Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

28.03.2014 14:21

Raggi Bjarna sameinar kynslóðirnar

F.v.: Jón Ólafsson, Ragnar Bjarnason og Valgeir Guðjónsson sem nú býr á Eyrarbakka.
Ljósm.: DV - Sigtryggur Ari.

 

Raggi Bjarna sameinar kynslóðirnar

Raggi Bjarna, Valgeir Guðjóns og Jón Ólafs spila saman í fyrsta sinn

 

Hann gerði tvö lög á plötunni minni Falleg hugsun og síðan hef ég ekki talað við hann því það var konan hans sem réð mig,“ segir Raggi Bjarna, hlæjandi, aðspurður hvernig samstarf hans við Valgeir Guðjónsson kom til.

 

DV hitti þá Ragga, Valgeir Guðjónsson og Jón Ólafsson í litlum bílskúr í Vesturbænum þar sem sem sá síðastnefndi hefur komið sér upp stúdíói. Það er hljómsveitaræfing og tilefnið er tónleikar sem tríóið ætlar að halda í Kirkjunni á Eyrarbakka um helgina, en tónleikarnir eru hluti af menningarhátíðinni Leyndardómar Suðurlands.

 

En hver var kveikjan að samstarfi þeirra þremenninga? „Við Ásta vorum að flytja okkur um set austur á Eyrarbakka til þess að standa þar fyrir menningarstarfi fyrir ferðamenn. Svo er brostið á með þessari vikulöngu listahátíð á Suðurlandi sem heitir Leyndardómar Suðurlands. Og ég hugsaði með mér: hvernig er hægt að koma og opna svona sinn „reikning“ þarna fyrir austan. Svo hittir Ásta Ragnar Bjarnason nokkurn úti í búð og hún sá bara að þetta var gráupplagt,“ svarar Valgeir og á þar við Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur, eiginkonu sína, en þau hjónin hafa flutt og standa nú fyrir öflugri menningarstarfsemi á Eyrarabakka. „Vegna þess að það er enginn sem sameinar kynslóðir þessa lands betur en Ragnar Bjarnason“ segir Valgeir og hlær.

 

Tónleikarnir fara fram í Eyrabakkakirkju um helgina og hægt er að nálgast miða á midi.is og nánari upplýsingar um miðasölu má finna á vefsíðunni   www.bakkastofa.is

 

DV greinir frá föstudaginn 28. mars 2014

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.03.2014 13:10

Tíu daga hátíð hefst í dag - Leyndardómar Suðurlands

alt

 

Tíu daga hátíð hefst í dag - Leyndardómar Suðurlands

 

Í dag kl. 14:00 hefst umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi, sem kallast „Leyndardómar Suðurlands“ og stendur átakið í 10 daga, eða til sunnudagsins 6. apríl. Ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, munu opna Leyndardómana formlega með borðaklippingu við Litlu Kaffistofuna.

 

Um verkefnið
„Leyndardómar Suðurlands“ eru á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga en markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og fá sem flesta gesti til að heimsækja Suðurland. Megininntakið í átakinu er  Matur – Saga – Menning. Um 200 viðburðir eru skráðir í Leyndardómana í öllum sveitarfélögum á Suðurlandi en þau eru fimmtán. Hægt er að nálgast upplýsingar um alla viðburði á www.sudurland.is.

Frítt í Strætó í tíu daga
Frítt verður í Strætó í boði Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga alla tíu daga Leyndardómanna frá Mjódd í Reykjavík um allt Suðurland samkvæmt leiðakerfi Strætó. Sömu sögu er að segja frá Suðurlandi til Reykjavíkur.

Dæmi um viðburði
Tónleikar með  Lay Low í Héraðsskólanum á Laugarvatni
Afrísk matarupplifun á Flúðum
Fjölskyldufjör í Hveragerði með Ingó Veðurguð


Hænubingó á Selfossi og Eyrarbakka
Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson í Eyrarbakkakirkju
Leyndardómagönguferðir um Eyrarbakka og Stokkseyri
Laugabúð á Eyrarbakka opin
Húsið og Rauða húsið á Eyrarbakka opin í samstarfi

 

Frítt í sund á Hellu

Blómagarðurinn á Hvolsvelli
Orgelsmiðja opnuð á Stokkseyri
Gómsæt fiskvinnsla í Þorlákshöfn
Kartöfluball í Þykkvabæ
Jeppaferðir á Eyjafjallajökul
Íþróttadagur fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal
Frír þriggja rétta matseðill á Klausturbleikju á Hótel Kirkjubæjarklaustri
Frí gisting og morgunverður á Hótel Laka
Fluguhnýtingakennsla á Höfn
Loðnuslútt í Vestmannaeyjum

Sjá nánar um Leyndardómana á  www.sass.is

og www.sudurland.is

Þeir fjölbreyttu og skemmtilegu viðburðir sem verða á Leyndardómum Suðurlands hafa nú verið settir í tímaröð til að auðvelda þátttakendum að sjá hvaða viðburðir eru í gangi á hverjum degi þessa 10 daga, sem hátíðin stendur yfir. Hægt er að sjá viðburðina   hér

 

28.03.2014 11:05

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 28. mars 2014

.

 

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 28. mars 2014

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum.

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014. Viðræður eru nú í gangi milli Olís og aðila hér á svæðinu um opnun verslunar að nýju á Eyarrbakka.

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259195/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

28.03.2014 06:38

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnuð almenningi

Björgvin Tómasson orgelsmiður og Jóhann H. Jónsson starfsmaður við pípur af ýmsum stærðum

Ljósm.: Jóhann Óli Hilmarsson.

 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnuð almenningi

• Boðið upp á fræðslu um orgelsmíði og sögu tónlistar

 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu og verkstæðið gestum og gangandi um þessa helgi. Þar verður boðið upp á fræðslu um allt sem viðkemur orgelsmíði og sögu tónlistar á Eyrum.

Hefurðu velt því fyrir þér hve margar pípur eru í pípuorgeli? Veistu hvað það tekur langan tíma til að smíða eitt orgel, eða þekkirðu orðið vindhlaða og hver munurinn er á orgeli og harmóníum? Í Orgelsmiðjunni fær fólk svör við þessu öllu og meira til. Fræðslusýningin er á þremur tungumálum (íslensku, ensku og þýsku) og geta hitt orgelsmið og fylgst með störfum hans. Stefnt er einnig að því að vera reglulega með tónleikahald á staðnum.

Vagga íslenskrar tónlistar í nútímalegum skilningi er í þorpunum á Eyrum, Stokkseyri og Eyrarbakka. Á sögusýningunni verður m.a. greint frá Selsbræðrum og afkomendum þeirra, sem og hinu blómlega menningarlífi sem þreifst í Húsinu á Eyrarbakka á 19. öld og fram á þá 20. Fyrsti organisti Stokkseyrarkirkju var Bjarni Pálsson, föðurbróðir Páls Ísólfssonar, sem telja má eitt helsta tónskáld þjóðarinnar. Páll fæddist í Símonarhúsum á Stokkseyri  12. október árið 1893. Hann var um dómorganisti í Reykjavík í nærri þrjá áratugi. Dætur hans er Þuríður söngkona og Anna Sigríður dómkirkjuprestur. Bróðir Páls, Pálmar Ísólfsson, lærði hljóðfærasmíði og stillingar í Danmörku og fengust synir hans og dóttursonur allir við hljóðfærastillingar og viðgerðir. Annar bróðir Páls, Sigurður, var organisti í Fríkirkjunni í Reykjavík í meira en hálfa öld. Hægt verður að fræðast um þá frændur og miklu meira á sögusýningunni í Orgelsmiðjunni. Sögulega séð á eina orgelsmiðja landsins því hvergi betur heima en á Stokkseyri.

Orgelsmiðjan

» Opnun Orgelsmiðjunnar verður um helgina og verður ókeypis inn á laugardag og sunnudag, opið kl. 11:00-17:00.
» Laugardaginn 29. mars verða tónleikar kl. 16:00 með hljómsveitinni „Var“ (Myrra Rós, Júlíus og Egill Björgvinssynir).
» Sýningin verður opin framvegis kl. 10:00-18:00 virka daga og eftir samkomulagi um helgar.
» Orgelsmiðjan er í Hafnargötu 9, sjávarmegin, í Menningarverstöðinni Hólmaröst.


Menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri.
 

Morgunblaðið föstudagurinn 28. mars 2014 - Jóhann Óli Hilmarsson

 

Skráð af menningar-Staður

27.03.2014 20:58

Merkir Íslendingar - Þórarinn Guðmundsson

Þórarinn Guðmundsson

 

Merkir Íslendingar - Þórarinn Guðmundsson

 

Þórarinn Guðmundsson, tónskáld og fiðluleikari, fæddist á Akranesi 27. mars 1896. Hann var sonur Guðmundar Jakobssonar húsasmíðameistara, byggingarfulltrúa í Reykjavík og fyrsta hafnarvarðar Reykjavíkur, og Þuríðar Þórarinsdóttur húsfreyju. Guðmundur var sonur Jakobs Guðmundssonar, prests að Sauðafelli og Steinunnar D. Guðmundsdóttur.

Þuríður var systir séra Árna á Stóra-Hrauni, dóttir Þórarins Árnasonar jarðyrkjumanns og Ingunnar Magnúsdóttur, alþm. í Syðra-Langholti Andréssonar. Jórunn, amma Þuríðar í föðurætt, var systir Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Bróðir Þórarins tónskálds var Eggert Gilfer, síðar þekktur skákmaður.

Þuríður fór með syni sína, Þórarin og Eggert, unga til Kaupmannahafnar og hélt þeim þar heimili meðan þeir lærðu við Tónlistarháskólann. Þaðan lauk Þórarinn prófi í fiðluleik, fyrstur Íslendinga, 1913, og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi.

Þórarinn átti eftir að koma mikið við íslenska tónlistarsögu á fyrri helmingi síðustu aldar. Hann kenndi fiðluleik um árabil og hann og Emil Thoroddsen voru fyrstu tónlistarmennirnir sem ráðnir voru til Ríkisútvarpsins við stofnun þess, 1930. Þeir tveir og Þórhallur Árnason sellóleikari urðu síðan fyrsti vísirinn að Útvarpshljómsveitinni sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit Íslands er hún var stofnuð 1950.

Þórarinn var fyrsti stjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar, stofnandi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921 og stjórnandi hennar, og einn af stofnendum Félags íslenskra tónlistarmanna 1940 og fyrsti formaður þess.

Þórarinn samdi nær eingöngu sönglög. Sum þeirra urðu feikilega vinsæl og eru fyrir löngu orðin klassísk, s.s Þú ert, Kveðja og Dísa.

Endurminngar Þórarins, Strokið um strengi, skráðar af Ingólfi Kristjánssyni rithöfundi, komu út árið 1966 og lagasafn Þórarins kom út 1996.

Þórarinn lést 25. júlí 1979.

Í fjarlægð eftir Þórarinn Guðmundsson: 
https://www.youtube.com/watch?v=ySGQ3e1GgeI

Morgunblaðið fimmtudagurinn 27. mars 2014 - Merkir Íslendingar

 

Skráðaf Menningar-Staður

27.03.2014 07:07

Snilldarlausn fyrir lítil samfélög þar sem vantar matvöruverslun

 

Snilldarlausn fyrir lítil samfélög þar sem vantar matvöruverslun

 

Það er ekki aðeins á Íslandi sem byggðaþróun hefur verið óhagstæð fyrir lítil bæjarfélög á landsbyggðinni en þetta er algengt víða um heim. Þessu fylgir oft að enginn fæst til að reka matvöruverslun í litlu samfélögunum því það borgar sig einfaldlega ekki. Nú hefur hugmyndaríkur Englendingur fundið góða lausn á þessum vanda.

 

Peter Fox heitir hugvitsmaðurinn  sem fannst alveg ótækt að í gamla heimabæ hans, Clifton í Derbyshire á Englandi, væri engin matvöruverslun rekin og því fann hann ágæta lausn á vandanum. Hann smíðaði einfaldlega risastóran sjálfsala þar sem helstu nauðsynjavörur eru seldar.

Í sjálfsalanum er hægt að velja á milli 80 vörutegunda, þar á meðal þvottaefni, hársápu, morgunkorn, egg, tannkrem, mjólk og auðvitað te. Sjálfsalanum var komið fyrir við bílastæði bæjarpöbbsins og hefur hann þegar vakið mikla lukku meðal bæjarbúa sem þurfa nú ekki að aka til næsta bæjar til að ná sér í helstu nauðsynjar.

Hægt er að greiða með reiðufé og greiðslukortum og öryggismyndavélar eru við sjálfsalann. Rekstraraðilinn getur síðan fylgst með birgðastöðunni í gegnum tölvu. Bæjarbúar eru ánægðir með tiltækið og verðið sem boðið er upp á að sögn Fox.

Það er kannski ekki úr vegi fyrir fámenn sveitarfélög á Íslandi, þar sem verslunarrekstur hefur gengið erfiðlega, að kanna hvort hagkvæmt sé að setja upp svona sjálfsala.

Af www.pressan.is

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.03.2014 06:28

Húsið og Rauða húsið - Leyndardómar Suðurlands 26. mars - 6. apríl 2014

Rauða húsið og Húsið á Eyrarbakka.

 

Húsið og Rauða húsið - Leyndardómar Suðurlands 26. mars – 6. apríl 2014

 

Séropnun verður hjá Byggðasafni Árnesinga á Eyrarbakka í tilefni viðburðardaganna Leyndardómar Suðurlands. Húsið  og Eggjaskúr verða opin alla viðburðadagana  frá  12 – 17. 

Báðar helgarnar verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi fyrir 1000 krónur, koma í safnið og rölta svo yfir kirkjutorgið og fá sér kaffi og köku í veitinga- og kaffihúsinu Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Beitingaskúrinn  sem er staðsettur í miðju þorpi niður við sjó verður opinn báðar helgar frá 12-17 og frír aðgangur.

Hópsöngur verður í Húsinu 5. apríl kl. 20.00 við undirleik Örlygs Benediktssonar, frír aðgangur. Sama kvöld opnar Rauða húsið  dyrnar á kránni í kjallaranum upp á gátt og þar er hægt að svala þorstanum fram eftir kvöldi.

Frítt verður í safnið á virkum dögum á Leyndardómum Suðurlands.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

26.03.2014 22:53

Spurningakeppni Átthagafélaganna 2014

Sigurlið Önfirðingafélagsins í fyrstu Spurningakeppni átthagafélaga árið 1998 ásamt stjórnanda.

F.v.: Rakel Brynjólfsdóttir frá Vöðlum, Gísli Rúnar Gíslason frá Flateyri, Ragnheiður Erla Bjarnadóttir stjórnandi keppninnar og Kristján Bersi Ólafsson frá Kirkjubóli í Bjarnardal.

 

Spurningakeppni Átthagafélaganna 2014

 

Átta liða úrslit fara fram á morgun, fimmtudaginn 27. mars 2014, og verður þar um útsláttarkeppni að ræða þar sem þau fjögur lið sem sigra sínar keppnir komast áfram í undandúrslit.

Dregið var í átta liða úrslit og verða viðureignirnar eftirfarandi:

Félag Djúpmanna - Siglfirðingafélagið
Átthagafélag Strandamanna - Húnvetningafélagið
Skaftfellingafélagið - Norðfirðingafélagið 
Breiðfirðingafélagið - Átthagafélag Héraðsmanna

Við hvetjum ykkur til að mæta og hvetja ykkar fólk sérstaklega en allir eru velkomnir. 


Keppnin fer fram í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14,og hefst kl 20:00, húsið opnar kl 19:30.
Aðgangseyrir verður 750 krónur.

 

Skráð af Menningar-Staður

26.03.2014 21:13

Laugabúð - Leyndardómar Suðurlands

 

Laugabúð – Leyndardómar Suðurlands

 

Laugabúð á Eyrarbakka tekur þátt í -Leyndardómum Suðurlands- og verður safnverslunin opin laugardaginn 29. mars, sunnudaginn 30. mars, laugardaginn 5. apríl og sunnudaginn 6. apríl frá kl. 11:00 til 17:00 þessa daga.

 

Eins og öllum er kunnugt var Eyrarbakki um langan aldur höfuðstaður Suðurlands og þar var miðstöð verslunar og viðskipta frá miðöldum og fram á 20. öld.

 

Guðlaugur Pálsson rak verslun á Eyrarbakka í 76 ár frá 1917-1993. Verslunarhúsnæði Guðlaugs frá 1919 var gert upp fyrir nokkrum árum og þar hefur undanfarin sumur verið rekin safnbúð um helgar. Lögð er áhersla á að gefa gestum kost á að sjá litla þorpsverslun frá fyrri hluta síðustu aldar.

Af www.eyrarbakki.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.03.2014 20:43

Ragnar Bjarnason, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson með tónleikaröð í Eyrarbakkakirkju

Photo: Raggi Bjarna,  Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson verða með tónleika í Eyrarbakkakirkju á leyndardómunum þar sem Ragnar Bjarnason og söngferill hans verður í forgrunni. Tónleikarnir verða sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 og verða jafnvel endurteknir helgina á eftir.

Eyrarbakkakirkja.

 

Ragnar Bjarnason, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

með tónleikröð í Eyrarbakkakirkju

 

Dagsetningar viðburða:

laugardaginn 29. mars og sunnudaginn 30. mars

og síðan laugardaginn 5. apríl og  og sunnudaginn 6. apríl  2014

Tímasetning viðburðar: Kl. 16:00 alla dagana.
 

Um hverskonar viðburð er að ræða:
Tónleikar þar sem Ragnar Bjarnason og söngferill hans er í forgrunni – 

 

Verð kr 2.500.

 

Leyndardómar SuðurlandsAllir upplýsingar um viðburði er að finna á www.sudurland.is og með því að smella  - hér  - og sjá hvað er í boði.

 

Skráð af Menningar-Staður