Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Janúar

13.01.2014 21:07

Húni og Kammertónleikarnir tilnefndir


Húni II

 

Húni og Kammertónleikarnir tilnefndir

 

Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri og Jónas Sigurðsson og áhöfnin á Húna eru meðal tíu verkefna sem tilnefnd eru til Eyrarrósarinnar, viðurkenningar til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar.

Metfjöldi umsókna var í ár til Eyrarrósarinnar en fjörutíu og sex fjölbreytt verkefni víða um land sóttu um. Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Þann 23. janúar næstkomandi verður sagt frá því hvaða þrjú verkefni hljóta viðurkenningu. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en tvö verkefni hljóta 300.000 króna viðurkenningu og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

 

Kammer­tón­leikar á Kirkju­bæj­arklaustri er árleg söng­há­tíð sem haldin verður í tutt­ug­asta og fjórða sinn dag­ana 27. – 29. júní í sumar. Á hátíð­inni kemur saman tón­listar­fólk víða af land­inu og er hún ómiss­andi vett­vangur bæði fyrir heima­menn og ferða­menn í Skaft­ár­hreppi sem fá tæki­færi til að njóta lif­andi flutn­ings klass­ískrar tón­listar lista­manna í fremstu röð. Hátíðin leggur jafn­framt rækt við tón­list­ar­upp­eldi yngstu kyn­slóð­ar­innar með tón­list­arsmiðju fyrir börn.

Áhöfnin á Húna er sam­starfs­verk­efni tólist­ar­manna og Holl­vina Húna II. Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli síð­ast­liðið sumar þegar Húni II sigldi hring­inn í kringum landið. Haldnir voru 16 tón­leikar í sjáv­ar­byggðum lands­ins. Rík­is­út­varpið fylgdi sigl­ing­unni eftir með beinum útsend­ingum frá tón­leikum áhafn­ar­innar sem og sjón­varps– og útvarps­þátta­gerð þar sem lands­mönnum öllum gafst tæki­færi til að fylgj­ast með ævin­týrum áhafn­ar­innar. Húni II hefur á und­an­förnum árum vakið athygli fyrir áhuga­vert starf í menn­ing­ar­tengdri ferða­þjón­ustu og er sam­starf hans við tón­listar­fólkið í Áhöfn­inni á Húna liður í að efla það enn frekar.

 

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 15. febrúar næstkomandi í Menningarmiðstöðinni Skaftelli á Seyðisfirði. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin að vanda.

 

Auk Kammertónleikanna og Húna eru þessir aðilar tilnefndir:


Verksmiðjan Hjalteyri
Hammondhátíð á Djúpavogi
Skrímslasetrið á Bíldudal
Tækniminjasafn Austurlands
Reitir á Siglufirði
Listasetrið Bær í Skagafirði
Kómedíuleikhúsið
Þjóðahátíð Vesturlands

.

.

Áhöfnin á Húna

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

13.01.2014 18:02

Listamenn fá úthlutað

Guðmundur Brynjólfsson

Guðmundur S. Brynjólfsson á Eyrarbakka er meðal þeirra sem fengu starfslaun.

Hann er bókmennta- og leikhúsfræðingur að mennt og hefur auk þess lokið djáknanámi.

 

Listamenn fá úthlutað

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2014 en alls bárust 773  umsóknir frá einstaklingum og hópum um starfslaun eða ferðastyrki. Var þeim úthlutað til 245 einstaklinga og hópa. Til úthlutunar voru 1600 mánaðarlaun, samkvæmt fjárlögum 2014  eru mánaðarlaunin 310.913 kr. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórn listamannalauna.

Meðfylgjandi er tilkynningin og þar getur að líta lista yfir þá sem fá úthlutað sem og þeir nefndir skipa nefndirnar. Þarna koma ekki fram nöfn þeirra sem þegar hafa fengið lengri úthlutun.

Skipting umsókna milli sjóða 2014 var eftirfarandi:
Launasjóður hönnuða, 50 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 49 umsóknir - 29 einstaklingsumsóknir, 11 umsóknir um samstarfsverkefni í launasjóðinn og 9 umsóknir í launasjóð hönnuða og aðra sjóði.

Launasjóður myndlistarmanna, 435 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 219 umsóknir - 184 einstaklingsumsóknir, 9 umsóknir um samstarfsverkefni í launasjóðinn, 19 umsóknir í launasjóð myndlistarmanna og aðra sjóði auk 7 umsókna um ferðastyrki.

Launasjóður rithöfunda, 555 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 183 umsóknir - 168 einstaklingsumsóknir, 3 umsóknir um samstarfsverkefni í launasjóðinn og 12 umsóknir í launasjóð rithöfunda og aðra sjóði.

Launasjóður sviðslistafólks, 190 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 155 umsóknir - 31 einstaklingsumsókn, 105 umsóknir frá sviðslistahópum, 8  umsóknir í launasjóð sviðslistafólks og aðra sjóði auk 11 umsókna um ferðastyrki.

Launasjóður tónlistarflytjenda, 180 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 95 umsóknir - 5 einstaklingsumsóknir, 7 umsóknir um samstarfsverkefni í launasjóðinn,  22 umsóknir í launasjóð tónlistarflytjenda og aðra sjóði og 7 umsóknir um ferðastyrki.

Launasjóður tónskálda, 190 mánuðir til úthlutunar. Alls bárust 73 umsóknir - 45 einstaklingsumsóknir, 25 umsóknir í launasjóð tónskálda og aðra sjóði og 2 umsóknir um ferðastyrki.

Úthlutunarnefndir voru skipaðar sem hér segir:
Úthlutunarnefnd launasjóðs hönnuða: 
Björg Pjetursdóttir formaður, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir

Úthlutunarnefnd launasjóðs myndlistarmanna: 
Hlynur Helgason formaður, Aðalheiður Valgeirsdóttir, Harpa Árnadóttir

Úthlutunarnefnd launasjóðs rithöfunda: 
Ingi Björn Guðnason formaður, Brynja Baldursdóttir, Þröstur Helgason

Úthlutunarnefnd launasjóðs sviðslistafólks: 
Karen María Jónsdóttir formaður, Ása Hlín Svavarsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir

Úthlutunarnefnd launasjóðs tónlistarflytjenda: 
Einar Jónsson formaður, Helga Þórarinsdóttir, Þóra Fríða Sæmundsdóttir

Úthlutunarnefnd launasjóðs tónskálda: 
Sigurður Sævarsson formaður, Arnar Bjarnason, Margrét Kristín Sigurðardóttir

Stjórn listamannalauna:
Í október 2012 skipaði menntamálaráðherra í stjórn listamannalauna. Skipunin gildir frá 10. október 2012 til 1. október 2015.
Stjórnina skipa:
Birna Þórðardóttir formaður, skipuð án tilnefningar, Margrét Bóasdóttir varaformaður, tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna, Unnar Örn Jónasson Auðarson, tilnefndur af Listaháskóla Íslands (frá september 2013).

Stjórn listamannalauna hefur yfirumsjón með sjóðunum. Auk starfslauna er sjóðunum heimilt að veita ferðastyrki.

Eftirtöldum listamönnum voru veitt starfslaun sem hér segir:
Launasjóður hönnuða:
Í launasjóð hönnuða bárust 49 umsóknir, 9 einstaklingum og 5 samstarfsverkefnum voru veitt samtals 50 mánaðarlaun:

Launasjóður hönnuða 2 mánuðir: 
Guðmundur Ingi Úlfarsson
Hildur Björk Yeoman
Kristín Þorleifsdóttir
Laufey Jónsdóttir 
Sigríður Sigurjónsdóttir

Launasjóður hönnuða 3 mánuðir: 
Hildigunnur Sverrisdóttir 
Magnús Albert Jensson 

Launasjóður hönnuða 4 mánuðir: 
Hanna Dís Whitehead
Sturla Már Jónsson

Launasjóður hönnuða, samstarfsverkefni, 4 mánuðir: 
Forsvarsmaður: Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, samstarfsmaður Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir 
Forsvarsmaður:  Hildur Steinþórsdóttir, samstarfsmaður Kristrún Thors
Forsvarsmaður: Guðni Björn Valberg, samstarfsmaður Anna Dröfn Ágústsdóttir

Launasjóður hönnuða, samstarfsverkefni, 6 mánuðir:
Forsvarsmaður:  Sigrún Halla Unnarsdóttirsamstarfsmen:n Elísabet Agla Stefánsdóttir, Thibaut Allgayer 

Launasjóður hönnuða, samstarfsverkefni, 8 mánuðir:
Forsvarsmaður:  Sigríður Sigurjónsdóttir, samstarfsmenn Brynhildur Pálsdóttir, Ármann Agnarsson, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir

Launasjóður myndlistarmanna
Í launasjóð myndlistarmanna bárust 220 umsóknir, 60 einstaklingum, 4 samstarfsverkefnum í launasjóð myndlistarmanna, 1 verkefni í samstarfi á milli sjóða og 1 ferðastyrk voru veitt samtals 435  mánaðarlaun:

Launasjóður myndlistarmanna ferðastyrkur (1 mánaðarlaun): 
Friðrik Svanur Sigurðarson

Launasjóður myndlistarmanna 2 mánuðir:
Rósa Gísladóttir

Launasjóður myndlistarmanna 3 mánuðir: 
Anna Helen Katarina Hallin
Baldur Geir Bragason
Darri Lorenzen
Guðmundur Thoroddsen
Guðrún Kristjánsdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir
Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Karlotta Jóhannesdóttir Blöndal
Magnús Logi Kristinsson
Olga Soffía Bergmann
Ragnhildur Stefánsdóttir
Örn Alexander Ámundason

Launasjóður myndlistarmanna 6 mánuðir: 
Anna Eyjólfsdóttir
Anna Guðrún Líndal
Anna Þorbjörg Jóelsdóttir
Arna Guðný Valsdóttir
Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Berglind Jóna Hlynsdóttir
Birgir Snæbjörn Birgisson
Björk Guðnadóttir
Borghildur Óskarsdóttir
Bryndís H. Snæbjörnsdóttir
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir
Einar Garibaldi Eiríksson
Finnbogi Pétursson
Guðrún Einarsdóttir
Gunnhildur Hauksdóttir
Halldór Ásgeirsson
Haraldur Jónsson
Heimir Björgúlfsson
Helga Þórsdóttir
Helgi Már Kristinsson
Helgi Þorgils Friðjónsson
Helgi Þórsson
Hlynur Hallsson
Hrafnkell Sigurðsson
Húbert Nói Jóhannesson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Kristbergur Ó. Pétursson
Kristinn E. Hrafnsson
Kristinn Guðbrandur Harðarson
Kristín Sigríður Reynisdóttir
Kristján Steingrímur Jónsson
Orri Jónsson
Pétur Thomsen
Sigríður Björg Sigurðardóttir
Sigtryggur Berg Sigmarsson
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Stefán Jónsson
Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson
Valgarður Gunnarsson

Launasjóður myndlistarmanna 12 mánuðir: 
Finnur Arnar Arnarson
Guðjón Björn Ketilsson
Katrín Bára Elvarsdóttir

Launasjóður myndlistarmanna 24 mánuðir:
Christoph Buchel
Kristín G. Gunnlaugsdóttir
Ólöf Nordal

Launasjóður myndlistarmanna, samstarfsverkefni, 3 mánuðir:
Þórdís Jóhannesdóttir
Launasjóður myndlistarmanna, samstarfsverkefni, 6 mánuðir:
Ólafur Árni Ólafsson

Launasjóður myndlistarmanna, samstarfsverkefni, 9 mánuðir:
Sigrún Inga Hrólfsdóttir

