Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Febrúar

07.02.2014 06:16

Andlát - Áki Guðni Gränz

Áki Guðni Gränz

 

Andlát - Áki Guðni Gränz

 

Áki Guðni Gränz, málarameistari og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, lést þriðjudaginn 4. febrúar sl. Hann var 88 ára að aldri. Áki skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn.

 

Áki fæddist 26. júní 1925 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru Carl Johann Gränz húsgagnasmiður og Guðrún Sigríður Ólafsdóttir. Áki lærði málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni í Vestmannaeyjum og lauk sveinsprófi hjá honum árið 1946. Næstu þrjú árin starfaði Áki sem málari á Selfossi, Reykjavík og víðar, áður en hann fluttist til Ytri-Njarðvíkur árið 1949.

 

Samhliða aðalstarfi sínu var Áki listamaður, sem málaði fjölmörg málverk og mótaði styttur og brjóstmyndir. Þá hannaði hann mörg merki fyrir félög og fyrirtæki, meðal annars bæjarmerki Njarðvíkur.

 

Áki var mjög virkur í félagslífi Suðurnesja. Hann sat meðal annars í stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur og gegndi ýmsum störfum á vegum þess, auk þess sem Áki var einn af meðstofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur. Áki var einn af stofnendum Sjálfstæðisfélags Njarðvíkur og fyrsti gjaldkeri þess. Áki var kjörinn í hreppsnefnd í Njarðvíkurhreppi árið 1970 og síðar bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Njarðvík fram til ársins 1986. Áki var forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur frá 1982-1986.

Morgunblaðið greinir frá fimmtudaginn 6. febrúar 2014.

 

Áki var virkur félagi í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi og eru nokkrar myndir hér:

Áki Guðni Gränz og Elfar Guðni Þórðarson.

.

F.v.: Árni Johnsen, Einar Elíasson og Áki Guðni Gränz 

.

F.v.: Árni Johnsen, Björn Ingi Bjarnason og Áki Guðni Gränz,

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

07.02.2014 00:00

40% fjölgun ferðamanna í janúar 2014

Ánægðir erlendir gestir við Stað á Eyrarbakka snemma sumnars 2013.

 

40% fjölgun ferðamanna í janúar 2014

 

Um 46 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 13.400 fleiri en í janúar á síðasta ári. Um er að ræða 40,1% fjölgun ferðamanna í janúar milli ára.

Helmingur frá Bretlandi og Bandaríkjunum

Ferðamenn janúar 2014 - 10 fjölmennustu þjóðerni

Bretar voru langfjölmennastir eða 35,5% af heildarfjölda en í öðru sæti voru Bandaríkjamenn, 14,5% af heild. Þar á eftir komu Þjóðverjar (5,0%), Norðmenn (4,2%), Frakkar (4,2%), Danir (4,1%), Japanir (3,8%), Svíar (3,8%), Kínverjar (2,9%) og Kanadamenn (2,2%). Samtals voru þessar tíu þjóðir áttatíu prósent ferðamanna í janúar.
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum langmest milli ára en 6.545 fleiri Bretar komu í janúar í ár en í fyrra. Bandaríkjamenn voru 1.716 fleiri, Kanadamenn 616 fleiri og Frakkar 600 fleiri.

Þróun á tímabilinu 2003-2014

Frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir þrettán árum hefur verið stöðug fjölgun ferðamanna til landsins. Janúarmánuður er þar enginn eftirbátur en árleg aukning í janúar hefur verið að jafnaði 13,7% frá árinu 2003.

Mismunandi aukning eftir markaðssvæðum

Ferðamenn eftir markaðssvæðum

Mismikil fjölgun eða fækkun hefur átt sér stað, bæði milli ára og eftir því hvaða markaðssvæði á í hlut eins og sjá má af töflunni hér að neðan. Ferðamönnum hefur fjölgað hlutfallslega meira í janúar síðastliðin fjögur ár en árin á undan. Mest áberandi er aukning Breta sem eru nú orðnir ríflega þriðjungur ferðamanna í janúar. Norður Ameríkönum hefur ennfremur fjölgað umtalsvert síðastliðin fjögur ár. Sama má segja um ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og öðrum markaðssvæðum þó svo greina megi jafnari aukningu þessara markaðssvæða þegar til lengri tíma er litið. Það vekur hins vegar athygli að Norðurlandabúar sem voru framan af stærsta markaðssvæðið í janúar hafa ekki séð sambærilega aukningu og önnur markaðssvæði.

