Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

07.03.2014 05:58

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri

 

Íslendingar hafa aldrei verið fleiri

 

Landsmenn voru 325.671 talsins í ársbyrjun og hafði fjölgað um 3.814 frá sama tíma í fyrra, eða um 1,2% frá 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

„Það fluttu fleiri til landsins en frá því og felst aukningin í því en yfirleitt er alltaf náttúruleg fjölgun á Íslandi, tölur yfir fædda og dána haldast stöðugar,“ segir Guðjón Hauksson sérfræðingur hjá Hagstofunni.

Á árinu 2013 fluttu 1.598 fleiri til landsins en frá því, þá voru aðfluttir 7.071 en brottfluttir 5.473. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem aðfluttir voru umfram brottflutta. Á tímabilinu 2009-2012 fluttust samtals 8.692 fleiri frá landinu en til þess.

 

Fleiri á höfuðborgarsvæðinu

Hlutfallslega mesta fólksfjölgunin 2013 var á Suðurnesjum, þar sem fjölgaði um 1,7% eða um 354 einstaklinga. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær bjuggu tæplega 21.600 manns á Suðurnesjum um áramótin og höfðu íbúarnir þá aldrei verið fleiri. Af þeim búa 14.527 í Reykjanesbæ.

Flestir fluttu þó á höfuðborgarsvæðið en þar voru íbúar 3.077 fleiri 1. janúar 2014 en ári fyrr. Það jafngildir 1,5% fjölgun íbúa á einu ári. Fólki fjölgaði einnig um 1,1% á Suðurlandi, um 0,7% á Austurlandi, 0,4% á Vesturlandi og 0,2 á Norðurlandi eystra. Fólksfækkun var á tveimur landsvæðum, á Vestfjörðum þar sem fækkaði um 59 manns, eða 0,8%, og á Norðurlandi vestra en þar fækkaði íbúum um 26, eða 0,4%.

Guðjón segir að á þessum tveimur landsvæðum sé yfirleitt fækkun á milli ára og að hún hafi verið stöðug frá því um 1990. Hann segir samt engan fólksflótta vera frá ákveðnum landsvæðum og fjölgunin sé ekki heldur af neinni sérstakri stærðargráðu.

 

Fjölgar í þéttbýli

Þegar fólksfjölgunin er skoðuð eftir kynjum þá fjölgaði konum og körlum sambærilega á árinu en þann 1. janúar 2014 voru karlar 1.065 fleiri en konur í landinu. Tíu árum áður, í ársbyrjun 2004, voru á landsvísu 367 fleiri karlar en konur.

„Á bóluárunum fluttu mun fleiri karlar til landsins heldur en konur og síðan fæðast yfirleitt aðeins fleiri drengir heldur en stúlkur. Kynjahlutfallið er breytilegt eftir landsvæðum, það eru fleiri konur í þéttbýli og á höfuðborgarsvæðinu heldur en út á landi, þar eru karlar yfirleitt fleiri,“ segir Guðjón.

Enn fjölgar í þéttbýlinu en þann 1. janúar bjuggu 305.642 manns í þéttbýli og hafði þá fjölgað um 4.178 á árinu. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 20.029 manns. Þá vekur Guðjón athygli á því hversu fámenn mörg sveitarfélög eru. Af þeim 74 sveitarfélögum sem eru í landinu séu einungis níu með yfir 5.000 íbúa. Alls voru 42 sveitarfélög með undir 1.000 íbúa og íbúatala sex sveitarfélaga er undir 100. Sveitarfélögunum hefur ekki fækkað frá fyrra ári.

Sveitarfélögunum hefur aðeins fækkað um fjögur frá 1. janúar 2009 þegar þau voru 78, hins vegar var fjöldi sveitarfélaga í byrjun árs 1998 163, segir í Hagtíðindum

 

612 fleiri kjarnafjölskyldur

Kjarnafjölskyldunum hefur fjölgað um 612 frá því fyrir ári síðan, en þann 1. janúar síðastliðinn voru þær 78.780 en árið áður 78.168. Þá voru þann 1. janúar 4.160 einstaklingar í hjónabandi sem ekki voru samvistum við maka.

 

Íslendingar

325.671 manns bjuggu á Íslandi 1. janúar 2014.

 

3.814 fleiri bjuggu á Íslandi 1. janúar 2014 en 1. janúar 2013.

 

3.077 fleiri bjuggu á höfuðborgar-svæðinu 1. janúar 2014 en á sama tíma árið áður.

 

354 fleiri bjuggu á Suðurnesjum í ársbyrjun 2014 en í ársbyrjun 2013.

 

59 færri bjuggu á Vestfjörðum í byrjun ársins en á sama tíma árið áður.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 7. mars 2014

 


Skráð af Menningar-Staður

07.03.2014 05:56

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 36% í janúar

Hótel Selfoss.

 

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 36% í janúar

 

Gistinætur á hótelum í janúar voru 123.800 sem er 36% aukning miðað við janúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 39% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 22%.

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í janúar. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Gistinætur í janúar - tafla

Gistinætur á hótelum í janúar 2011-2014.

Talnaefni á vef Hagstofunnar

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

06.03.2014 21:38

Æfingardagur Karlakórs Selfoss á Eyrarbakka

Karlakór Selfoss á tónleikum í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri fyrir nokkrum árum.

 

Æfingardagur Karlakórs Selfoss á EyrarbakkaÁ laugardaginn 8. mars 2014 verður sungið dátt í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Þá mun Karlakór Selfoss halda þar sinn árlega æfingardag til undirbúnings fyrir tónleikaröð kórsins í vor.

 

Vortónleikarnir hefjast að venju á sumardaginn fyrsta hinn 24. apríl 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

06.03.2014 19:47

Innritun í grunnskóla skólaárið 2014-2015

 

 

Innritun í grunnskóla skólaárið 2014−2015

 

Innritun barna sem eru fædd árið 2008 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2014 fer fram 3.−12. mars 2014.

Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla.

Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla er að finna á www.arborg.is

 

Nánari upplýsingar er hægt að fá í grunnskólunum og á skrifstofu fræðslusviðs.

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri        
Sunnulækjarskóli                                             
Vallaskóli 

 

Af www.arborg.is

 

.

.

.

Sklráð af Menningar-Staður

06.03.2014 17:00

Kommúnistadeild stofnuð á Eyrarbakka, Sjálfstæðismenn í "krossferð"

Partur af Eyrarbakka

Eyrarbakki fyrir allnokkru.

 

Kommúnistadeild stofnuð á Eyrarbakka,

Sjálfstæðismenn í "krossferð"

 

Deild innan kommúnistaflokksins var stofnuð fyrir Eyrarbakka, Stokkseyri og nágrannasveitir fyrir forgöngu sr. Gunnars Benediktssonar er þá var nýlega fluttur á Bakkann og gengu þegar inn 20 manns. 

Stjórnmálafundur haldinn á Stokkseyri átaldi ríkisstjórnarflokkanna fyrir að svíkja kosningaloforð með því að hækka tolla á nauðsynjavörum. [Þá var landsstjórnin í höndum Hermanns Jónssonar, Framsóknarflokki ásamt Alþýðuflokki] Þá vildu Stokkseyringar að öll alþýða sameinaðist gegn fasistahættunni. Samskonar fundur á Eyrarbakka vildi að kaupgjald í vegavinnu yrði hækkað í 1 krónu og að fangavinna yrði stöðvuð, en það samþykktu einnig Stokkseyringar.

Þá vildu menn m.a. að ofurlaun opinberra starfsmanna yrðu lækkuð og að lúxusskatti yrði komið á.

Ungir jafnaðarmenn úr Reykjavík héldu fund á Stokkseyri, en áttu síðan skamma viðdvöl á Eyrarbakka.

Vörður, félag sjálfstæðismanna hélt fund í báðum þorpum. Voru sjálfstæðismenn þar að hefja krossferð gegn samfylkingu vinstrimanna. Það bar við á fundinum að hópur ungmenna ataðist við fundarhúsið á Eyrarbakka og viðhöfðu "skrílslæti" sem heimamenn voru þó ekki óvanir. Höfðu Varðarmenn það fyrir satt, að þessi ungmenni kæmu frá uppeldisstöðvum rauðliðanna á Eyrarbakka og væri það til marks um yfirgang og ofsa "Bolsanna". "Krossferð" Varðarfélaganna hleypti illu blóði í verkamennina á Stokkseyri, sem sökuðu nú sjálfstæðismenn um að reyna að ná yfirtökum á félagi þeirra "Bjarma", enda höfðu nokkrir atvinnurekendur sótt það fast að ganga í félagið.

 

Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu: - Sú var tíðin 1936-   

Sjáhttp://brim.123.is/blog/

 

Skráð af Menningar-Staður

06.03.2014 10:13

Bakkafossar á Eyrarbakka 6. mars 2014


Bakkafossar séð frá Eyrarbakkabryggju.Bakkafossar á Eyrarbakka 6. mars 2014

Menningar-Staður var á Eyrarbakkabryggju fyrir smástundu og myndaði Bakkafossa.

Myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258349/

Nokkrar myndir hér:


.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

06.03.2014 08:44

Beitustrákarnir á Mána II ÁR 7

Guðlaugur Björgvinsson.

.

F.v.: Guðmundur Sæmundsson og Einar Nílsen.
.

Beitustrákarnir á Mána II ÁR 7

Menningar-Staður fór í vitjun til beitustrákanna á aflaskipinu Mán II ÁR 7 frá Eyrarbakka en beitingaaðstaðan er vestarlega við Túngötuna á Eyrarbakka.

Létt var yfir mönnum eins og vera ber í mannlís- og menningarmiðstöðvum sem beitingaskúrarnir hafa verið í gegnum tíðan um land allt.

Beitustrákar að störfum voru:
Magnús Hrafnsson frá Þorlákshöfn
Guðlaugur Björgvinsson á Eyrarbakka

Einar Nílsen á Eyrarbakka

og Sveinbjörn Rúnar Helgason frá Kaldárholti.

Haukur Jónsson útgerðarmaður á Mána var á svæðinu og sérstakir gestir voru Guðmundur Sæmundsson á Sandi á Eyarrbakka og Björn Ingi Bjarnason á Ránargrund á Eyrarbakka – báðir beitustrákar af Guðsnáð.

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258342/


Nokkrarmyndir hér:

 

F.v.: Sveinbjörn Rúnar Helgason, Haukur Jónsson og Guðmundur Sæmundsson.

.

F.v.: Einar og Guðlaugur.

.

Magnús Hrafnsson.

.

F.v.: Einar, Guðlaugur og Magnús.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

06.03.2014 06:36

Könnun um ferðalög og ferðahegðun Íslendinga - Eyrarbakkaferðir vinsælar

Á Eyrarbakka.

 

Könnun um ferðalög og ferðahegðun Íslendinga

- Eyrarbakkaferðir vinsælar

 

Niðurstöður liggja nú fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2013 og ferðaáform þeirra á árinu 2014, sem Ferðamálastofa fékk MMR til að gera í janúar síðastliðnum. Er þetta fimmta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti.

Áhrif ferðaþjónustu og erlendra ferðamanna

áhrif ferðaþjónustuSpurningalistinn er að mestu leyti sá sami og í fyrra en að þessu sinni voru svarendur í fyrsta sinn beðnir um að taka afstöðu til fimm fullyrðinga um áhrif ferðaþjónustu og erlendra ferðamanna á náttúru og samfélag eins og sjá má af gröfum hér til hliðar. Flestir (65%) eru á því að erlendir ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á íslenskri náttúru en eru jafnframt á því (63%) að álag ferðamanna á íslenska náttúru sé of mikið. Að mati 59% svarenda hefur ferðaþjónusta skapað eftirsóknarverð störf í þeirra heimabyggð og 58% eru á því að ferðamenn hafi aukið áhuga Íslendinga á eigin menningu. 42% töldu hins vegar að ferðaþjónusta hefði leitt til fjölbreyttari þjónustu sem þeir hefðu nýtt sér.

Íslendingar ferðaglaðir sem fyrr

Af fjölmörgum áhugaverðum niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu má nefna að þó svo álíka margir hafi verið á faraldsfæti innanlands árið 2013 og 2012, eða níu af hverju tíu svarendum, fóru þeir færri ferðir eða um 5,7 talsins árið 2013 í samanburði við 6,8 ferðir árið 2012. Þetta hefur þó ekki haft áhrif á meðaldvalarlengd á ferðalögum sem er svipuð milli ára eða um 15 nætur.

Um helmingur gistinátta á Norðurlandi og Suðurlandi

Gistinætur eftir landshlutum

Af svörum um dvalarlengd innan einstakra landshluta má ætla að 26,4% gistinátta hafi verið eytt á Norðurlandinu, 25,7% á Suðurlandinu, 13,3% á Vesturlandi, 11,5% á höfuðborgarsvæðinu, 11,4% á Austurlandi, 8,4% á Vestfjörðum, 2,4% á hálendinu og 0,9% á Reykjanesi.

 

Hvenær á árinu var ferðast innanlands

Ferðalög landsmanna eru árstíðabundin líkt og fram hefur komið í fyrri könnunum Ferðamálastofu og þarf vart að koma á óvart. Júlí og ágúst voru sem áður stærstu ferðamannamánuðir ársins 2013 en 72,9% ferðuðust innanlands í júlí og 62,2% í ágúst. Júní fylgir síðan fast á eftir en ríflega helmingur (54,5%) ferðaðist þá. Þegar þróunin er hins vegar skoðuð á þeim fimm árum sem Ferðamálastofa hefur framkvæmt kannanir meðal Íslendinga hefur þeim farið fjölgandi sem ferðast utan háannar.

Hvaða gistimöguleiki var nýttur

Hlutfallslega fleiri nýttu gistivalmöguleikana sumarhús eða íbúð í einkaeign (41,6%) og hótel, gistiheimili eða sambærilega gistingu (31,3%) á ferðalögum um landið á árinu 2013 en árinu 2012. Sem fyrr gistu þó flestir hjá vinum eða ættingjum á síðastliðnu ári eða 48,5%. Þar á eftir kom gisting í tjaldi, fellihýsi eða húsbíl (42,8%) en samkvæmt könnunum Ferðamálastofu hefur þeim þó heldur fækkað á síðustu árum sem nýta þessa tegund gistingar.

Fyrir hvaða afþreyingu var greitt

Þegar niðurstöður eru bornar saman við fyrri kannanir má sjá að þeim fer fjölgandi sem nýta sér sundlaugar eða jarðböð en 75,5% greiddu fyrir slíka afþreyingu á ferðalögum innanlands árið 2013. Þar á eftir fylgdu söfn og sýningar (37,1%), leikhús og tónleikar (25,4%), veiði (21,7%), golf (13,2%) og bátsferðir (9,9%).

Náttúrutengd afþreying var sem áður nýtt af hlutfallslega fáum. Þannig fóru 6,1% í gönguferð eða fjallgöngu með leiðsögumanni, 3,9% í skoðunarferð með leiðsögumanni, 3,4% í hestaferð og 2% í flúðasiglingu eða kajakferð.

Hvaða landsvæði voru heimsótt

Suðurlandið var sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum á árinu 2013, eða 66,1%. Svarendur tilgreindu annars heimsóknir sínar til einstakra landshluta með eftirfarandi hætti:

 - Suðurland   66,1%
- Norðurland  61,8%
 - Vesturland  52,3%
 - Höfuðborgarsvæðið                 32,7%
 - Austurland  29,2%
 - Vestfirðir  24,5%
 - Reykjanes  20,3%
 - Hálendið  14,6%

Merkjanleg aukning hefur síðan verið í heimsóknum til flestra landshluta á þeim árum sem þessi spurning hefur verið inni í könnun Ferðamálastofu, nema höfuðborgarsvæðisins.

Hvaða staðir voru heimsóttir

Í könnuninni eru tilgreindir 55 staðir um allt land (6-9 í hverjum landshluta) og svarendur beðnir að merkja við hvort ferðalög þeirra hafi legið þangað á árinu. Akureyri er þar efst á blaði en helmingur svarenda sem ferðaðist innanlands kom þangað á síðastliðnu ári. Listinn yfir 10 fjölsóttustu staðina árið 2013 var annars þessi:

 - Akureyri 49,6%
 - Borgarnes 33,9%
 - Þingvellir/Gullfoss/Geysir 30,1%
 - Skagafjörður  22,5%
 - Egilsstaðir/Hallormsstaður    21,6%
 - Mývatnssveit 21,3%
 - Hvalfjörður 20,0%
 - Vík 19,1%
 - Húsavík 17,6%
 - Kirkjubæjarklaustur 17,3%

 

Enn fækkar dagsferðum

Einnig er spurt um dagsferðir en þær eru skilgreindar sem a.m.k. fimm klst. langar skemmtiferðir út fyrir heimabyggð. Fjölgaði þeim sem ekki sögðust hafa farið í neina dagsferð á árinu 2013 frá árinu 2012. Þannig sögðust 37,6% aðspurðra ekki hafa farið í dagsferð í fyrra en þetta hlutfall var 33,2% árið 2012 og síðan enn lægra árið 2011 eða 25,2%. Þeir sem fóru í dagsferðir fóru að jafnaði 7,9 ferðir á árinu 2013 álíka margar og árið 2012 þegar þær mældust 8,0 talsins.

Hvaða staðir voru heimsóttir í dagsferðum

Þingvellir, Gullfoss og Geysir bera hins vegar höfuð og herðar yfir aðra staði þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í dagsferðum. Vart þarf að koma á óvart að efst raðast staðir í nágrenni höfuðborgarinnar.

 - Þingvellir, Gullfoss, Geysir   33,1%
 - Reykjanesbær 19,0%
 - Borgarnes           18,2%
 - Eyrarbakki 16,5%
 - Hvalfjörður 14,2%
 - Grindavík 13,9%
 - Akureyri 13,5%
 - Akranes 11,5%
 - Bláa lónið 10,0%
 - Krísuvík 9,5%

 

Utanlandsferðir á svipuðu róli

Tæplega tveir þriðju aðspurðra fóru í utanlandsferð á árinu, sem er álíka hátt hlutfall og árið 2012. Algengast var að svarendur færu eina ferð (43%), 28,6% fóru í tvær ferðir og 28,4% í þrjár eða fleiri ferðir. Meðaldvalarlengd á ferðalögum í útlöndum var 17,8 nætur og voru þá ekki teknar með í úrvinnslu ferðir þar sem dvalið var 100 nætur og lengur. Ferðalög Íslendinga voru að stærstum hluta bundin við Evrópu og N-Ameríku. 29,3% heimsóttu Bretland og Írland, 27,8% Danmörku, 26% Spán eða Portúgal, 22% Bandaríkin eða Kanada og 20% Þýskaland.

Flestir fóru í borgarferð (40,3%) á árinu 2013, í heimsókn til vina eða ættingja (38,8%), í sólarlandaferð (27,1%) og vinnutengda ferð (25,8%).

Ferðaáform Íslendinga 2014

Ferðaáform 2014Níu af hverjum tíu svarendum hafa áform um ferðalög á árinu 2014 og eru þau fjölbreytt að vanda. Margir ætla að ferðast innanlands, þannig sögðust 59,1% ætla að fara í sumarbústaðaferð innanlands, 54% í heimsókn til vina og ættingja og 33,2% í ferð innanlands með vinahópi eða klúbbfélögum. Hlutfallslega fleiri eru að huga að ferðalögum utan en fyrir ári síðan, þannig ætla um 40% í borgarferð á árinu, 25,8% í sólarlandaferð og 17,6% í vinnuferð erlendis, svo nefndir séu þeir valkostir sem flestir tilgreindu.

Um könnunina

Könnunin var unnin sem netkönnun dagana 9.-15. janúar 2014. Úrtakið var 1.600 Íslendingar á aldrinum 18-80 ára, valdir handahófskennt úr 17.000 einstaklinga álitsgjafahópi MMR sem valinn er með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 61,3%. Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í þýði. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum MMR.

Könnunin í heild:

Ferðalög Íslendinga 2013 og ferðaáform þeirra 2014

Af www.ferdamalastofa.is

.

Skráð af Menningar-Staður

06.03.2014 06:19

6. mars 1905 - Coot fyrsti togari Íslendinga

Coot

Coot.

6. mars 1905 - Coot fyrsti togari Íslendinga

Botnvörpugufuskipið Coot, fyrsti togari í eigu Íslendinga, kom til Hafnarfjarðar. Skipið gekk „10 mílur á vöku, með 48 hesta afli,“ sagði í Ísafold. Aflann átti að leggja upp „til sölu í soðið eða til verkunar“. Coot strandaði í desember 1908.


Morgunblaðið fimmtudagurinn 6. mars 2014 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Ketillinn

Gufuketillinn úr Coot er við höfnina í Hafnarfirði.

Skráð af Menningar-Staður