Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

10.03.2014 17:44

Laus störf á Litla-Hrauni og Sogni

Litla-Hraun.

 

Laus störf á Litla-Hrauni og Sogni

 

Fangelsismálastofnun ríkisins auglýsir laus til umsóknar embætti fangavarða til sumarafleysinga við Fangelsið Litla-Hrauni og Sogni.

Fangavörður - sumarafleysingar

 

Markmið Fangelsismálastofnunar við rekstur fangelsa eru þessi helst: 
- Að afplánunin fari fram með öruggum hætti þannig að réttaröryggi almennings sé tryggt 
- Að draga úr líkum á endurkomu fanga í fangelsi.
- Að föngum sé tryggð örugg og vel skipulögð afplánun, að mannleg og virðingarverð samskipti séu höfð í fyrirrúmi og að fyrir hendi séu aðstæður og umhverfi sem hvetja fanga til að takast á við vandamál sín

Helstu verkefni og ábyrgð

Starf fangavarðar felst m.a. í umsjón ákveðinna verkefna og veita leiðbeiningar til skjólstæðinga. 
Um skilyrði þess að vera ráðinn fangavörður fer skv. ákvæðum reglugerðar nr. 304/2000.

Hæfnikröfur

Leitað er eftir starfsmönnum sem:
- Eru hugmyndaríkir og vilja vinna að breyttu og betra fangelsisumhverfi 
- Hafa gott viðmót og samskiptahæfileika
- Hafa áhuga á að vinna með mjög breytilegum einstaklingum 
- Eru þolinmóðir, agaðir og eiga auðvelt með að fylgja vinnureglum
- Geta brugðist skjótt við breytilegum aðstæðum

Annað
- Gott vald á íslensku talaðri sem ritaðri
- Enskukunnátta æskileg
- Tölvufærni

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til þess að sækja um.

Sækja skal um starfið merkt "...embætti fangavarða til sumarafleysinga...." á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is fyrir fyrir 21. mars nk.
Stofnunin áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.
Umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Ath. Þeir sem nú þegar hafa fyllt út umsókn "Viltu vera á ská" á heimasíðu fangelsismálastofnunar þurfa ekki að fylla út nýja umsókn.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.03.2014

Nánari upplýsingar veitir

Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir- sigurbjorg@fangelsi.is - S: 480 9000
Sigurður Steindórsson- sigurdurst@fangelsi.is - S: 480 9000


FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.03.2014 17:30

500 manns heimsóttu Litla-Hraun

Litla-Hraun eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka.

 

500 manns heimsóttu Litla-Hraun

 

Á Litla-Hrauni var verið að setja upp fangelsi í því húsi er fyrr átti að verða sjúkrahús Sunnlendinga og var fangelsið vígt þann 26. febrúar.

Fyrstu starfsmenn þess voru Sigurður Heiðdal forstjóri, en hann var áður skólastjóri b.s. á Stokkseyri, Zóphanías Jónsson, matráður og Jónas Jónsteinsson fangavörður og kennari á Stokkseyri, síðar skólastjóri þar. Netagerð og jarðrækt áttu fangar að ástunda, enda hét þetta "Vinnuhæli" þó oftar væri kallað "Letigarður".

Fyrstu fangarnir voru tveir Danir og einn Íslendingur.

Bygging þessi var löngum pólitíkst þrætuepli, öndvert hvort heldur sem af yrði fangelsi eða sjúkrahús.

"Heiðdalshús" var byggt þá um sumarið undir forstjórann og störfuðu við það fangarnir sem þá voru orðnir 13 talsins. Skemma var einnig bygð þetta ár. Vörubíl átti fangelsið til aðdrátta.

Fangelsið var til sýnis á sunnudögum og heimsóttu það 500 manns.

 

Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu - Sú var tíðin 1929-
Sjá: 
 www.brim.123.is

Skráð af Menningar-Staður

 

10.03.2014 15:57

Opinn fundur um löggæslumál 12. mars 2014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ólafur Helgi Kjartansson og Siggeir Ingólfsson í Vesturbúðinni á Eyrarbakka fyrir nokkru.

 

Opinn fundur um löggæslumál 12. mars 2014

 

Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir fundi um löggæslumál á Hótel Selfossi miðvikudaginn 12. mars n.k. kl. 20. Fjallað verður um stöðu löggæslumála og forvarnir, m.a. störf Forvarnahóps Árborgar.  

 

Erindi flytja:


Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri,
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn,
Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi og Gunnar Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi.
 

 

Fundarstjóri Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

 

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna. 

Sveitarfélagið Árborg

 

Ólafur Helgi Kjartansson og Margrét Frímannsdóttir fyrir framan Menningarverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri fyrir nokkrum árum.


Skráð af Menningar-Staður

10.03.2014 14:58

Gunnar Thoroddsen á Eyrarbakkafundi

Gunnar Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen. 

 F. í Reykjavík 29. des. 1910, d. 25. sept. 1983.

 

Gunnar Thoroddsen á Eyrarbakkafundi

Stjórnmálafundir voru jafnan fjölmennir á Bakkanum og pólitískar kanónur úr Reykjavíkurbæ sóttu þá gjarnan.

Þannig fundur var haldinn 10. maí fyrir forgöngu Heimdallar og tókust þar á í ræðum, ungir íhaldsmenn, ungir jafnaðarmenn, ungliðar framsóknarmanna og kommunistar.

Var fundurinn fjölsóttur af Reykvíkingum svo að nauðsynlegt var að takmarka aðgang þeirra, því ella hefðu þeir einir fyllt öll 200 sætin í samkomuhúsinu.

Fundarstjóri var Lúðvík læknir Nordal. Íhaldsmenn komu á fimm bílum skreyttum íslenska fánanum og var á meðal þeirra maður einn síðar velþekktur, Gunnar Thoroddsen.Óðinn K. Andersen skrifar á sinni frábæru heimasíðu - Sú var tíðin 1931-
Sjá:
 www.brim.123.is


 Skráð af Menningar-Staður

10.03.2014 12:12

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

Eyrarbakki

 

Vefmyndavélin á Rauða  húsinu á Eyrarbakka

10.03.2014 12:04

Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgrein landsins

 

Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgrein landsins

 

Tekjur af erlendum ferðamönnum voru stærsta útflutningsafurð Íslendinga á árinu 2013. Þetta má sjá í nýjum gögnum um útflutning á vörum og þjónustu hjá Hagstofunni.

26,8% af heildarverðmæti

Alls námu tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega 275 milljörðum króna á árinu 2013, sem samsvarar 26,8% af heildarverðmæti útflutnings vöru og þjónustu. Útflutningur sjávarafurða nam 25,5% og áls og álafurða 21,0% og voru það þrír stærstu liðirnir.

Ferðaþjónustan efst í fyrsta sinn 

Þetta er í fyrsta sinn sem tekjur af erlendum ferðamönnum eru stærsta útflutningsafurð landsins. Hlutfallið var tæp 19% árið 2010 og hefur því vaxið hratt á síðustu þremur árum eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu útflutningstekna og þróun þeirra síðustu ár.

Útflutningur 2013 - mynd

.

Útflutningur 2010-2013 - tafla

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

10.03.2014 09:45

Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir GUðjónsson í Eyrarbakka kirkju 30. mars 2014

Photo: Raggi Bjarna,  Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson verða með tónleika í Eyrarbakkakirkju á leyndardómunum þar sem Ragnar Bjarnason og söngferill hans verður í forgrunni. Tónleikarnir verða sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 og verða jafnvel endurteknir helgina á eftir.

Eyrarbakkakirkja.

 

Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

í Eyrarbakkakirkju 30. mars 2014

 

Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson verða með tónleika í Eyrarbakkakirkju á menningarhátíðinni Leyndardómar Suðurlands þar sem Ragnar Bjarnason og söngferill hans verður í forgrunni.

Tónleikarnir verða sunnudaginn 30. mars kl. 16:00 og verða jafnvel endurteknir helgina á eftir.

 

Leyndardómar Suðurlands

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.03.2014 09:32

Vor í Árborg - undirbúningur í fullum gangi

Margir tengja nafn Elfars Guðna beint við menningarhátíðina “Vor í Árborg” því á fyrstu setningarhátíðinni sem var í Menningarsalnum í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri vorið 2003 var hann útnefndur fyrsti bæjarlistamaður Árborgar fyrir framan listaverkið “Brennið þið vitar” þar sem menningarrisarnir tveir á Stokkseyri, þeir Páll Ísólfsson og Elfar Guðni Þórðarson, renna saman í litum og tónum. Á myndinni eru Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka sem þá var formaður Lista- og menningarnefndar Árborgar og Elfar Guðni Þórðarson listamaður á Stokkseyri.

 

Vor í Árborg – undirbúningur í fullum gangi

 

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin dagana 24. – 27. apríl 2014 í Sveitarfélaginu Árborg.

Fjölbreyttir viðburðir verða í boði um allt sveitarfélagið og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Setja á upp stóra viðburði í öllum byggðarkjörnum hver með sínum sérkennum auk þess sem sérstök hátíðarhöld verða í kringum sumardaginn fyrsta á fimmtudeginum 24.apríl. Skátafélagið Fossbúar sem einnig fagnar stórafmæli á árinu sjá um hátíðarhöldin tengd sumardeginum fyrsta.

Áhugasamir sem vilja taka þátt í Vori í Árborg eða vera með dagskrárlið geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa í síma 480-1900 eða í tölvupósti á bragi@arborg.is.

Fjölskylduleikurinn Gaman Saman er stimpilleikur en gefið er út sérstakt vegabréf með dagskrá hátíðarinnar sem stimplað er í eftir þátttöku í ákveðnum viðburðum. Síðan er hægt að skila inn vegabréfinu og eiga möguleika á veglegum vinningum.  

Af: www.arborg.is

vor_i_arborg_ferkantad

 

Skráð af menningar-Staður

10.03.2014 06:55

10. mars 1934 - Dregið var í fyrsta sinn í Happdrætti Háskóla Íslands

Háskólabyggingarnar í Reykjavík.

Fremst er aðalbyggingin sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

10. mars 1934 - Dregið var í fyrsta sinn í Happdrætti Háskóla Íslands

Dregið var í fyrsta sinn í Happdrætti Háskóla Íslands.

Drátturinn fór fram í Iðnó og var salurinn þéttskipaður fólki.

Hæsti vinningurinn, 10 þúsund krónur, kom á miða nr. 15857.

Morgunblaðið mánudagurinn 10. mars 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Skráð af Menningar-Staður

09.03.2014 20:07

Kasparov fór að leiði Fischers

Garry Kasparov við leiði Bobby Fischer í Laugardælakirkjugarði. mbl.is/Ómar

 

Kasparov fór að leiði Fischers

 

Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fór í dag að leiði Bobbys Fischers í Laugardælakirkjugarði. Þá ritaði hann einnig í minningabók um Fischer í kirkjunni. Í dag er 71 ár frá fæðingu Fischer en hann lést 17. janúar 2008.

Kasparov kom hingað til lands í dag og verður fram á þriðjudag. Hann hóf heimsóknina á því að heimsækja N1-Reykjavíkurmótið sem fer fram í Hörpu. Annað kvöld mun hann svo snæða kvöldverð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra.

Garry Kasparov ritar í minningabók um Fischer. mbl.is/Ómar

Af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður