Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

16.03.2014 09:25

Eyrarbakki - Fyrirheitna landið

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson.

 

Eyrarbakki - Fyrirheitna landið

 

Við Valgeir erum nú á leiðinni inn í „Leyndardóma Suðurlands“ með flutningi okkar í ættarreit föðurfjölskyldu minnar, Eyrarbakka.

Við höfum nú um dágott skeið fikrað okkur áfram með leiðir til að sinna gefandi verkefnum í þágu menningar og mennta .

Nú er lag því öll börnin eru komin yfir tvítugt og baða út vængjum sínum til að öðlast sjálfstætt líf.

Við mátum það sem svo að í nýju umhverfi sem er samt svo gamalt og fagurt með náttúruundur Suðurlands til allra átta bæði í víðri mynd og í nærmynd, að það væri staður til að vinna þau verk sem okkur fellur best að sinna.

 

Sjá hér url úr Fréttatímanum í gær með viðtali við okkur VG vegna þessa og heimsíðuna í mótun.

 

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir skrifar á Facebook

 

Smella á þessa slóð:
http://issuu.com/frettatiminn/docs/14_03_2014_lr/65?e=2398740%2F7088923
www.bakkastofa.is


Skráð af Menningar-Staður

 

16.03.2014 09:00

Göngum, göngum

.

.

alt

Sandra Dís Hafþórsdóttir

 

Göngum, göngum

Sandra Dís Hafþórsdóttir skrifar:

 

Það eru nokkrir áratugir síðan amma mín heitin fór að ganga sér til heilsubótar. Á hverjum degi gekk hún hringinn eins og hún kallaði það og var sannfærð um að það væri ástæðan fyrir því að henni varð aldrei misdægurt. Til að byrja með þótti hún skrítin að vera að þessu enda fáir sem sáu ástæðu til að arka um þorpið án þess að eiga erindi eitthvert en í dag þykir þetta eðlilegasti hlutur í heimi. Sífellt fleiri eru meðvitaðir um gildi hreyfingar og áhugi almennings á útivist hefur aukist mikið. Samhliða því vaknar áhugi fólks á sínu nærumhverfi. Þegar gengið er daglega um sveitarfélagið tekur fólk eftir ýmsu sem betur má fara, margir koma þeim ábendingum áleiðis til sveitarfélagsins og er það vel.   

 

Undanfarin ár hefur markvisst verið unnið að því að kortleggja vinnu við umhirðu sveitarfélagins, slátt, gróðursetningar og önnur smærri verk en einnig hafa verið lagðir fjármunir í stærri verk til að bæta ásýnd bæjarkjarnanna okkar hér í Árborg. Dæmi um þetta er endurnýjun gangstétta á Eyrarbakka og göngustígagerð víða um sveitarfélagið.

 

Í ansi mörg ár hafði íbúum á Stokkseyri og Eyrarbakka verið lofað göngustíg á milli þorpanna og á þessu kjörtímabili var loksins hafist handa við að gera hann. Ekki hefur þó tekist að klára hann ennþá en það er meðal annars vegna þess að breyta þarf skipulagi vegna legu stígsins. Það mál er í ferli og vonumst við til að hægt verði að klára stíginn áður en langt um líður. Þetta mun, að mínu mati, skipta mjög miklu máli fyrir íbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri og þá ekki síst fyrir börnin. 

Göngustígagerð á Selfossi hefur líka verið í gangi á kjörtímabilinu. Falleg gönguleið meðfram Ölfusá er mikið notuð og nú nýverið voru boðnar út framkvæmdir vegna göngustíga víða um Selfoss. Það er gaman að sjá hversu margir nýta sér þessar gönguleiðir. Framkvæmdir á borð við þessar stuðla að fjölskylduvænu samfélagi og hvetja til hreyfingar og útivistar og það er mín skoðun að halda eigi áfram á þessari braut í uppbyggingu á göngustígum innan sveitarfélagsins.

 

Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi og sækist eftir 2.sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 22. mars nk.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.03.2014 15:28

Lenti í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka

Eyrarbakki. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Lenti í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka

 

Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka var kölluð út nú um hádegisbil til aðstoðar manni sem var í sjálfheldu undir bryggjunni á Eyrarbakka. Hafði hann verið á göngu með hund sinn sem stökk undir bryggjuna og lenti í sjónum.

Maðurinn fór á eftir hundinum, náði að bjarga honum úr sjónum en komst svo hvorki lönd né strönd.

Björgunarsveitin var snögg á staðinn enda kölluð út á fyrsta forgangi þar sem talin var hætta á ferðum og hafði náð manninum og hundinum nokkrum mínútum eftir að kallið barst.

Ekkert amaði að manninum en hundurinn var mjög kaldur.

 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.03.2014 06:35

Söngleikjatónleikar í Selfosskirkju í dag - 15. mars 2014

Selfosskirkja.

.

image

Fluttar verða vinsælustu perlur u´r söngleikjunum;

Mary Poppins, West Side Story, Fiðlarinn á þakinu og Sound of Music.

 

Söngleikjatónleikar í Selfosskirkju í dag - 15. mars 2014

 

Barna- og unglingakór Selfosskirkju heldur tónleika i´ kirkjunni í dag, laugardaginn 15. mars 2014,  kl. 15, ásamt strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga.

 

Um er að ræða söngleikjatónleika, þar sem fluttar verða vinsælustu perlur úr söngleikjunum Mary Poppins, West Side Story, Fiðlarinn á þakinu og Sound of Music.

 

„Eftir spennandi undirbúning, fjölda æfinga, samæfingar og æfingabúðir er bara eitt eftir, að flytja fyrir framan fullt hús,“ segir Edit Molnar, stjórnandi barna- og unglingakórsins.

 

Hún segir það ánægjulegt fyrir kórana að geta komið fram með þessum hætti ásamt strengjasveit, sem er skipuð meðlimum á sama aldri og kórfélagar.

 

„Á sviðinu verða í kringum níutíu ungir söngvarar og hljóðfæraleikarar og við lofum frábærri skemmtun,“ segir hún.

Miklós Dalmay verður við píanóið og Guðmundur Kristinsson stjórnar strengjasveitinni.

Af www.sunnlenska.is

 

 

15.03.2014 06:15

Góugleði Félags eldri borgar á Eyrarbakka - í kvöld15. mars 2014

Frá Góugleði 2008

 

Góugleði Félags eldri borgar á Eyrarbakka - í kvöld 15. mars 2014

 

Góugleði

 

Félag Eldri borgara á Eyrarbakka heldur Góugleði

 

í kvöld - laugardaginn 15. mars 2014 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

 

Húsið opnar Kl:19:00

 

Fjölbreytt skemmtidagskrá

 

Jón Bjarnasor er veislustjóri og spilar fyrir dansi

 

Veislumatur frá Rauða-Húsinu

 

.Frá Góugleði 2008.

Frá Góugleði 2008.

Frá Góugleði 2008

Frá Góugleði 2008

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

14.03.2014 10:06

Morgunstund að Menningar-Stað 14. mars 2014

.

 

Morgunstund að Menningar-Stað 14. mars 2014

 

Menningar-Staður færði til myndar eina af morgunstundunum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í dag, föstudaginn 14. mars 2014.

Þar voru:

Siggeir Ingólfsson

Ingólfur Hjálmarsson

Ívar Örn Gíslason

Björn Ingi Bjarnason

og séra Sveinn Valgeirsson.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258687/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður

14.03.2014 07:17

Opnir fundir vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna sem haldið verður 22. mars 2014

Photo: Opnir fundir vegna prófkjörs sem haldið verður 22. mars.

 


Eyrarbakkafundur
Rauða-Húsið á Eyrarbakka 

miðvikudaginn 19. mars kl. 20:00

 

Skráð af Menningar-Staður

14.03.2014 07:07

Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Árborg

 

Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Árborg

 

Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Árborg verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri að Eyrarbraut 39, mánudaginn 17. mars 2014 kl. 20:30.

Grunnur verður lagður að sveitastjórnarkosningum í vor og allir sem vilja bjóða íbúum Árborgar upp á bjarta framtíð eru hvattir til að mæta.

Hefðbundin stofnfundarmál verða á dagskrá.

Í lokin verður almenn umræða um Ályktun Bjartrar framtíðar (www.bjortframtid.is/alyktun).


Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

14.03.2014 07:01

Píratar bjóða fram í Árborg

Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Píratar bjóða fram í Árborg

 

Aðildarfélag Pírata í Árborg var stofnað síðastliðinn laugardag með það í huga að bjóða fram til bæjarstjórnar í vor.

Kosið var í stjórn til bráðabirgða og samþykkt að stefna til aðalfundar eigi síðar en í byrjun apríl þar sem lög verða samþykkt og endanleg stjórn félagsins kosin. Gerður hefur verið grundvöllur til umræðu á facebookhópnum „Okkar Árborg“ til að auka skilvirkni í komandi kosningum.

 

Í tilkynningu frá Pírötum í Árborg (PÍÁ) segir að málefnavinna sé þegar farin af stað og hugmyndavinnan komin í gang um stefnumálin sem ætla að leggja áherslu á.

„Meginstefna Pírata verður þó alltaf í grunninn opin og gagnsæ stjórnsýsla þar sem íbúalýðræði skipar stóran sess í gegnum netmiðla. Íbúum verður gefinn kostur að taka þátt í því sem er að gerast í málefnum sveitarfélagsins og íbúafundir verða með tímanum virkur þáttur í starfi bæjarstjórnar Árborgar, nái stefna okkar fram að ganga,“ segir í tilkynningu frá PÍÁ.

„Málefni munu fá meiri umfjöllun vegna gagnsæis og ýta undir meðvitund íbúa um hvernig stjórn sveitarfélagsins starfar. Sérhagsmunagæsla mun hverfa úr stjórnmálum. Gagnsæi er það eina sem allir sem eru við stjórn óttast vegna þess að þar er eitthvað falið sem þolir ekki dagsljósið. Eftirfylgni er gríðarlega mikilvægt atriði og sýnir virkni í gagnrýni á þá sem eru við stjórn hverju sinni,“ segir ennfremur í tilkynningunni frá PÍÁ.

Af www.sunnlenska.is


Skráð af Menningar-Staður

14.03.2014 06:52

Menningarveisla í Grindavík í viku

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Meðal þátttakenda í menningarviku Grindavíkur verða

Gunnar Þórðarson, Sossa Björnsdóttir, Birgit Kirke og Stanley Samuelsen.

 

Menningarveisla í Grindavík í viku

• Tjalda miklu til á 40 ára afmæli bæjarins

 

Menningarvika hefst í Grindavík í dag, í sjötta sinn, en dagskráin að þessu sinni er sérlega vönduð og fjölbreytt í tilefni 40 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkur í ár.

Verður hápunktur menningarviku stórtónleikar í íþróttahúsinu laugardaginn 22. mars þar sem Fjallabræður og Jónas Sig flytja verk sín ásamt 80 manna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

 

Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju á morgun, laugardag, kl. 17:00 Eftir setninguna verður gestum boðið í safnaðarheimilið í fjölmenningarlegt veisluhlaðborð. Fyrr um daginn fara af stað ýmsar sýningar en um helgina verður jafnframt Safnahelgi á Suðurnesjum.

 

Meðal fjölmargra viðburða á morgun er opnun málverkasýningar Sossu Björnsdóttur og Birgit Kirke í Veiðarfæragerðinni á Ægisgötu 3. Við opnunina munu tónlistarmennirnir Gunnar Þórðarson og Stanley Samuelsen frá Færeyjum, líkt og Kirke, leika íslenska og færeyska tónlist. Viðburðurinn er liður í samstarfi listamannanna sem hófst í Þórshöfn í Færeyjum vorið 2013 og síðar á Ljósanótt í Reykjanesbæ sama ár. Gunnar og Samuelsen verða einnig meðal flytjenda á setningarhátíð menningarviku í Grindavíkurkirkju á morgun.

 

Menningarvikan heldur síðan áfram með daglegum viðburðum; fleiri myndlistarsýningum, leiksýningum, ljósmyndasýningum, tónleikum og ýmsu fleiru.

Nánari upplýsingar eru á vefnum www.grindavik.is

 

Stórtónleikar Jónasar Sig, Fjallabræðra og Lúðrasveita Vestm. og Þorláksh. í íþróttahúsinu

 

Skráð af Menningar-Staður