Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Árborgar, með Sunnlenska fréttablaðið í Vesturbúðinni í morgun.
Aðrir f.v.: Haukur Jónsson, Ingólfur Hjálmarsson og Finnur Kristjánsson.
Reynir Jóhannsson með Sunnlenska fréttablaðið í Vesturbúðinni í morgun.
.
. og Reynir bendir á fréttina um framboð eiginkonunnar, Söndru Dísar Hafþórsdóttur.
.
Framboðsmálin í Vesturbúðinni á Eyrarbakka
Kosið verður til sveitarstjórna á Íslandi laugardaginn 31. maí n.k. Prófkjör og uppstillingar flokka og framboða eru á mikilli hreyfingu þessar vikurnar.
Reynslan sýnir að heill og hamimgja fylgir frambjóðendum í prófkjörum sem koma reglulega í Vesturbúðina á Eyarrbakka í spjall og stefnumótun.
Í morgun var Eyrbekkingamorgun; því Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar í Árborg var mættur en hann hefur fyrir löngu lýst yfir framboði til vals á D-lista.
Þá voru menn með Sunnlenska fréttablaðið frá í morgun en þar lýsir Eyrbekkingurinn og bæjarfulltrúinn Sandra Dís Hafþórsdóttir yfir framboði til D-lista. Eiginmaður Söndru Dísar, Reynir Jóhannsson, var í Vesturbúðinni í morgun fyrir sína frú.
Menningar-Staður færði til myndar.
.
Skráð af Menningar-Staður
Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir.
Sandra Dís vill annð sætið
Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðismanna í Árborg, hefur ákveðið að bjóða sig fram á lista flokksins í vor.
Sandra Dís var í fjórða sæti í prófkjöri fyrir fjórum árum.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinun sem kom út í morgun - miðvikudaginn 22. janúnar 2014.
Skráð af Menningar-Staður
Eyrbekkingurinn Haukur Guðlaugsson.
Haukur – Ingi Heiðmar Jónsson skrifar
Langan veg sótti margur organisti til Skálholts á seinasta fjórðungi aldarinnar en á þeim árum stóðu námskeið Hauks Guðlaugsson söngmálastjóra fyrir organista og kirkjukóra. Námskeiðin voru alla jafnan seint í ágúst, hófust á mánudegi með hljóðfæra-, radd- og tónfræðikennslu fyrir organistana,
lota sem stóð fram á föstudag en þá fóru að birtast kórmenn úr heimabyggðum organistanna, komu sumir á fimmtudagskvöldi og enn þrengdist í Sumarbúðunum, oft voru settar dýnur í skólastofur heima í Skálholtsskóla og stundum var fengið húsnæði til viðbótar upp í Reykholtshverfi.
Öll þessi umsvif sigldu áfram undir ljúfri umsjón Hauks sjálfs, meistarans að þessari framkvæmd allri, aðstoðarmaður kom venjulega með honum af skrifstofunni en síðan gekk maður undir manns hönd þegar kom til kastanna.
Tengjum sál við sál segir stundum í draumsýn söngtextanna og segja má að þessi draumur hafi stundum fundið leið til raunveruleikans á þessum organistanámskeiðum Hauks, kórar voru æfðir og einsöngvarar, forspil og fagnaðarsöngvar þegar messan fyrir sunnudeginn tók að mótast, kennarar Glúmur og Jónas æfðu söngstjóraefnin, Fríða Lárusdóttir var sú sem orgelleikararnir settu traust sitt á og söngvarar hlýddu á hvert orð Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu. Ýmsir fleiri komu að kennslunni, fjölritun og öðrum undirbúningi en þessir söngþegnar kirkjunnar fögnuðu hjartanlega þessari fræðslu og þjálfun sem hér bauðst og víða bundust vinabönd sem endurnýjuð voru með hverju nýju ári.
Ég vona að við hittumst öll að ári
aftur verði sælustunda notið
sálartetrið tryggt gegn kreppu og fári
tign og gleði æðsta máttar lotið.
