Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

16.01.2014 00:21

Skýra þarf hlutverk og verkefni Ferðamálastofu

Akureyri um vetur. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Akureyri um vetur. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

 

Skýra þarf hlutverk og verkefni Ferðamálastofu

 

Könnun meðal aðila í ferðaþjónustu gefur í heild jákvæða mynd af starfsemi Ferðamálastofu, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar. Meginniðurstaðan er að skýra þarf hlutverk og verkefni stofnunarinnar.

Veitir góða þjónustu

Viðhorfskönnun Ríkisendurskoðunar leiddi í ljós að meirihluti hagsmunaaðila í ferðaþjónustu telja samskipti sín við Ferðamálastofu almennt góð og að stofnunin veiti þeim góða þjónustu. Þá bera hagsmunaaðilar almennt traust til stofnunarinnar og telja hana hafa faglegan metnað. Að mati Ríkisendurskoðunar gefur könnunin skýra vísbendingu um að Ferðamálastofa sinni verkefnum sínum með árangursríkum hætti.

Þannig töldu 82% svarenda að samskipti sín við Ferðamálastofu væru mjög eða frekar góð og nokkrir komu á framfæri hóli og upplýsingum um góð samskipti við einstaka starfsmenn hennar. Þetta má nánar sjá á mynd 3.4 hér að neðan sem tekin er úr skýrslunni.

Þjónusta Ferðamálastofu

Efla stjórnsýsluhlutverk

Ríkisendurskoðun telur að hlutverk Ferðamálastofu skarist við hlutverk þriggja annarra ríkisstofnana. Meðal annars er bent á að tvær stofnanir sinni markaðssetningu ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa innanlands en Íslandsstofa erlendis. Ríkisendurskoðun telur að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið þurfi að skýra stöðu stofnana sem tengjast málaflokknum og afmarka verkefni og ábyrgð þeirra betur en nú. Þá þurfi að skýra hlutverk og verkefni Ferðamálstofu, kostnaðargreina verkefni hennar og beita sér fyrir því að þeim fylgi nægilegt fjármagn. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að kanna möguleika á því að flytja markaðsmál alfarið frá Ferðamálastofu og efla þess í stað stjórnsýsluhlutverk stofnunarinnar og verkefni hennar á sviði gæða-, skipulags- og öryggismála ferðaþjónustu.

Kanna heimild á beitingu viðurlaga

Ferðamálastofu ber að hafa eftirlit með því að aðilar í ferðaþjónustu hafi tilskilin leyfi, uppfylli skilyrði þeirra og fari að lögum. Hins vegar hefur stofnunin ekki heimildir til að beita viðurlögum vegna brota, s.s. dagsektum. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að kanna hvort heimila eigi Ferðamálastofu að beita slíkum viðurlögum til að styrkja eftirlitshlutverk hennar.

Starfsemi Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Ferðamálastofa hefur umsjón með rekstri Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem á að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða. Stofnunin og stjórn sjóðsins hafa ekki náð samkomulagi um verkaskiptingu og ábyrgð Ferðamálastofu hvað varðar starfsemi sjóðsins. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að höggva á þann hnút. Ráðuneytið vinnur að gerð starfsreglna fyrir sjóðinn og hvetur Ríkisendurskoðun það til að flýta þeirri vinnu eins og kostur er.

Ábendingar um innra skipulag

Í skýrslunni eru enn fremur ýmsar ábendingar er varða stjórnun og innra skipulag Ferðamálastofu. Meðal annars er stofnunin hvött til að styrkja mannauðsstjórnun sína, ljúka gerð verklagsrelgna fyrir meginþætti starfseminnar, setja sér nýtt skipurit og bæta yfirsýn um fjárhagsstöðu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Þá er í skýrslunni ábending til fjármála- og efnahagsráðuneytisins er varðar fyrirkomulag fjárveitinga til stofnunarinnar.

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

15.01.2014 07:15

Ingibjörg Helga sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar

 

 Ingibjörg Helga sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar

 

Ingibjörg  Helga Guðmundsdóttir sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar, sýninguna nefnir hún Geislabrot.

Hér sýnir hún brot af verkum sínum síðan 1980 en þá stofnaði hún ásamt fleirum Myndlistarfélag Árnessýslu.  Þetta eru mest vatnslitamyndir, grafík og þrykk.   Ingibjörg Helgahefur sýnt á fjölmörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Þetta er jafnframt sölusýning.

 

Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið frá 10-19 á virkum dögum og 11-14 á laugardögum.