Bretar fimmfaldast

Það er ljóst að fjölgun ferðamanna í janúar hefur verið umtalsverð á síðastliðnum tólf árum. Þannig hafa ferðamenn frá Bretlandi meira en fimmfaldast frá 2003, ferðamenn sem flokkast undir önnur markaðssvæði meira en fjórfaldast, ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu ríflega þrefaldast, ferðamenn frá N-Ameríku þrefaldast og ferðamenn frá Norðurlöndunum tvöfaldast.

Ferðamenn jan 2003-2014 tafla

Ferðir Íslendinga utan

Um 25.500 Íslendingar fóru utan í janúar eða um 2.300 fleiri en í fyrra. Um er að ræða 9,9% fleiri brottfarir en í janúar 2013.

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

06.02.2014 17:52

Kjördæmavika - Ásmundur Friðriksson á ferð og flugi

F.v.: ÁSmundur Friðriksson og Ingvi Rafn Sigurðsson

.

F.v.: Ásmundur Friðiksson, Guðmundur Sigurðsson og Sigmundur Sigurgeirsson. 

 

Kjördæmavika - Ásmundur Friðriksson á ferð og flugi 

 

Kjördæmavika alþingismanna er þessa vikuna og þeir fara víða.

Svo er vissulega með Ásmund Friðrikkson þingmann Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi en hann hefur verið á ferð og flugi alla vikuna svo eftir er tekið.

Í dag fimmtudaginn 6. febrúar 2014 var hann veð fund kl. 12 – 13 á Hótel Selfossi.
Fundarefnið var –Atvinnumál í brennidepli- og fleiri kjördamismál.


Fundurinn var vel sóttur og Menningar-Staður færði til myndar.


Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/257418/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

06.02.2014 10:51

Dagur leikskólans er í dag - 6. febrúar 2014

alt

Eyrbekkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður fræðslunefndar Árborgar.

Dagur leikskólans er í dag - 6. febrúar 2014

 

„Í leikskóla er gaman þar leika allir saman....“ Þetta er byrjunin á lagi sem velflest leikskólabörn læra að syngja. Þó ansi langt sé síðan undirrituð var í leikskóla þá get ég vel tekið undir að það er gaman að vera í leikskóla. Það er líka gagnlegt og lærdómur barnanna þar er þeim gott veganesti fyrir áframhaldandi skólagöngu í grunnskólum landsins.

 

Þrátt fyrir að ekki sé leikskólaskylda lítum við almennt svo á að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og gerum miklar kröfur til þess starfs sem þar fer fram. Í Sveitarfélaginu Árborg búum við svo vel að vera með 5 leikskóla með 6 starfsstöðvum. Á Selfossi eru Hulduheimar, Jötunheimar, Árbær og Álfheimar. Sameinaður leikskóli er á Eyrarbakka og Stokkseyri en starfsstöðvarnar eru tvær eins og fyrr segir, Æskukot á Stokkseyri og Brimver á Eyrarbakka. Í skólunum stunda í kringum 500 börn nám og eru vinnustaðirnir því stórir og verkefnin mörg.

Skólarnir starfa eftir mismunandi hugmyndafræði og kenningum og það er gríðarlega gaman að sjá hversu fjölbreytt verkefni þeirra eru. Fræðslunefnd hefur, í samstarfi við fræðslusvið Reykjavíkurborgar, látið gera tvær kannanir á sl. þremur árum á meðal foreldra leikskólabarna. Það er ánægjulegt að sjá hversu almenn ánægja er með leikskólana okkar, velflestir foreldrar svara því til að þeim finnist börnin þeirra örugg á leikskólunum og telja að þeim líði vel þar. Þetta eru mikil og góð meðmæli enda getum við verið stolt af því starfi sem fram fer í leikskólunum okkar.

Í dag 6. febrúar er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum um allt land en þennan dag fyrir 64 árum stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Skólarnir hér í Árborg láta ekki sitt eftir liggja og hvet ég alla íbúa til að halda merki leikskólanna á lofti í dag og kynna sér það góða starf sem fram fer þar.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður fræðslunefndar Árborgar

 

Í tilefni dagsins er hér myndaalbúm frá grillveislu á Brimveri sumarið 2007

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248347/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

06.02.2014 07:30

Eyrarbakkaásýndin á Ísafirði


Safnahúsið á Ísafirði sem Guðjón Samúelsson á Eyrarbakka teiknaði.

.

 

Eyrarbakkaásýndin á Ísafirði

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka átti fulltrúa á Vestfjörðum nú í byrjun febrúar í nokkra daga.

Þegar ekið er inn á Ísafjörð, höfuðstað Vestfjarða, blasir við eitt glæsilegasta hús Íslands. Það er Safnahúsið á Eyrartúni sem er eitt af þremur menningarhúsum á Ísafirði. Það var byggt sem sjúkrahús árið 1924-1925 og teiknað af Eyrbekkingnum Guðjóni Samúelssyni.

 

Gamla sjúkrahúsið

Árið 1919 hóf bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar undirbúning að byggingu nýs sjúkrahúss að undirlagi Vilmundar Jónssonar héraðslæknis. Tveimur árum síðar lá fyrir uppdráttur af húsinu ásamt kostnaðaráætlun, gert af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti að veita 25.000 krónum til verksins árið 1924 og sömu upphæð næstu tvö árin enda tryggð framlög frá sýslu og bæ. Málinu var frestað þar sem þingmaður sýslunnar taldi betra að borga framlagið í einu lagi. Leikar fóru svo að bæjaryfirvöld samþykktu að hefja byggingu hússins þegar haustið 1923, lögðu í það fé og fengu mótframlagið frá ríkinu í einu lagi. Aðdrættir hófust þegar haustið 1923 og unnið við það milli 30 og 50 manns. Byggingin var síðan boðin út og var lægsta tilboði tekið en það átti Ásgeir G. Stefánsson húsasmíðameistari og fleiri iðnaðarmenn úr Hafnarfirði.

Framkvæmdir við bygginguna hófust sumarið 1924 og var það komið undir þak fyrir áramótin. Húsið var vígt 17. júní 1925 við hátíðlega athöfn. Guðmundur E. Geirdal skáld orti vígsluljóð sem flutt var við vígsluna og um kvöldið var haldin skemmtun.

Sjúkrahúsið var glæsilegasta hús sinnar tegundar hér á landi á sínum tíma og vottar stórhug og djörfung þeirra sem að því stóðu. Það þjónaði sem sjúkrahús til ársins 1989 þegar ný sjúkrahússbygging var tekin í notkun. Árið 1987 samþykkti bæjarstjórn að húsið yrði nýtt fyrir starfsemi bóka-, skjala- og listasafns. Allt frá þeim tíma að starfsemi sjúkrahússins flutti hefur verið unnið að endurbyggingu hússins með hléum. Knútur Jeppesen arkitekt og Pétur Örn Björnsson arkitekt sáu um hönnun og áætlunargerð.

Skipulag í húsinu er með þeim hætti að geymslur bóka- og skjalasafns eru í kjallara ásamt ljósmyndasafninu, á miðhæð er starfsemi bókasafns, á efri hæð er lessalur, dagstofa og sýningarsalur listasafnsins, og í risi eru skrifstofur starfsmanna.

 

.

.


Skráð af Menningar-Staður 

05.02.2014 18:49

Kjartan BJörnsson stefnir á 3. sætið hjá D-lista

Siggeir Ingólfsson t.v, staðarhaldari á Stað, tekur við blómum úr hendi Kjartans Björnssonar t.h, formanns Íþrótta og menningarnefndar Árborgar, á hátíðinni að Stað þann 20. okt. 2013

 

Kjartan Björnsson stefnir á 3. sætið á D-lista

 

Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi í Árborg, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

 

Kjartan skipaði 6. sæti D-listans sem fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum en hann tók sæti í bæjarstjórninni þegar Elfa Dögg Þórðardóttir sagði skilið við Sjálfstæðisflokkinn á miðju kjörtímabilinu.

 

„Það er stór ákvörðun að starfa í pólitík en eftir síðustu ár í bæjarstjórninni hef ég sannfærst um að ég get látið gott af mér leiða í þágu samfélagsins og einnig hef ég öðlast dýrmæta reynslu. Ég hef starfað á vettvangi íþrótta og menningar og hef á þeim sviðum brennandi áhuga sem og bæjarmálum almennt og vil starfa áfram í ykkar þágu ef þið treystið mér til þess,“ sagði Kjartan í tilkynningu sem hann birti á Facebook síðu sinni í kvöld.

 

Prófkjör D-listans í Árborg fer fram þann 22. mars næstkomandi.

 

Af www. sunnlenska.is

 

 

Sklráð af Menningar-Staður