Launasjóður myndlistarmanna, samstarfsverkefni, 24 mánuðir:
Forsvarsmaður: Steinunn Vasulka

Einstaklingsumsóknir í fleiri en einn launasjóð – launasjóður myndlistarmanna 3 mánuðir:
Curver Thoroddsen  - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði tónlistarmanna

Launasjóður rithöfunda
Í launasjóð rithöfunda bárust 183 umsóknir umsóknir, 70 einstaklingum voru veitt  samtals  555 mánaðarlaun:

Launasjóður rithöfunda 3 mánuðir:
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Bryndís Björgvinsdóttir
Guðmundur S. Brynjólfsson
Guðrún Hannesdóttir
Gunnar Theodór Eggertsson
Helgi Ingólfsson
Ingibjörg Hjartardóttir
Jónína Leósdóttir
Linda Vilhjálmsdóttir
Magnús Sigurðsson
Salka Guðmundsdóttir
Sigrún Helgadóttir
Sigrún Pálsdóttir
Sigurður Karlsson
Sigurjón Magnússon
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
Soffía Bjarnadóttir
Þórdís Gísladóttir

Launasjóður rithöfunda 6 mánuðir:
Anton Helgi Jónsson
Atli Magnússon
Árni Þórarinsson
Áslaug Jónsdóttir
Bjarni Bjarnason
Bjarni Jónsson
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Friðrik Rafnsson
Guðmundur Jóhann Óskarsson
Haukur Ingvarsson
Hávar Sigurjónsson
Jón Hallur Stefánsson
Margrét Örnólfsdóttir
Ófeigur Sigurðarson
Ólafur Haukur Símonarson
Óskar Árni Óskarsson
Ragnheiður Gestsdóttir
Sindri Freysson
Stefán Máni Sigþórsson
Úlfar Þormóðsson

Launasjóður rithöfunda 9 mánuðir:
Einar Kárason
Hrafnhildur H. Guðmundsdóttir
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Ólafur Gunnarsson
Ragnheiður Sigurðardóttir
Sigrún Eldjárn
Sölvi Björn Sigurðsson
Vilborg Davíðsdóttir
Þórarinn Böðvar Leifsson

Launasjóður rithöfunda 12 mánuðir:
Andri Snær Magnason
Auður Jónsdóttir
Bergsveinn Birgisson
Bragi Ólafsson
Einar Már Guðmundsson
Eiríkur Ómar Guðmundsson
Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Hermann Stefánsson
Jón Kalman Stefánsson
Kristín Eiríksdóttir
Kristín Marja Baldursdóttir
Kristín Ómarsdóttir
Kristín Steinsdóttir
Oddný Eir Ævarsdóttir
Pétur Gunnarsson
Sigurbjörg Þrastardóttir
Sigurður Pálsson
Sjón - Sigurjón B. Sigurðsson
Steinar Bragi
Þórarinn Kr. Eldjárn
Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir

Launasjóður rithöfunda 24 mánuðir:
Eiríkur Örn Norðdahl
Guðrún Eva Mínervudóttir

Launasjóður sviðslistafólks
Í launasjóð sviðslistafólks bárust  155 umsóknir, 3 einstaklingum, 16 sviðslistahópum og 1 ferðastyrk voru veitt 190 mánaðarlaun.

Launasjóður sviðslistafólks ferðastyrkur (1 mánaðarlaun):
Rebekka A. Ingimundardóttir

Launasjóður sviðslistafólks 3 mánuðir einstaklingar:
Guðmundur Ólafsson
Margrét Sara Guðjónsdóttir

Launasjóður sviðslistafólks  9 mánuðir einstaklingar:
Margrét Bjarnadóttir

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 3 mánuðir:
Aude Maina Anne Busson - skilgreint samstarfsverkefni
Ásrún Magnúsdóttir - skilgreint samstarfsverkefni
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir - skilgreint samstarfsverkefni

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 4 mánuðir:
Ég og vinir mínir

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar -  6 mánuðir:
Íslenska hreyfiþróunarsamsteypan

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 8 mánuðir:
Menningarfélagið Samyrkjar

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 10 mánuðir:
Leikhúsið 10 fingur
Svipir ehf.

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 11 mánuðir:
Möguleikhúsið

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 14 mánuðir:
Aldrei óstelandi
Glenna

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 15 mánuðir:
Saga Sigurðardóttir - skilgreint samstarfsverkefni
Háaloftið

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 18 mánuðir:
Sviðslistahópurinn 16 elskendur
Sigríður Soffía Níelsdóttir - skilgreint samstarfsverkefni

Launasjóður sviðslistafólks - sviðslistahópar - 22 mánuðir:
Galdur Productions sf.

Launasjóður tónlistarflytjenda
Í launasjóð tónlistarflytjenda bárust 94 umsóknir, 20 einstaklingum, 4 samstarfsverkefnum í launasjóð tónlistarflytjenda,  9 verkefnum í samstarfi á milli sjóða auk 2 ferðastyrkja voru veitt samtals 180 mánaðarlaun: 

Launasjóður tónlistarflytjenda ferðastyrkur (1 mánaðarlaun):
Anna Guðný Guðmundsdóttir
Ari Þór Vilhjálmsson 

Launasjóður tónlistarflytjenda 3 mánuðir:
Áshildur Haraldsdóttir
Sverrir Guðjónsson
Gunnar Guðbjörnsson
Gunnar Gunnarsson
Björg Þórhallsdóttir
Edda Erlendsdóttir

Launasjóður tónlistarflytjenda 6 mánuðir:
Berglind María Tómasdóttir
Hilmar Örn Agnarsson
Auður Gunnarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir
Sunna Gunnlaugsdóttir
Tinna Þorsteinsdóttir
Kristín Björk Kristjánsdóttir
Þórarinn Stefánsson

Launasjóður tónlistarflytjenda 9 mánuðir:
Ágúst Ólafsson
Árni Heimir Ingólfsson
Halla Steinunn Stefánsdóttir
Óskar Guðjónsson

