Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

19.03.2014 23:11

Framboðsfundur í kvöld á Eyrarbakka

.

.

Framboðsfundur í kvöld á Eyrarbakka

 

Frambjóðendur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Árborg héldu opinn fund í Rauða húsinu á Eyrarbakka í kvöld, miðvikudagskvöldið 19. mars 2014.


Frambjóðendurnir eru:

Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi

Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Svf. Árborgar

Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari

Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi

Magnús Gíslason, sölustjóri

Ragnheiður Guðmundsdóttir, verslunarmaður

Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi

Fyrst voru frambjóðendur með stuttar framsögur.

Síðan voru almennar fyrirspurnir og umræður.
Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður.

Menningarstaðar færði til myndar.
Albúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/258912/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

19.03.2014 16:33

Sýna uppvakninga reika um á Íslandi

Frá tökum á Eyrarbakka. Ljósm.: Sigmundur Sigurgeirsson.

 

Sýna uppvakninga reika um á Íslandi

 

Hrollvekja norska leikstjórans Tommy Wirkola, Dead Snow: Red vs. Dead, verður frumsýnd hér á landi á föstudag, 21. mars 2014.

 

Í kvikmyndinni gefur að líta nasistauppvakninga reika um á Íslandi, meðal annars á Eyrarbakka.Forsýnig fyrir sérstaka gesti verður í Bío Paradís í Reykjavík í kvöld..

.

...

Skráð af Menningar-Staður
 

19.03.2014 08:24

Opnir fundir vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna sem haldið verður 22. mars 2014

Photo: Opnir fundir vegna prófkjörs sem haldið verður 22. mars.

 

Eyrarbakkafundur
Rauða-Húsið á Eyrarbakka 

í kvöld, miðvikudaginn 19. mars, kl. 20:00

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

19.03.2014 08:20

Helga Þórey: Nýtum tækifærin í Árborg

image

Helga Þórey Rúnarsdóttir

 

Helga Þórey: Nýtum tækifærin í Árborg

 

Ég ólst upp á Eyrarbakka og lauk þar grunnskóla. Eftir að barnaskólagöngu lauk lá leið mín í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem ég lauk stúdentsprófi.

Eftir að ég lauk stúdentsprófi varð ég svo heppin að fá vinnu í leikskólanum Árbæ á Selfossi þar sem ég vann í eitt ár og dugði þetta eina ár til þess að ég vissi að ég vildi mennta mig sem leikskólakennari. Flutti ég því til Reykjavíkur haustið 2008 til að stunda háskólanám og útskrifaðist ég sem leikskólakennari vorið 2011.

Strax að námi loknu flutti ég á Selfoss þar sem ég bý enn í dag og starfa sem deildarstjóri í leikskólanum Árbæ. Ég þekki því umhverfi sveitarfélagsins vel bæði sem íbúi á Eyrarbakka og Selfossi þar sem ég hef ávallt búið hér, ef frá er talin þriggja ára háskólanám.

Oft verður maður þess var í orðræðunni að hér sé fínt að búa, enda stutt að leita til Reykjavíkur. Rétt er það, að þangað er stutt að fara en viljum við ávallt leita þangað? Í Árborg höfum við fimm frábæra leikskóla, þrjá flotta grunnskóla, fjölbrautaskóla, hjúkrunar og dvalarheimili fyrir aldraða, sjúkrahús, verslanir, matsölustaði, kvikmyndahús og svo mætti lengi telja. Mikið framboð er af íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga og er starfrækt metnaðarfullt leikfélag sem setur upp sýningu á hverju ári sem er hverri annarri betri. Fjölheimar hafa verið starfræktir í eitt ár undir því nafni en þar fer til dæmis fram fjarkennsla á háskólastigi.

Það má því segja að það sé fátt sem okkur skortir hér í Árborg en þar með er ekki sagt að gott megi ekki gera enn betur.

Mig langar að leggja mitt að mörkum til þess að Árborg verði sá staður sem fólkið okkar leitar aftur til að loknu námi hafi það þurft að flytja búferlum til að stunda nám sitt. Þá langar mig að sveitarfélagið verði eftirsóknarvert til búsetu fyrir fjölskyldufólk og með þeim hætti tryggjum við vöxt Árborgar til framtíðar.

 

Helga Þórey Rúnarsdóttir, býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Árborg 22. mars næstkomandi.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.03.2014 21:26

Myndverk Gunnars Arnar sýnd í Berlín


Gunnar Örn.

 

Myndverk Gunnars Arnar sýnd í Berlín

Á sýningunni er úrval verka frá níunda áratugnum

 

Í galleríinu Moeller Fine Art í Berlín hefur verið opnuð sýning á verkum eftir myndlistarmanninn Gunnar Örn (1946-2008). Sýning kallast »Þurrlendi« og á henni gefur að líta málverk, teikningar og grafík frá seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar en þá var listamaðurinn í samstarfi við gallerí Achim Moeller í New York, en hann er einnig eigandi gallerísins í Berlín.

 

Í tilkynningu segir að titill sýningarinnar vísi til íslenska landslagsins en verk Gunnars Arnar á þessu tímabili hafi haft sterkar tilvísnir í íslenska náttúru, alþýðuhefðir og þjóðtrú, en verkin séu draumkennd og vísi einnig til fjarlægrar, goðsagnakenndrar fortíðar. Í þessum verkum megi iðulega sjá verur sem eru sambland manna og dýra.

 

Gunar Örn var sjálflærður og varð einn þekktasti listamaður landsins á sinni tíð. Á níunda áratugnum fóru verk hans einnig að vekja athygli erlendis og beitti einn sýningarstjóra Guggenheim-safnsins í New York sér fyrir sýningum á þeim og keypti safnið verk eftir Gunnar. Meðal annarra safna sem eiga verk eftir hann má nefna Seibu-safnið í Tókýó, Moderna Museet og Listasafn Svíþjóðar. Árið 1989 var hann fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum.

 

Ólafur Elíasson myndlistarmaður hefur sagt að Gunnar Örn hafi líklega haft meiri áhrif en nokkur annar á þá ákvörðun sína að verða listamaður. »Hann var minn helsti áhrifavaldur í upphafi ferilsins og í raun var það í gegnum augu hans sem ég þroskaði tilfinningu mína fyrir íslenskri náttúru. Hann var náinn fjölskylduvinur og varð eins og minn annar faðir,« skrifaði Ólafur um Gunnar Örn árið 2009.

 

»Sem málari og skúlptúristi var Gunnar Örn alltaf ein á ferð. Það hafði mikil áhrif á mig hvernig hann fylgdi aldrei tískustraumum: hárnákvæm nálgun hans og hvernig hann þroskaði listræna tjáningu sína snemma á ferlinum hjálpaði mér að meta það að vinna með mikilli dýpt og tilfinninganæmi. Einstakt tungumál sköpunar hans fyllti mig skilningi á því að list er í grunninn samræða milli lífs okkar og heimins sem við lifum í,« skrifaði Ólafur.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 18. mars 2014


Skráð af Menningar-Staður

 

18.03.2014 06:21

Tónleikar í Stofunni á Nýjabæ á Eyrarbakka með Ómari Diðriks - 22. mars 2014

n

Nýjibær á Eyrarbakka.

 

Tónleikar í Stofunni í Nýjabæ á Eyrarbakka

með Ómari Diðriks - laugardaginn 22. mars 2014 kl. 14:00

 

Á þessum tónleikum í Stofunni í Nýjabæ verður Ómar Diðriksson með gítarinn sinn og ætlar að syngja sögur af fólki.

Ómar hefur samið fjólda laga við eigin ljóð sem hann ætlar að flytja ásamt Lilju Margréti dóttur sinni sem er 13 ára.


Þetta verður ekki lakara en síðast þegar tónarnir fóru að liðast um stofuna og allt lifnaði við.

 

Aðgangseyrir er 1000 kr.(börn frítt)

og það verður heitt kaffi og te á könnuni, kalt vatn á krananum og örugglega kósý í Stofunni.

 

.

Ómar Diðriksson.

 

Skráð af Menningar-Staður

ar í Stofunni áTónleikar í Stofunni á Eyrarbakka með Ómari Diðriks Eyrarbakka með Ómari Diðriks

17.03.2014 06:22

Síkátur Sunnlendingur 60 ára í dag - 17. mars 2014

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ísólfur Gylfi Pálmason og frú, Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir.

 

Síkátur Sunnlendingur - 60 ára í dag 17. mars 2014

Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra – 60 ára

 

Ísólfur Gylfi fæddist í húsi foreldra sinna á Hvolsvelli 17. mars 1954 en þau voru í hópi frumbyggja kauptúnsins: „Mamma ætlaði fyrst að dvelja á Hvolsvelli í þrjá mánuði. En hún verður níræð í haust og hefur átt heima við sömu götuna hér í 72 ár.“

Ísólfur Gylfi var í sveit á sumrin í Hallgeirsey í Landeyjum hjá Jónu Vigdísi Jónsdóttur og Jóni E. Guðjónssyni: „Þau hjónin gerðu heiðarlega tilraun til þess að gera mig að manni og Jón smitaði mig svo af hljómsveitarbakteríunni sem grasserar enn í okkur báðum. Það er að vísu talsverður aldursmunur á okkur vinunum, en tónlistin hefur þann kost að sameina kynslóðirnar.“

 

Synti Guðlaugssundið, 6,1 km

Síðan tók við brúarvinna í flokki Huga Jóhannessonar í fjögur sumur: „Það var dásamlegur tími. Við sváfum í tjöldum og þvoðum okkur áður en farið var á sveitaböllin.“

Ísólfur Gylfi stundaði nám í Hvolsskóla á Hvolsvelli, var hann einn vetur í Núpsskóla í Dýrafirði, því næst í Kennaraskóla Íslands, þá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og loks í Idrætshöjskolen í Sönderborg í Danmörku: „Sundhópurinn Vinir Dóra í Vesturbæjarlauginni þar sem ég er óvirkur meðlimur, og pottavinir í sundlauginni á Hvolsvelli, fullyrða að ég hafi fengið íþróttakennararéttindin í Bréfaskóla SÍS og ASÍ.

Ég vona að ég hafi sannað það í síðustu viku þegar ég synti 6,1 km í Guðlaugssundinu á Hvolsvelli, að prófið er ekta.“

Ísólfur Gylfi kenndi í Grunnskólanum í Ólafsvík, við Gagnfræðaskólann í Mosfellssveit og við Samvinnuskólann á Bifröst 1981-87. Hann var starfsmannastjóri í KRON og Miklagarði, sveitarstjóri á Hvolsvelli 1990-95, alþingismaður Suðurlands fyrir Framsóknarflokinn 1995-2003, sveitarstjóri Hrunamannahrepps með aðsetur á Flúðum 2003-2010 en var þá kjörinn í sveitarstjórn Rangárþings eystra og hefur verið sveitarstjóri þar síðan.

Ísólfur Gylfi hefur spilað í hljómsveitum, sungið í kórum, setið í fjölda stjórna, m.a. verið formaður Upplýsingamiðstöðvar Reykjavíkur, var varaformaður Ferðamálaráðs, formaður Orkuráðs og Orkusjóðs og hefur setið í stjórn Íslandspósts. Hann var formaður Vestnorræna ráðsins, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og sat þing Sameinuðu þjóðanna í New York svo eitthvað sé nefnt.

Áhugamál Ísólfs Gylfa snúast um tónlist, útivist, íþróttir og skógrækt, en hann er skógarbóndi í frístundum, ásamt konu sinni, og hefur nýlega snúið sér að hænsnarækt og tekur þátt í varðveislu íslenska landnámshænsnastofnsins.

 

Fjölskylda

Eiginkona Ísólfs Gylfa er Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, f. 8.7. 1957, skógarbóndi, kennari og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – símenntun á Suðurlandi. Foreldrar hennar: Jóna Birta Óskarsdóttir, f. 16.10. 1934, d. 1.6. 2008, verslunarmaður í Ólafsvík og Reykjavík, og Kolbeinn Ólafsson, f. 7.12. 1934, d. 17.8. 1976, húsgagnasmiður í Reykjavík.

Börn Ísólfs Gylfa og Steinunnar Óskar eru Pálmi Reyr Ísólfsson, f. 8.10. 1979, viðskiptafræðingur en kona hans er Bergrún Björnsdóttir viðskiptafræðingur og dóttir þeirra Kolbrún Myrra Pálmadóttir, f. 2010; Margrét Jóna Ísólfsdóttir, f. 12.9. 1984, viðskiptafræðingur en maður hennar er Þórður Freyr Sigurðsson, viðskiptafræðingur og eru börn þeirra Þórdís Ósk Þórðardóttir, f. 2008, og Þórunn Metta Þórðardóttir, f. 2012; Kolbeinn Ísólfsson, f. 16.4. 1986, vöruhönnuður en kona hans er Berglind Ýr Jónasdóttir, sérfræðingur á flugrekstrarsviði WOW air; Birta Ísólfsdóttir, f. 12.7. 1988, fatahönnuður.

Systur Ísólfs Gylfa eru Guðríður Björk Pálmadóttir, f. 5.3. 1945, sölumaður í Reykjavík; Ingibjörg Pálmadóttir, f. 18.2. 1949, hjúkrunarfræðingur og fyrrv. ráðherra og alþingismaður.

Foreldrar: Ísólfs Gylfa: Pálmi Eyjólfsson, f. 22.7. 1920, d. 12.10. 2005, sýslufulltrúi á Hvolsvelli, og Margrét Jóna Ísleifsdóttir, f. 8.10. 1924, fyrrv. tryggingafulltrúi á Hvolsvelli.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Ísólfur Gylfi Pálmason þegar Hrútavinafélagið Örvar heimsótti hann í byrjun árs 2014.

.

F.v.: Jón Kr. Ólafsson og Ísólfur Gylfi Pálmason þegar Jón Kr. fagnaði 70 ára afmælinu á Hvolsvelli fyrir nokkrum árum.

.

F.v.: Guðríður Pálmadóttir, Jón Kr. Ólafsson og Margrét Ísólfsdóttir.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 17. mars 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

17.03.2014 06:03

Sumarstörf 2014 hjá Sveitarfélaginu Árborg


Nokkrir sumarstarfsmenn Árborgar fyrir fáum árum. 

 

 Sumarstörf hjá 2014 Sveitarfélaginu Árborg 2014

                                                                           

Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Árborg:
Hægt er að sækja um öll störfin frá og með fim. 13.mars 2014 á heimasíðu Árborgar www.arborg.is undir Mín Árborg. Síðan er farið í umsóknir um sumarstörf eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn sjálfur (18 ára og eldri). Umsækjendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að sækja um í gegnum aðgang foreldra.  Umsóknarfrestur er til og með fös. 4.apríl nk.

Störf hjá vinnuskólanum

Undir hverju starfi eru verk-, ábyrgðar- og hæfniskröfur.

Verkstjóri vinnuskólans

 • Yfirumsjón með flokkstjórum og vinnuhópum vinnuskólans ásamt vinnuskólastjóra
 • Almenn garðyrkjustörf,  umhirðu á opnum svæðum o.fl. tengt vinnuskólanum
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Bílpróf skilyrði
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 22 ára.

Flokkstjórar vinnuskólans

 • Umsjón með vinnuhóp vinnuskólans
 • Almenn garðyrkjustörf,  umhirðu á opnum svæðum o.fl. tengt vinnuskólanum
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Lágmarksaldur 20 ára

Sumarstörf fyrir ungmenni með fötlun

 • Almenn sumarstörf
 • Sértæk verkefni
 • Lágmarskaldur 17 ára

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson, gunnars@arborg.is og Þórhildur Edda Sigurðardóttir,thorhildur@arborg.is eða í síma 480-1900.

________________________________________________________________________________

Störf hjá Umhverfisdeildinni

Undir hverju starfi eru verk-, ábyrgðar- og hæfniskröfur.

Sumarstarfsfólk í garðslætt.

 • Vinna við við almenn garðyrkjustörf, garðslátt og hirðingu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf skilyrði og vinnuvélaréttindi kostur.
 • Lágmarksaldur 18 ára.

Sumarstarfsfólk í almenna garðyrkju.

 • Vinna við almenn garðyrkjustörf, gróðursetningu, beðahreinsun og umhirðu á opnum svæðum.
 • Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar.
 • Frumkvæði og góð mannleg samskipti.
 • Bílpróf æskilegt og lágmarksaldur 18 ára.

Nánari upplýsingar veitir Marta María Jónsdóttir í 4801900 eða marta@arborg.is.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

16.03.2014 19:39

16. mars - Gvendardagur

Hólar í Hjaltadal.16. mars - Gvendardagur

 

Gvendardagur er í dag 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp. 

Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld. 

Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást. 

 Skráð af Menningar-Staður