Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Febrúar

25.02.2014 06:56

Umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala

Landspítali

Landspítalinn í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

Umsækjendur um stöðu forstjóra Landspítala

 

Fjórir sóttu um stöðu forstjóra Landspítala sem auglýst var laus til umsóknar í lok janúar síðastliðinn. Hæfni umsækjenda verður metin af þriggja manna nefnd sem skipuð er af heilbrigðisráðherra samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu.

Ráðherra skipar í stöðuna til fimm ára í senn frá 1. apríl 2014. 

Umsóknarfrestur rann út 21. febrúar. Umsækjendur eru:

  • Heimir Guðmundsson
  • Lýður Árnason
  • Páll Matthíasson
  • Sveinn Ívar Sigríksson

    Af www.stjornarrad.is
  • Meðal umsækjenda er Lýður Árnason.

Skráð af Menningar-Staður

25.02.2014 06:51

Styrkir til nýsköpunarverkefna - umsóknarfrestur til 28. febr. 2014

Átak til atvinnusköpunar

 

Styrkir til nýsköpunarverkefna – umsóknarfrestur til 28. febr. 2014

 

Atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átak til atvinnusköpunar. Átakið veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.

Umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 28. febrúar 2014

Hér eru nánari upplýsingar.

Af www.sass.is

 

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 23:03

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá

Við Ölfusá.

.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í dag upp að Ölfusá við Selfoss og síðan á Stokkseyri á heimleið.

 

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð. http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258006/

 

Nokkrar myndir hér:

Siggeir Ingólfsson og Eiríkur Harðarson.

.

F.v.: Unnsteinn Einarsson, Árni Leósson, Björn Ingi Bjarnaosn og Hjalti Helgason.

.

Siggeir Ingólfsson og Þórður Ingi Magnússon  tengdasonur Eyrarbakka.

.

Þórður Sigurðsson og Siggeir Ingólfsson.

.

Jórunn Erla Ingimundardóttir og Siggeir Ingólfsson.

.

Siggeir Ingólfsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson.

.

Siggeir Ingólfsson og Ólafur Ragnarsson.

.

Í Húsasmiðjunni á Selfossi.

.

F.v.: Einar Ingi Magnússon Elfar Guðni Þórðarson og Siggeir Ingólfsson.

.

Elfar Guðni Þórðarson.

.

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 19:19

Lúðrasveit Þorlákshafnar með tónleika í Hörpu annað kvöld - 25. feb. 2014

Hluti meðlima LÞ í gervi hinna ýmsu karaktera kvikmyndanna.

 

Lúðrasveit Þorlákshafnar með tónleika í Hörpu annað kvöld - 25. feb. 2014

 

Annað kvöld mun Lúðrasveit Þorlákshafnar halda glæsilega tónleika fyrir alla fjölskylduna í tónlistarhúsi allra landsmanna, Hörpu.

Þema tónleikanna verður kvikmyndatónlist úr öllum áttum og mun meðal annars syrpa af lögum úr íslenskum kvikmyndum verða frumflutt. Syrpan var sérstaklega útsett fyrir Lúðrasveit Þorlákshafnar að því tilefni að í febrúar eru 30 ár síðan fyrsta æfing sveitarinnar var haldin, en lúðrasveitin hefur aldrei verið stærri en nú, með 45 virkum meðlimum. Kynnir verður Halldór Gunnar Pálsson, stjórnandi Fjallabræðra, en hann mun sýna á sér nýjar hliðar á tónleikunum.

Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasal Hörpu og hefjast klukkan 20:00. Miðasala á tónleikana gengur vel en hægt er að tryggja sér miða á midi.is með því að smella hér.

Enn einn stórviðburður Lúðrasveitar Þorlákshafnar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Af www.hafnarfrettir.is

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 10:46

Vesturbúðin á Eyrarbakka á verðlaunamynd

 

Vesturbúðin á Eyrarbakka á verðlaunamynd

 

Auglýsingastofurnar ENNEMM og Janúar markaðshús fengu flest verðlaun, eða fjóra Lúðra hvor, á hinni árlegu Íslensku markaðsverðlaunahátíð, Lúðrinum, sem fram fór í Hörpu í gærkvöldi. Auglýsingastofan Brandenburg kom næst með þrjá Lúðra og H:N Markaðssamskipti og Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki hlutu tvo hvor. Jónsson og Le?macks fékk einn Lúður.