 

Veri ð velkomin á sýninguna.

 

Skráð af Menningar-Staður

15.01.2014 07:05

Helstu verkefni Mýrdalshrepps 2013

Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Menningar-Staður leit við hjá honum í gær.

 

Helstu verkefni Mýrdalshrepps 2013

 

Stærsta verkefni Mýrdalshrepps á árinu 2013 var að ljúka við tengibyggingu milli elsta hluta Víkurskóla og íþróttahúss og uppbygging á nýju leiksvæði fyrir leikskóladeild skólans. Einnig var bætt við nýjum snyrtingum í anddyri íþróttahússins og endurnýjað bruna- og viðvörunarkerfi í skóla- og íþróttahúsi. Með þessum framkvæmdum náðist sá áfangi að nú er starfsemi Víkurskóla sem er sameinaður grunn-, leik- og tónskóli Mýrdalshrepps öll á einum stað.

Auk hefðbundinna viðhaldsverkefna og verkefna við fegrun og snyrtingu í þorpinu í Vík, var unnið við gróðursetningu og fegrun á Guðlaugsbletti í miðju þorpinu í Vík. 

Unnið var við gagngerar endurbætur og lagfæringar á þremur leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins við Suðurvíkurveg 10 og 10a. Lagnakerfi húsanna var allt endurnýjað og skipt um innréttingar bæði í eldhúsi og á snyrtingum og öll gólfefni í íbúðunum auk hefðbundinnar vinnu við málningu og viðhald.  

Þá var unnið að ýmsum verkefnum sem miðað að bættri aðstöðu fyrir ferðamenn í sveitarfélaginu, sú vinna er á vegum Kötluseturs sem rekið er af sveitarfélaginu. Gengið var frá deiliskipulagi á Hjörleifshöfða og komið þar upp nýjum áningarstað fyrir ferðamenn og merktar gönguleiðir um höfðann. Einnig var unnið að gerð göngustíga og merkingum gönguleiða og uppsetningu merkinga víðar á svæðinu svo sem í Dyrhólaey, við Sólheimajökul og í Reynisfjöru. 

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri

(Frétt úr Dagskránni - Sveitarfélögin á Suðurlandi 2013)
 
 
Skráð af Menningar-Staður

15.01.2014 06:58

Grindavíkurkirkja í ljósaskiptunum

 

Grindavíkurkirkja í ljósaskiptunum

 

Eflaust urðu margir varir við einkennilegt og fallegt birtuspil seinni partinn í gær. Víða mátti sjá myndir á samfélagsmiðli eins og Facebook þar sem hugfangið fólk hafði fangað augnablikin og myndað skýin og birtuna.

Meðal þeirra sem náðu skemmtilegri mynd var Haraldur Hjálmarsson, áhugaljósmyndari, en hann tók þessa af Grindavíkurkirkju í ljósaskiptum.

Af www.vf.is

Skráð af Menningar-Staður

15.01.2014 06:54

Háskólamenntaðir leiðsögumenn útskrifaðir

útskriftarhopur_leidsognV14

Útskriftarhópurinn

 

Háskólamenntaðir leiðsögumenn útskrifaðir

 

Það var hátíðardagur hjá Endurmenntun föstudaginn 10. janúar síðastliðinn þegar 30 kandídatar af námsbrautinni Leiðsögunám á háskólastigi voru brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Við upphaf athafnarinnar ávarpaði Kristín Jónsdóttir Njarðvík, endurmenntunarstjóri nemendur og gesti og fór yfir fjölbreytta starfssemi ársins hjá Endurmenntun. Hátíðarræðumaður var Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAF (Samtök ferðaþjónustunnar) sem fagnaði því að fá fleiri fagmenntaða leiðsögumenn í ferðaþjónustuna á Íslandi sem fer sístækkandi. Þörfin fyrir leiðsögumenn er mjög mikil og í því samhengi sagði hún frá því að nýverið hafi 3000 ferðamenn farið í norðurljósaskoðunarferð á einu kvöldi en fyrir þannig kvöld þarf 40 rútur og 40 leiðsögumenn.

Björgúlfur Ólafsson hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnema og fór um víðan völl og gladdist yfir því að kandídatarnir væri nú orðnir fullvaxta leiðsögumenn.

Utskrift jan 2014

.

Skráð af Menningar-Staður

 

14.01.2014 21:38

14. janúar 1984 - Páfi staðfesti helgi Þorláks biskups Þórhallssonar

Skötuát fylgir Þorláksmessum að vetri og sumrum einnig.