Launasjóður tónlistarflytjenda, samstarfsverkefni, 3 mánuðir:
Börkur Hrafn Birgisson

Launasjóður tónlistarflytjenda, samstarfsverkefni, 4 mánuðir:
Haukur Freyr Gröndal

Launasjóður tónlistarflytjenda, samstarfsverkefni, 6 mánuðir:
Edda H. Austmann Harðardóttir

Launasjóður tónlistarflytjenda, samstarfsverkefni, 15 mánuðir:
Melkorka Ólafsdóttir

Einstaklingsumsóknir í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónlistarflytjenda 3 mánuðir:
Árni Heiðar Karlsson - verkefnið fær einnig 2 mánuði úr launasjóði tónskálda
Curver Thoroddsen - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði myndlistarmanna
Daníel Þorsteinsson

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónlistarflytjenda 6 mánuðir:
Forsvarsmaður: Agnar Már Magnússon - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði tónskálda

Forsvarsmaður: Kjartan Valdemarsson - verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónskálda

Forsvarsmaður: Ólöf Helga Arnalds - verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónskálda

Forsvarsmaður: Skúli Sverrisson - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði tónskálda

Kammersveit Reykjavíkur

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónlistarflytjenda 9 mánuðir:
Forsvarsmaður: Samúel Jón Samúelsson - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði tónskálda

Launasjóður tónskálda

Í launasjóð tónskálda bárust 73 umsóknir, 22 einstaklingum og 11 verkefnum í samstarfi á milli sjóða  og einum ferðastyrk voru veitt samtals 180 mánaðarlaun:
Ferðastyrkur ( 1 mánuður)
Steingrímur Þórhallsson

Launasjóður tónskálda 3 mánuðir:
Hilmar Þórðarson
Jón Hlöðver Áskelsson
Óliver John Kentish
Úlfar Ingi Haraldsson

Launasjóður tónskálda 4 mánuðir:
Hreiðar Ingi Þorsteinsson

Launasjóður tónskálda 6 mánuðir:
Atli Ingólfsson
Bára Grímsdóttir
Björn Kristjánsson
Daníel Bjarnason
Elísa María Geirsdóttir Newman
Haukur Tómasson
Helgi Björnsson
Jóhann Guðmundur Jóhannsson
Kolbeinn Bjarnason
Páll Ragnar Pálsson
Tómas Ragnar Einarsson
Úlfur Eldjárn

Launasjóður tónskálda 9 mánuðir:
Valgeir Guðjónsson
Þuríður Jónsdóttir

Launasjóður tónskálda 12 mánuðir:
Barði Jóhannsson
Hugi Guðmundsson
Snorri Sigfús Birgisson

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónskálda 2 mánuðir:

Árni Heiðar Karlsson - verkefnið fær einnig 3 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð – launasjóður tónskálda 3 mánuðir:
Agnar Már Magnússon - verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda
Hallvarður Ásgeirsson
Halldór Snorri Bragason - verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda
Samúel Jón Samúelsson verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda
Scott Ashley Mc Lemore
Skúli Sverrisson verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda
Örn Elías Guðmundsson verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónskálda 6 mánuðir:
Kjartan Valdemarsson - verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda
Ólöf Helga Arnalds – verkefnið fær einnig 6 mánuði úr launasjóði tónlistarflytjenda

Samstarfsverkefni í fleiri en einn launasjóð - launasjóður tónskálda 12 mánuðir:
Far North

Skráð af Menningar-Staður

13.01.2014 14:33

Ásta vill leiða D-listann í Árborg

image

Ásta Stefánsdóttir. sunnlenska.si/Gunnlaugur Bjarnason

 

Ásta vill leiða D-listann í Árborg

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, hyggst taka þátt í væntanlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg og sækist eftir því að leiða lista flokksins.

Í tilkynningu frá Ástu segir að hún hafi starfað sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins á þessu kjörtímabili og áður sem bæjaritari og hafi yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi sveitarfélagsins og rekstri þess.

"Ég hef tekið þátt í að rétta fjárhag sveitarfélagsins af og hef áhuga á að vinna áfram að því að gera sveitarfélagið að góðum búsetukosti," segir Ásta sem er lögfræðingur að mennt og hefur auk fyrrgreindra starfa hjá sveitarfélaginu unnið sem fulltrúi Sýslumannsins á Selfossi og sem settur dómari við Héraðsdóm Suðurlands.  

 


Skráð af Menningar-Staður

13.01.2014 08:00

Fjölbrautaskóli Suðurlands áfram í -Gettu betur-

Fjölbrautaskóli Suðurlands.
Lið FSu skipa Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Bogi Pétur Thorarensen og Ingibjörg Hjörleifsdóttir og eigu þau öll uppruna og ættir á Eyrarbakka.

Liðsstjóri er Hannes Stefánsson, kennari.

 

Fjölbrautaskóli Suðurlands áfram í -Gettu betur-

 

Fyrri umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna á Rás 2 fór fram um helgina en átta viðureignir fóru fram á laugardag og sunnudag.

Það voru lið 16 skóla sem öttu kappi um helgina. Alls skráðu 30 skólar sig til leiks og er keppnin því ríflega hálfnuð í fyrri umferð á Rás 2. Átta skólar eru komnir áfram í aðra umferð en það eru Verkmenntaskóli Austurlands, Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra, Borgarholtsskólinn, MK, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn á Ísafirði. Fyrri umferð heldur áfram um næstu helgi en þá fara fram 7 viðureignir. Að þeim loknum verður ljóst hvaða skólar komast í aðra umferð keppninnar á Rás 2 en það eru 15 sigurvegarar úr fyrri umferð ásamt stigahæsta tapliðinu úr fyrri umferð. Sem stendur er MS með flest stiga tapliða eða 18 stig.

Úrslit helgarinnar eru sem hér segir:

Verkmenntaskóli Austurlands - MS 20 -18.

 Verzlunarskólinn - FB 21 - 10.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga  -  Landbúnaðarháskóli Íslands, búfræðideild  12 - 8

Framhaldsskólinn Mosfellsbæ - Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 5 - 7

Borgarholtsskóli - Flensborg í Hafnarfirði 23 - 16

MK - Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum 17 - 11

Tækniskólinn - Fjölbrautaskóli Suðurlands 10 - 21

Iðnskólinn í Hafnarfirði - MÍ 4 - 12

Lið FSu (f.v.) Ingibjörg, Hrafnhildur og Bogi Pétur. Ljósmynd/Ríkisútvarpið

Ar www.ruv.is

 

Skráð af Menningar-Staður

13.01.2014 07:40

Merkir Íslendingar - Sigvaldi Kaldalóns


Sigvaldi KaldalónsMerkir Íslendingar -Sigvaldi Kaldalóns

 

Sigvaldi Kaldalóns fæddist í Vaktarabænum í Grjótaþorpinu í Reykjavík 13. janúar 1881, sonur Stefáns Egilssonar múrara og k.h., Sesselju Sigvaldadóttur ljósmóður Reykjavíkur um árabil. Stefán var hálfbróðir Jóns, b. í Litlabæ, föður Guðmundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþm. Í móðurætt var Sigvaldi þremenningur við séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði. Bróðir Sigvalda var Eggert söngvari.

 

Sigvaldi lauk stúdentsprófum frá Lærða skólanum 1902, embættisprófi í læknisfræði frá Læknaskólanum í Reykjavík 1908 og stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn.

Þar kynntist Sigvaldi danskri og annarra evrópskri tónlist og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Karen Margrethe Mengel Thomsen hjúkrunarkonu.

Sigvaldi varð héraðslæknir í Nauteyrarhéraði 1910, sem náði yfir innri hluta Ísafjarðardjúps. Hann bjó í Ármúla, örskammt sunnan við hið ægifagra Kaldalón þar sem skriðjökull úr Drangajökli skríður niður í lónið. Svo hugfanginn varð hann af þessu svæði að hann tók síðar upp ættarnafnið Kaldalóns.

Sigvaldi veiktist alvarlega af taugaveiki 1917 og náði sér aldrei að fullu. Hann dvaldist á Vífilsstöðum og á heilsuhæli í Kaupmannahöfn, var síðan héraðslæknir í Flateyjarhéraði 1926-29 og í Keflavíkurhéraði með aðsetur í Grindavík 1929-41. Hann var læknir í Grindavík til 1945 en flutti þá til Reykjavíkur.

Sigvaldi var sannkallað söngvatónskáld og er eitt vinsælasta tónskáld þjóðarinnar, fyrr og síðar. Hann lærði nótur og fékk aðra tónlistartilsögn hjá dómorganistunum Jónasi Helgasyni og Brynjólfi Þorlákssyni og varð fyrir áhrifum af vini sínum Sigfúsi Einarssyni tónskáldi frá Eyrarbakka.

Meðal þekktustu laga Sigvalda eru t.d. Ísland ögrum skorið; Á Sprengisandi; Suðurnesjamenn; Svanasöngur á heiði; Erla, góða Erla; Ave María; Draumur hjarðsveinsins, Þú eina hjartans yndið mitt og Ég lít í anda liðna tíð.

Sigvaldi lést 28. júlí 1946.

Morgunblaðið mánudagurinn 13. janúar 2014 - Merkir Íslendingar

Minnisvarði um Sigvalda Kaldalóns í Kaldalóni.
Minnisvarði um Sigvalda Kaldalóns við Kaldalón í Ísafjarðardjúpi.


Skráð af Menningar-Staður

13.01.2014 07:28

Öryggi hert á Litla-Hrauni

Litla-Hraun

 

Öryggi hert á Litla-Hrauni

 

Nú standa yfir töluverðar framkvæmdir við Litla-Hraun en stjórnvöld hafa á síðustu þremur árum veitt 150 milljónum króna í það verkefni að auka öryggi í fangelsinu, að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra.

Brátt munu nýjar mannheldar öryggisgirðingar rísa, nýtt móttökuhús verður tekið í notkun á næstu dögum og þá verður sett upp nýtt tölvukerfi sem stýrir eftirlitsmyndavélunum. Markmiðið sé að draga úr streymi fíkniefna í fangelsinu og tryggja eins og vænt er að fangar geti ekki strokið.

Í samtali við mbl.is segir Páll það hafa verið orðið tímabært að taka á öryggismálum í fangelsum landsins.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.

Páll Winkel fangelsismálastjóri.

„Við erum þakklát innanríkisráðherra, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir að sýna þessu máli svo mikinn skilning og forgangsraða með þessum hætti.“

 

Auk fjárveitinganna til öryggismála var samþykkt í fjárlögum fyrir þetta ár að veita milljarði í byggingu hins nýja fangelsis á Hólmsheiði. „Með þessu tvennu, bættu öryggi á Litla-Hrauni og nýju, öruggu fangelsi á Hólmsheiði, sjáum við fram á býsna bjarta tíma,” segir Pál.

 

Mannheldar girðingar

Hann segir að í móttökuhúsinu, sem tekið verður í notkun á allra næstu dögum, muni allur búnaður sem fer í gegnum fangelsið verða skannaður. „Auk þess sem aðbúnaður fyrir fíkniefnaleitarhund verður settur upp og málmleitartæki komið fyrir.”

Þá segir hann að verið sé að steypa fyrir nýju girðingunum.

Girðingin á Litla-Hrauni þykir ekki nógu góð.

Girðingin á Litla-Hrauni þykir ekki nógu góð.mbl.is/Ómar Óskarsson

Sú girðing sem er nú við fangelsið þyki ekki nægilega góð. „Girðingarnar eiga að vera mannheldar með gaddavír ofan á. Þær verða þannig úr garði gerðar að nánast ómögulegt sé að klífa þær,“ segir hann. Þær verði með þéttum möskvum svo að ómögulegt verði að koma fingrum þar í gegn. „Menn munu í það minnsta slasa sig við að reyna að klífa þær.“

 

Margir hafa bent á að tölvukerfið sem stýrir eftirlitsmyndavélunum sé gamalt og úr sér gengið. Páll segir að til standi að gera bragarbót á því. „Það hafa verið gríðarlegar tækniframfarir þannig að einn möguleiki er sá að það verði settur upp skanni, sem nær yfir allt svæðið, og ef einhver fer inn á svæðið á vitlausum tíma mun skanninn sjálfkrafa gera okkur viðvart,” útskýrir hann.

Gengur í sveiflum

Aðspurður um fíkniefnaneyslu innan fangelsa landsins segir Páll að neyslan gangi í sveiflum. „Það virðist vera ákveðnar tískubylgjur í þessu. Í dag eru menn mikið að smygla inn það sem kallað hefur verið læknadóp. Það er lyktarlaust og er erfiðara að finna það.

Við erum sífellt að finna fíkniefni. Núna síðast í vikunni var opnaður íþróttaskór í fangelsinu í Kópavogi og þar voru sjötíu töflur. Menn eru byrjaðir að sauma þetta inn í sóla,” segir hann..

Af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

12.01.2014 06:22

Sýningu á myndum Sigfúsar lýkur 12. jan. 2014


Inga Lára Baldvinsdóttir

Sýningu á myndum Sigfúsar lýkur í dag 12. jan. 2014

 

Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni, mun í dag klukkan 14 fara með leiðsögn um sýninguna Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar í Myndasal Þjóðminjasafnsins, en sýningunni lýkur í dag. Inga Lára er höfundur samnefndrar bókar sem út kom í tengslum við sýninguna sem er fyrsta yfirlitssýning á ljósmyndum Sigfúsar.

 

Sigfús Eymundsson var frumkvöðull í ljósmyndun á Íslandi og myndasafn hans var það fyrsta sem safnið tók til varðveislu. Sýningin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og var meðal annars valin sem ein af fimm bestu myndlistarsýningum ársins af gagnrýnanda Morgunblaðsins og í Víðsjá.

 

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir

 

.


Skráð af Menningar-Staður

11.01.2014 22:47

Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg


Selfoss í Sveitarfélaginu Árborg.  Ljósm.: Sigurður Bogi Sævarsson.

 

Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Árborg

 

Uppstillinganefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu Árborg kom saman til fundar kl. 11 í dag, laugardaginn 11. janúar 2014,  í Óðinsvéum að Austurvegi 38 á Selfossi.

Fundurinn samþykkti samhljóða að leggja þá tillögu fram, á fundi fulltrúaráðs þann 23. janúar næstkomandi í Óðinsvéum, að viðhaft verði prófkjör, samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins, við uppstillingu á lista fyrir sveitastjórnarkosningar þann 31. maí 2014.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

 


Ari Björn Thorarensen, sem nú er forseti bæjarstjórnar Árborgar, er sá eini af fimm fulltrúum Sjálfstæðismanna í hreinum meirihluta bæjarstjórnar Árborgar sem þegar hefur gefið út að hann gefi kost á sér til setu áfram.

Skráð af Menningar-Staður

 

11.01.2014 06:55

"Ég á líf" á toppi Árslista Rásar 2 arið 2013

 

„Ég á líf“ á toppi Árslista Rásar 2 árið 2013

 

Evróvisjónlag Íslendinga 2013 „Ég á líf“ með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni er efst á Árslista Rásar 2 fyrir nýliðið ár.

Í öðru sæti samantektarlistans er Emilíana Torrini með lagið „Speed Of Dark“

og í því þriðja er lagið “Do I Wanna Know“ með Arctick Monkeys. Hvati kynnti Árslistann á Rás 2 í dag.

Hundrað laga Árslistinn er valinn með því að reikna saman stig sem lög fá fyrir veru sína á Vinsældalista Rásar 2 á árinu 2013. Fyrir efsta sætið í viku hverri fást 30 stig og svo koll af kolli þannig að lag í neðsta sætinu, því þrítugasta, fær eitt stig. 

Kiriyama Family átti vinsælasta lagið á Rás 2 árið 2012

með lagið Weekends
Smella á þessa slóð:

http://www.youtube.com/watch?v=D8o-USkv_EM

 

.

.

ÁRSLISTI RÁSAR 2 2013 - TOPP 100
Samantekt: Sighvatur Jónsson

 

VÁL. NR. FLYTJANDI LAG ÁRSSTIG
16 1 EYÞÓR INGI Ég á líf 388
12 2 EMILÍANA TORRINI Speed Of Dark 336
17 3 ARCTIC MONKEYS Do I Wanna Know? 321
12 4 RAGGI BJARNA OG LAY LOW Þannig týnist tíminn 312
11 5 BAGGALÚTUR OG JÓHANNA GUÐRÚN Mamma þarf að djamma 304
15 6 KÖTT GRÁ PJE og NOLEM Aheybaró 293
13 7 VALDIMAR Yfir borgina 289
12 8 SIN FANG Young Boys 282
12 9 ÁSGEIR TRAUSTI Nýfallið regn 273
10 10 HJALTALÍN Halo 271
11 11 DAFT PUNK Get Lucky 269
18 12 DIKTA Talking 261
11 13 PÁLMI GUNNARSSON Núna 257
11 14 OJBA RASTA Einhvern veginn svona 255
10 15 DAVID BOWIE The Stars (Are Out Tonight) 242
13 16 VALDIMAR Beðið eftir skömminni 231
12 17 GEIRI SÆM Frá toppi oní tær 230
10 18 EGILL ÓLAFSSON, MOSES HIGHTOWER OFL. Ekkert þras 230
10 19 ÁHÖFNIN Á HÚNA Sumardagur 227
12 20 KALEO Vor í Vaglaskógi 226
12 21 RETRO STEFSON She Said 225
10 22 MOSES HIGHTOWER Góður í 224
9 23 DRANGAR Bál 224
10 24 JÓNAS SIG & LÚÐRASVEIT ÞORLÁKSHAFNAR Fortíðarþrá 217
10 25 RETRO STEFSON O Kami 216
9 26 DAVID BOWIE Where Are We Now? 214
13 27 RETRO STEFSON Julia 201
14 28 MOSES HIGHTOWER Háa c 199
10 29 GEIRI SÆM OG BERNDSEN Santa Fe 196
9 30 DR. GUNNI OG VINIR HANS Glaðasti hundur í heimi 196
14 31 VÖK Ég bíð þín 192
7 32 LAY LOW Gently 191
10 33 MARKÚS É bisst assökunar 188
8 34 EMMELIE DE FOREST Only Teardrops 183
10 35 SIGUR RÓS Ísjaki 179
8 36 JOHN GRANT GMF 174
8 37 NICK CAVE & THE BAD SEEDS We No Who U R 172
7 38 BÓGÓ OG LÓLÓ Betri en þú 172
8 39 HJÁLMAR Skýjaborgin 171
9 40 HJALTALÍN Crack In A Stone 170
7 41 SIGUR RÓS Brennisteinn 164
7 42 FRANK OCEAN Lost 163
7 43 1860 Íðilfagur 162
8 44 LORDE Royals 160
9 45 ARCADE FIRE Reflektor 151
9 46 SIN FANG What's Wrong With Your Eyes 150
7 47 INGÓ OG VEÐURGUÐIRNIR Önnur öld 150
6 48 PEARL JAM Sirens 146
5 49 EMILÍANA TORRINI Tookah 146
9 50 LEAVES Ocean 144
8 51 MICHAEL BUBLÉ It's A Beautiful Day 143
8 52 MAMMÚT Salt 142
11 53 KIRIYAMA FAMILY Portobello 141
10 54 LEAVES The sensualist 140
10 55 SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Gefðu mér bros (Þú um það) 139
6 56 RAGGA GÍSLA & FJALLABRÆÐUR Þetta er ást 138
7 57 CAPITAL CITIES Safe And Sound 137
9 58 LOCKERBIE Heim 136
8 59 ROBIN THICKE FEAT. T.I. & PHARRELL Blurred Lines 134
7 60 NICK CAVE AND THE BAD SEEDS Mermaids 134
8 61 NÝDÖNSK Iður (Þjóðhátíðarlagið 2013) 133
8 62 PÉTUR BEN God's lonely man 133
6 63 SIGUR RÓS Stormur 133
9 64 MUMFORD & SONS Babel 132
6 65 BLOODGROUP Nothing Is Written In The Stars 132
9 66 THE BLACK KEYS Sister 131
8 67 HJALTI & LÁRA SÓLEY Eina Nótt 131
6 68 JOHN GRANT Black Belt 130
9 69 HJALTALÍN Myself 128
8 70 TILBURY Northern Comfort 127
6 71 KK & MAGGI EIRÍKS Á sjó 126
5 72 KALEO Glass house 124
9 73 HAIM Don't Save Me 123
8 74 BUBBI MORTHENS Brosandi börn 122
7 75 MARGARET BERGER I Feed You My Love 122
6 76 SAMSAM House 121
8 77 JOHN GRANT Pale Green Ghosts 119
9 78 VALDIMAR Um stund 117
5 79 KALEO Automobile 116
7 80 ANOUK Birds 115
12 81 OJBA RASTA Gjafir jarðar 111
5 82 JUSTIN TIMBERLAKE Mirrors 108
10 83 LAY LOW Donna Mo's Blues 107
8 84 1860 Socialite 107
5 85 ÁSGEIR TRAUSTI Hærra 107
5 86 ÓLAFUR ARNALDS & ARNÓR DAN Old Skin 107
4 87 OF MONSTERS AND MEN Silhouettes 106
8 88 STEINAR Up 105
7 89 EYÞÓR INGI & ATOMSKÁLDIN Hárin rísa 105
6 90 DAFT PUNK Lose Yourself To Dance 104
7 91 YLJA Get Lucky 103
7 92 BOTNLEÐJA Panikkast 102
6 93 PASSANGER Let her go 102
8 94 MUSE Panic Station 101
7 95 DR. GUNNI OG VINIR HANS Brjálað Stuðlag 101
6 96 HELGI BJÖRNS Þetta reddast 101
6 97 JÓN JÓNSSON Feel For You 101
6 98 SNORRI HELGASON Summer Is Almost Gone 99
7 99 BLAZROCA OG ÁSGEIR TRAUSTI Hvítir skór 98
5 100 YLJA Út 96
         

11.01.2014 06:33

Ferðamönnum fjölgaði um 134 þúsund árið 2013

 

Ferðamönnum fjölgaði um 134 þúsund árið 2013

 

Um 781 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Um er að ræða 20,7% aukningu frá 2012 þegar erlendir ferðamenn voru 647 þúsund. Vart þarf að taka fram að ferðamenn hafa aldrei verið fleiri.

10 fjölmennustu þjóðerninTíu fjölmennustu þjóðernin

Tæplega þrír fjórðu ferðamanna árið 2013 voru af tíu þjóðernum. Bretar og Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir en þar á eftir komu ferðamenn frá Þýskalandi, Noregi, Frakklandi, Danmörku, Svíþjóð, Kanada, Hollandi og Kína. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum mest árið 2013. Þannig komu 42.500 fleiri Bretar árið 2013 en árið 2012, 24.700 fleiri N-Ameríkanar og 10.600 fleiri Þjóðverjar.

