Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

17.01.2014 17:29

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu


F.v.: Kristján Runólfsson í Hveragerði, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka og Jóhann Páll Helgason á Selfossi.

 

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman í dag, eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  í spjall og Menningarkakó.

 

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka en býr í Hveragerði Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka en býr á Selfossi og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka  en þeir eru allir fulltrúar í Menningaráði Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

Hrútavinafélagið Örvar fagnar 15 ára afmælinu á árinu 2014 og snérust umræðurnar að mestu um afmælisárið og hið miklivæga hlutverk Hrútavinafélagsins í mannlífi og tilveru Sunnlendinga og reyndar mun víðar í heimi öllum.


 

Kristján Runólfsson orti:

Hrútavinir menninguna magna,

mun svo verða enn um langa hríð,

nú um stundir fimmtán árum fagna,

farsæld með í störfum alla tíð.

 

Jóhann Páll Helgason orti:

Kátir sátu karlar með
kakóbolla góða

ávallt þeirra glatt er geð
og gæða þokka bjóða Skráð af Menningar-Staður

17.01.2014 16:48

Í slippnum á Selfossi í morgun


Björn Ingi Gíslason, rakari á Selfossi, klippir Björn Inga Bjarnason, forseta Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, eins og hann hefur gert reglulega í 15 ár.
Börn Ingi Bjarnason sagði að það hafi ráðið töluverðu um fluttning í Flóann fyrir 15 árum að geta farið í klippingu til nafna.


 

Í slippnum á Selfossi í morgun

 

Menningar-Staður var með myndavélina á Selfossi í gærmorgun.

 

Komið var m.a.  við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

 

Þá voru í slipp, en svo er kallað á Hrútavinamáli að fara í klippingu:

 Jóhannes Helgason, garðyrkjubóndi að Hvammi II á Flúðum,
Garðar Már Garðarsson frá Hellu en býr nú á Selfossi,
Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka
og þá leit einnig við, tengdadóttir Eyrarbakka, Þórunn Jóna Hauksdóttir og verslaði.


Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars, hefur komið reglulega í klippingu til feðganna Björns Inga Gíslasonar og Kjartans Björnssonar í þau 15 sem hann hefur verið í Flóanum og var það í fyrsta skifti í morgun í öll þessi ár að ekki var rædd pólitík. Margt annað merkilegt var rætt í morgun.


 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256855/

 

 

Nokkrar myndir hér:

 

Jóhannes Helgason og Björn Ingi Gíslason.

.

Garðar Már Garðarsson og Kjartan Björnsson.

.

Þórunn Jóna Hauksdóttir og Kjartan Björnsson.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

17.01.2014 16:22

Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík breytist


Frá niðurrifinu við höfnina í Grindavík í gær.

.

.

 

Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík breytist

 

Ásýnd hafnarsvæðisins í Grindavík mun breytast mjög mikið en nú er verið að rífa gömlu lýsistankana sem hafa staðið ónotaðir eftir brunann mikla í fiskifjölsverksmiðjunni á þessu svæði fyrir um áratug síðan.

Hauktak á lóðina og er fyrirhuguð uppbygging á þessu atvinnusvæði við höfnina sem taka mun miklum breytingum eftir þetta, ekki síður eftir að landfyllingu við Suðurgarð lýkur.

 

Menningar-Staður var í Grindavík í gær og færði til myndar:

 

.

.


.
.

Skráða f Menningar-Staður

17.01.2014 05:32

17. janúar 1914 - Eimskipafélag Íslands stofnað


-Gullfoss-, eitt af skipum Einskipafélags Íslands með því nafni.


17. janúar 1914 - Eimskiðafélag Íslands stofnað

 

Eimskipafélag Íslands hf. var stofnað í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík þann 14. janúar 1914.

Fundarmenn voru á fimmta hundrað. Fánar voru dregnir að hún um allan bæinn, frí var gefið í skólum og verslanir og skrifstofur lokaðar.

Morgunblaðið sagði að dagurinn myndi „í minni hafður um komandi aldir“.

Fyrstu skip félagsins komu til landsins rúmu ári síðar.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gamla Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti og Steinbryggjan á ljósmynd Magnúsar Ólafssonar frá fjórða áratug síðustu aldar.

Í húsinu er nú hótel og höfuðstöðvar félagsins eru í Sundahöfn.

Morgunblaðið föstudagurinn 17. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

16.01.2014 21:28

Mannamót er kynning ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni


Frá Aldamótahátíð á Eyrarbakka.Mannamót er kynning ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni

 

Fimmtudaginn 23. janúar nk. gangast markaðsstofur landshlutanna fyrir viðburðinum „Mannamót 2014.“

 

Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu. „Fyrirkomulag Mannamóta er hefðbundið skipulag vinnusýningar.

 

Fyrirtækjum verður raðað upp eftir því frá hvaða landshluta þau koma en ekki verða bókaðir fundir. Fyrirtæki af landsbyggðinni skrá sig til þátttöku hvert hjá sinni markaðsstofu. Allir ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu eru boðnir velkomnir á Mannamót og greiða ekkert þátttökugjald,“ segir í tilkynningu frá SAF.

Hugmyndin er að fyrirtæki á landsbyggð og höfuðborgarsvæðinu myndi tengsl sín á milli.

 

Mannmót 2014 verða haldin í flugskýli flugfélagsins Ernis (vestan við Hótel Reykjavík Natura) fimmtudaginn 23. janúar  2014, kl. 13 til 17.

Markaðsstofur landshlutana bjóða upp á léttar veitingar.

 

Nánari upplýsingar og skráning áwww.naturaliceland.is

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.01.2014 20:16

Lögreglumönnum fjölgar um rúmlega 50

Vilhjálmur Árnason, lengst til hægri, en hann var formaður nefndarinnar.

Hér er hann í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 10. október sl. með Siggeiri Ingólfssyni og Ásmundi Friðrikssyni.

 

Lögreglumönnum fjölgar um rúmlega 50

 

Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um eflingu löggæslunnar skilaði þverpólitísk þingmannanefnd innanríkisráðherra tillögu að forgangsröðun varðandi 500 milljóna króna viðbótarframlag sl. þriðjudag. Innanríkisráðherra hefur yfirfarið tillögurnar og samþykkt þær. 

Helstu áherslur þessa átaks til eflingar löggæslu eru fjórþættar:

  • Almennum lögreglumönnum fjölgar um 44 á þessu ári, auk þess sem fjölgað hefur verið sérstaklega um átta lögreglumenn til rannsókna skipulagðra glæpa og kynferðisbrota.
  • Aukið öryggi almennings er lykilatriði, þannig að á þessu ári fer aukningin helst til landsbyggðar og þeirra staða sem helst skortir lágmarksmannafla.
  • Búnaður, þjálfun, tækjakostur og endurmenntun lögreglumanna verður bætt.
  • Eftirlit lögreglu á vegum verður aukið og þannig gert ráð fyrir auknum kostnaði vegna aksturs. 

Tillögurnar miða við að lögregluembættin geti strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars.

 

Samkvæmt tillögunni mun lögreglumönnum fjölga:

Um fimm á Vesturlandi,

tvo á Vestfjörðum, tíu á Norðurlandi,

sex á Austurlandi,

níu á Suðurlandi og

tvo á Suðurnesjum.

Þá mun lögreglumönnum fjölga um átta á höfuðborgarsvæðinu og

tveir verða ráðnir til embættis ríkislögreglustjóra vegna þjálfunar lögreglumanna. Þess utan munu átta stöðugildi rannsóknarlögreglumanna bætast við á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum af viðbótarframlagi vegna rannsókna á skipulagðri glæpastarfsemi og rannsókna á kynferðisbrotum.

 

Líkt og áður segir byggist þessi niðurstaða innanríkisráðherra á tillögum þingmannanefdnar allra flokka á Alþingi.

Formaður nefndarinnar var Vilhjálmur Árnason og aðrir nefndarmenn þau Jóhanna María Sigmundsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Arndís Soffía Sigurðardóttir.

Skráð af Menningar-Staður

16.01.2014 19:45

Þorrablót í Flóahreppi


Félagslundur í Flóahreppi.

 

Þorrablót í Flóahreppi

 

Þorrablót í Flóahreppi verða haldin samkvæmt eftirfarandi:

Í Félagslundi 1. febrúar 2014. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30. Miðapantanir til 26. janúar í símum 482-1760/868-3259 og 486-6163/698-6403

Í Þjórsárveri 1. febrúar 2014. Húsið opnar kl. 20:30 og borðhald hefst kl. 21:00. Miðapantanir til 28. janúar í símum 486-5590 og 486-3344

Í Þingborg 8. febrúar 2014. Nánar auglýst síðar.

Skráð af Menningar-Staður

16.01.2014 06:40

Kanaríeyjafarinn sem keyrir rútu

Afmælisbarnið Ingvar Jónsson og Siggeir Ingólfsson fyrir skömmu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þar sem Ingvar var með hóp frá Hvolsvelli.

 

Kanaríeyjafarinn sem keyrir rútu

Ingvar Jónsson á Selfossi er 69 ára í dag

 

Mér finnst ég allur vera að yngjast upp. Sit þessa stundina og skoða myndir héðan af svæðinu á vef sem Héraðsskjalasafn Árnesinga heldur úti. Rakst nú í morgun á mynd af mér nítján ára gömlum á ferðalagi vestur í Bjarkalundi, þar sem ég var litlum bíl sem ég átti og bar númerið X-728. Margt fleira héðan úr bæ hef ég fundið og margt er kunnuglegt,“ segir Ingvar Jónsson á sem er 69 ára í dag.

Ingvar rekur ættir sínar til Stokkseyrar hefur búið á Selfossi alla sína tíð. Tæpra átján ára hóf hann nám í húsasmíði hjá Kaupfélagi Árnesinga og starfaði lengi við þá iðn. „Að vísu tók ég pásu í tuttugu ár, var kaupmaður og seldi skó og íþróttavörur. Það var skemmtilegt starf: þar var maður í samskiptum við fjölda fólks sem gaman var að spjalla við og veita þjónustu,“ segir Ingvar sem nú er að mestu hættur störfum. Grípur þó stundum í að keyra rútu fyrir bróður sinn, Þóri, sem við annan mann rekur fyrirtækið ÞÁ bíla.

„Annars hafa Kanaríeyjar verið mitt hálfa líf, núna rétt fyrir jól kom ég úr mínum tuttugasta leiðangri þaðan. Var einn að þessu sinni og langar aftur með vorinu og það væri ekki verra ef vinir mínir tveir, sem ég hef þekkt í áratugi og eru góðir ferðafélagar, slást í hópinn,“ segir Ingvar sem er kvæntur Þórdísi Kristjánsdóttur sérkennara. Þau eiga þrjár dætur en fyrir átti Ingvar eina dóttur. Barnabörnin eru átta.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 16. jnaúar 2014


.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

16.01.2014 06:29

Selið á Stokkalæk kveður eftir 5 ár


Stokkalækur.Selið á Stokkalæk kveður eftir 5 ár

 

„Þetta hefur verið bæði gefandi og gott starf, sem gagnast hefur ungu tónlistarfólki sérlega vel. En það þarf meira til á móti sem ekki hefur gengið upp og þess vegna fer þetta svona,“ segir Pétur Kr. Hafstein sem rekið hefur tónlistarsetrið Selið á Stokkalæk ásamt eiginkonu sinni Ingu Ástu Hafstein sl. fimm ár. Í tilkynningu sem þau hjónin hafa sent frá sér kemur fram að starfsemin hafi verið lögð niður.

Í samtali við Morgunblaðið bendir Pétur á að margvísleg starfsemi hafi farið fram í Selinu, jafnt námskeið, æfingar, upptökur og tónleikar, en ekki nema lítill hluti þessa hefur verið auglýstur í fjölmiðlum. Samtals eru tónleikar í Selinu hins vegar orðnir 130 talsins á sl. fimm árum.

„Mikill mannfjöldi hefur sótt þessa tónleika, ekki síst af Reykjavíkursvæðinu. Þótt ákveðinn kjarni sveitunga okkar hafi komið á tónleikana söknum við þess að hafa ekki séð fleiri þeirra hér á staðnum.

Megintilgangur okkar með þessari starfsemi var annars vegar að styrkja ungt tónlistarfólk til dáða og hins vegar að færa tónlistarviðburði heim í hérað, gera tónlistina aðgengilega heimafólki. Það er nú orðið ljóst að síðari þátturinn hefur ekki náð tilætluðum árangri. Þá hefur fækkað mjög í æfingahópnum að undanförnu miðað við fyrri ár og önnur starfsemi dregist saman,“ segir m.a. í tilkynningunni.

 

Eigum ekki annars úrkosti

Í samtali við Morgunblaðið bendir Pétur á að ungu og efnilegu tónlistarfólki við nám erlendis hafi staðið til boða að æfa og koma fram í Selinu sér að kostnaðarlausu. „En á móti var alltaf meiningin að tekjur fengjust frá æfingahópum,“ segir Pétur og tekur fram að hann kunni ekki skýringu á minnkandi aðsókn æfingahópa. Telur hann sennilegt að um sé að ræða langvarandi afleiðingar af efnahagshruninu. Aðspurður hvort hann kunni skýringu á dræmri aðsókn heimamanna svarar Pétur því neitandi.

Í tilkynningunni kemur skýrt fram að þótt ekki hafi verið stefnt að fjárhagslegum ávinningi með tónlistarstarfinu í Selinu sé starfsemin þar almennt langt frá því að bera sig fjárhagslega. „Við eigum því ekki annars úrkosti en að láta hér staðar numið. Við þökkum af heilum hug öllum þeim, sem sýnt hafa þessu tónlistarsetri stuðning í verki og biðjum hinu ágæta tónlistarfólki allrar blessunar,“ segir í tilkynningunni. Aðspurður segir Pétur það mikil vonbrigði að geta ekki lengur stutt við ungt og efnilegt tónlistarfólk í Selinu.

Spurður hvernig húsakynnin verði í framhaldinu nýtt segir Pétur að þau hjónin hyggist leigja þau frá sér. „Þarna verður væntanlega rekin gistiþjónusta, en það verður ekki á okkar vegum,“ segir Pétur að lokum.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 16. janúar 2014

 

.

.


.
Skráð af Menningar-Staður

 

 

16.01.2014 06:15

Gunni Egils gefur ekki kost á sér

Gunnar í fyrstu ferð sinni á Suðurpólinn árið 2005. Mynd úr safni

 

Gunni Egils gefur ekki kost á sér

 

Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi D-listans í Árborg, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á lista sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar þann 31. maí næstkomandi.

Gunnar tók þessa ákvörðun fyrir áramót og tilkynnti félögum sínum í bæjarstjórnarmeirihlutanum í upphafi síðustu viku. Gunnar var fyrst kjörinn í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

„Maður er búinn að takast á við fullt af skemmtilegum verkefnum og okkur hefur gengið alveg ágætlega á undanförnum fjórum árum,“ sagði Gunnar í samtali við Sunnlenska. Hinsvegar taki þessi störf mikinn tíma frá fólki.

„Ég er með mitt fyrirtæki sem ég þarf að sinna. Mér þykir ágætt að stíga nú til hliðar og gefa öðrum kost á að takast á við bæjarmálin,“ sagði hann ennfremur. 

Af www.sunnlenska.is


Skráð af menningar-Staður