Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Febrúar

28.02.2014 19:11

Söfn fá viðurkenningu

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka.

 

Söfn fá viðurkenningu

 

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í fyrsta skipti að tillögu safnaráðs veitt 39 menningarminja-, náttúru- og listasöfnum viðurkenningu samkvæmt nýjum safnalögum.

Markmiðið með viðurkenningu safna er að taka af öll tvímæli um stöðu þeirra, skyldur og samfélagslega ábyrgð.

Meðal skilyrða fyrir viðurkenningu er að eigandi safnsins tryggi safninu fjárhagsgrundvöll fyrir eðlilega starfsemi, að safnið starfi eftir stofnskrá, skrái safnkost sinn í gagnagrunn sem uppfyllir skilmála safnaráðs og standist öryggiskröfur ráðsins. Sömuleiðis eru gerðar kröfur um menntun eða hæfni forstöðumanns, að safnið sinni faglegu starfi og taki á móti skólanemum án endurgjalds.

Þessi söfn hlutu viðurkenningu: byggðasöfn Árnesinga, Borgarfjarðar, Hafnarfjarðar, Húnvetninga og Strandamanna, Reykjanesbæjar, Skagfirðinga, Snæfellinga og Hnappdæla;

byggðasöfnin Görðum, Hvoll og í Skógum; Flugsafn Íslands, Gljúfrasteinn – hús skáldsins; Grasagarður Reykjavíkur; Hafnarborg; Heimilisiðnaðarsafnið; Hönnunarsafn Íslands, Landbúnaðarsafn Íslands;

listasöfn ASÍ, Árnesinga, Kópavogs-Gerðarsafn, Reykjanesbæjar, og Reykjavíkur; Ljósmyndasafn Reykjavíkur, menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Þingeyinga;

minjasöfn Austurlands, Egils Ólafssonar, Reykjavíkur og á Akureyri; Náttúrufræðistofa Kópavogs; Nýlistasafnið; Sagnheimar; Síldarminjasafn Íslands; Sæheimar; Tónlistarsafn Íslands; Tækniminjasafn Austurlands og Víkin.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 28. febrúar 2014.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2014 12:07

Leyndardómar Suðurlands - tveir ráðherrar opna 28. mars 2014

Leyndardómar Suðurlands – tveir ráðherrar opna 28. mars 2014

 

Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu.Ráðherrar

 

Opna
Ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson munu opna leyndardómana formlega föstudaginn 28. mars kl. 14:00 við Litlu kaffistofuna. Frá þeim tíma verður öllum landsmönnum og erlendum ferðamönnum, sem staddir eru á landinu boðið að koma á Suðurland og taka þátt í fjölbreyttum viðburðum þessa 10 daga sem átakið stendur yfir.

 

Frítt í Strætó
Rúsínan í pylsuendanum á Leyndardómum Suðurlands er frítt í Strætó frá Reykjavík á Suðurland og á öllum leiðum inna svæðisins. Strætó er með mjög öflugt leiðakerfi á Suðurlandi þar sem hægt er að komast til allra átta án þess að borga krónu á meðan leyndardómarnir standa yfir.

 

Sudurland.is
Áður en Leyndardómar Suðurlands skella á verður búið að opna nýja og glæsilega heimasíðu, www.sudurland.is þar sem allir viðburðir leyndardómanna verða kynntir. Þá verður gefið út sérstakt viðburðardagatal sem verður sent inn á öll heimili á Suðurlandi með upplýsingum um helstu viðburð.

 

Dæmi um atburði
Markmiðið með átakinu er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er  Matur – Saga – Menning.  Hér er því kærkomið tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið og koma öllum leyndardómum Suðurlands á framfæri. Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund,  listsýningar,  tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum,  lengdur opnunartími verslana , tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungunum og fleira og fleira. Verkefnið er með sérstaka fésbókarsíðu, „Leyndardómar Suðurlands“ þar sem upplýsingar um verkefnið koma reglulega inn. 

Sjá þessa slóð -  https://www.facebook.com/pages/Leyndard%C3%B3mar-Su%C3%B0urlands/581402685272083?fref=ts

 

Magnús Hlynur Hreiðarsson, kynningarstjóri Leyndardóma Suðurlands (mhh@sudurland.is)

Magnús Hlynur Hreiðarsson og Siggeir Ingólfsson ræða Leyndardóma Suðurlands á dögunum.

