Hluti frambjóðenda á S-listanum í Árborg eftir að listinn var samþykktur í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, er í 1. sæti á S-listanum í Árborg en listinn var samþykktur á fjölmennum aðalfundi Samfylkingarfélagsins í kvöld.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, skipar annað sætið.
Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Eyrarbakka, skipar þriðja sætiið.
S-listinn á tvo fulltrúa af níu í bæjarstjórn Árborgar á yfirstandandi kjörtímabili.
Uppstillingarnefnd lagði tillögu sína fyrir aðalfundinn í kvöld og var hann samþykktur með kraftmiklu lófataki.
Fundurinn var fjölmennur og mikill og jákvæður hugur í fólki en margt nýtt fólk er á listanum.
Listi Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Árborg þann 31. maí 2014 er þannig skipaður:
1. Eggert Valur Guðmundsson, sjálfstætt starfandi/bæjarfulltrúi, Tjarnabyggð
2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi/bæjarfulltrúi, Selfossi
3. Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Eyrarbakka
4. Viktor Stefán Pálsson, lögfræðingur, Selfossi
5. Svava Júlía Jónsdóttir, ráðgjafi og vinnumiðlari, Selfossi
6. Anton Örn Eggertsson, matreiðslumaður, Selfossi
7. Kristrún Helga Jóhannsdóttir, nemi, Selfossi
8. Jean-Rémi Chareyra, veitingamaður, Tjarnabyggð
9. Sesselja S. Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
10. Hörður Ásgeirsson, kennslustjóri, Selfossi
11. Steinunn Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, Selfossi
12. Magnús Gísli Sveinsson, sundlaugarvörður, Selfossi
13. Kristín Sigurðardóttir, starfsmaður í leikskóla, Stokkseyri
14. Hermann Dan Másson, nemi, Selfossi
15. Frímann Birgir Baldursson, lögregluvarðstjóri, Selfossi
16. Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
17. Gestur S. Halldórsson, fyrrverandi staðarhaldari, Selfossi
18. Ragnheiður Hergeirsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, Tjarnabyggð
Af www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
Samfylkingin í Árborg hefur boðað til aðalfundar í kvöld fimmtudagskvöldið 13. mars 2014.
Á þeim fundi verður framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor borinn upp til samþykktar.
Fundurinn verður haldinn í Samfylkingarsalnum að Eyravegi 15 á Selfossi og hefst kl 20:00
Soffía Sigurðardóttir er formaður Samfylkingarfélagsins í Árborg
Skráð af Menningar-Staður
Séð heim að Þingborg í Flóahreppi.
Kvenfélögin í Flóahreppi funda í kvöld - fimmtudaginn 13. mars 2014
og eftir 2 vikur
Frá Kvenfélagi Hraungerðishrepps:
Aðalfundur
Aðalfundur Kvenfélags Hraungerðishrepps verður haldinn í Þingborg í kvöld,
fimmtudaginnn 13. mars 2014 kl. 20.30.
Á dagskrá fundarins eru venjubundin
aðalfundarstörf. Gunnur S.Gunnarsdóttir sem gengt hefur starfi gjaldkera
undanfarin 6 ár ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs.
Nýir félagar ávallt velkomnir.
Kaffihópur:
Betzy Marie Davíðson, Helga Sigurðardóttir, Hilda Pálmadóttir,
Ingunn Jónsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Matthildur Pálsdóttir og Berglind
Björk Guðnadóttir.
Hittumst hressar og kátar,
kveðja stjórnin.
Herbergiskvöld
Nú er undirbúningur fyrir basarinn sem fyrirhugaður er í haust kominn á fullt og
ætlum við að hittast í herberberginu okkar í Þingborg í nokkur skipti fram á vor.
Næstu skipti eru 6. mars, 20. mars, 2. apríl og 10. apríl kl. 20.30 öll kvöldin.
Það verður efni á staðnum í hekl, saum og prjón fyrir þær sem það vilja. En það
er alveg frjálst að koma með það sem hverri og einni henntar. Allar hugmyndir
að skemmtilegu handverki vel þegnar. Sjáumst sem flestar og njótum
samverunnar við þessi skemmtilegu verkefni.
Kv. Stjórnin
__________________________________________________________________________________________________________________
Félagsheimilið Þjórsárver í Flóahreppi.
Frá Kvenfélagi Villingaholtshrepps:
Aðalfundur
Aðalfundur kvenfélagsins verður haldinn í Þjórsárveri í kvöld, fimmtudaginn 13. mars 2014
kl. 20.00.
Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, og kosning um
lagabreytingar sem kynntar voru á haustfundi. Gögn vegna lagabreytinga verða
send heim til félagskvenna fyrir fund.
Nýjar konur boðnar hjartanlega velkomnar á fund og til inngöngu í félagið.
Kaffikonur:
Rósa Matthíasdóttir, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, María Hödd
Lindudóttir, Kristín Tómasdóttir, Alda Hermannsdóttir og Aðalheiður
Sveinbjörnsdóttir.
Með kveðju,
Sólveig Þórðardóttir formaður
_______________________________________________________________________________________________________
Félagsheimilið Félagslundur í Flóahreppi.
Frá Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps:
Aðalfundur
Aðalfundur Kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps verður haldinn á loftinu í
Félagslundi fimmtudagskvöldið 27. mars 2014 og hefst kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf. M.a. verður kosning formanns, en núverandi formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Fjölmennum á aðalfund og eigum saman góðan fund, þar sem við ræðum málefni félagsins og starfið framundan.
Konur utan félags eru sérstaklega hvattar til að koma og kynna sér kvenfélagið.
Þessar eiga að sjá um kaffi á fundinum:
Margrét á Velli, Hildur á Efri-Gegnishólum og Stefanía í Klængsseli.
Stjórnin.
Basarvinna
Undirbúningur fyrir jólabasarinn næsta haust er í fullum gangi. Hittst hefur
verið á þriðjudagskvöldum og verður því haldið áfram fram á vor.
Næstu basarkvöld verða sem hér segir: 4. mars, 18. mars og 1. apríl, öll kvöldin
frá kl. 20.00-22.00 á loftinu í Félagslundi. Verum duglegar að mæta og taka
þátt í þessari skemmtilegu vinnu, margar hendur vinna létt verk.
Stjórn og basarnefnd.
Skráð af Menningar-Staður
Jetið og jarmað í kvöld - 13. mars 2014
Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu heldur aðalfund á fjárhúsloftinu í Egilsstaðakoti í Flóahreppi
í kvöld, fimmtudagskvöldið, 13. mars 2014 kl. 20:30
Oddný Steina Valsdóttir, stjórnarmaður í LS, segir frá gæðastýringum og ræðir fleiri mál.
Venjuleg aðalfundarstörf
Kjötsúpa
Nýir félagar alltaf velkomnir
Stjórnin
Skráð af Menningar-Staður
Þorbergur Þórðarson
Þórbergur Þórðarson rithöfundur fæddist á Hala í Suðursveit 12. mars 1888, sonur Þórðar Steinssonar, bónda og Önnu Benediktsdóttur.
Bróðir Þórbergs var Steinþór á Hala, höfundur ritsins Nú nú, bókin sem aldrei var skrifuð.
Þórbergur var háseti og kokkur á skútum og var í vegavinnu á yngri árum. Hann stundaði nám við Kennaraskólann, var óreglulegur nemandi við HÍ en var þó fyrst og fremst sjálfmenntaður og sótti þá víða fanga. Hann safnaði orðum úr alþýðumáli um fimmtán ára skeið, gaf út mjög athyglisverðar þjóðsögur úr samtímanum, ásamt Sigurði Nordal, var kennari við Iðnskólann í Reykjavík, Verslunarskóla Íslands og gagnfræðaskóla í Reykjavík.
Meistari Þórbergur er, ásamt Halldóri Laxness og Gunnari Gunnarssyni, líklega einn mesti rithöfundur þjóðarinnar, fyrr og síðar. Með bók sinni, Bréf til Láru, 1924, setti hann þjóðlífið á annan endann með róttækari og djarfari samfélags- og menningargagnrýni en áður hafði tíðkast. Mörg þekktustu verka hans eru sjálfsævisöguleg og mjög sjálfmiðuð, s.s. Ofvitinn, Íslenskur aðall og Steinarnir tala. Sálmurinn um blómið fjallar hins vegar um fyrstu æviár ungrar stúlku. Höfundurinn setur sig í spor hennar og fylgir henni frá fæðingu og fram á barnaskólaár. Þá skráði hann óborganlega ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar. Auk þess orti Þórbergur ljóð á yngri árum.