Aukning fjölgun á milli áraFjölgun alla mánuði ársins

Aukning eftir mánuðum hefur verið mismikil en hlutfallslega var hún þó mest í nýliðnum desember mánuði þegar ferðamönnum fjölgaði um 49%. Bretar báru upp nærri helming þeirrar aukningarnar, eins og sjá  má í töflunni hér neðst á síðunni.

Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins 2013. Í febrúar, mars og desember fór aukning ferðamanna yfir 40% í samanburði við sömu mánuði árið 2012. Í janúar, apríl, júní og nóvember var aukningin á bilinu 20-30% og í maí, júlí, ágúst, september og október var hún á bilinu 10-20%. Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari aukningu. Áfram var mikil umfjöllun um landið á erlendum vettvangi þar sem saman fór öflugt markaðsstarf og fleiri þættir. Þá er ljóst að framboð á flugsætum hefur aldrei verið meira en í fyrra og gengið áfram hagstætt fyrir erlenda ferðamenn.

Brottfarir eftir mörkuðumSkipting eftir markaðssvæðum

Vert er að skoða að ferðamenn frá einstökum markaðssvæðum dreifðust nokkuð ólíkt yfir árið. Þannig voru ferðamenn frá Mið- og Suður-Evrópu áberandi yfir sumarmánuðina á meðan Norðurlandabúar Norður Ameríkanar og ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað dreifðust talsvert jafnar yfir árið. Bretar skera sig hins úr en um helmingur þeirra kom yfir vetrarmánuðina. Þetta er nánar sýnt á myndinni hér til hliðar þar sem hægt er að bera einstök markaðssvæði saman.

Árstíðasveiflan minnkar

Sé litið á skiptingu ferðamanna eftir árstíðum má sjá að hlutfall ferðamanna utan háannar, þ.e. sumarmánuðanna þriggja, fer úr rúmum 53% árið 2012 í tæp 56% í fyrra. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá fjölgun gesta yfir vetrartímann en tæplega 27% gesta komu á þeim árstíma. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

Árstíðasveifla ferðamanna

Ferðamenn eftir árstíðum

Ferðamenn veturVetur (jan.-mars/nóv.-des.)
Um 27% erlendra ferðamanna árið 2013 komu að vetrarlagi eða um 210 þúsund talsins. Um er að ræða tæplega 58 þúsund fleiri ferðamenn en yfir vetrarmánuðina árið 2012. Aukningin nemur 37,8% milli ára. Bretar báru að miklu leyti uppi aukningu vetrarins en um 27 þúsund fleiri ferðamenn komu frá Bretlandi yfir vetrarmánuðina 2013 en að vetri til í fyrra. Um er að ræða 61% aukningu Breta milli ára. N-Ameríkönum fjölgaði jafnframt verulega eða um 44%, ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir annað um 36,6% og ferðamönnum frá Mið- og S-Evrópu um 33,5%. Minni aukningu mátti sjá frá Norðurlöndunum en þaðan komu 4,2% fleiri ferðamenn en árið 2012.

Af einstaka þjóðum voru flestir vetrarferðamenn frá Bretlandi (33,6%) og Bandaríkjunum (14,6%). Ferðamenn frá Noregi (6,0%), Þýskalandi (5,4%), Danmörku (4,4%), Frakklandi (4,0%), Svíþjóð (3,8%), Japan (3,1%), Hollandi (2,6%) og Kanada (2,2%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar tíu þjóðir um 80% ferðamanna að vetrarlagi.

Ferðamenn vor/haustVor/haust (apríl-maí/sept.-okt.)
Um 29% erlendra ferðamanna árið 2013 komu að vori eða hausti til eða um 225 þúsund talsins, 33 þúsund fleiri ferðamenn en á sama tímabili árið 2012. Aukningin nemur 17,1% milli ára. Hlutfallslega fjölgaði Bretum mest eða um 37,7% en á eftir fylgdu ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum (24%) og N-Ameríku (32,4%). Mið- og S-Evrópubúum fjölgaði í minna mæli eða um 9,8% og Norðurlandabúar ráku lestina með 4,1% aukningu.

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn að vori og hausti árið 2013 frá Bretlandi (17,4%) og Bandaríkjunum (14,9%). Þar á eftir komu ferðamenn frá Noregi (9,5%), Þýskalandi (8,3%), Danmörku (6,7%), Svíþjóð (5,7%), Frakklandi (4,6%), Kanada (3,9%), Hollandi (2,7%) og Finnlandi (2,5%) en samanlagt voru þessar tíu þjóðir 76,2% ferðamanna að vori og hausti.

Ferðamenn sumarSumar (júní-ágúst)
Um 44% ferðamanna komu yfir sumarmánuðina þrjá eða um 345 þúsund. Um var að ræða 43.500 fleiri ferðamenn en sumarið 2012 og nemur aukningin 14,4% milli ára. Aukning var frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum sem stóðu í stað. Bretum fjölgaði um 22,4%, N-Ameríkönum um 21,2%, Mið- og S-Evrópubúum um 11,9% og ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir annað um 23,4%.

Af einstaka þjóðum voru flestir ferðamenn að sumri árið 2013 frá Bandaríkjunum (16,1%) og Þýskalandi (13,2%). Þar á eftir fylgdu ferðamenn frá Frakklandi (8,5%), Bretlandi (7,9%), Danmörku (5,4%), Noregi (5,4%), Svíþjóð (4,3%), Ítalíu (3,3%), Hollandi (3,2%) og Spáni (3,1%) en samanlagt voru þessar tíu þjóðir 70,4% ferðamanna sumarið 2013.

Ferðamenn á öðrum innkomustöðum

Talningar Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ná til um 96% erlendra ferðamanna sem koma til landsins. Unnið er að því að fá tölur fyrir flugvellina í Reykjavík, á Egilsstöðum og Akureyri, sem og skipafarþega með Norrænu. Þær tölur er þó ekki hægt að greina eftir þjóðernum, líkt og hægt er með farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla með fjölda ferðamanna