Hrútavinafélagið var frumkvöðull að skötuáti á Suðurlandi á Þorláksmessu á sumri - 20. júlí.

 

14. janúar 1984 - Páfi staðfesti helgi Þorláks biskups Þórhallssonar

 

Þann 14. janúar 1984 staðfesti Páfi  helgi Þorláks biskups Þórhallssonar (f. 1133, d. 1193) og viðurkenndi hann sem verndardýrling íslensku þjóðarinnar.

Messur hans eru 20. júlí og 23. desember.Morgunblaðið þriðjudagurinn 14. janúar 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

14.01.2014 20:51

Styrkir úr Sprotasjóði

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er elsti barnaskóli landsins og var stofnaður 1852.
Myndin er af barnaskólahúsinu á Eyrarbakka nokkru eftir byggingu árið 1913.

 

Styrkir úr Sprotasjóði

 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla vegna skólaársins 2014-15. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. 

Í 4 gr. reglugerðar nr. 242/2009 um Sprotasjóð leik-, grunn- og framhaldsskóla segir: Leikskólastjórar, skólastjórar eða skólameistarar fyrir hönd skóla, kennarahópa eða einstakra kennara geta sent inn umsókn. Aðrir aðilar en skólar geta sótt um þróunarverkefni í samstarfi við skóla. Í þeim tilfellum skal staðfesting á þátttöku skóla fylgja umsókn.

Áherslusvið sjóðsins verða að þessu sinni:
 
 • Árangursríkt læsi alla skólagönguna: Að skilja og nýta upplýsingar á fjölbreyttan hátt
 • Verklegir kennsluhættir á öllum námssviðum og mat á hæfni nemenda. 
 • Afburðanemendur
Við mat á umsóknum verður skoðað hvernig verkefnin falla að hlutverki Sprotasjóðs ásamt því að markmið verkefnis séu skýrt fram sett, að verkefnisstjórn sé vel skilgreind,  að raunhæfar kostnaðar-, verk- og tímaáætlanir séu lagðar fram, og að framlag samstarfsaðila sé tryggt og vel skilgreint. 
 
 • Umsóknir sem falla utan ofannefndra áherslusviða fá sérstaka umfjöllun í ljósi áhrifa verkefna á menntun og skólastarf. 
 • Fyrir skólaárið 2014 – 2015 verða til úthlutunar allt að 50 milljónum kr. 
 • Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi.
 • Sækja þarf um aðgang að umsóknavef Sprotasjóðs, www.sprotasjodur.is.
 •  
 • Tekið verður á móti umsóknum frá 13. janúar til 28. febrúar 2014.
 •  
 • Nánari upplýsingar um Sprotasjóð veitir Sigrún Vésteinsdóttir hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri í síma 460-8904 eða í tölvupósti á  sv@unak.is

 


Frá skólaslitum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í júní 2013 sem fram fóru í Félagsheimilinu Stað á Eryrarbakka.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

14.01.2014 19:42

Forsetinn á ferð um Suðurland

Ísólfur Gylfi Pálmason. Hann hefur átt farsæla samleið með Hrútavinum alla tíð.

 

Forsetinn á ferð um Suðurland

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára - 2014

 

Afmælisheimsókn forseta Hrútavinafélagsins til Ísólfs Gylfa Pálmasonar, sveitarstjóra á Hvolsvelli, var í dag þriðjudaginn 14. janúar 2014

Ísólfur Gylfi er hrifinn af Dagatali Önfrðingafélagsins 2014 sem hann fékk að gjöf. Sér í lagi Hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri 45 ára á febrúarmánuði.

 

Rifjað var upp að Siggi Björns og Ísólfur Gylfi voru saman í skólahljómsveit í Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði.

Bræðurnir Siggi Björns í Þýskalandi og Ingólfur Björns í Noregi og frændi þeirra Árni Benediktsson á Selfossi eru örlagavaldar um stofnun Hrútavinafélagsins Örvars á árinu 1999.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars mun verða á ferðinni um Suðurlandi og víðar þar sem Hrútavinir eru á afmælisárinu og heilsa uppá sína  menn og konur.

Forsetinn þ.e. forseti Hrútavinafélagsins er Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka.
Heiðursforseti  Hrútavinafélagsins er Guðni Ágústsson f.v. landbúnaðarráðherra.
Þá bera Hrútavinir mikla ábyrgð á setu Ara Björns Thorarensen í stóli forseta bæjarstjórnar í Árborg.


 

Ísólfur Gylfi Pálmason með Hljómsveitina Æfingu handa í millum.
.

.

Skráð af Menningar-Staður

14.01.2014 07:15

Listamenn túlka víðáttuna á -Ferskum vindum-

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Listrænn stjórnandi.

Mireya Samper hefur boðið 45 listamönnum frá nítján þjóðlöndum að taka þátt í Ferskum vindum í Garði í ár.

 

Listamenn túlka víðáttuna á -Ferskum vindum-

 

Samfélagið í sveitarfélaginu Garði á Reykjanesi er mjög fjölþjóðlegt þessa dagana enda fer þar fram listaverkefnið Ferskir vindar í Garði í þriðja sinn. Samtals 45 listamenn koma frá 19 þjóðlöndum og hrífa hver annan og næra með útgeislun sinni og listsköpun. Þessi staðreynd vakti m.a. áhuga Akureyrar-listamannsins Hlyns Hallssonar á þátttöku.

 

Mireya Samper listakona hefur hleypt listaverkefninu Ferskir vindar í Garði af stað í þriðja sinn, en hún er listrænn stjórnandi þess. Markmið verkefnisins hefur alltaf verið skýrt, að auðga andann, læra hvert af öðru og miðla hvert til annars, ásamt því að mynda tengslanet innlendra og erlendra listamanna. „Ég hef boðið listamönnum til þátttöku í þessu listaverkefni og færri hafa komist að en vilja. Margir hafa haft samband af því að þeir hafa heyrt af verkefninu frá öðrum og vilja fá að taka þátt. Ég nota ekki mælistiku við að finna hentuga þátttakendur, en ég hef gott innsæi og ég lít á hvað listamennirnir eru að gera, hvernig aðferðir þeir nota og hvernig manneskja listamaðurinn er. Þeir verða t.d. að geta tekið þátt í þeirri samveru og samvinnu sem hér er,“ sagði Mireya í samtali við blaðamann. Hún sagðist hafa lagt sérstaka áherslu á hið tvívíða í ár og málarar eru áberandi nú. Mireya sagði aldursdreifinguna einnig skipta máli og að ekki væri pláss fyrir prímadonnur. „Margir þessara listamanna eru þó þekktir í sinum heimalöndum en ég legg ekki síður áherslu á að hér séu listamenn sem lofi góðu í sínum fyrstu skrefum.“

Bætir við tveimur nýjum tungumálum

Víðáttan er þema listaverkefnisins í ár og sagði Mireya hverjum og einum listamanni frjálst að vinna með það þema. Í Garði er af víðáttu nóg og það er einmitt samfélagsgerðin sem gerir staðsetninguna fyrir listaverkefnið í Garði svo ákjósanlega. Það vissi Mireya strax í upphafi og undir það tekur Akureyrar-listamaðurinn Hlynur Hallsson sem blaðamaður beindi tali sínu að í samkomuhúsinu, þar sem samverustundir listamannanna og kynningar eru haldnar. „Hér er ekkert sem glepur, en samt allt til alls. Mér finnst skipta máli að hafa þetta verkefni á svona litlum stað eins og Garði.“ Hlynur er að taka þátt í listaverkefninu í fyrsta sinn, þó að honum hafi verið boðið áður. Sá tími hafði hins vegar ekki hentað listamanninum en nú tók hann þátttökunni fegins hendi. „Það er mjög áhugavert að hitta svona marga listamenn frá svo mörgum þjóðlöndum á sama stað. Þetta er mjög fjölþjóðleg menningarverkefni og áhugavert fyrir þær sakir.“ Fjölmenningin mun ekki síður skila sér í verkum Hlyns, því nú bætir hann við tveimur tungumálum í texta sína, frönsku og japönsku. Ég hef verið að vinna með texta á undanförnum árum, spreyja á hina ýmsu staði og slíkt mun ég einnig gera hér, bæði í vitanum og á fiskvinnsluhús í eigu Nesfisks. Auk íslensku, þýsku og ensku, verður nú franska og japanska í fyrsta sinn í verkum mínum. Ég mun vinna með ferska vinda,“ sagði Hlynur, aðspurður hvernig hann myndi vinna úr þátttöku sinni í verkefni þar sem víðátta væri þemað.

Einn af fáum sem vinna með deyjandi listgrein

Margir listamannanna munu á líkan hátt og Hlynur skilja eftir sig listaverk í samfélaginu og það hefur alltaf verið raunin í listaveislunni Ferskum vindum. Áfram er unnið í Skúlptúrgarðinn við íþrótta- og sundmiðstöðina og þótt margir listamannanna séu nú að vinna úr reynslu sinni af þátttöku í verkefninu, hefur eitt risamálverk litið dagsins ljós og Garðmenn velta vöngum yfir hvar þeir eigi að staðsetja það, að sögn Mireyu. „Þetta er átta metra langt og tveggja metra hátt listaverk eftir japanska listamanninn Oz. Hann er einn af fimm svo kölluðum „EMA culture“ meisturum í Japan. Það er deyjandi listgrein sem tengist Sinto trú, er notað við bænir og þakkir í hofum og við grafreiti. Það eru sem sagt bara fimm eftir í landinu sem hafa masterað þetta listform, þó að stóra verkið hans sé ekki unnið með þessari tækni.“ Og líkt og listaverkefnið Ferskir vindar vekur athygli Garðmanna og nærsveitunga á hinum ýmsu listamönnum vekur það áhuga fjölmiðlafólks í Evrópu og þar er samfélagið sjálft engin undantekning. „Ég lofaði Ásmundi Friðrikssyni, sem var bæjarstjóri þegar fyrsta verkefnið hófst og hefur alltaf verið mjög áhugasamur um það, að koma Garði á kortið með Ferskum vindum. Við höfum til að mynda verið valin af menningarsjónvarpsstöðinni „Arte, cultural actions“, sem eitt það áhugaverðasta sem er að gerast í Evrópu um þessar mundir. Arte veitir verkefninu sértaka athygli á öllum sínum miðlum og mun verða hér á opnunarhátíðinni 18. janúar nk. Það er líka að koma fólk frá útvarpsstöð í Suður-Frakklandi að gera hátíðinni og samfélaginu hér sérstök skil.“

Veturinn mótar Íslendinga

Hinn grænlenski Georg Olsson kom fram á menningardagskrá í Útskálakirkju 5. janúar sl. sem var fyrsta opinbera dagskrá Ferskra vinda, utan reglubundinna kynninga á listamönnunum í samkomuhúsinu. Hann er rithöfundur, málari og tónlistarmaður og tók þátt í tónlistaratriði í kirkjunni. Hann sagði þessa dvöl sína á Íslandi vera mjög hvetjandi fyrir sig sem listamann og tók í sama streng og Hlynur, að mjög áhugavert væri að hitta svona marga listamenn frá mörgum þjóðlöndum á þessum stað. Og þó að vetrarmyrkrið sé honum ekki framandi er það ásamt kuldanum það sem gerir veturinn ákjósanlegri en sumarið fyrir listaverkefnið, sem tvisvar hefur verið haldið á þessum ártíma og einu sinni að sumri. „Það er veturinn sem mótar okkur Íslendinga, ekki sumarið,“ sagði Mireya að lokum.

Tengill:www.fresh-winds.com

Morgunblaðið mánudagurinn 13. janúar 2014

Listamannahópurinn var á ferð um Suðurland fimmtudaginn 9. janúar og kom við á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/256579/

Nokkrar myndir hér:

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

.

Í Eyrarbakkakirkju.

.

Í Rauða húsinu á Eyrarbakka.

.

.Hjá -Elfari Guðna Þórðarsyni- á Stokkseyri.

.

.Hjá Gussa - Gunnari Guðsteini Gnnarssyni- á Stokkseyri.

.

VIð listaverkið -Brennið þið vitar- í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

13.01.2014 21:16

Hjörtur ráðinn hafnarstjóri í Þorlákshöfn

hjortur_jonsson01

Hjörtur Jónsson.

 

Hjörtur ráðinn hafnarstjóri í Þorlákshöfn

 

Nýr hafnarstjóri hefur tekið til starfa í Þorlákshöfn. Hjörtur Bergmann Jónsson, oft kenndur við Læk í Ölfusi, hefur verið ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar. Hann tekur við stöðunni af Indriða Kristinssyni sem stýrði höfninni til fjölda ára.

Hjörtur var valinn úr hópi mjög frambærilegra umsækjenda en þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. „Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu, bæði í rekstri fyrirtækja og sem skipstjóri,“

Hann mun sinna daglegum rekstri hafnarinnar auk þess að koma að vinnu við stefnumarkandi verkefni sem hafa það að markmiði að auka umsvif hafnarinnar.

Infriði Kristinsson f.v. hafnarstjóri. Myndir frá árinu 2007.


Af www.hafnarfrettir.is

Skráð af Menningar-Staður