Skráð af Menningar-Staður

 

28.02.2014 11:44

Ásta og Gunnar mæta á laugardagsfund

Gunnar Egilsson.

Ásta Stefánsdóttir.

 

Ásta og Gunnar mæta á laugardagsfund

 

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir laugardagsfundi í Sjálfstæðishúsinu að Austurvegi 38 Selfossi á moargun laugardaginn 1 .mars klukkan 11.00. 

 

Gestir fundarins verða þau Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins Árborgar, og Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi og formaður framkvæmda og veitustjórnar. Munu þau ræða bæjarmál almennt og fara sérstaklega yfir framkvæmdir á árinu 2014, málefna veitna, fjármál og rekstur sveitarfélagsins og svara spurningum sem upp kunna að koma.

 

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis og fríar kaffiveitingar á stuttum og snaggaralegum laugardagsfundi.

 

Verðalaunaafhending við Dverghóla 2012.

Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir til vinstri. Einnig yngsti og elsti íbúi Dverghólanna, þeir Eiður Pétursson með mömmu sinni, Urði Skúladóttur og Marinó Jóhannsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

28.02.2014 11:20

Guðrún Thorarensen er 80 ára í dag

Eyrbekkingurinn Guðrún Thorarensen.

 

Guðrún Thorarensen er 80 ára í dag

 

Guðrún tengdamóðir mín 80 ára í dag.  Ótrúlega spræk alla daga og lífsglöð kona, það eru forréttindi að hafa eignast svona góða tengdó.

 

Í dag ætlum við börn og tengdabörn að fara í bíltúr í fallega veðrinu eitthvað út í bláinn og borða svo saman öll í kvöld.

 

Ingunn Gunnarsdóttir á Selfossi skrifrar á Facebokksíðu sinni.Skráð af Menningar-Staður
 

28.02.2014 08:43

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

.

.

Vefmyndavélin á

 

Rauða húsinu á Eyrarbakka

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

28.02.2014 08:07

Tónleikar til heiðurs Ragnari í Smára haldnir í Hörpu

Eyrbekkingurinn Ragnar Jónsson í Smára frá Mundakoti á Eyrarbakka.

 

Tónleikar til heiðurs Ragnari í Smára haldnir í Hörpu

 

"Ragnar í Smára hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir tónlistarlíf á Íslandi. Hann var fyrst og fremst listunnandi og athafnamaður og hafði þá hugsjón að byggja upp menningarlíf á Íslandi," segir Freyja Gunnlaugsdóttir, aðstoðarskólastjóri

 

Tónlistarskólans í Reykjavík. Skólinn og Tónlistarfélagið í Reykjavík standa fyrir hátíðartónleikum í Norðurljósum í Hörpu sunnudaginn 2. mars.

Tónleikarnir eru haldnir til þess að heiðra minningu Ragnars í Smára en 110 ár eru liðin frá fæðingu hans nú í febrúar.

 

Tónlistarskólinn tengist Ragnari sterkum böndum að sögn Freyju og segir hún anda hans svífa yfir skólanum.

 

"Þessi hugsjón hans lifir um að halda uppi hágæða og innihaldsríkri tónlistarmenntun þó spjótin beinist að úr öllum áttum, þó það sé niðurskurður og þó það sé erfitt árferði."

Fréttablaðið fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

_____________________________________

Félagsmenn kallaðir postularnir 12

Tónlistarfélagið í Reykjavík á sér merkilega sögu sem hefst árið 1930 en það ár var afar viðburðaríkt í íslensku menningarlífi. Þá hóf Ríkisútvarpið starfsemi, Lúðrasveitin Svanur var stofnuð og Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum en á henni lék Hljómsveit Reykjavíkur sem flutti aðallega sígilda tónlist.

