Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

25.03.2014 18:53

Um tvöhundruð viðburðir á Leyndardómum Suðurlands

Siggeir Ingólfsson

verður með - Leyndardómsgönguferðir- á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Um tvöhundruð viðburðir á Leyndardómum Suðurlands

 

Næstkomandi föstudag, 28. mars 2014  kl. 14, hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands.

 

Tæplega 200 viðburðir eru skráðir til leiks.

Þá munu ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með tíu daga hátíð á Suðurlandi. 

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem standa að átakinu bjóða frítt í Strætó alla þessa daga frá Reykjavík um allt Suðurland.  

 

Tæplega 200 viðburðir eru skráðir til leiks á leyndardómunum og fór þátttakan langt fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.

 

Allir upplýsingar um viðburði er að finna á www.sudurland.is 

og með því að smella  - hér  -

og sjá hvað er í boði.

 

.

Skráð af Menningar-Staður

25.03.2014 14:29

Einmánuður byrjar í dag - 25. mars 2014

“yngismannadagur”

 

Einmánuður byrjar í dag - 25. mars 2014

 

Einmánuður, síðasti mánuður vetrar, hefst nú á þriðjudegi  20. til 26. mars en 10. mars til 16. mars í gamla stíl fyrir 1700. 

Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í elstu heimildum í tengslum við hreppssamkomu þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Síðar varð þessi dagur að heitdegi í Skagafirði, Eyjafirði og að nokkru í Þingeyjarsýslum. Samkomur, heitgjafir og helgihald héldust fyrsta dag einmánaðar þar til konungur bannaði heittdaginn 1744. Urðu embættismenn að ítreka það bann fram á 19. öld. 

Einmánuður er helgaður piltum og harpa stúlkum á sama hátt og húsbændur og húsfreyjur áttu þorra og góu. Fyrsti dagur einmánaðar hefur verið kallaður  “yngismannadagur”  á síðustu öldum, og áttu stúlkur að fagna honum. Sagt er að votur einmánuður boði gott vor. 

Þessi kviðlingur um einmánuð var allkunnur á Vestfjörðum: 

Einmánuður minn, minn
gakk þú í bæinn.
Vertu ekki úti í vindinum
vorlangan daginn. 


Til þess að vorið yrði gott þótti þetta besta veðráttan á útmánuðum eins og segir í eftirfarandi kviðlingi: 

Þurr skyldi þorri
þeysin góa
votur einmánuður
þá mun vel vora.

 

Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson

 

“yngismannadagur”

 

Skráð af Menningar-Staður

24.03.2014 17:10

Menningarráð Hrútavina í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu í dag

Pjetur Hafstein Lárusson og Elín Gunnlaugsdóttir.

 

Menningarráð Hrútavina í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu í dag

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman í dag, mánudaginn 24. mars 2014,  eins og þeirra er taktföst venja í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til; menningarlegrar stefnumótunar,  mannblöndunar og drekka menningarkakó.

Þetta voru Kristján Runólfsson í Hveragerði og frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason á Selfossi og frá Brennu II á Eyrarbakka og  Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu.

Gesturinn að þessu sinni var Pjetur Hafstein Lárusson, skáld í Hveragerði.

 

Meðal mála em rædd voru:

Kosning til Kirkjuþings

opnun Forystufjárseturs að Svalbarði í Þistilfirði

og nýr heimsmeistari Hafliðans.

 

Kristján Runólfsson orti:

Ekki var mál á tungu tregt,

talsvert um var hnotið,
Þar var margt og merkilegt,
til mergjar efni brotið.

 

Málefnin eru stöðugt stór,
en stundum tal í hringi,
allir ræddu um í kór,
annir á kirkjuþingi.


 

Menningar-Staður færði til myndar.

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.03.2014 16:05

Leyndardómsganga um Eyrarbakka laugardaginn 29. mars 2014

Við upphaf einnar af söguferðum Siggeirs Ingólfssonar fyrir nokkrum árum fyrir framan Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Magnús Sigurjónsson, Siggeir Ingólfsson, Jón Hákon Magnússon og Þorsteinn Jóhannsson.

 

Leyndardómsganga um Eyrarbakka laugaradaginn 29. mars 2014

 

Gönguferð um Eyrarbakka laugardaginn 29. mars 2014  kl. 16:00 - 17:00 þar sem skyggst verður inn í söguna og skemmtilegar sögur sagðar af mönnum og málefnum.

Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- fer fyrir göngunni en hann er landsþekktur fyrir sína góðu frásagnarlist og jákvæðni.

 

Miðaverð kr. 500

Leyndardómar Suðurlandshttp://www.sass.is/wp-content/uploads/2014/02/Vi%C3%B0bur%C3%B0ardagatal-loka.pdf

Skráð af Menningar-Staður
 

24.03.2014 12:12

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 24. mars 2014

 

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 24. mars 2014

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum. 

