Skálholt
Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd kirkjuráðs íslensku þjóðkirkjunnar, eftir tilboðum í gisti- og veitingarekstur í Skálholti. Hið leigða er Skálholtsskóli og einbýlishúsin Sel og Rektorhús. Reksturinn hefur hingað til verið í höndum kirkjunnar fyrir utan tvö sumur fyrir mörgum árum þegar sumarhótel var rekið í skólanum.
Gert er ráð fyrir að leigutakinn hefji starfsemi sína eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Leitað er að aðilum með skjalfesta reynslu af hliðstæðum rekstri og sem hafa yfir að ráða starfsfólki með reynslu og menntun í framleiðslu og framreiðslu á mat, og þekkingu á og reynslu af vinnu við hótelrekstur og skipulagningu ráðstefna og fundarhalda. Vegna laga um Skálholtsskóla og sérstöðu Skálholts sem kirkju-, helgi- og sögustaðar verða ákvæði í leigusamningi um hlutverk og markmið Skálholtsskóla sem þar er tilgreint, segir í auglýsingunni.
Ragnhildur Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri kirkjuráðs, segir að leigutakinn muni ákveða hverskonar starfsemi hann verður með á staðnum en í skilmálum komi fram að hann geri það í samráði við kirkjuráð og vígslubiskup sem eru með forræði yfir staðnum. „Það hefur verið ýmis kirkjuleg starfsemi í Skálholtsskóla, eins og kyrrðardagar, fermingabarnamót og ráðstefnur, og sú starfsemi á að rúmast inni í þessu áfram. Þegar farið verður að semja við leigutaka verða settir ýmsir skilmálar til að hægt sé að sinna kirkjulegu starfi, sem kveðið er á um í lögum, áfram,“ segir Ragnhildur.
Spurð hvort búið sé að taka ákvörðun varðandi framtíð búskapar í Skálholti, en bændurnir í Skálholti bregða fljótlega búi, segir Ragnhildur það ekki vera.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 26. febrúar 2014.
Skráð af Menningar-Staður
Séð til Heklu frá Eyrarbakka.
26. febrúar 2000 - Heklugos hefst
Átjánda Heklugosið á sögulegum tíma hófst kl. 18:18.
Því hafði verið spáð með hálftíma fyrirvara. Gosið stóð til 8. mars.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 26. febrúar 2014 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
Þórdís Eygló Sigurðardóttir.
Vinstri græn í Árborg undirbúa framboð
Þessa dagana eru Vinstri græn í Árborg að vinna að framboðsmálum sínum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Uppstillinganefnd, sem skipuð er Þorsteini Ólafssyni, Margréti Magnúsdóttur og Hilmari Björgvinssyni, hefur auglýst eftir áhugasömu fólki til starfa og fólki til að skipa framboðslistann í vor.
Frestur til að skila inn hugmyndum til uppstillinganefndar er til 5. mars og áætlað er að framboðslistinn verði tilbúinn í byrjun apríl.
Núverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Árborg er Þórdís Eygló Sigurðardóttir.
Af www.dfs.is
Skráð af Menningar-Staður
Félagslundur.
Sauðfjárræktarfélag Gaulverja fundar 26. feb. 2014
Eftir langt hlé verður haldinn fundur í Sauðfjárræktarfélagi
Gaulverja miðvikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:30 í Félagslundi.
Sauðfjárbændur og annað áhugafólk velkomið.
Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi líkar þetta félagsstarf
.
.
Skráð af Menningar-Staður
.
Vefmyndavélin á Rauða - húsinu
á Eyrarbakka
.
.
Mynd dagsins:
Karlakór Selfoss á tónlkeikum í
Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri
þann 3. desember 2006
Skráð af Menningar-Staður
Ungur hjólreiðamaður, Ólafur Bragason, með rætur á Eyrarbakka.
HJólreiðaferðamennska á Suðurlandi
Fimmtudaginn 27. febrúar næstkomandi mun vera haldinn á Selfossi stofnfundur klasa um hjólreiðaferðamennsku á Suðurlandi. Ætlunin er að ná saman þeim aðilum sem áhuga hafa á að koma að uppbyggingu á þessu sviði, bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Einnig mun Björn Jóhannsson frá Ferðamálastofu flytja kynningu á fyrirhugaðri tengingu Íslands við EuroVelo.
Fundurinn verður haldinn í Fjölheimum á Selfossi kl 13, fimmtudaginn 27. febrúar 2014.
Ef af einhverjum ástæðum þið sjáið ykkur ekki fært að koma á Selfoss, þá verður mögulegt að tengjast fundinum í fjarfundarbúnað.
Nánari upplýsingar má fá hjá starfsmanni verkefnisins, Sigrúnu Kapitolu í síma 8617873 eða á bike@sudurland.is
Af www.markadsstofa.is
Hjólreiðar eru vinsælar í Kaupmannahöfn.
Skráð af Menningar-Staður
Séð yfir Kaupmannahöfn
Af höfuðborgum Skandinavíu þá nýtur Kaupmannahöfn langmestrar hylli meðal íslenskra ferðamanna. Mikill munur er á því hvernig Íslendingar dreifast um Noreg, Svíþjóð og Danmörku.
Það eru þrjú flugfélög sem fljúga héðan til Oslóar og verðkannanir Túrista hafa endurtekið sýnt að það kostar minna að fljúga þangað en til Kaupmannahafnar og London. Þrátt fyrir það þá fækkaði gistinóttum Íslendinga í höfuðborg Noregs í fyrra um fimm af hundraði í samanburði við árið á undan samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi.
Íslenskum hótelgestum í Noregi fjölgaði þó um 16 prósent á síðasta ári og aðeins sjötti hver Íslendingur, sem heimsækir Noreg, gistir í höfuðborginni. Í Svíþjóð gistir annar hver Íslendingur í Stokkhólmi og í Danmörku dvelja átta af hverjum tíu íslenskum ferðamönnum á hótelum á Kaupmannahafnarsvæðinu.
Það er flogið til fjögurra flugvalla í Noregi og það kann að vera ástæðan fyrir því að íslenskir ferðalangar dreifast svo víða um landið á meðan þeir halda sig aðallega við höfuðborgirnar í Svíþjóð og Danmörku. En í þeim löndum er aðeins í boði flug til tveggja flugvalla.
Í fyrra voru gistinætur okkar í Kaupmannahöfn 33.512 talsins, 9871 í Stokkhólmi og 5721 í Osló. En allar þessar borgir eru meðal vinsælustu flugleiðanna frá Keflavík.
Af www.turisti.is
Séð yfir Kaupmannahöfn.
Skráð af Menningar-Staður
Aðalfundur FEB Selfossi
Verður haldin að Grænumörk 5 á Selfossi
fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 15:15
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Skýrsla stjórnar
Ársreikningar
Kosning í aðalstjórn
Kosning í varastjórn
Tilnefningar í nefndir
Fáni félagsins
Kaffi í boði hússins.
Önnur mál
Stjórnin
Núverand stjórn 2013
Sigríður J.Guðmundsdóttir formaður
Heiðdís Gunnarsdóttir varaformaður
Einar Jónsson gjaldkeri
Arnheiður Jónsdóttir ritari
Jósefína Friðriksdóttir meðstjórnandi
Varastjórn
Árni Erlendsson
Óli Þ.Guðbjartsson
.
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Félagsfundurinn hefst kl. 10 í Víkingaheimum og stendur til hádegis. Eftir hádegisverð er farið í skoðunarferð í boði Reykjanesbæjar og máling hefst síðan kl. 16:00. Yfirskrift þess er: "Grunnur og efling söguferðaþjónustu á Suðurnesjum". Málþingið stendur til kl. 17:50 og um kvöldið er kvöldverður og skemmtun. Daginn eftir, 1. mars, verður svo félagsfundi fram haldið kl. 9:00.
Skráning og gisting
Skráning fer fram hjá Rögnvaldi Guðmundssyni formanni samtakanna á netfangið rognv@hi.is eða síma 693 2915. Taka þarf fram hvort ætlunin sé að þiggja tilboð á Hótel Keflavík (gistingu og/eða máltíðir).
Hótel Keflavík (www.kef.is) býður félagsmönnum eftirfarandi:
- Eins manns herbergi 10.800 kr á mann með morgunverði
- Tveggja manna herbergi 12.800 kr á mann með morgunverði (aukanótt með morgunverði á 8.800 kr fyrir eins manns og 10.800 fyrir tveggja mann herbergi)
- Tveggja rétta kvöldverður 28. feb. 4.800 kr
- Hádegisverður 1. mars 1.800 kr
Auk þess verður hádegisverður í Víkingaheimum 28. feb. á um 2.000 kr
Allur pakkinn því á um 19.000 kr á mann í eins manns herbergi og um 15.000 kr í tveggja manna herbergi.
Af www.ferdamalastofa.is
.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is