Liðsmenn hljómsveitarinnar stofnuðu sama ár Tónlistarskólann í Reykjavík og var Páll Ísólfsson frá Stokkseyri ráðinn skólastjóri. Tveimur árum síðar stefndi rekstur skólans og hljómsveitarinnar í þrot og kom þá til sögunnar Tónlistarfélagið sem tók hvort tveggja að sér. Formaður félagsins var Ragnar Jónsson frá Eyrarbakka (1904-1984), einhver umsvifamesti menningarfrömuður Íslands fyrr og síðar, atvinnurekandi og annar aðaleigenda smjörlíkisgerðarinnar Smára sem hann var jafnan kenndur við.

Tónlistarfélagið aflaði tekna með ýmsum hætti, einkum tónleikahaldi og bíórekstri en einnig bókaútgáfu. Á fimmta áratugnum gaf félagið út Passíusálmana í viðhafnarútgáfu og átti ágóðinn af þeirri útgáfu að renna til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík. Í félaginu voru 12 karlar sem jafnan voru nefndir postularnir tólf. „Hér var kominn til sögunnar félagsskapur sem á engan sinn líka í íslenskri menningarsögu og átti eftir að hafa veruleg áhrif á íslenskt tónlistarlíf fram eftir allri 20. öld,“ segir í ágripi sagnfræðingsins Bjarka Bjarnasonar um þennan merkilega félagsskap.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 27. febrúar 2014.

 


Eyrbekkingurinn Ragnar Jónsson í Smára eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.Skráð af Menningar-Staður

28.02.2014 08:05

Markaður að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 1. mars 2014

 

Markaður að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 1. mars 2014

 

Markaður að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 1. mars 2014

 

Ákveðið er að hafa MARKAРí Samkomuhúsinu Stað Eyrarbakka á morgun laugardaginn 1. mars n.k frá kl 13-17

 

Handverki og ýmsar aðrar vörur 

Allt að 20 geta verið með 2 borð á 4000 kr.

 

Vinsamlegast hafið samband við Siggeir Ingólfsson í síma 898-4240

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

27.02.2014 06:44

Merkir Íslendingar - Ási í Bæ

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ási í Bæ.

 

Merkir Íslendingar - Ási í Bæ

 

Ási í Bæ hét fullu nafni Ástgeir Kristinn Ólafsson. Hann fæddist í Litla-Bæ í Vestmannaeyjum fyrir réttri öld. Foreldrar hans voru Ólafur Ástgeirsson sem var þekktur bátasmiður í Eyjum, og Kristín Jónsdóttir húsfreyja.

Eftirlifandi eiginkona Ása er Friðmey Eyjólfsdóttir hjúkrunarfræðingur og eignuðust þau fjögur börn, en meðal þeirra eru Kristín, fyrrv. alþm, og Gunnlaugur menntaskólakennari.

Ási ólst upp í Vestmannaeyjum og lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1940. Hann fór ungur í sjóróðra á opnum vélbáti með föður sínum, var skrifstofumaður í Eyjum um hríð en lengst af sjómaður og útgerðarmaður og mikill aflakló eins og faðir hans og afi.

Á unglingsárunum veiktist Ási af þrálátri beinátu í hægri fæti og missti við það fótinn síðar á ævinni. Þessi veikindin háðu honum og höfðu áhrif á viðkvæm unglingsárin og síðar skáldskap hans.

Ási var afkastamikill rithöfundur en meðal bóka hans má nefna sjálfsævisögulega þætti, Sá hlær best; Granninn í vestri, ferðabók um Grænland; Breytileg ár, skáldsaga 1948; Eyjavísur, 1970; Korriró, skáldsaga 1974; Grænlandsdægur, ljóðaflokkur 1976; Skáldað í skörðin, frásagnaþættir 1978, og Þjófur í Seðlabanka, 1983. Þá gaf Ási út hljómplötu þar sem hann spilaði og söng eigin lög og texta.

 

Ási flutti til Reykjavíkur 1968 og var um skeið ritstjóri Spegilsins. Hann var þó alla tíð tengdur Vestmannaeyjum órjúfanlegum böndum enda höfundur ýmissa þekktra þjóðhátíðarlaga og texta þeirra, ásamt þeim Oddgeiri Kristjánssyni, Lofti Guðmundssyni og Árna úr Eyjum.

 

Ási er þekktastur fyrir texta við ódauðleg lög Oddgeirs Kristjánssonar, s.s. Sólbrúnir vangar, Ég veit þú kemur, og Heima. Hann var um flest dæmigerður eyjapeyi, harðduglegt náttúrubarn, vinafastur, bóhemískur og lífsglaður lífskúnstner. Hann lést á frídegi verkamanna 1985.