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014.

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.


Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/259065/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

24.03.2014 09:10

24. mars 2014 - "góuþræll" síðasti dagur góu

.

Bakkafossar á Eyrarbakka.

 

24. mars 2014 -  “góuþræll” síðasti dagur góu

 

Góuþræll er nefndur síðasti dagur góu og var í gamansemi að ánafna hann þeim konum sem með einhverjum hætti þóttu hafa gert sig berar að lauslæti.

Áður og fyrr höfðu menn illan bifur á góuþrælnum vegna veðurfars, einkum á Suðurlandi. Annálar á 17. öld minnast oftsinnis á illviðri og mannskaða á góuþræl.

Mjög slæmt þótti að góuþrællinn færi saman við boðunardag Maríu 25. mars enda orti Bólu-Hjálmar:

Vottur er það varla góðs
veðurátt mun kælin
þá boðunarhátíð besta fljóðs
ber á góuþrælinn.


Samantekt: Úr bókinni Saga daganna eftir Árna Björnsson. 

Skráð af Menningar-Staður
 

24.03.2014 07:56

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu

Photo: Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu og tónleikahald á leyndardómunum en formlega opnun verður föstudaginn 28. mars kl. 16:00 fyrir boðsgesti. Jónas Ingimundarson píanóleikari opnar sýninguna. Tónlist: GG og Ingibjörg frá Hvolsvelli. Opnunartíminn verðu annars þessi:

Laugardagur og sunnudagur 29. og 30. mars opið hús, opið kl. 11:00-17:00, allir velkomnir, ókeypis aðgangur
Mánudagur 31.3.  -  föstudags 4. apríl,  opið kl. 9:00-18:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, opið kl. 11:00-17:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, tónleikar kl. 16:00, hljómsveitin Var leikur (frjáls framlög).

Á leyndardómunum býður Orgelsmiðjan gestum og gangandi að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði, orgeltónlist og sögu tónlistar á suðurströndinni.

Hefurðu velt fyrir þér hve margar pípur eru í pípuorgel? Hvað tekur langan tíma að smíða eitt orgel? Hvað þýðir orðið vindhlaða og hver er munurinn á orgeli og harmóníum?

Í Orgelsmiðjunni færðu svör við þessu öllu og meira til.
Fræðslusýningin er á þremur tungumálum og hægt er að fylgjast með orgelsmiðum að störfum.
Væntanlega verða haldnir nokkrir tónleikar í orgelsmiðjunni yfir árið.

 

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnar fræðslusýningu

 

Orgelsmiðjan í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri opnar fræðslusýningu og tónleikahald á leyndardómum Suðurlands en formlega opnun verður föstudaginn 28. mars 2014 kl. 16:00 fyrir boðsgesti. Jónas Ingimundarson píanóleikari opnar sýninguna. Tónlist: GG og Ingibjörg frá Hvolsvelli.

 

Opnunartíminn verðu annars þessi:

Laugardagur og sunnudagur 29. og 30. mars opið hús, opið kl. 11:00-17:00, allir velkomnir, ókeypis aðgangur
Mánudagur 31.3. – föstudags 4. apríl, opið kl. 9:00-18:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, opið kl. 11:00-17:00, aðgangseyrir 750 kr.
Laugardagur 5. apríl, tónleikar kl. 16:00, hljómsveitin Var leikur (frjáls framlög).


Á Leyndardómunum býður Orgelsmiðjan gestum og gangandi að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði, orgeltónlist og sögu tónlistar á suðurströndinni.

Hefurðu velt fyrir þér hve margar pípur eru í pípuorgel? Hvað tekur langan tíma að smíða eitt orgel? Hvað þýðir orðið vindhlaða og hver er munurinn á orgeli og harmóníum?

Í Orgelsmiðjunni færðu svör við þessu öllu og meira til.
Fræðslusýningin er á þremur tungumálum og hægt er að fylgjast með orgelsmiðum að störfum.


Væntanlega verða haldnir nokkrir tónleikar í orgelsmiðjunni yfir árið.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.03.2014 07:32

Sögufélags Árnesinga með fræðsluerindi um friðun Þingvalla

 

Sögufélags Árnesinga með fræðsluerindi um friðun Þingvalla

 

Á morgun, þriðjudagskvöldið 25. mars 2014, stendur Sögufélag Árnesinga fyrir fræðslufundi í gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum (við útsýnisskífuna þar sem gengið er niður í Almannagjá). Erindið flytur Torfi Stefán Jónsson, sagnfræðingur, og nefnir hann það „Friðun Þingvalla“. Erindið hefst kl. 20. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

 

Í erindi sínu ræðir Torfi um efni B.A. ritgerðar sinnar sem fjallaði um aðdragandann að friðun Þingvalla og hvernig menn komust loks að þeirri niðurstöðu að taka land undan ræktun og nýtingu landbúnaðar yfir í friðun svæðis sem eingöngu mátti horfa á. „En hvers vegna er verið að stofna til þessarar friðunar, munu margir spyrja. Eiga ekki mennirnir að lifa á því sem náttúran framleiðir á Þingvallalandi, sem annarsstaðar.“ Spurningar eins og þessar flugu fram í umræðu manna á Alþingi þegar rætt var um fyrirhugaða friðun Þingvalla á þriðja áratug 20. aldar. Hugmyndin um friðun eða stofnun þjóðgarðs á Þingvöllum var enn einn angi á leið Íslands til nútímans. Á sama tíma var byrjað að huga að virkjun vatnsaflsins, lagningu drykkjarvatns til þéttbýlis, uppbyggingu á dreifikerfi síma og fleira mætti til telja. Nú þykir næsta sjálfsagt að Þingvellir séu þjóðgarður en umræðan var löng, ströng og á margan hátt ekki ólík þeirri sem er í dag.

Njörður Sigurðsson, formaður Sögufélags Árnesinga.

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.03.2014 07:04

Flottir tónleikar í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka

Photo: Það foru flottir tónleikar hér í stofunni í dag, Ómar Diðrikson er frábær listamaður og dóttir hans Lilja Margrét söng eins og engill.

Ómar Diðriksson í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka í gær.

 

Flottir tónleikar í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka

 

"Það voru flottir tónleikar hér í Stofunni í Nýjabæ í gær laugardaginn 22. mars 2014. Ómar Diðrikson er frábær listamaður og dóttir hans Lilja Margrét söng eins og engill" segir Stefán Hermannsson í Nýtjabæ á Facebook-síðu sinni.

 

Þetta eru tónleikar númer tvö í röðinni á tónlkeikavertíð sem er í gangi í Stofunni á Nýjabæ á Eyrarbakka.Skráð af Menningar-Staður
 

22.03.2014 23:22

Gunnar tók 2. sætið - Sandra og Kjartan jöfn í þriðja

Ásta Stefánsdóttir og Gunnar Egilsson.  Ljósm.: www.sunnlenska.is

 

Gunnar tók 2. sætið - Sandra og Kjartan jöfn í þriðja

 

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg en úrslit prófkjörsins voru tilkynnt í Tryggvaskála laust fyrir klukkan níu í kvöld.

Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, sigraði í mjög harðri baráttu um 2. sætið en jöfn í 3.-4. sæti voru Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi og Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi. Kjartan stefndi á 3. sætið en Sandra á 2. sætið.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Árborgar, stefndi á 2. sætið, sem hann skipaði í síðustu kosningum, en hann hafnaði í 5. sæti. Í 6. sæti varð Magnús Gíslason, sölustjóri.

 

Röð frambjóðenda í prófkjöri D-listans í Árborg:

1. Ásta Stefánsdóttir með 521 atkvæði
2. Gunnar Egilsson með 223 atkvæði í 1.-2. sæti
3.-4. Sandra Dís Hafþórsdóttir með 306 atkvæði í 1.-3. sæti
3.-4. Kjartan Björnsson með 306 atkvæði í 1.-3. sæti
5. Ari Björn Thorarensen með 379 atkvæði í 1.-5. sæti
6. Magnús Gíslason með 287 atkvæði í 1.-6. sæti

Alls voru 1.340 voru á kjörskrá og kusu 686 eða 51,2%. Auðir og ógildir seðlar voru 44.

Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður kjörnefndar, sagði í samtali við sunnlenska.is að næstu skref yrðu þau að kjörnefndin myndi setjast niður með frambjóðendum og komast að sameiginlegri niðurstöðu varðandi 3.-4. sætið. Kosningin var ekki bindandi, nema í 1. og 5. sætið þar sem atkvæðafjöldinn í þau sæti var meira en 50%.

 

Ari íhugar framtíð sína
Eftir að úrslitin voru lesin upp stigu efstu frambjóðendur í pontu og þökkuðu fyrir góða og drengilega baráttu í aðdraganda prófkjörsins. Sandra Dís sagði með bros á vör að hún væri „drullufúl“ yfir því að ná ekki 2. sætinu, en hún hafnaði í 3.-4. sæti ásamt Kjartani Björnssyni. Ari Björn sagði að niðurstaðan væri mikil vonbrigði fyrir sig og að næstu dagar hjá sér færu í það að íhuga sína stöðu og framtíð sína í pólitík.

Af  www.sunnlenska.is

Frá kosningu í prófkjörinu á Eyrarbakka um hádegsibil í dag. 

 

Skráð af Menningar-Staður