Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Febrúar

11.02.2014 08:45

Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2014

Bláklukka

Bláklukka

Ljósmynd: Hugi Ólafsson.

 

Úthlutun styrkja til verkefna og rekstrar 2014

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. 

Frá árinu 2012 hefur Alþingi ákvarðað umfang verkefnastyrkja til einstakra málaflokka og verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum. Þá hefur umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins.

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 39,1 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam tæplega 155 milljónum króna. Alls námu umsóknir félagasamtaka um rekstrarstyrki 27,5 milljónum króna en til úthlutunar voru 13,4 milljónir.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2014:

Verkefnastyrkir:

Blái herinn Hreinn ávinningur 2014 1.200.000
Djúpavogshreppur Teigarhorn          2.550.000
Eldvötn-samtök um náttúruvernd Einstök náttúra Skaftárhrepps            250.000
Eyjafjarðarsveit Eyðing skógarkerfils í Eyjafjarðarsveit 750.000
Fenúr Aðalfundur ISWA 2014             150.000
Félag umhverfisfræðinga á Íslandi Hádegisfyrirlestrar, fundir og málþing 400.000
Fjórðungssamband Vestfirðinga Umhverfisvottun Vestfjarða, heimasíðugerð 500.000
Framkvæmdaráð Snæfells Umhverfisvottun sveitarfélaga með hliðsjón af reynslu Snæfellinga 1.500.000
Framtíðarlandið     Náttúrukortið 500.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands   Heimasíðan www.fuglar.is - afmælisrit 310.000
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands   Fuglatalningar og -merkingar    1.000.000
Fuglaverndarfélag Íslands Vorverkefni fyrir fimmtu bekkinga: Börn og fuglar 700.000
Fuglaverndarfélag Íslands Ráðstefna: vinnuheiti: mófuglar og búsvæði þeirra 190.000
Fuglaverndarfélag Íslands Utgáfa fræðsluvefs yfir mikilvæg fuglahafsvæði við Íslandsstrendur 600.000
Fuglaverndarfélag Íslands Samstarfsfundur með aðildarfélögum BirdLife í Evrópu 150.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Vistvangur; Náttúrugæði af mannavöldum við Kleifarvatn og í Krýsuvík 800.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs LAND-NÁM; Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni 800.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólum til framtíðar 2014 - Virkir vegfarendur; ráðstefna 300.000
IceIAQ, samtök um loftgæði innandyra Spread the word : IAQ matters! 600.000
Kirkjubæjarstofa  Örnefnaarfur 2 - rafræn skráning  örnefna           700.000
Landssamtök skógareigenda Úrvinnsla á grisjunarvið úr skógum        1.500.000
Landssamtök skógareigenda Starfsmaður Landssamtaka skógareigenda         2.000.000
Landvernd Bláfánaverkefni 1.500.000
Landvernd Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi   1.000.000
Landvernd   Þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum 2.800.000
Melrakkasetur Íslands ehf Mat á þéttleika óðala og vöktun í friðlandinu á Hornströndum               1.800.000
MND félagið á Íslandi Aðgengi að lífinu 1.500.000
Náttúran er ehf Húsið, leikir og endurvinnsla fyrir börn 1.500.000
Náttúran er ehf. Endurvinnslukort á vef og app 500.000
Náttúrusetur á Húsabakka Friðland fuglanna á Húsabakka 1.800.000
Náttúruverndarsamtök Íslands Námsskeið fyrir fulltrúa umhverfis- og náttúruverndarsamtaka 500.000
Norræna húsið Endurbætur á friðlandinu í Vatnsmýri 500.000
Reykjanes jarðvangur Reykjanes jarðvangur í erlendu samstarfi 200.000
Sesseljuhús Umhverfissetur Áframhaldandi þróun umhverfismála á Sólheimum 1.800.000
Skotveiðifélag Íslands Nordisk Jager samvirke 100.000
Skotveiðifélag Íslands Rjúpnatalningar - vortalning á körrum 350.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur 1.800.000
Skógræktarfélag Íslands Þátttaka í fundi European Forest Network í Knockomie 200.000
Skógræktarfélag Íslands Uppsetning upplýsingaskiltis í Brynjudal í Hvalfirði. 500.000
Skógræktarfélag Rangæinga  Gerð áningastaða og gönguleiða um svæðið á Gaddastöðum. 500.000
Umhverfishópur Stykkishólms Tilraunaverkefni um burðarplastpokalaust sveitarfélag 1.650.000
Ungir umhverfissinnar Ungir umhverfissinnar 150.000
Vistbyggðarráð Útgáfu fræðsluefnis og þátttaka í norrænu samstarfi 1.000.000

