Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

19.01.2014 14:42

Listafoss hófst með Hallgrímsmessu í Selfosskirkju

.


Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og Jörg Sondermann organisti sem býr á Eyrarbakka.

 

Listafoss hófst með Hallgrímsmessu í Selfosskirkju


Listafoss er nú haldinn í fyrsta sinn í Selfosskirkju og er verður boðið upp á ýmis konar menningarviðburði í eina viku. 

Listafoss 2013 hófst með messu í morgun,  sunnudaginn 19. janúar kl. 11,  þar sem 400 ára afmælis sr. Hallgríms Péturssonar var  minnst í tali og tónum.

Að messu lokinni var opnuð sýning á listaverkum Helgu Guðmundsdóttur í nýja safnaðarheimilinu .

Á eftir var síðan kirkjusúpa eins og venja er til í Selfosskirkju eftir messur.Fulltrúar úr Kirkjuráði Hrútavinafélagsins Örvars voru í Selfosskirkju í morgun og færðu til myndar.
 

Sveitungi séra Hallgríms Péturssonar, sem fæddur var að Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði 1614, Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði er í Kirkjuráði Hrútavinafélagsins og hann var í Selfosskirkju í morgun og kvað þar:


Kannast menn við kveðskap hans,
kærleiks, trúar, vonar,
hugarsmíð hins hrjáða manns,
Hallgríms Péturssonar.

 


Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256883/

 

Nokkrar myndir hér:

Kristján Runólfsson heiðraði minningu sveitunga síns í Selfosskirkju í morgun.

Í næsta bekk sat f.v. dóms- og kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson frá Bíldudal og Selfossi.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

19.01.2014 10:05

Ánægðir Hreppamenn á Eyrarbakka

Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna, Edit Molnár, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gær.

.

.

.

Ánægðir Hreppamenn á EyrarbakkaKarlakór Hreppamanna var með æfingadag í gær, laugardaginn 18. janúar 2014,  í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Kórinn kom kl. 10 og byrjað í kaffi og kleinum hjá Siggeiri Ingólfssyni.
Söngæfingar voru til hádegis
Súpa og brauð í hádeginu á Stað hjá Geira.

Eftir súpu var gengið um þorpið að Sjóminjasafninu þar sem Lýður Pálsson tók á móti hópnum. Þar bættist í hópinn Lýður Geir Guðmundsson sérlegur ljósmyndari kórsins og myndaði.

Þá var gengið um þorpið og farið í Eyrarbakkafjöru néðan við Stað í hið heilnæma sjóvarloft sem öll lungu og raddbönd bætir.

Lýður Geir myndaði kórinn þarna í bak og fyrir.

Síðan var tekin söngæfing fram að miðdegiskaffi hjá Geira á Stað.

Deginum á Eyrarbakka lauk síðan með æfingalotu til kl. 16:30. Síðast lagið í þessari lotu var -Brennið þið vitar- eftir Stokkseyringinn Pál Ísólfsson sem í upphafi þroskaði sína tónlistarhæfileika í Húsinu á Eyrarbakka.

Fulltrúi Strandarinnar í Karlakór Hreppamanna er Steingrímur Jónsson frá Stokkseyri en hann býr á Flúðum og strfar þar sem smiður.

Formaður kórsins er Helgi Gunnarsson
Stjórnandi er Edit Molnár
Undirleikari er Miklós Dalma
Raddþjálfari er Magnea Gunnarsdóttir


Gríðarleg ánægja kórfélaga var með þennan árangursríka æfingadag á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað frá seinni hluta dagsins.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256880/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

19.01.2014 08:04

Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar


Hannesarholt við Grundarstíg í Reykjavík.

Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar

 

Málþing verður haldið 24. janúar nk. um „Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. Málþingið er haldið í samstarfi Félags tónlistarskólakennara, Listaháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga og fer fram í Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 9:45. Málþingið er öllum opið.

Fyrri hluti málþingsins er í formi stuttra erinda þar sem valdir aðilar velta fyrir sér og ræða „hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. Eftir hádegi mun Sævar Kristinsson, stefnumótunarráðgjafi, stýra málstofu þar sem lagt verður út af framsöguerindum.