Ofanskráða vísu flutti Ingibjörg Bergþórsdóttir í Fljótstungu félögumsínum og var einn af trúföstum gestum á námsskeiðinu, Miðfirðingar, Súðvíkingar, Mýrdælingarmeð einsöngvarann Pál Rúnar, kór Kópavogskirkju með Guðmundi Gilssyni, Ingvar úr Eyjum og Ólafur organisti í Forsæti eru nöfn þátttakenda er koma fljótt upp í hugann en ógleymanlegust er þó þingeyski organistinn og fræðakonan Björg Björnsdóttir frá Lóni. Þessi smávaxna ákafakona kenndi félögum sínum druslur og rifjaði upp gamlar vísur þegar komið var saman í Aratungu á föstudagskvöldinu til að skemmta sér. Dagskrá ýmissa söngvara og annarra listamanna stóð fyrri hluta kvöldsins en svo gripu Reynir og Þorvaldur nikkur sínar og léku fyrir dansi í lokin.
Gunnar Kvaran, sellóleikari og náinn samstarfsmaður Hauks sagði í afmælisgrein um meistarann: „Ég minnist þátttöku í organistanámskeiðum í Skálholti á vegum söngmálastjóraembættisins. Fyrir mér mynduðu þessi námskeið kjarnann í starfi Hauks fyrir landsbyggðina. Þessi námskeið voru geysilega vinsæl. Á þau komu organistar og söngfólk víðsvegar af landinu og það var mikil gleði, eftirvænting og þakklæti sem geislaði af þessu fólki. Í þessari starfsemi sýndi Haukur einstaka hæfileika til að ná til fólksins, hrífa það og virkja. Haukur má ekkert aumt sjá, hjálpsemi hans, greiðvikni og hvatningu er við brugðið.“
Haukur ólst upp við brimströndina á Eyrarbakka, fór til náms í Reykjavík og út til Þýskalands, varð þekktastur af störfum sínum við söngmál kirkjunnar, en organisti og kórstjóri var hann á Siglufirði en síðar lengi á Akranesi. Þau hjónin eignuðust síðar hús í Þingholtunum þar sem Haukur gat fundið pípuorgelinu stað í hlýju ævikvölds. Þegar Haukur gaf út hljómdisk með orgelleik sínum fyrir nokkrum árum orti kollegi hans Glúmur Gylfason organisti á Selfossi:
Kirkjan góðan Hauk í horni
hefur átt
hans sér lengi enn við orni
organslátt.
Selfossblaðið 16. janúar 2014 - Ingi Heiðmar Jónsson
Ingi Heiðmar Jónsson og félagar í Grænu-mörk á Selfossi.
F.v.: Ingi Heiðmar Jónsson, Þórarinn Ólafsson á Eyrarbakka og Sigurður Torfi Guðmundsson.
Skráð af Menningar-Staður
Merkir Íslendingar - Guðmundur J. Guðmundsson
Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi fæddist í Reykjavík 22. janúar 1927. Hann var sonur Guðmundar H. Guðmundssonar, sjómanns í Reykjavík, og Sólveigar Jóhannsdóttur húsfreyju.
Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Elín Torfadóttir, fyrrverandi framhaldsskólakennari, og eignuðust þau fjögur börn.
Guðmundur var í barnaskóla og tvo vetur í gagnfræðaskóla. Hann var stjórnarmaður og starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1953-96, varaformaður félagsins 1961-82 og formaður þess 1982-96, formaður Verkamannasambands Íslands 1975-92, sat í miðstjórn ASÍ og í stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík.
Guðmundur var borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið 1958-62, sat í hafnarstjórn, í stjórn Innkaupastofnunar og í stjórn framkvæmdanefndar byggingaráætlunar borgarinnar. Þá var hann þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1979-87.
Guðmundur þótti herskár verkalýðssinni og liðtækur í verkfallsvörslu og ryskingum í stóru verkföllunum á sjötta áratugnum, enda kallaður Gvendur jaki. Hann var einn helsti málsvari verkalýðshreyfingarinnar á síðasta aldarfjórðungnum, tók þátt í flestum veigamestu kjarasamningum og var í forystu um gerð Þjóðarsáttarsamninganna 1990.
Guðmundur var þéttur á velli, breiðleitur, laglegur og svipsterkur, hafði sterka bassarödd, talaði hægt og gat kveðið fast að, hleypt brúnum og haft í hótunum ef mikið lá við. Hann brúkaði mikið neftóbak.
Guðmundur var mikill vinur Alberts Guðmundssonar, alþm. og stórkaupmanns, enda báðir bóngóðir málsvarar brjóstvitsins sem báru ekki nema hæfilega virðingu fyrir sérfræðingum og öðrum menntamönnum, fóru sínar eigin leiðir og rákust illa í flokkum sínum.
Ómar Valdimarsson skráði tvær viðtalsbækur við Guðmund.
Guðmundur lést 12. júní 1997.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 22. janúar 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Kjartan Björnsson heldur sitt síðasta Selfossblót á laugardaginn.
Ljósm.:sunnlenska.is/Gunnar Þór Gunnarsson
Þrettánda Selfossþorrablótið verður haldið næstkomandi laugardag. Kjartan Björnsson, rakari, hefur staðið fyrir blótunum en nú er komið að leiðarlokum og framundan er síðasta blótið á vegum Kjartans.
„Ég fór af stað með Selfossblótin því ég taldi eðlilegt að jafn stórt bæjarfélag og Selfoss hefði almenningsblót í boði fyrir sína íbúa eins og önnur minni og stærri samfélög, en almenningsblótið hafði legið niðri um nokkurt skeið. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það er mikið mál fyrir einstakling að bera fjárhagslega og framkvæmdalega ábyrgð á jafn stóru viðskiptamódeli og eitt þorrablót er,“ segir Kjartan í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld.
„Það tekur á þó vissulega hafi ég öll árin notið einstakrar aðstoðar fjölskyldu og vina við framkvæmdina svo ekki sé nú talað um íbúana og mörg fyrirtæki sem hafa gert þetta mögulegt með aðstoð og mætingu. Eftir bankahrunið hefur blótið ekki náð sér nægilega á strik með mætingu þrátt fyrir sýnilegan vilja til þess að koma til móts við fólk með mjög hagstæðu verði og sanngjörnum kjörum,“ segir Kjartan ennfremur.
„Ég hef ákveðið í samráði við fjölskyldu að þorrablótið á laugardaginn verði síðasta þorrablótið sem ég stend fyrir og vil ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa aðstoðað mig á einn eða annan hátt í gegnum árin. Ég hef haft af þessu mikla gleði og ánægju í gegnum árin en nú verða vatnaskil og því liggur það fyrir að 13. Selfossblótið er það síðasta á mínum vegum. Ég á mér þá von og ósk að Selfyssingar, búandi og burtfluttir ásamt gestum, fjölmenni um helgina og að við eigum mikla og góða gleðistund saman á þessum tímamótum,“ segir Kjartan og bætir við að ennþá eru til miðar á blótið.
Af www.sunnlenska.is
Kjartan Björnssoner hér í Laugabúð á Eyarbakka.
Skráð af Menningar-Staður
Hús Davíðs Stefánssonar á Akureyri.
Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi.
21. janúar 2014 - OPið hús hjá Davíð • 119 ár í dag frá fæðingu skáldsins
Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi við Eyjafjörð fæddist 21. janúar 1895. Í dag eru því liðin 119 ár frá fæðingu hans og í tilefni dagsins verður Davíðshús á Akureyri opið milli kl. 20 og 22 í kvöld og aðgangur ókeypis.
Heimili skáldsins, Davíðshús við Bjarkarstíg 6, hefur verið varðveitt sem safn eftir að Davíð féll frá, en þar er einnig fræðimannsíbúð.
Húsakynnin bera smekkvísi hans glöggt merki, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, eins og hann skildi við árið 1964, segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri; næstum eins og Davíðs sé að vænta innan skamms.
Fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919. Leikfélag Akureyrar frumsýndi nýja uppfærslu Gullna hliðsins eftir Davíð síðastliðinn föstudag.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 21. janúar 2014
Listaverkið -Brennið þið vitar- í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.
Ljóðið er eftir Davíð Stefánsson en lagið er eftir Pál Ísólfsson frá Stokkseyri. Litirnir eftir Elfar Guðna Þórðarson.
Skráð af Menningar-Staður
.
21. janúar 1918 - Frostamet á Íslandi
Mesta frost hér á landi, 38 stig á Celcius, mældist á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum. Þessi vetur hefur verið nefndur frostaveturinn mikli.