 

Janúar markaðshús fékk Lúðurinn fyrir bestu auglýsingaherferðina, sem yfirleitt eru talin ein af eftirsóttustu verðlaununum, fyrir herferðina "Takk fyrir Malt" sem var unnin fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Kvikmyndaða auglýsingin sem Janúar gerði fyrir Ölgerðina um þennan vinsæla drykk fékk einnig Lúðurinn í þeim flokki.

 

ENNEMM hlaut Lúðurinn fyrir bestu prentuðu auglýsinguna, "Við vitum að allt getur gerst", sem var unnin fyrir VÍS. 

 

Stofan H:N Markaðssamskipti var verðlaunuð fyrir árangursríkustu auglýsingu ársins, "Betri en þú", sem var unnin fyrir Markaðsráð kindakjöts.

 

Lúðurinn er á hverju ári veittur í fimmtán flokkum þar sem auglýsingar sem hafa skarað fram úr á árinu eru verðlaunaðar. Það sem ræður úrslitum er hversu frumleg, snjöll og skapandi hugmyndin er og svo hversu vel hún er útfærð.

 

Þetta var í tuttugasta og áttunda skipti sem Lúðurinn var haldinn en keppnin er opin öllum sem stunda gerð auglýsinga á Íslandi eða dreifa þeim.

 

ÍMARK, Samtök íslensks markaðsfólks, stendur fyrir viðburðinum í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Tilgangur Lúðursins er að vekja athygli á vel gerðu auglýsingaefni og veita aðstandendum þess verðskuldaða athygli.

Fréttablaðið greinir frá.

  

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 09:17

Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014

Ásta Stefánsdóttir.

 

Helstu framkvæmdir á vegum Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014

 

Á árinu 2014 áætlar Sveitarfélagið Árborg að verja um 900 milljónum króna til framkvæmda og fjárfestinga. Stærstu einstöku fjárfestingaverkefnin eru í fráveitu, gerð hreinsistöðvar og vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. Önnur verkefni eru fjölmörg og misjafnlega kostnaðarsöm, en ótvírætt er að verkefni þessi munu hafa jákvæð áhrif á framboð atvinnu við framkvæmdir af ýmsu tagi á svæðinu.  

 

Hér er yfirlit yfir helstu fjárfestingar sem eru á áætlun ársins 2014:

 

Viðhald á fasteignum

Talsvert átak verður gert í viðgerðum á þökum á hinum ýmsu fasteignum sveitarfélagsins. Þannig verður unnið að endurnýjun á þaki Sundhallar Selfoss, Hrísholts 8, Bifrastar og Valhallar við Tryggvagötu, skólahúsnæðis á Eyrarbakka, Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka og samkomuhússins Staðar á Eyrarbakka, auk þess sem byggt verður yfir svonefnda útigarða í Vallaskóla. Unnið verður að viðhaldi eldra skólahúsnæðis á Stokkseyri og lögnum í Vallaskóla. Sett verður nýtt gólfefni á íþróttahúsið á Stokkseyri og brunaviðvörunarkerfi komið fyrir. Unnið verður að viðhaldi í leikskólanum á Stokkseyri og Sunnulækjarskóla. Alls er áætlað að verja til þessara viðhaldsverkefna, sem teljast til fjárfestinga í bókhaldi sveitarfélagsins um 75 mkr, að auki er gert ráð fyrir að til viðhalds fasteigna sem fellur undir rekstrarkostnað í bókhaldi verði varið 114 mkr.

 

Lóðir og opin svæði

Unnið verður að endurbótum á leikskólalóðum, skólalóðum Vallaskóla og Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, og lóð Sandvíkurseturs fyrir alls um 48 mkr.   Um 10 mkr verður varið til frágangs opinna svæða víðs vegar í sveitarfélaginu. Unnið verður að endurbótum á íþróttavellinum við Engjaveg og útbúinn nýr æfingavöllur.

 

Nýframkvæmdir vegna fasteigna

Eins og að framan er getið verður ráðist í viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og eru áætlaðar 110 mkr í það verkefni á árinu 2014. Þá er gert ráð fyrir að gert verði milligólf í hluta miðrýmis Sunnulækjarskóla til að auka við kennslurými, en að jafnframt verði hafist handa við undirbúning að viðbyggingu við skólann. Til þessara verkefna eru áætlaðar 56 mkr.