 

KL. 9:45-12:00 / FRAMSÖGUERINDI 
 
Fyrri hluti málþingsins er í formi stuttra framsöguerinda (10 mínútur) þar sem eftirfarandi aðilar velta fyrir 
sér og ræða „hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. 
 
 
o Benedikt H. Hermannsson, tónlistarmaður og meistaranemi við Listaháskóla Íslands 
o Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal 
o Ragnhildur Jónsdóttir, fræðslustjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar 
o Guðni Franzson, Tóneyjarjarl - Tóney ehf. 
o Edda Valsdóttir, skólastjóri Leikskólans Fögrubrekku 
o Laufey Kristinsdóttir, tónlistarskólakennara og meistaranemi við Listaháskóla Íslands 
o Kristín Valsdóttir, deildarstjóri listkennsludeildar Listaháskóla Íslands 
o Gylfi Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi 
o Dr. Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor í tónmennt og forstöðumaður Rannsóknarstofu í 
tónlistarfræðum 
o Sigurður Halldórsson, fagstjóri meistaranáms í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi og Skapandi 
tónlistarmiðlunar í Listaháskóla Íslands 
o Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur 
 
HÁDEGISVERÐUR 
 
KL. 12:45-15:00 / MÁLSTOFA UNDIR STJÓRN STEFNUMÓTUNARRÁÐGJAFA 
 
Sævar Kristinsson, stefnumótunarráðgjafi, stýrir málstofu þar sem lagt verður út frá framsöguerindum. 
Hugmyndin er að fundarmenn fari á flug og ræði þá möguleika sem í tónlistarskólakerfinu liggja. Dregnar 
verða saman þær hugmyndir sem fram koma á fundinum og varpað geta ljósi á það hvernig fundarmenn 
sjá framtíð tónlistarskóla fyrir sér sem hluti af heildstæðu kerfi menntunar og menningar

 

Skráning fer fram í gegnum netfangið sigrun@ki.is eða í síma 595-1111 fyrir 22. janúar nk.

Þátttökugjald er 6.000 kr. og greiðist við skráningu á reikning Kennarasambands Íslands: 516-26-9297 kt. 501299-3329.

Vinsamlegast setjið „nafn þátttakanda og FT“ sem skýringu á greiðslu.


Skráð af Menningar-Staður

19.01.2014 00:01

Hrútavinavísur Kristjáns Runólfssonar


Kristján Runólfsson skáld úr Skagafirði og frá Eyrarbakka en býr nú í Hveragerði.

 

Hrútavinavísur Kristjáns Runólfssonar

 

Þrír fulltrúar í Menningarráði Hrútavinafélagsins Örvars mættu í spjall og drukku Menningarkakó í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveginn á Selfossi föstudaginn 17. janúar sl.

Nokkuð hefur  verið ort um samkomuna eins og venja er til um slíkar samkomur og birt hér á Menningar-Stað.

Höfuðskáld Hrútavina - Kristján Runólfsson í Hveragerði -  hefur bætt þessum vísum í fundargerðina.


Vanir kappar mættu á ný,

menningar í teiti,

vinir bestir veröld í,

víðar menn þó leiti.

 

Hrútavinir oft og enn,

afl frá hinum beisla,

varla linir virðast menn,

vinna í skini geisla.


Þrír af fulltrúum Menningarráðs Hrútavinafélagsins Örvars og funduðu í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi 17. janúar 2014.
F.v.: Kristján Runólfsson í Hveragerði, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Jóhann Páll Helgason á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.01.2014 21:57

LISTAFOSS 2014 - Menningarvika í Selfosskirkju


Selfosskirkja.
 

LISTAFOSS 2014 - Menningarvika í Selfosskirkju

 

Listafoss er nú haldinn í fyrsta sinn í Selfosskirkju en þá verður boðið upp á ýmis konar menningarviðburði í eina viku.  

Listafoss 2013 hefst með messu sunnudaginn 19. janúar kl. 11 þar sem 400 ára ártíðar sr. Hallgríms Péturssonar verður minnst í tali og tónum. 

Að messu lokinni verður opnuð sýning á listaverkum Helgu Guðmundsdóttur í nýja safnaðarheimilinu

Síðar um daginn, kl. 17 verða svo orgeltónleikar.  

 

Fimmtudaginn 23. janúar kl. 20 mun Hildur Hákonardóttir halda fyrirlestur í nýja safnaðarheimilinu um kirkjulist og kór kirkjunnar syngur.  

 

Messa verður sunnudaginn 26. janúar þar sem áfram verður haldið með minningu sr. Hallgríms Péturssonar og Listafossi lýkur síðan með tónleikum í nýja safnaðarheimilinu með Barroktríói Suðurlands.

 

Aðgangur er ókeypis á alla viðburðina nema Barroktónleikana en aðgangseyrir þar er kr. 1500. 