 

Rekstrarstyrkir:

Framtíðarlandið 600.000
Fuglaverndarfélag Íslands 1.300.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs 3.000.000
Hið íslenska náttúrufræðifélag 800.000
Landssamtök hjólreiðamanna           900.000
Landvernd 6.500.000
Náttúruverndarsamtök Suðurlands 300.000
 

Af www.stjornarrad.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

11.02.2014 07:43

Spurningakeppni átthagafélaga 2014 er hafin

Sigurvegararnir í fyrra: Þau kepptu fyrir hönd Breiðfirðingafélagsins.

 

Spurningakeppni átthagafélaga 2014 er hafin

 

Þá er fyrsta undanriðli af 5 lokið, keppnin fór fram 6. feb. sl. og  var bæði spennandi og skemmtileg. Fram fóru þrjár viðureignir og voru þær eftirfarandi:

1. viðureign:

Arnfirðingafélagið (7) - Félag Djúpmanna (20)

2. viðureign:

Arnfirðingafélagið (9) - Átthagafélag Strandamanna (19)

3. viðureign:

Félag Djúpmanna (14) - Átthagafélag Strandamanna (12)

Félag Djúpmanna er öruggt áfram í átta liða úrslit eftir hörkuspennandi keppni. Þar er fyrir Breiðfirðingafélagið en þeir sigruðu keppnina í fyrra og fara beint í átta liða úrslit. Átthagafélag Strandamanna er með 31 stig samanlagt eftir keppnir kvöldsins en tvö stigahæstu taplið undanriðla komast einnig inn í átta liða úrslit svo það er um að gera að fylgjast með framhaldinu.

 

Fyrirkomulagið er breytt frá því í fyrra, nú eru 3ja liða riðlar þannig að hvert félag keppir tvisvar sinnum sama kvöldið og þarf því að leggja aðeins meira á sig til að komast áfram!

Breiðfirðingafélagið sem sigraði í fyrra kemst beint í 8 liða úrslit og 2 stigahæstu tapliðin komast áfram líka.

 

Keppniskvöldin 2014 eru þessi:

 

6. feb. 2014

 Félag Djúpmanna

Átthagafélag Strandamanna

Arnfirðingafélagið

 

13. feb. 2014

 Félag Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra

Súgfirðingafélagið

Átthagafélag Héraðsmanna

 

27. feb. 2014

 Norðfirðingafélagið

Vopnfirðingafélagið

Vestfirðingafélagið

 

6. mars 2014

Barðstrendingafélagið

Húnvetningafélagið

Skaftfellingafélagið

 

13. mars 2014

Árnesingafélagið

Siglfirðingafélagið

Dýrfirðingafélagið

 

27. mars 2014  -  8 liða úrslit

Breiðfirðingafélagið kemst beint hingað sem sigurliðið frá í fyrra. Sigurvegarar riðlanna ásamt 2 stigahæstu tapliðunum verða hér einnig.

 

4. apríl 2014  

Undanúrslit, úrslit og sveitaball í borg

 

Allar keppnirnar fara fram í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík.

Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00.

Aðgangseyrir 750 krónur

 

Lið Stokkseyringafélagsins sem keppti 2013. Félagið keppir ekki í ár.

F.v.: Þórður Guðmundsson, séra Sveinn Valgeirsson og Guðbrandur Stígur Ágústsson.
.Skráð af Menningar-Staður

11.02.2014 06:55

Færri fengu lambatittlinga en vildu

Súrsaðir lambatittlingar frá Norðlenska.

 

Færri fengu lambatittlinga en vildu

 

„Þeir kláruðust strax,“ segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, en fyrirtækið bauð upp á súrsaða lambatittlinga nú í byrjun þorra, sem er nýjung sem féll greinilega í kramið hjá landsmönnum.

„Það er ljóst að það var meiri eftirspurn eftir þessari nýstárlegu vöru en við bjuggumst við. Margir vildu fá að prófa þetta en þeir voru því miður færri sem fengu,“ bætir hann við. Í ljósi hins mikla áhuga á súrsuðum lambatittlingum hyggst Norðlenska bæta í framleiðsluna að ári.

Landsmenn hafa verið iðnir við að sækja þorrablót undanfarnar helgar og sporðrennt ógrynni af matvælum sem kennd eru við þennan árstíma, þorrann. Þannig gerir SS ráð fyrir að selja um 100 tonn af þorramat nú og Kjarnafæði um 50 tonn, en upplýsingar um magn fengust ekki frá Norðlenska. Ingvar segir þær trúnaðarmál en magnið sem frá fyrirtækinu fari í ár sé svipað og verið hefur undanfarin ár.

Almennt er fólk fastheldið þegar þorramatur er annars vegar og jafnan eru hrútspungarnir vinsælastir, sem og sviðasultan, bæði ný og súr. Nýjungar líta þó af og til dagsins ljós, til dæmis lambatittlingarnir súru. SS býður einnig upp á nýjungar í ár og má þar nefna rúsínuslátur, sem raunar byggir á gamalli hefð, og einnig Bolabita sem er þurrkað nautakjöt og þykir smellapassa á þorrahlaðborðin.

Bændablaðið greinir frá.Skáð af Menningar-Staður

10.02.2014 15:33

Björt framtíð í Árborg

F.v.: Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar

og alþingismennirnir Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson. 

 

Björt framtíð í Árborg

 

Björt framtíð hefur boðað til kynningarfundar á Eldhúsinu, Tryggvagötu 40 (við hliðina á Samkaupum) á Selfossi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að leggja grunn að framboði í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

 

Í fundarboði eru allir sem vilja bjóða íbúum Árborgar uppá bjarta framtíð hvattir til að mæta. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og alþingismennirnir Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson munu deila reynslu sinni, styrk og von, eins og segir í tilkynningu frá Bjartri farmtíð.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

10.02.2014 12:02

Vitringafundur í Vesturbúðinni í morgun

F.v.: Ingólfur HJálmarsson, Björn H. Hilmarsson og Birgir Sigurfinnsson.

 

Vitringafundur í Vesturbúðinni í morgun

 

Vitringafundur var í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun, 10. febrúar 2014,  samkvæmt venju.

 

Emma Guðlaug Eiríksdóttir, póstur á Eyrarbakka, rétt leit inn en náðist samt á mynd.

 

Bændablaðið hefur nánast verið lesið upp til agna þessa vikuna á Vitringafundum enda heilsíða frá landbúnaðarvettvangi framan við Vesturbúðina.

Menningar-Staður færði til myndar

Mynsaalbúm erkomið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/257547/

 

Nokkrar myndir hér.

Emma Guðlaug Eiríksdóttir og Ingólfur HJálmarsson.

.

.F.v.: Björn H. Hilmarsson, Birgir Sigurfinnsson og Elías Ívarsson.

.

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson, Siggeir Ingólfsson, Björn H. Hilmarsson, Elías Ívarsson og Gunnar Olsen.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

10.02.2014 07:18

Hjallastefnan á ferð um Vestfirði


Hjallurinn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp.

.

Sigurður J. Hafberg beitustrákur á Flateyri.
Grunnur góðrar Hjallastefnu er beiting við hæfi.

 

Hjallastefnan á ferð um Vestfirði

 

Hjallastefnan hin nýja var á ferð um Vestfirði þann 5. febrúar 2014

Heilsað var uppá beitustráka á Flateyri, einn frægasti Hjallur landsins, sem er í Vatnsfirði, var skoðaður og þorraverður Hjallstefnunnar snæddur á hótelinu frábæra í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.


"Hjallastefnunni vex fiskur um hrygg og verkun í roði"

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndalbúm komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/257541/

 

Nokkra myndir hér.

 

.

.

.

.

.

.

Kokkurinn í Reykjanesi, Árni Svavarsson, og þorradiskur Hjallastefnunnar.

.

Alfreð Bóasson frá Ísafirði er ánægður með Hjallastefnuna.
.

Skráð af Menningar-Staður
 

 

09.02.2014 21:26

Markaður að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 1. mars 2014


Frá markaði að Stað á Eyrarbakka á árinu 2013.Markaður að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 1. mars 2014

 

Ákveðið er að hafa MARKAÐ í Samkomuhúsinu Stað Eyrarbakka laugardaginn 1. mars n.k frá kl 13-17

 

Handverki og ýmsar aðrar vörur 

Allt að 20 geta verið með 2 borð á 4000 kr.

 

Vinsamlegast hafið samband við Siggeir Ingólfsson í síma 898-4240

 

.

.

.

.

.

.

.

.


.

.


Skráð af Menningar-Staður 

09.02.2014 07:11

Ertu tilbúin, frú forseti?

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Vigdís Finnbogadóttir hyllt daginn eftir kosningarnar 1980

 

Ertu tilbúin, frú forseti?

 

Ertu tilbúin, frú forseti? nefnist sýning sem opnuð hefur verið í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Þar er sýndur fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrverandi forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996. „Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vigdís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr forsetatíð hennar,“ segir í m.a. tilkynningu frá safninu.

Samhliða sýningunni gefur Hönnunarsafn Íslands út bók um fatnað Vigdísar. Sýningin stendur til 5. október nk.

Morgunblaðið laugardagurinn 8. febrúar 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.02.2014 21:13

Skálholtsdómkirkja - þjóðargersemar - málþing á Þjóðminjasafni miðvikud. 12. febrúar 2014

Í Skálholtsdómkirkju sem teiknuð er af Herði Bjarnasyni, föður Álaugar í Norðurkoti á Eyrarbakka

en hennar maður er Jón Hákon Magnússon.

 

Skálholtsdómkirkja – þjóðargersemar – málþing á Þjóðminjasafni

miðvikud. 12. febrúar 2014

 

Skálholtsfélag hið nýja gengst fyrir málþingi um þjóðargersemar í listbúnaði Skálholtsdómkirkju. Málþingið verður haldið í sal á jarðhæð Þjóðminjasafns miðvikudaginn 12. febrúar 2014 og hefst kl. 16,00. Þrír viðurkenndir sérfræðingar fjalla þar um málefnið: Pétur Ármannsson arkitekt, Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur forstöðumaður Gerðarsafns, og Stefan Oidtmann sérfræðingur frá Þýskalandi.

 

Með steindum gluggum Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju voru íslensku þjóðinni færð ómetanleg listverðmæti. Langt er síðan mönnum varð ljóst að brýnt er að endurbæta umgjörð og festingar glugganna, en slíkt er flókið og kostnaðarsamt verkefni. Á málþinginu verður m.a. lögð áhersla á að fjalla um þetta og skýra þær aðferðir sem bestar má telja.

 

Skálholtsfélag hið nýja var stofnað á Skálholtshátíð, Þorláksmessu á sumri 20. júlí 2013. Markmið félagsins er einkum að efla og varðveita Skálholt sem helgistað, kyrrðar- og menntasetur og vettvang fyrir samtal kirkju og þjóðar, trúar og menningar. Félaginu er ætlað að veita stuðning, standa vörð um heildarhagsmuni og vekja athygli á mikilvægi og hlutverki Skálholts, og styrkja ásjónu og tilgang hins helga staðar í hugum landsmanna.

Af www.skalholt.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

08.02.2014 20:36

Erlingur Rafn Viggósson - Fæddur 28. apríl 1928 - Dáinn 31. janúar 2014 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Erlingur Rafn Viggósson.

 

Erlingur Rafn Viggósson - Fæddur 28. appríl 1928 - Dáinn 31. janúar 2014 - Minning

 

Erlingur Rafn Viggósson fæddist 28. apríl 1928 í Strýtu í Flatey á Breiðafirði. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 31. janúar 2014.

 

Foreldrar hans voru María Þórðardóttir, f. 15. ágúst 1904, d. 13. júlí 1980, frá Hofstöðum í Gufudalssveit og faðir hans var Viggó Bjarnason, f. 27. september 1901 í Hergilsey á Breiðafirði, d. 15. mars 1977. Systkini: Bjarni Viggósson, f. 1929, d. 1988, Eysteinn Jóhannes Viggósson, f. 1931, Kristján Viggósson, f. 1933, d. 1986, Ýr Viggósdóttir, f. 1934, d. 2004, Kolbrún Viggósdóttir, f. 1935.

Erlingur ólst upp í Stykkishólmi og hóf þar búskap á Skúlagötu 2, með Siggerði Þosteinsdóttur, f. 9. ágúst 1931, eiginkonu sinni frá Mel á Eskifirði. Árið 1970 fluttu þau hjón til Reykjavíkur, bjuggu eitt ár á Akureyri 1974 og störfuðu þar við Leikfélag Akureyrar, fluttu til Alicante á Spáni 1992 en samhliða áttu þau hjón sumarhús á Ósi á Eyrarbakka sem varð síðar þeirra heimili. Síðasti dvalarstaður Erlings og Siggerðar var dvalarheimilið Ás í Hveragerði þar sem Siggerður lést 7. ágúst 2010. Erlingur og Siggerður kynntust á Siglufirði þar sem bæði unnu við síld. Þau giftust 1. janúar 1950 og eignuðust fjögur börn: Marvin Ágúst, f. 1949, sem lést mánaðargamall, Anna Droplaug, f. 1949, María Dröfn, f. 1954, Þorsteinn Erlingur, f. 1959. Erlingur og Siggerður eignuðust níu barnabörn og fjórtán barnabarnabörn.

Erlingur stundaði lengst af sjómennsku frá Stykkishólmi og Rifi á Snæfellsnesi, bæði sem skip- og vélstjóri. Fjórtán ára gamall fór hann sína fyrstu sjóferð og hafði sjómennsku að atvinnu í 25 ár en hóf hann þá nám í skipasmíði og flutti til Reykjavíkur. Þar starfaði hann í Daníelsslipp og síðustu starfsárin við bryggjusmíði hjá Reykjavíkurhöfn. Erlingur var alla sína tíð virkur og róttækur í félagsmálum og pólitík. Skráði sig 16 ára í Sósíalistaflokkinn og var meðal annars formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms, sat í stjórn Sjómannasambands Íslands, í stjórn ASÍ, formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, stofnfélagi Samfylkingarinnar, stjórnarmaður í Hafnarstjórn Reykjavíkurhafna, starfaði innan Iðnemasambandsins, var virkur þátttakandi í Ísland DDR (Þýsk-íslenska menningarfélagið), KÍM (Kínverska íslenska menningarfélagið), og MÍR (Menningarfélag Íslands og Rússlands). Erlingur var einnig áhugamaður um leiklist, lék nokkur hlutverk í leikhúsi og kvikmyndum.

Erlingur var jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn  8. febrúar 2014.

____________________________________________________________________

Minningarorð Svavars Gestssonar

Erlingur Viggósson var áhrifamaður í Alþýðubandalaginu í Stykkishólmi og svo á Vesturlandi á síðari hluta sjöunda áratugarins. Þau Sirrý, Siggerður kona hans, fluttu svo til Reykjavíkur og tóku óðara til hendinni í margskonar flokksstarfi. Um skeið var Erlingur virkur í borgarmálastarfi flokksins og sat í hafnarstjórn. Hann tók þátt í starfi Alþýðubandalagsins á landsvísu og þóttist hafa sérstakan áhuga á því að efla samstarf við Sovétríkin um tíma. Það var ekki vinsælt og hann fékk fá atkvæði til trúnaðarstarfs í flokknum á landsfundi einum einkum af þeim ástæðum. Þá dagana voru ekki gleðisamtöl milli okkar Erlings. En hann var aldrei langt undan – líka vegna þess að hann var að vestan og kunni Flatey utan að.

En umfram allt voru þau hjón, Erlingur og Sirrý, góðir vinir vina sinna og sérstaklega skemmtilegt fólk og gátu verið ákaflega fyndin þegar sá gállinn var á mannskapnum. Þau voru einstaklega velheppnað par á alla lund. Erlingur hafði gaman af því að segja sögur. Og var góður að segja þær. Falskar tennur sem lentu milli brjóstanna á meðleikaranum í Stykkishólmi, eða maðurinn sem batt raketturnar við stakketið í kringum húsið sitt á gamlárskvöld með augljósum afleiðingum. Eða sá sem fór í búð á Englandi og sagði frá því stoltur að hann hefði keypt föt hjá Marx og Engels sem voru víst Marks og Spencer. Og svona sögur meinlausar utan endis.

Erlingur gekk gjarnan með alpahúfi hallandi út í annað. Svo fluttu þau til Spánar þar sem allir eru með alpahúfur. Þar stappaði nærri gjaldþroti en þau náðu að halda einhverju eftir af reytum sínum og keyptu Ós á Eyrarbakka. Það varð fallegasta hús þorpsins áður en við var litið ef hús skyldi kalla. Því það var svo lítið og er. Allt notalegt og svo skemmtilegt, fullt af gleði. Ekki var það verra að um það leyti áttum við Guðrún skjól í Inghóli, örhýsi á bak við Rauða húsið. Þá var stundum stutt á milli bæja.

Um það leyti sem Erlingur bjó á Eyrarbakka og þau Sirrý, en eftir að við Guðrún fórum þaðan, bjó á bakkanum sonarsonur minn og nafni með mömmu sinni. Hann var ekki hávaðamaður og er ekki. Einhvern tíma sagði Sirrý okkur frá því að sá hefði samt haft uppburði í sér til að koma í heimsókn að Ósi. Oftar en einu sinni. Komstu á Ós? spurði ég barnið. Ha? Komstu til Sirrýjar? Já. Af hverju? Ég fékk pönnukökur.

Þetta var þeim Erlingi líkt. Þau voru höfðingjar á tilfinningar sínar. Þangað kom fólk til að skynja hlýju. Meðan þau bjuggu í kjallaranum í Gnoðarvogi kom stundum til þeirra nærri bláókunnugt fólk til þess að fá að leggja sig. Og fékk að leggja sig.

Nú eru þau bæði horfin á braut; þau leggja sig í kirkjugarðinum á Eyrarbakka þaðan sem sést til Suðurskautslandsins ef maður hefði nógu góða sjón.

Niðjum Erlings og Sirrýjar flytjum við Guðrún samúðarkveðjur um leið og ég þakka fyrir að hafa fengið að vera samferða þessu góða fólki.

Svavar Gestsson.

Morgunblaðið laugardagurinn 8. febrúar 2014 

 

Skráð af Menningar-Staður