21. janúar 1918
Mesta frost í Reykjavík, 24,5 stig á Celcius, mældist þennan dag, en logn var og bjartviðri. „Menn kól bæði á fótum og andliti er þeir voru á gangi um göturnar,“ sagði Vísir. Gengið var út í Viðey á ís, fuglar frusu fastir í vök á Skerjafirði og barnaskólinn var lokaður í nokkra daga.
21. janúar 1925
Ofsaveður var í Reykjavík. Þök fuku af nokkrum húsum og „mátti heita óstætt á götum bæjarins um langa hríð,“ sagði í Morgunblaðinu. Þá gerði mesta flóð sem orðið hafði sunnanlands og vestan í eina öld og brotnuðu hús og bátar í Grindavík og sjóvarnargarður við Eyrarbakka eyðilagðist.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 21. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
Jón úr Vör
Merkir Íslendingar - Jón úr Vör
Jón úr Vör Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. janúar 1917. Hann var sonur Jóns Indriðasonar, skósmiðs þar og síðar í Kópavogi, og Jónínu G. Jónsdóttur húsfreyju.
Fósturforeldrar Jóns voru Þórður Guðbjartsson á Geirseyri og Ólína Jónsdóttir húsfreyja.
Jón úr Vör var bróðir Hafliða, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.
Eftirlifandi eiginkona Jóns er Bryndís Kristjánsdóttir frá Nesi í Fnjóskadal og eignuðust þau þrjá syni, Karl, Indriða og Þórólf.
Jón stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunnsviks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf.
Jón var ritstjóri Útvarpstíðinda, starfsmaður bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar, ritstjóri tímaritsins Stjörnur, fombókasali í Reykjavík 1952–62 en lengst af bókavörður í Kópavogi frá 1952 og sá lengi um vísnaþátt í DV.
Jón varð fyrir sterkum áhrifum sænskra skálda eins og fram kemur í Þorpinu, þriðju ljóðabók Jóns, sem er sú langþekktasta og reyndar tímamótaverk í íslenskri ljóðagerð. Ljóðin í bókinni eru samfelld og lýsa uppvexti skáldsins í íslensku sjávarþorpi á kreppuárunum. Með bókinni varð Jón, ásamt vini sínum, Steini Steinarr, einn fyrirrennara atómskáldanna.
Ljóðabækur Jóns: Ég ber að dyrum, 1937; Stund milli stríða, 1942; Þorpið, 1946; Með hljóðstaf, 1951; Með örvalausum boga, 1951; Vetrarmávar, 1960; Maurildaskógur, 1965, 100 kvæði, úrval, 1967; Mjallhvítarkistan, 1968; Stilt vaker ljoset, ljóðaúrval á norsku, 1972; Vinarhús, 1972; Blåa natten över havet, ljóðaúrval á sænsku, útg. í Finnlandi, 1976; Altarisbergið, 1978; Regnbogastígur, 1981, og Gott er að lifa, 1984.
Jón var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut heiðurslaun listamanna frá 1986.
Jón lést 4. mars 2000
Morgunblaðið þriðjudagurinn 21. janúar 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
.
.
Þorrablótið á Eyrarbakka verður 1. febrúar 2014
Þorrablótið verður í Félagsheimilinu Stað.
Miðasala verður sunnudaginn 26. janúar kl. 20:00 á Stað
Skráð af Menningar-Staður
Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.
Einstaklingar sem hyggjast koma á fót Bókabænum austanfjalls bera saman bækur sínar.
Bókabærinn austanfjalls
Bókabærinn austanfjalls er vinnuheiti klasasamstarfs nokkurra aðila sem stefna að aðild að alþjóðasamtökum bókabæja. Bókabæir eru nú til víðsvegar um heiminn og tilgangurinn með þeim er ekki síst sá að hefja bókina til vegs og virðingar, skapa munaðarlausum bókum heimili og farveg auk þess sem margskonar afþreying tengist starfi bókabæjanna.
Bókabærinn austanfjalls verður heilsárs afþreying og atvinnustarfsemi sem byggist bæði á menningararfi bókaþjóðar og alþjóðlegu samstarfi. Verkefnið hefur hlotið styrki nú í upphafi árs, alls tvær milljónir króna, annarsvegar frá samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og hinsvegar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Morgunblaðið laugardagurinn 18. janúar 2014
Skráðmaf Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is