdóttir á Bryggju-Sviðinu á Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 21:43

Ari Björn Thorarensen sækist eftir öðru sæti

Ari Björn Thorarensen.

 

Ari Björn Thorarensen sækist eftir öðru sæti

 

Ari Björn Thorarensen  fangavörður og bæjarfulltrúi gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg sem fram fer 22. mars 2014.

 

Ari hefur verið í bæjarstjórn Árborgar frá 2010 og forseti bæjarstjórnar frá sama tíma. Einnig er Ari formaður í Félagsmálanefnd og formaður fyrir Héraðsnefnd Árnesinga.

 

Ari er fangavörður að atvinnu og var varabæjarfulltrúi frá 2002 -2010 og formaður Fangavarðafélags Íslands frá 1996-2004.

Ari giftur Ingunni Gunnarsdóttur sem starfar hjá Sýslumanninum á Selfossi og eiga þau 3 börn.

Fréttatilkynning.

 

Ari Björn Thorarensen sem forseti bæjarstjórnar Árborgar á fyrsta fundi eftir kosningarnar 2010.Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 20:59

Bændablaðinu fagnað í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

 

Bændablaðinu fagnað í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

 

Reglulega annan hvern fimmtudag eru hátíðarstundir hjá Vitringum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

Þetta er þegar Bændablaðið kemur í hús.

 

Slík gleðistund var í morgun í Vesturbúðinni, fimmtudaginn 23. janúar,  þegar  2. tölublað  Bændablaðsins  á þessu ári  kom á svæðið.

.

.Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 18:51

Forsetinn í Prentmeti á Selfossi

.


Prentmet á Selfossi hefur prentað  myndritið   -Séð og jarmað-  sem Hrútavinafélagið gefur út.

 

Forsetinn í Prentmeti á SelfossiForseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi kom í opinbera heimsókn í dag,  fimmtudaginn 23. janúar 2014,  í Prentmet á Selfossi.

Heimsóknin í Prentmet er liður í 15 ára afmælishaldi Hrútavinafélagsins á árinu 2014.

 

Farið var yfir hið farsæla og árangursríka samstraf Hrútavinafélagsins og Prentmets á liðnum árum. Jafnframt var stefnumótun varðandi  áframhaldandi samstarf og útgáfu svo sem á myndritinu –Séð og jarmað-Samverustund var síðan á kaffistofu starfsmanna eins og hér má sjá.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 16:00

Þorrinn hefst á morgun 24. janúar 2014 - Bóndadagur


Ingólfsfjall.Þorrinn hefst á morgun 24. janúar 2014 - BóndadagurÁ morgun, 24. janúar 2014,  hefst þorri en fyrsti dagur þorra nefnist bóndadagur og einmitt þann dag er miður vetur. 

 

Hér eru gömlu mánaðaheitin rifjuð upp í gamalli þulu: 

Mörsugurá miðjum vetri, markar spor í gljúfrasetri. 
Þorri hristir fannafeldinn, fnæsir í bæ og drepur eldinn. 
Góa á til grimmd og blíðu, gengur í éljapilsi síðu. 
Einmánuður andar nepju, öslar snjó og hendir krepju. 
Harpa vekur von og kæti, vingjarnleg og kvik á fæti. 
Skerpla lífsins vöggu vaggar, vitjar hrelldra, sorgir þaggar. 
Sólmánuður ljóssins ljóma leggur til og fuglahljóma. 
Heyannir og  hundadagar, hlynna að gæðum fróns og lagar. 
Tvímánuður allan arðinn, ýtum færir heim í garðinn. 
Haustmánuður, hreggi grætur, hljóða daga, langar nætur. 
Gormánuður, grettið tetur, gengur í hlað og leiðir vetur. 
Ýlir ber, en byrgist sólin. Brosa stjörnur, koma jólin. 
Tóftir og Holt í Stokkseyrarhreppi hinum forna.

Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 08:08

Sálin engilhreina

Kristján Runólfsson í Selfosskirkju sunnudaginn 19. janúar 2014Sálin engilhreina

 

Kristján Runólfsson orti um kirkjuferð í Selfosskirkju sunnudaginn 19. janúar 2014.

 

Sálin var með syndug mein,
og setti á mig pressu,
en hún er orðin engilhrein,
eftir gærdagsmessu.

 

Í næsta bekk við Kristján sat f.v. dóms- og kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson. 

.

Komum saman kappar þá,
í kirkju og réru fram í gráðið.

Heilagt guðsorð hlustar á,
Hrútavinakirkjuráðið.

.Skráð af Menningar-Staður

23.01.2014 07:38

23. janúar 1973 - Eldgos hófst í Heymaey

 

23. janúar 1973 - Eldgos hófst í Heymaey

Eldgos hófst í Heimaey, um kl. 2 að nóttu. „Jarðeldar ógna byggð í Vestmannaeyjum,“ sagði Þjóðviljinn. „Eldur og eimyrja vall upp úr tveggja kílómetra langri eldgjá,“ sagði Vísir. Langflestir 5.500 íbúa Vestmannaeyja voru fluttir til lands á örfáum klukkustundum. Um þrjátíu stundum fyrir upphaf gossins varð sérkennileg og áköf hrina af litlum jarðskjálftum undir eynni. Gosið stóð fram í júní.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 23. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson 

Skráð af Menningar-Staður