 

Fráveita

Alls er gert ráð fyrir fjárfestingum tengdum fráveitu fyrir 230 mkr, þar af til hreinsistöðvar 200 mkr. Einnig verður unnið að endurbótum fráveitu í Kirkjuvegi og hafinn undirbúningur að endurnýjun lagna frá Rauðholti.

 

Vatnsveita

Framkvæmdir í vatnsveitu eru áætlaðar fyrir rúmar 50 mkr, þar verður unnið að árlegum verkefnum við að skipta út eldri járnlögnum, auk þess sem lagnir verða endurnýjaðar í Kirkjuvegi og haldið áfram vatnsöflun og rannsóknarborunum við Ingólfsfjall.

 

Selfossveitur, hitaveita

Selfossveitur munu framkvæma fyrir um 130 mkr, er þar m.a. um að ræða virkjun borholu í Þorleifskoti og við Ósabotna, en  borun í Ósabotnum á árinu 2013 skilaði talsverðu magni af heitu vatni sem bætir verulega stöðu veitnanna hvað vatnsöflun varðar. Unnið verður að endurnýjun á miðlunartanki og lagfæringum á aðstöðu Selfossveitna að Austurvegi 67. Um 11 mkr verður varið til stækkunar dreifikerfis, en hitaveita verður lögð að húsum norðan við Eyrarbakka. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að fjölga þeim íbúðarhúsum sem tengjast hitaveitu og er umrædd lögn liður í því verkefni.

 

Gatnagerð

Unnið verður að endurbótum á Kirkjuvegi frá Engjavegi að Fossheiði og á Merkisteinsvöllum á Eyrarbakka. Lögð verður klæðning á Hellismýri og gengið frá yfirborði vegar að Austurvegi 21, 21b og 21c. Gerð verður breyting á aðkomu að skólamannvirkjum við Tryggvagötu auk þess sem fé verður varið til vegagerðar í Hellisskógi.

 

Göngustígar

Áfram verður haldið endurnýjun göngustíga líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Að auki verður haldið áfram lagningu svonefnds Fjörustígs á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þá verður lagður göngustígur við hverfin Gráhellu og Austurbyggð og er áætlað að verja um 52  mkr í þessi verkefni á árinu. Áfram verður haldið verkefni við endurnýjun gangstétta á Eyrarbakka og gert við gangstéttar víða í sveitarfélaginu fyrir um 11 mkr.

 

Ýmis verkefni

Um 2,5 mkr verður varið til kaupa og uppsetningar á biðskýlum fyrir farþega strætó. Unnið verður að endurnýjun á gatnalýsingu, auk þess sem lýsing verður sett upp við reiðhöllina á Selfossi og fjármunum varið til að setja upp aðvörunarljós við öryggissvæði flugbrautar á Selfossflugvelli. Einnig verður unnið að endurbótum á gámasvæði sveitarfélagsins. Áfram verður haldið uppsetningu eftirlitsmyndavéla við byggðarkjarna sveitarfélagsins. Um 6 mkr verður varið til endurbóta á tjaldsvæðum sveitarfélagsins. Þá verða keyptir lausafjármunir fyrir Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, hjólabrettasvæði, íþróttavallarsvæðið við Engjaveg og íþróttahúsið Baulu, auk endurnýjunar bíla og sláttuvéla, alls um 26 mkr.  Fjármunum verður varið til að hefja undirbúningsvinnu að endurnýjun húsnæðis vegna búsetuúrræða fyrir fatlaða og hafin vinna við undirbúning breytinga á húsnæði fyrir eldri borgara að Grænumörk, Selfossi.

 

Ásta Stefánsdóttir,

framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

 

Framkvæmdir verða við Merkisteinsvelli á Eyrarbakka.
Þar var í nokkrar vikur í vetur hið besta eggslétta náttúrulega slitlag.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 07:36

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

.

Vefmyndavélin á Rauða - húsinu 

á Eyrarbakka

.

 


.

.

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 06:56

Líkur á framboði Bjartrar framtíðar í Árborg

image

Heiða Kristín Helgadóttir

 

Líkur á framboði Bjartrar framtíðar í Árborg

 

„Það eru talsvert góðar líkur á þvi´,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, aðspurð um framboð flokksins í sveitarstjórnarkosningum í  Árborg hinn 31. maí 2014.

Flokkurinn hélt kynningarfund á Selfossi fyrir skömmu þar sem ákveðið var að stofna formlegt félag og mynda hóp sem vinna mun að undirbúningi framboðs.

„Við hyggjumst hittast aftur í byrjun mars í þeim tilgangi að halda áfram með málið,“ segir hún. Heiða Kristín segir að í framhaldinu verði leitað eftir áhugasömum einstaklingum til að bjóða sig fram undir merkjum flokksins. Engin nöfn hafa verið nefnd í því sambandi ennþá.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 06:49

Fjöruverðlaunin 2014

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

F.v.: Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, Lani Yamamoto og Arna Harðardóttir, sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar, Guðnýjar Hallgrímsdóttur. Þær voru að vonum allar sigursælar við afhendinguna.

 

Fjöruverðlaunin 2014

 

Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir og Lani Yamamoto hlutu Fjöruverðlaunin 2014, bókmenntaverðlaun kvenna, sem afhent voru í áttunda sinn við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær.

Þórunn hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Stúlku með maga - skáldættarsögu sem JPV gaf út. Guðný hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu sem Háskólaútgáfan gaf út. Lani hlaut verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir Stínu stórusæng sem Crymogea gaf út.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 24. febrúar 2014

 

Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Guðni Ágústsson í Húsinu á Eyrarbakka fyrir síðustu jól.

Skráð af Menningar-Staður

24.02.2014 06:17

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Egilsson

Sveinbjörn Egilsson.

 

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Egilsson

 

Sveinbjörn Egilsson, rektor og skáld, fæddist 24. febrúar 1791 í Innri-Njarðvík í Gullbringusýslu. Foreldrar hans voru Egill Sveinbjarnarson, bóndi og hreppstjóri í Innri-Njarðvík, og k.h. Guðrún Oddsdóttir. Egill var ekki af miklum ættum en var þó efnaður og sendi son sinn í fóstur til Magnúsar Stephensen konferensráðs. Sveinbjörn gekk aldrei í Latínuskólann en lærði hjá Magnúsi og ýmsum öðrum og varð stúdent úr heimaskóla Árna Helgasonar árið 1810.

 

Sveinbjörn komst ekki í háskóla strax vegna ófriðar, en hóf 1814 guðfræðinám við Hafnarháskóla, sem hann lauk árið 1819. Við komu sína aftur til Íslands fékk hann kennarastöðu við Bessastaðaskóla, en þegar skólinn flutti til Reykjavíkur var hann gerður rektor. Hann var því fyrsti rektor Lærða skólans í Reykjavík. Aðalkennslugrein hans var forngríska. Hann var árið 1843 sæmdur doktorsnafnbót í guðfræði af háskólanum í Breslau, en sú borg er nú í Póllandi og heitir Wroclaw. Hann var einn af stofnendum Fornfræðafélagsins og aðalstarfsmaður þess.

Sveinbjörn orti bæði á íslensku og latínu en þekktastur er hann fyrir þýðingar sínar á Ódysseifs- og Ilíonskviðu. Hann þýddi ritið Menón eftir Platón, vann að Biblíuþýðingum og þýddi líka Íslendingasögurnar á latínu.

 

Sveinbjörn var viðriðinn pereatið svokallaða sem var framlag Íslendinga til byltingasögu 19. aldarinnar í Evrópu. Forsagan var sú að hann vildi þröngva skólapiltum til að ganga í bindindisfélag skólans. Þeir gengu þó flestir fljótlega úr félaginu. Sveinbjörn var ósáttur við það og flutti þeim harða skammarræðu í byrjun árs 1850. Skólapiltar brugðust við með því að heimsækja rektor og hrópa pereat, sem þýðir niður með hann! Hann lét ári síðar af störfum.

Sveinbjörn var giftur Helgu Gröndal, dóttur Benedikts Gröndals yfirréttardómara. Meðal barna þeirra var Benedikt Gröndal skáld.

Sveinbjörn lést 17. ágúst 1852

Morgunblaðið mánudagurinn 24. febrúar 2014 - Merkir Íslendingar.


Skráð af Menningar-Staður