 

Ég veit þú kemur

Ég veit þú kemur í kvöld til mín

þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.

Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist.
Og þetta eina sem útaf bar
okkar á milli í friði leyst.

Og seinna, þegar tunglið hefur tölt um langan veg,
þá tölum við um drauminn sem við elskum, þú og ég.

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þótt kveðjan væri stutt í gær.
Ég trúi ekki á orðin þín,
ef annað segja stjörnur tvær.

 

Morgunblaðið 7. febrúar 2014 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

27.02.2014 06:33

Árni Johnsen með upptöku og afmælistónleika

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Árni Johnsen.

 

Árni Johnsen með upptöku og afmælistónleika

• Segir tónleikana haldna í tilefni barnaafmælis hans

 

Árni Johnsen heldur tónleika í Vestmannaeyjum og Kópavogi um mánaðamótin, í tilefni barnaafmælis síns, eins og hann segir sjálfur, en Árni fæddist 1. mars lýðveldisárið 1944 og verður því sjötugur á laugardag.

Fyrst verður síðdegisknall í Kaffi Kró í Vestmannaeyjum á föstudaginn þar sem Árni býður vinum, vandamönnum og samferðamönnum í gúllassúpu til að fagna og þakka fyrir að hafa lifað af svo lengi þrátt fyrir böl og alheimsstríð eins og segir í einu Eyjakvæðinu.

Í Kaffi Kró ætlar Árni að leika og spila fyrir heimafólk í fyrsta sinn 30 mínútna myndband af upptöku Sólarsvítu hans sem var tekin upp af Sinfóníuhljómsveit Úkraínu í Kænugarði í sumar. Svítan er í 14 köflum, sem byggjast á tónum og stefjum úr náttúru Vestmannaeyja.

Um kvöldið verður Árni með Ásakvöld ásamt félögum sínum í Bæjarabandinu í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Ása í Bæ.

Kvöldið áður, á fæðingardegi Ása, verður Bæjarabandið með tónleika í Café Rosenberg í Reykjavík. Í Bæjarabandinu eru auk Árna, Ingi Gunnar Jóhannsson, Georg Kulp og Örvar Aðalsteinsson.

 

40 lög tekin upp

Á laugardagskvöldinu verður Árni síðan með upptöku- og afmælistónleika í Salnum í Kópavogi. Þar leika með honum í hljómsveit Björn Thoroddsen gítarleikari, Magnús Kjartansson píanóleikari, Birgir Níelsen trommuleikari, Úlfar Sigmarsson á nikku og Ingólfur Magnússon á kontrabassa.

Að sögn Árna verður einnig boðið upp á gúllassúpu í Salnum milli 18 og 19.30 og Sólarsvítu-myndbandið verður sýnt fyrir sjálfa upptökuna sem hefst kl. 20. Guðni Ágústsson fylgir tónleikunum úr hlaði og síðan hefst upptakan á um 40 lögum með almennum söng í Salnum. Segir Árni, að um sé að ræða lög frá síðustu áratugum, flest mjög þekkt.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

 

Guðni Ágústsson og Árni Johnsen á Bryggjuhátíð Hrútavina og vina á Stokkseyrarbryggju.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

27.02.2014 06:28

100 ára afmæli Ása fagnað í tvígang

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ási í Bæ.

100 ára afmæli Ása fagnað í tvígang

 

„Eyjapeyinn“ Ási í Bæ hefði orðið 100 ára í dag, 27. febrúar, og af því tilefni verða haldin tvö söng- og vísnakvöld helguð lögum hans og textum, 27. og 28. febrúar, á Café Rosenberg við Klapparstíg í kvöld og annað kvöld í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.
 
Hljómsveitin Ásabandið mun flytja öll þekktustu lög og ljóð Ása og er gert ráð fyrir að gestir syngi með og taki vel undir. Ásabandið skipa Árni Johnsen, Örvar Aðalsteinsson, Ingi Gunnar Jóhannsson og Georg Kulp.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 27. febrúar 2014

 

Skráð af Menningar-Staður