Sem rithöfundur var Þórbergur meistari í því að endurskapa hughrif og stemningu fyrri tíma. Hann taldi sig vísindalega sinnaðan, var kommúnisti, mikill áhugamaður um esperantó, kynnti sér jóga og dulfræði, og var sannfærður um framhaldslíf og tilvist drauga, álfa og skrímsla í sjó og vötnum. En viðhorf hans á flestum þessum sviðum virðast þó byggð á afar bernskri raunhyggju.
Samtalsbók Matthíasar Johannessen, Í kompaníi við allífið, lýsir vel persónu þessa barnslega, elskulega og einlæga rithöfundar.
Þórbergur lést 12. nóvember 1975.
Morgunblaðið miðvikudagurinn 12. mars 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Lárus Blöndal.
Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali fæddist á Eyrarbakka 11. mars 1914. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, kaupfélagsstjóri á Eyrarbakka, og Ragnheiður Lárusdóttir Blöndal húsfreyja.
Guðmundur var bróðir Sigurðar bankaritara á Selfossi, afa Þorsteins Pálssonar, fyrrv. ráðherra. Guðmundur var sonur Guðmundar, Guðmundssonar, bóksala á Eyrarbakka, og Ingigerðar Ólafsdóttur.
Ragnheiður Blöndal var systir Jósefínu, ömmu Matthíasar Johannessen skálds og fyrrv. ritstjóra Morgunblaðsins og langömmu Haraldar Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins. Bróðir Ragnheiðar var Haraldur Blöndal ljósmyndari, afi Halldórs Blöndal, fyrrv. ráðherra. Ragnheiður var dóttir Lárusar Blöndal, sýslumanns og alþm. á Kornsá Björnssonar, ættföður Blöndalættar Auðunssonar. Móðir Ragnheiðar var Kristín Ásgeirsdóttir, bókbindara á Lambastöðum, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar Finnbogadóttur, en móðir Kristínar var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar.
Meðal átta systkina Lárusar bóksala var Kristín, móðir Sigríðar Rögnu Sigurðardóttur sem sá um barnaefni Sjónvarspins.
Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Þórunn Kjartansdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn. Meðal þeirra er Kjartan Lárusson, fyrrv. forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands.
Lárus starfaði við Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar frá 1936, varð verslunarstjóri við opnun Bókaverslunar Ísafoldar í Austurstræti, 1939, en stofnaði Bókabúð Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg í Reykjavík, 1943, og rak hana ásamt útibúi til 1991. Hann sat í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, var lengi formaður Félags íslenskra bókaverslana, formaður Innkaupasambands bóksala, sat í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands, í stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur og í stjórn Eyrbekkingafélagsins í Reykjavík.
Lárus lést 25. júní 2004.
Morgunblaðið þriðjudagur 11. mars 2014 - Merkir Íslendingar
Skráð af Menningar-Staður
Frá Góugleði 2008
.
Góugleði
Félag Eldriborgara á Eyrarbakka heldur Góugleði
laugardaginn 15. mars í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka
Húsið opnar Kl:19:00
Veislumatur frá Rauða-Húsinu
.Frá Góugleði 2008
Frá Góugleði 2008
.
Frá Góugleði 2008
.
Skráð af Menningar-Staður
F.v.: Rúnar Eiríksson og Elías Ívarsson eru djúpvitrir í pólitík svæðisins.
Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram síðasta laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Af þessu leiðir að næstu sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 31. maí 2014.
Vitringarnir í Vesturbúðinni á Eyrarbakka hafa haldið vakandi kosningaumræðu allt kjörtímabilið og eru því klárir í vangaveltur og annað sem fylgir kosningum. Þó Vesturbúðin sé lokið nú um stundir þá finnur pólitíkin sér vettvang og farveg eins og vatnið sem finnur ætíð heppilegustu leið til sjávar.
Vitringarnir eru ein deilda Hrútavina-SAMBANDSINS en Hrútavinir eru Guðfeður hins hreina meirihluta D-lista í Sveitarfélaginu Árborg þetta kjörtímabil en hvað verður á því næsta?
Nú beinast augu margra að prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fram fer laugardaginn 22. mars 2014.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is