Sjáumst í Listafossi 2014 -

 

Allir velkomnir!

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

18.01.2014 19:39

Karlakór Hreppamanna fór í Sjóminjasafnið

Í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.

.

 

Karlakór Hreppamanna fór í Sjóminjasafnið á Eyrarbakka

 

Karlakór Hreppamanna kom kl. 10 í morgun í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka en kórinn var við æfingar  og samstillingu fram eftir degi.

Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna er Edit Molnár.

 

Kórinn heimsótti Sjóminjasafnið á Eyrarbakka þar sem Lýður Pálsson, safnstjóri, tók á móti hópnum og veitti leiðsögn

Kórinn var myndaður í bak og fyrir af ljósmyndara kórsins.

 

Menningar-Staður færði einnig til myndar  í Sjóminjasafninu.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256860/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

18.01.2014 11:39

Karlakór Hreppamanna við æfingar á Stað

F.v.: Siggeir Ingólfsson, staðarahdari á Stað, Edit Molnár, kórstjóri og Magnea Gunnarsdóttir, raddþjálfari.

 

Karlakór Hreppamanna við æfingar á StaðKarlakór Hreppamanna kom kl. 10 í morgun í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka en kórinn verður við æfingar  og samstillingu fram eftir degi.
Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna er Edit Molnár.

Kórinn mun heimsækja Byggðasafn Árnesinga í Húsið og fara í gönguferð i þorpinu og einnig í fjöruferð.


Menningar-Staður færði til myndar í morgun þegar kórinn kom og byrjaði í kaffi og kleinum áður en æfingar hófust.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256859/Nokkrar myndir hér:

.

.


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

18.01.2014 06:34

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir styrkumsóknum

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands og Siggeir Ingólfsson, staðrhaldari á Stað 

 

 Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir styrkumsóknum

 

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir styrkumsóknum í verkefna- og stofn- og rekstrarstyrki fyrir árið 2014. Styrkjunum er skipt í tvo flokka: verkefnastyrkir og síðan stofn- og rekstrarstyrki. Menningarfulltrúi Suðurlands verður til viðtals á ákveðnum stöðum í tengslum við umsóknirnar svo áhugasamir geta leitað sér upplýsinga. Undir verkefnastyrkjunum geta einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi sótt um styrki en skilyrði er að umsækjendur sýni fram á mótframlag. Heimilt er að sækja um styrk til verkefna sem umsækjandi er þegar byrjaður að vinna í. Menningarráð Suðurlands hefur ákveðið að árið 2014 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:

1.Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

2.Verkefni sem efla nýsköpun tengd menningu.

3.Verkefni sem stuðla beint að fjölgun atvinnutækifæra.

4.Verkefni sem styðja við menningartengda ferðaþjónustu.

5.Verkefni sem draga fram staðbundin eða svæðisbundin menningareinkenni eða menningararf.

Menningarráðið mun ekki veita endurbótastyrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starfsemi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, almennar samkomur, safnaðarstarf og hefðbundið menningarstarf innan skóla.

 

Menningarráð Suðurlands auglýsir stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

(styrkir sem Alþingi veitti áður)

Tilgangur styrkjanna er að stuðla að því að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkveitingarnar miðast við árið 2014.

 

Umsóknarfrestur í báðum flokkum er til og með 20. febrúar 2014.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum eyðublöð á heimasiðu Menningarráðs Suðurlands www.sunnanmenning.is. Allar nánari upplýsingar veitir Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands, í síma 480-8207, 896-7511 eða með tölvupóstimenning@sudurland.is.

 

Menningarfulltrúi verður til viðtals í öllum sveitarfélögum samkvæmt eftirfarandi plani: Viðveruáætlun 2014 vegna menningarstyrkja

Skráð af Menningar-Staður 

_______________________________________________________________________


 

18.01.2014 06:24

Merkir Íslendingar - Unnur Stefánsdóttir

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Unnur Stefánsdóttir

 

Merkir Íslendingar - Unnur Stefánsdóttir

 

Unnur fæddist í Vorsabæ í Gaulverjahreppi 18. janúar 1951 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf, næstyngst í hópi fimm systkina, dóttir Stefáns Jasonarsonar, bónda í Vorsabæ og þekkts félagsmálamanns og fréttaritara, og k.h., Guðfinnu Guðmundsdóttur húsfreyju.

Eftirlifandi eiginmaður Unnar er Hákon Sigurgrímsson frá Holti í Stokkseyrarhreppi, fyrrv. framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda og síðar skrifstofustjóri, og eignuðust þau þrjú börn.

Unnur lauk húsmæðraskólaprófi, stundaði íþróttanám í Sønderborg í Danmörku, útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands, lauk framhaldsnámi í uppeldisfræði og stjórnun og námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Unnur sinnti ýmsum uppeldis- og æskulýðsstörfum og hafði frumkvæði að mótun manneldis- og neyslustefnu fyrir Íslendinga sem var samþykkt á Alþingi 1989.

Unnur keppti í frjálsum íþróttum með Samhygð og ungmf. Skarphéðni, vann til fjölda verðlauna, átti sæti í FRÍ-landsliðinu og vann gullverðlaun í 800 m hlaupi á EM öldunga í Noregi 1997. Hún var formaður Íþróttaráðs Kópavogs, sat í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa innan íþróttahreyfingarinnar. Hún var formaður Landssambands framsóknarkvenna, vþm 1987-99, gjaldkeri Framsóknarflokksins og sat í miðstjórn, landstjórn og framkvæmdastjórn flokksins um árabil.

Unnur hóf að þróa nýja leikskólastefnu, Heilsustefnuna, 1995. Hún var skólastjóri á Urðarhóli sem er fyrsti heilsuleikskólinn á Íslandi, var formaður Samtaka heilsuleikskóla sem voru stofnuð 2005 og var framkvæmdastjóri Skóla ehf. sem starfrækti þá fimm leikskóla, en í dag hafa 25 leikskólar fengið viðurkenningu sem heilsuleikskólar. Unnur hafði í hyggju að þróa heilsustefnu fyrir grunnskóla en náði ekki að ljúka því starfi.

Unnur lést langt fyrir aldur fram 8. ágúst. 2011.

Morgunblaðið laugardagurinn 18. janúar 2914 - Merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður

17.01.2014 23:55

Merkir Íslendingar - Sveinn Víkingur

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sveinn Víkingur

 

Merkir Íslendingar - Sveinn Víkingur

 

Sveinn Víkingur Grímsson, sóknarprestur og rithöfundur, fæddist í Garði í Kelduhverfi 17. janúar 1896. Hann var sonur Gríms, bónda í Garði Þórarinssonar, og Kristjönu Guðbjargar Kristjánsdóttur húsfreyju.

Grímur var sonur Þórarins Grímssonar á Víkingavatnti en Kristjana Guðbjörg var systir Óla, föður Árna Óla, rithöfundar og ritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins. Hún var einnig systir Árna, afa Árna Kristjánssonar píanóleikara. Loks var hún systir Guðmundar, afa Árna Björnssonar tónskálds.

 

Sveinn lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1917 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1922. Hann var sóknarprestur í Þóroddsstaðaprestakalli 1924-26 og í Dvergasteinsprestakalli 1926-42 og sat þá á Dvergasteini 1926-38 og síðan á Seyðisfirði. Hann var síðan biskupsritari og skrifstofustjóri biskupsskrifstofunnar í Reykjavík 1942-59 og skólastjóri Samvinnuskólans á Bifröst 1959-60. Eftir það sinnti hann eingöngu ritstörfum.

 

Sveinn sendi frá sér skemmtilegar Vísnagátur 1-3 og ritið Leikir og létt gaman.

Hann skrifaði æviminningar Láru miðils, æviþætti í ritið Íslenskar ljósmæður og var afkastamikill þýðandi.

 

Sveinn var sannfærður spíritisti eins og fleiri guðfræðingar á þeim tíma, var varaformaður Sálarrannsóknarfélags Íslands um árabil og forseti þess 1960-63. Rit hans, Efnið og andinn, sem út kom 1957, var töluvert lesið og rökrætt á sínum tíma. Þar leitast höfundurinn við að færa upplýst rök fyrir guðstrú og spíritisma í anda efnishyggju um trú og raunvísindi. Slík viðhorf eru líklega í andstöðu við þekkingarfræði Kants og hefðbundin viðhorf í guðfræði. En þau minna á þá athyglisverðu staðreynd að spíritisminn, eins og hann var boðaður hér á landi á síðustu öld, á fremur rætur að rekja til efnishyggju eins og hún var skilin og skilgreind undir lok 19. aldar, heldur en til guðfræði og almennrar guðstrúar.

Sveinn lést 5. júní 1971.

Morgunblaðið föstudagurinn 17. janúar 2014 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður