Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

04.03.2014 06:25

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014

Kjörstjórn og dyravörður á Eyrarbakka vegna alþingiskosninganna sem fram fóru þann 27. apríl 2013. .

F.v. sitjandi.: Lýður Pálsson, Svanborg Oddsdóttir og María Gestsdóttir. Standandi er Siggeir Ingólfsson.

 

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí  2014

 

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins,kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum.

Hér að neðan má sjá auglýsingu um sveitarstjórnarkosningarnar:

Sveitarstjórnarkosningar 2014

       Á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum, fara almennar sveitarstjórnarkosningar fram 31. maí 2014.

       Frestur til að skila framboðslistum til yfirkjörstjórnar í viðkomandi sveitarfélagi er til kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Sveitarstjórnarmenn sem hyggjast skorast undan endurkjöri skulu tilkynna þá ákvörðun til yfirkjörstjórnar fyrir lok framboðsfrests.

       Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 5. apríl 2014.

       Þetta auglýsist hér með samkvæmt 2. mgr. 1. gr. framangreindra laga.

Innanríkisráðuneytinu, 27. febrúar 2014.Skráð af Menningar-Staður

04.03.2014 00:11

Fjórða hver ferð á vegum Wow Air og Easy Jet

Farnar voru um 620 áætlunarferðir til útlanda frá Keflavíkurflugvelli í febrúar. Mynd: Isavia

Fjórða hver ferð á vegum Wow Air og Easy Jet

Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet flaug meira en fjórum sinnum oftar til og frá landinu í febrúar en á sama tíma í fyrra. Vægi Icelandair á Keflavíkurflugvelli minnkar milli ára.

 

Í febrúar í fyrra stóð Icelandair undir meira en átta af hverjum tíu brottförum frá Keflavík. Núna er hlutdeild félagsins tæplega 70 prósent samkvæmt talningu Túrista. Ástæðan er sú að Wow Air og Easy Jet hafa aukið umsvif sín töluvert undanfarið ár.

Íslenska lággjaldaflugfélagið flýgur núna nærri tvisvar sinnum oftar en í febrúar í fyrra og ferðum Easy Jet fjölgaði úr þrettán í 56 á sama tímabili. Félögin þrjú stóðu undir nærri 95 prósent af öllu millilandaflugi héðan í febrúar eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

 

5 umsvifamestu flugfélögin á Keflavíkurflugvelli í febrúar 2014, í brottförum talið:

  1. Icelandair: 69,2%
  2. Wow air: 16,1%
  3. Easy Jet: 9%
  4. SAS: 2,1%
  5. Norwegian: 1,9%

    Af www.turisti.is

Skráð af Menningar-Staður

03.03.2014 23:06

Samningur um eflingu söguferðaþjónustu

Ragnheiður Elín og Rögnvaldur handsala samninginn eftir undirritun.

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Rögnvaldur GUðmundsson handsala samninginn eftir undirritun.

 

Samningur um eflingu söguferðaþjónustu

 

Síðastliðinn föstudag skrifuðu Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samataka um söguferðaþjónustu, undir nýjan samning um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi.

Undirritunin fór fram í Víkingaheimum í Reykjanesbæ í tengslum við félagsfund og málþing samtakanna. Ráðuneytið mun styrkja samtökin um 3 milljónir króna á árinu 2014 til að vinna að verkefninu og verður árangur metinn í árslok.

Um samninginn

Í samningnum segir m.a: "Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi. Unnið verður að stækkun og eflingu samtakanna, m.a. til að treysta samstarfsvettvang ólíkra aðila, s.s. safna og setra, sem miðla menningararfi til ferðamanna og til að tryggja aðkomu söguferðaþjónustu (heritage tourism) að stefnumörkun og þróunarstarfi í ferðaþjónustu. Stuðlað verður að lengingu opnunartíma í samvinnu við „Ísland allt árið“, aukinni fagmennsku og gerð heildstæðra ferðapakka."

Samtökin stækkuð

Samtök um söguferðaþjónustu (www.sagatrail.is) voru stofnuð árið 2006 af 18 aðilum í söguferðaþjónustu og hafa hingað til einbeitt sér að tímabilinu frá landnámi til siðaskiptanna um 1550. Nú eru félagar orðnir yfir 90 um allt land. Nýverið var ákveðið að stækka samtökin þannig að allir sem eru að vinna að með sögu svæða eða staða í ferðaþjónustu geta orðið fullgildir aðilar, óháð þeim tíma sem unnið er með. Eins sagnafólk og aðilar í sögulegu handverki. Þá getur áhugafólk, fræðimenn, ferðaskrifstofur o.fl. fengið aukaaðild að samtökunum.

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

03.03.2014 22:07

Hrútavinafélagið Örvar 15 ára - mest lesið nú um stundir á dfs.is

 

Hrútavinafélagið Örvar 15 ára

- mest lesið nú um stundir á dfs.is
 

MEST LESIÐ

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

Herkúles vann á skemmtilegu Flóafári í FSu

Bikarslagur á morgun

Markmið sett á hugarflugsfundi

Bingó á Hótel Geysi

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

 

Það bar til síðla í september árið 1999 að boð komu frá Bjarkari Snorrasyni, bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna, að til hrútasýningar væri boðað að Tóftum. Þangað skyldu sauðfjárbændur í hreppnum mæta með hrúta sína til mælinga og dóma hvað þeir gerðu allir með sóma.

Hrútasýningar hafa í gegn um tíðina verið hinar merkilegustu samkomur bæði út frá faglegum atriðum og ekki síður hin besta skemmtan með ýmsum hætti. Svo hefur vissulega verið á Tóftum og samkomurnar hafist með kjötsúpumáltíð að hætti Bjarkars bónda áður en haldið er til fagstarfa í fjárhúsinu. Vegna þessa hafa hrútasýningar að Tóftum verið fjölmennar um langa tíð.

Afdrifarík óvissuferð
Athafna- og félagsmálamaður vestan af fjörðum, Björn Ingi Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar sumarið 1999 og var svo lánsamur að lenda í slagtogi við sauðfjárbændur í hreppnum. Svo heppilega vildi til að sama dag og hrútasýningin var á Tóftum að til Önfirðingsins komu þrír sveitungar hans í heimsókn. Þetta voru; Árni Benedikttsson, og bræðurnir Ingólfur Björnsson og Siggi Björns. Var strax ákveðið að fara með gestina í óvissuferð á hrútasýninguna. Þoka var yfir öllu og rigningarúði þegar haldið var af stað og gestirnir hlaðnir kvíða yfir því hvað væri í vændum enda höfðu þeir reynt nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á fyrri tíð fyrir vestan. Árni býr á Selfossi, Ingólfur í Noregi, Siggi Björns í Berlín í Þýskalandi og Björn Ingi býr á Eyrarbakka

Mikil upplifun
Ekki var að sökum að spyrja að þetta kvöld á Tóftum var mikil upplifun og góð skemmtun fyrir gestina að vestan því enginn þeirra hafði farið á hrútasýningu áður. Þarna var fastmælum bundið að að mæta árið eftir að Tóftum á hrútasýninguna og þá með nokkur skemmtiatriði sem og var gert.

Örvar
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var orðið til upp úr þessari óvissuferð að Tóftum haustið 1999. Hrútavinafélagið fagnar því í ár fimmtán ára afmæli og mun það verða gert með ýmsum hætti.

Hrútavinafélagið Örvar hefur komið að og haft frumkvæði til ýmissa mannlífs- og menningarmála á Suðurlandi og víðar. Verður það ekki rakið hér að þessu sinni en aðeins nefnd til Bryggjuhátíðin á Stokkseyri sem félagið  stóð fyrir með aðilum á staðnum og fleirum að koma í framkvæmd  sumarið  2004.

Þjóðlegt
Hrútavinafélagið vinnur í anda þess “Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita” og sýna verkin vissulega slíkt á margan hátt. Grunnur félagsins liggur í bændamenningunni í Flóanum og beitingaskúramenningunni fyrir vestan eins og sést á því hvernig félagið varð til.

Félagið hefur fengið góða svörun við starfinu sem sést best á því að samkomur og uppákomur þess eru mjög vel sóttar. Hrútavinafélaginu er gríðarlega kær einstök viðurkenning sem það fékk á samkomu í troðfullu félagsheimilinu Þjórsárveri er Sigurður Sigurðarson f.v. yfirdýralæknir kvaddi sér hljóðs og veitti félaginu heilbrigðisvottorð vegna hins margþætta mannlífs og menningarstarfs Hrútavina.

Þakkir
Hrútavinafélagið hefur frá upphafi átt náið samstarf við “Búnaðarfélagið” í Stokkseyrarhreppi hinum forna sem fagnaði 125 ára afmæli á síðasta ári.

Hrútavinafélagið þakkar sérstaklega Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps samstarfið þessi fimmtán ár og þakkar einnig öðrum sem félagið hefur sömuleiðis átt farsæla samleið með þessi ár.

Björn Ingi Bjarnason, forseti Hrútavinafélagsins Örvars

Frá Hrútasýnngu að Tóftum.

Skráð af Menningar-Staður

03.03.2014 20:37

Auglýsing um framboð til kirkjuþings

 

Auglýsing um framboð til kirkjuþings

 

Á grundvelli 6. gr. starfsreglna um kjör til kirkjuþings, nr. 301/2013 auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til kirkjuþings.

Á kirkjuþingi eiga sæti 29 þjóðkirkjumenn kjörnir til fjögurra ára í senn. Eru 12 þeirra úr hópi vígðra manna, þ.e. presta og djákna og 17 leikmenn. Leikmaður telst sá sem ekki hefur tekið vígslu til prests eða djákna. ?


Kjörgengi:

- Þjónandi prestar og djáknar eru kjörgengir innan þess kjördæmis þar sem aðal starfsstöð þeirra er. Kjörgengi þeirra miðast við 1. apríl 2014.
Leikmenn skulu uppfylla skilyrði til að taka sæti í sóknarnefnd í kjördæmi sínu. Þau skilyrði eru að hafa hlotið skírn og vera skráður í þjóðkirkjuna 1. apríl 2014 og eiga lögheimili í viðkomandi sókn 1. desember 2013.

Framboð til kirkjuþings: - Þeir sem hyggjast bjóða sig fram til kirkjuþings skulu hafa tilkynnt kjörstjórn framboð sitt skriflega eigi síðar en 1. apríl 2014. Framboð skal senda til biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Ef ekki berast nægilega mörg framboð, þ.e. jafn mörg og aðal- og varamenn eru í viðkomandi kjördeild, óskar kjörstjórn eftir því að prófastar úr viðkomandi kjördæmi tilnefni sameiginlega þá frambjóðendur sem á vantar. Skal sú tilnefning hafa borist kjörstjórn eigi síðar en 15. apríl 2014.

Kosningarnar verða rafrænar og hefjast eigi síðar en 1. maí 2014. Verða þær auglýstar sérstaklega síðar.

Fyrir hönd kjörstjórnar

Hjördís Stefánsdóttir, formaður

Hveragerðiskirkja.

Í Selfosskirkju

Í Eyrarbakkakirkju.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.03.2014 07:13

Vesturbúð á Eyrarbakka lokað

.

Vesturbúð á Eyrarbakka lokað

 

Versluninni Vesturbúð á Eyrarbakka verður lokað frá og með þriðjudeginum 4. mars 2014 og verður því engin matvöruverslun á Bakkanum sem í gegnum aldirnar var helsti verslunarstaður Suðurlands.

 

Í tilkynningu til viðskiptavina segja þeir Finnur Kristjánsson og Agnar Bent Brynjólfsson að vegna viðvarandi samdráttar í versluninni og stöðugt hækkandi rekstrarkostnaðar sjái þeir sér því miður ekki annað fært en að loka Vesturbúð.

„Þessi ákvörðun er okkur afar þungbær og þvert á þær vonir sem við bundum við í upphafi. Við viljum engu að síður þakka þeim mörgu trúföstu viðskiptavinum sem hafa þó haldið okkur gangandi síðustu fimm ár

Finnur og Agnar reka einnig verslun á Borg í Grímsnesi og ætla þeir að „berjast þar áfram“ eins og þeir orða það sjálfir.

Þeir Finnur og Agnar opnuðu Vesturbúð snemma árs árið 2009 en þá hafði ekki verið nein verslun á Eyrarbakka í nokkra mánuði eftir að verslunin Merkisteinn lokaði, en hún var í sama húsi og Vesturbúð.

 

Um aldamótin 1900 voru að minnsta kosti fimmtán verslanir á Eyrarbakka en eftir lokun Vesturbúðar verður Verslun Guðlaugs Pálssonar eina verslunin í þorpinu en hún er opin um helgar og þar er seld gjafavara og ýmiskonar sérvara.

Af www.sunnlenska.is

 

Í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

03.03.2014 06:30

Frá kvöldmessu í Selfosskirkju 2. mars 2014


Selfosskirkja.

 

 Frá kvöldmessu í Selfosskirkju 2. mars 2014

 

Kvöldmessa var í Selfosskirkju í gærkveldi  -sunnudaginn 2. mars 2014-

 Hinn góðglaði sönghópur Veirurnar fluttu  sálma og dægurlög af ýmsu tagi en Veirurnar fagna 25 ára söngafmæli á þessu ári og ráðgera 25 tónleika á árinu í tilefni afmælisins. Stjórnandi Sönghópsins Veiranna er Margrét S. Stefánsdóttir.


Prestar voru séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Óskar Hafsteinn Óskarsson.

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Selfosskirkju í gærkveldi en í ráðinu eru:
Hannes Sigurðsson
Björn Ingi Bjarnason,

Þórður Grétar Árnason  og

Kristján Runólfsson.

 

Kristján Runólfsson rifjaði upp sálm sem hann orti fyrir nokkrum árum:

Uppsprettu ljóssins nú leita þú skalt,

og lifa að meistarans vilja,

mildi hans kemur þá mörgþúsundfalt,

til manna sem boðorðin skilja.

Þegar í austrinu ársólin rís,

ætíð þess skulum við minnast,

að höfundur lífsins er hollur og vís,

honum því vert er að kynnast.Menningar-Staður færði kvöldmessuna til myndar.
Myndalabúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/


Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.03.2014 22:32

Frábærir tónleikar í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka

Nýibær að Eyrargötu 8b á Eyrarbakka.

.

.

Frábærir tónleikar í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka

 

Í dag – sunnudaginn 2.  mars 2014- voru tónleikar í Stofunni í Nýjabæ að Eyrargötu 8b á Eyrarbakka hjá hjónunum Stefáni Hermannssyni myndlistarmanni og Arnþrúði Einarsdóttur handverkskonu.

 

Þetta voru fyrstu tónleikarnir í Stofunni á Nýjabæ í tónleikaröð sem þar verður og ýmsir flytjendur munu koma fram á næstunni.

Það var hljómsveitin SadOwlBrothers sem flutti frumsamda raftónlist og var mikil ánægja tóneikagesta sem fylltu Stofuna í Nýjabæ í dag.


Lofsvert framtak  húsráðenda í Nýjabæ er hér í gangi og verður gaman að fyltjast með og taka þátt í framhaldinu.

Menningar-Staður var í Stofunni í Nýjabæ og færði til myndar.

Myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258192/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.03.2014 14:59

Mynd dagsins - 2. mars 2014

.

.

Mynd dagsins - 2. mars 2014

Á Hópinu við Steinskot á Eyrarbakka

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður