Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Febrúar

21.02.2014 07:14

Vill kanna stórskipahöfn í Þorlákshöfn

Unnur Brá Konráðsdóttir

Unnur Brá Konráðsdóttir

 

Vill kanna stórskipahöfn í Þorlákshöfn

 

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að skora á innanríkisráðherra að fela Vegagerðinni að hefja nú þegar undirbúning að hönnun og stækkun Þorlákshafnar.

Í greinargerð með tillögunni segir að fyrirhuguð sé mikil uppbygging í Þorlákshöfn á næstu árum á sviði iðnaðar; stóriðju og matvælaiðnaðar. Við uppbygginguna verði lögð áhersla á að nýta auðlindir og aðstöðu sem er til staðar, með áherslu á iðnað. Einnig geti byggst upp umskipunarhöfn fyrir vörur á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Morgunblaðið föstudagurinn 21. febrúar 2014

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

20.02.2014 22:50

Undrast framlag til Ingólfs

Ingólfur skrapp niður á Eyrarbakka síðasta haust til þess að leika í kvikmynd en hefur nú vetursetu í Sandvíkurhreppi. sunnlenska.is/BIB

 

Undrast framlag til Ingólfs

 

Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúar S-lista í Árborg, undrast það að sveitarfélagið fái fimm milljón króna styrk frá Minjastofnun vegna hússins Ingólfs, sem er í einkaeigu.

Eins og Sunnlenska greindi frá á dögunum ákvað Minjastofnun Íslands í samráði við forsætisráðuneytið að ráðast í átaksverkefni sem felur í sér atvinnuskapandi húsafriðunarverkefni um land allt. Á Suðurlandi verður ráðist í nokkur verkefni og eitt þeirra er að gera sökkul undir húsið Ingólf á Selfossi og flytja það á sinn stað í miðbænum. 

Málið var rætt á bæjarstjórnarfundi í gær og þar sögðust Arna og Eggert fagna því að framlög frá ríkinu komi til sveitarfélagsins. Um leið lýstu þau undrun sinni á styrkveitingu til sveitarfélagsins, undirritaðri af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, til uppbyggingar og flutnings á húsinu Ingólfi sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið lögð fram formleg umsókn vegna verkefnisins af hálfu sveitarfélagsins, enda umrætt hús í einkaeigu.
 
„Það hlýtur að vera afar sérstakt að sveitarfélag fái úthlutað óumbeðnum styrk að upphæð 5 milljónir króna til uppbyggingar á húsi í eigu einkaaðila,“ segir í bókun Örnu og Eggerts.

Af www.sunnlenska.is
 
.
.
.
.
 
 
 
Skráð af Menningar-Staður

20.02.2014 07:07

Gæslan úr hlýlegu koti í höll?

Ásmundur við afturbrennarann á herþotu í flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli. „Fínn brennari í að svíða nokkra sviðahausa,“ segir þingmaðurinn.

 

Gæslan úr hlýlegu koti í höll?

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður var á dögunum ásamt fleirum í flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli að kynna sér verkefnið Iceland Air Meet ásamt fleiri þingmönnum. Ásmundur setti nokkrar myndir úr heimsókn sinni í flugskýlið á fésbókarsíðu sína og segir þar að flugskýlið taki léttilega eina stóra farþegaþotu, 2 þyrlur og 8 herþotur.

„Svo er verið að liggja á þingsályktun um að flytja Gæsluna til Keflavíkurflugvallar. Flutningur frá Reykjavík er eins og að flytja úr hlýlegu koti í höll. Hver er andstæður því?,“ spyr þingmaðurinn.

 

Af www.vf.is

 

Skráð af Menningar-Staður

20.02.2014 07:00

Stórtónleikar í Grindavík 22. mars 2014

 

Stórtónleikar í Grindavík 22. mars 2014

 

 Jónas Sig, Fjallabræður og Lúðrasveita Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

 

Í ár fagnar Grindavík 40 ára kaupstaðarafmæli og verður haldið upp á það með ýmsum hætti allt árið. Liður í hátíðarhöldunum er Menningarvika Grindavíkur sem haldin verður í sjötta sinn dagana 15. - 22. mars nk. en hún verður einstaklega viðamikil að þessu sinni í tilefni stórafmælisins.

Hápunktur Menningarvikunnar verða stórtónleikar í Íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars kl. 20:30 þar sem hinir alkunnu Fjallabræður og hinn geðþekki Jónas Sig munu flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

Þessir aðilar eru ekki með öllu ókunnugir hver öðrum, enda hefur samstarf þessara tónlistarhópa að undanförnu skilað mikilli gleði og ánægju jafnt til flytjenda sem og áhorfenda.

Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður eiga sameiginlega sögu frá því þeir hittust fyrst 2010 á Þjóðhátið. Þjóðhátíðarlagið 2012 „Þar sem hjartað slær" þekkja flestir, en það er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni stjórnanda Fjallabræðra og flutt af Kórnum og Lúðrasveitinni. Þá hafa þessir aðilar haldið sameiginlega tónleika í Reykjavík, Ísafirði og nú síðast á goslokahátíð í Vesmannaeyjum þar sem um 1700 manns skemmtu sér hið besta.

Lúðrasveit Þorlákshafnar og Jónas Sig hafa átt í afar farsælu sambandi enda Jónas sjálfur frá Þorlákshöfn og hóf þar sinn tónlistarferil sem bassatrommuleikari hjá Róberti Darling stjórnanda Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Saman gáfu Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar út diskinn „Þar sem himinn ber við haf" og voru í framhaldi af því með tónleikaröð í Þorlákshöfn og á Borgarfirði Eystri.

Skemmst er frá því að segja að uppselt hefur verið á alla viðburði sem þessir hópar hafa haldið saman og lætur nærri að um 10.000 manns hafi sótt viðburði þessa. Auk þess hafa afurðir hópanna vermt efstu sæti vinældarlista útvarpsstöðva.

Þessi viðburður er sérstaklega settur saman fyrir afmæli Grindavíkurkaupstaðar. Þessir aðilar hafa ekki komið saman á þennan hátt áður og verður hér um einstakan viðburð að ræða þar sem blandað verður saman þvi besta sem þeir hafa fram að færa. Þarna munu saman koma hópar frá sjávarplássunum Flateyri, Þorlákshöfn og Vestmannaeyjum í sjávarplássinu Grindavík. Eins og öllum er kunnugt sem á annað borð þekkja til þessara sjávarplássa, þá eru náttúruöflin kröftug og það sama má segja um fólkið sem þar býr og því er óhætt að lofa kraftmiklum og stórskemmtilegum tónleikum sem enginn má láta framhjá sér fara!

Miðasala hefst laugardaginn 22. febrúar í sjoppunni Aðal-braut, Víkurbraut 31, Grindavík. Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. Stefnan er að fylla íþróttahúsið í Grindavík.

Af www.vf.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

 

20.02.2014 06:22

Merkir Íslendingar- Louisa Matthíasdóttir

Louisa Matthíasdóttir


Merkir Íslendingar - Louisa Matthíasdóttir

 

Louisa Matthíasdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1917. Foreldrar hennar voru Matthías Einarsson yfirlæknir og k.h., Ellen Matthíasdóttir, systir Haralds, föður Matthíasar Johannessen, skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra, og afa Haraldar Johannessen Morgunblaðsritstjóra.

Matthías yfirlæknir var sonur Einars Pálssonar, spítalahaldara og verslunarmanns á Akureyri, bróðir Kristínar, húsfreyju á Hraunum í Fljótum, móður Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjórans í Reykjavík.

Louisa ólst upp í Höfða sem nú er móttökuhús borgarstjórnar, en þar átti fjölskylda hennar heima til 1938. Louisa gekk í Landakotsskóla, lærði auglýsingateiknun og skreytingarlist í Kaupmannahöfn í þrjú ár, kom heim 1937 en var síðasta millistríðsveturinn við listnám hjá Gromaire í París, samtímis Nínu Tryggvadóttur.

Louisa fór til New York 1942, stundaði myndlistarnám hjá Hoffmann í Greenwich Village, kynntist þar manni sínum, Leland Bell myndlistarmanni, og var búsett í New York eftir það.

Louisa fylkti sér ung í hóp framsækinna myndlistarmanna, varð fljótlega kunn í hópi New York-málara sem kenndir eru við figúratífa málverkið og er í hópi víðfrægustu og virtustu málara þjóðarinnar. Myndefni hennar er áberandi íslenskt og hafði hún sérstak dálæti á íslensku sauðkindinni. Þá málaði hún oft götumyndir frá gömlu Reykjavík, gjarnan niður afhallandi þvergötur á Vesturgötu eða Laugaveg með útsýn til norðurs. Í íslenskum umhverfismyndum hennar nýtur sín sérstaklega hin harða og gagnsæja íslenska birta.

Louisa og Nína sóttu mikið til Erlendar í Unuhúsi eftir Parísarveturinn og kynntust þar m.a. Steini Steinar.

Louisa og Steinn voru góðir vinir og bendir margt til þess að hún hafi verið stóra ástin í lífi hans.

Louisa lést 26. febrúar 2000.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 20. febrúar 2014 - Merkir Íslendingar


Höfði í Reykjavík.

Listaverkið við Höfða í Reykjavík er - Öndvegissúlur- eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.


Skráð af Menningar-Staður

19.02.2014 22:29

Ljóð dagsins

Kristján Runólfsson.

Ljóð dagsins

 

Endalaust er æviþráður spunninn,

ýmsir lifa þó við kjörin hörð,

en góðverkin sem aldrei voru unnin,

er yfirsjónin mesta á jörð


Kristján Runólfsson
Skagfirðingur og Eyrbekkingur í Hveragerði

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.02.2014 11:25

Afmælisfagnaður Vitringa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Eyþór Atli Finnsson og Elín Ósk Hölludóttir.

 

Afmælisfagnaður Vitringa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka


Vitringar komu  saman í morgun til reglubundins spjall- og stefnumótunarfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

Fundurinn var að stórum hluta hátíðarfundur vegna eins árs afmælis  „sögu- frétta- og mannlífs vefsins – menningarstadur.123.is- sem fór í loftið þann 19. febrúar 2013.

Upphafið var einmitt  heimsóknar- og fréttakveðja frá Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni, í Vesturbúðina og Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka eins og sjá má hér aðeins néðar á síðunni.

 

Vefurinn –menningarstadur.123.is


*Er orðinn þriðji mest skoðaði vefurinn á Suðurlandi


* Á fyrsta árinu komu 1.202 fréttir –

  • sem eru 100 fréttir á mánuði
  • sem eru 3.3 fréttir á dag
  • í myndasöfnum á vefnum eru um 3.500 myndir

 

Menningar-Staður færði afmælissamkomuna í morgun til myndar.
Myndaalbúm er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/257835/Nokkrar myndir hér:

 

F.v.: Trausti Sigurðsson, Björn Hilmarsson, Ingólfur Hjálmarsson, Finnur Kristjánsson, Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson. 

.

Reynir Jóhannsson.

.

F.v.: Björn Hilmarsson og séra Sveinn Valgeirsson.

.

F.v.: Eyþór Atli Finnsson, Finnur Kristjánsson, Gísli Kristjánsson og Trausti Sigurðsson.

.

Úti: Finnur Kristjánsson og Siggeir Ingólfsson.
Inni: Trausti Sigurðsson og Björn Hilmarsson.

.

Skráð af Menningar-Staður

19.02.2014 09:01

Söguleg langferð í bíl 1904

Thomsens-bíllinn á ferð sinni á Eyrarbakka 16. júlí 1904.

Thomsens-bíllinn á ferð sinni á Eyrarbakka 16. júlí 1904.mbl.is/Agnes Lund

 

Söguleg langferð á bíl 1904

 

Frásögn af fyrstu langferðinni á fyrsta bílnum á Íslandi, Thomsens-bílnum, fannst nýlega í Danmörku.

Keyrt var til Stokkseyrar og Eyrarbakka í júlí 1904 og er óhætt að segja að ferðasagan sé athyglisverð í ljósi nútímasamgangna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ditlev Thomsen flutti fyrsta bílinn til Íslands í júní 1904 og fór í þetta ferðalag skömmu síðar, hinn 15. júlí 1904.

Af www.mbl.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.02.2014 06:28

Vefurinnn www.menningarstadur.123.is er eins árs í dag 19. febrúar 2014

Mennirnir á bakvið -vefinnn - Menningarstaður-
F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.


 

Vefurinn www.menningarstadur.123.is er eins árs

í dag 19. febrúar 2014

Fyrsta fréttin á vefnum þann 19. febrúar 2013 var þessi sem hér er birta aftur í tilefni eins árs afmælisins

 

Frá Eyrarbakka 19. febrúar 2013

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Það er alveg ótrúlega gaman að stoppa í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. Þar eru þau systkin frá Svalbarða í Eyjum, Snjólaug og Finnur sem rekur búðina. Skemmtilegir karlar og konur mæta í morgunkaffi og stemmningin er alltaf góð. Björn Ingi tók myndirnar en hann er einn helsti menningarvitinn á svæðinu enda Önfirðingur og Hrútavinur.

Staður á Eyrarbakka er að verða menningarmiðstöð undir stjórn Siggeirs Ingólfs. Staðsetningin við ströndina og útsýnið yfir fjöruna, gamla hafnargarðinn og fallegu húsin á Bakkanum er einstök. Skarfurinn sestur að á gamla hafnargarðinum og þurrkar fjaðrir og vængi er eins og herðatré í hóp. Stórbrotið hafið sýndi gestinum í dag blíðu sem eins og í hendingskasti breytist í ólgandi suðupott. Öldurnar skella þá á gamla garðinn og mynda risafoss þegar öldulöðrið fellur á ný í sjóinn. Staður á Eyrarbakka er vel varðveitt leyndarmál sem ferðamenn ættu að líta eftir og sjá hvað þar er í boði.

 

Takk fyrir mig kæru vinir.

Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Finnur Kristjánsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Fermingarsystkinin úr Vestmannaeyjum Ásmundur Friðriksson og Snjólaug Kristjánsdóttir.

 

 

F.v.: Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson og Már Michelsen.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ragnar Emilsson, Rúnar Eiríksson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir, Kjartan Helgason og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Sigurjón Pálsson. 

 

 

F.v.: Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir,  Rúnar Eiríksson, Sigurjón Pálsson og Ásmundur Friðriksson.

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Lýður Pálsson.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Júlía Björnsdóttir og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Rúnar Eiríksson og Gunnar Olsen.

 

 

F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Finnur Kristjánsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson og Atli Guðmundsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Júlía Björnsdóttir.

 

 

 

Útsýnið af svölunum á Menningar-Stað....Félagsheimilinu á Eyrarbakka.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Siggeir Ingólfsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson.

.

 

 

F.v.: Elín Ósk Hölludóttir og Júlía Björnsdóttir.

.

Skráð af: Menningar-Staður

 

18.02.2014 21:42

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu

Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu

 

Kæru samstarfsaðilar

Samtal um framtíð og samvinnu í markaðssetningu, fimmtudaginn 20. febrúar 2014

Íslandsstofa og Markaðsstofa Suðurlands boða til samtals aðila í ferðaþjónustu og tengdra hagsmunaaðila. Á fundinum er ætlunin að ræða möguleika á að stilla enn frekar saman strengi í markaðssetningu landshluta og á landsvísu. Hvaða árangri viljum við ná í ferðaþjónustunni í framtíðinni og hvað er árangur í okkar huga? Hvernig getum við unnið betur saman og nýtt okkur þá markaðssetningu sem fer fram?

 

Á fundinum verða Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.

Fundarstjóri er Ásborg Ósk Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í Uppsveitum Árnessýslu.

 

Fundarstaðir eru:

Héraðsskólinn á Laugarvatni frá kl. 09.00-12.00

Árhús Hellu kl. 14.00-17.00

Vonumst til þess að sjá sem flesta. Skráning fer fram hjá Markaðsstofu Suðurlands í netfangið: south@south.is

 

Bestu kveðjur

Davíð og Ragnhildur

Markaðsstofu Suðurlands