Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Mars

09.03.2014 07:15

Skákmót í Tré og list 9.mars 2014 - á afmælisdegi Bobby Fischer

Bobby Fischer.

 

Skákmót í Tré og list 9.mars 2014 - á afmælisdegi Bobby Fischer

 

Í kvöld, sunnudagskvöldið 9.mars 2014 kl.19:00, á afmælisdegi Bobby Fischer, verður skákmót í Tré og list að Forsæti í Flóahreppi.

Tefldar verða Fischerskákir (960Chess), 5/3 umhugsunartími, 7 umferðir með Sviss kerfi. Gott er að mæta með tafl og klukku ef hún býður uppá 5/3 umhugsunartíma. Mótsgjald er 1000 kr. og rennur óskipt til styrktar Fischerseturins á Selfossi.

Akstursleiðbeiningar má finna hér á síðunni.  

Nánari upplýsingar í síma 860-1895 eða 860-1706 - skráning er hér - en ekki er nauðsynlegt að skrá sig fyrir fram ef keppendur mæta tímanlega.

 

Boris Spassky og Bobby Fischer.

 

Bobby Fischer.

.

.Skráð af Menningar-Staður

09.03.2014 07:05

Fyrirlestrar í Fischersetri í dag, 9. mars 2014


Fischersetrið við Austurveg á Selfossi.

 

 Fyrirlestrar í Fischersetri í dag, 9. mars 2014

 

Í dag, sunnudaginn 9. mars 2014,  verður afmælsi heimsmeistarans Bobby Fischers minnst sérstaklega í Fischersetri, en hann hefði orðið 71 árs í dag hefði hann lifað.

 

Guðmundur G. Þórarinsson og Óli Þ. Guðbjartsson verða með fyrirlestra í Fischersetri. Guðmundur G. Þórarinsson mun fyrst svara spurningunni „Af hverju er skákeinvígið 1972 svona frægt“? Þá mun Óli Þ. Guðbjartsson tala um móður Fischers, hennar líf og áhrif á Fischer.“

 

Fischersetrið verður opið almenningi frá kl. 15:30 – 19.00, og frítt verður inn þennan dag.

Fyrirlesturinn hefst kl. 16:00 og eru allir velkomnir.

 

Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894-1275 eða sendið tölvupóst á netfangið fischersetur@gmail.com

 

Fischersetrið á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.03.2014 22:18

Æfingardagur Karlakórs Selfoss á Eyrarbakka í dag 8. mars 2014

.

.

.

 

Æfingardagur Karlakórs Selfoss 

á Eyrarbakka í dag 8. mars 2014

 

Í dag, laugardaginn 8. mars 2014, var sungið dátt og  hlegið hátt í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Þar hélt Karlakór Selfoss  sinn árlega æfingardag til undirbúnings fyrir tónleikaröð kórsins í vor og er þetta í fyrsta sinn sem þeir koma á Eyrarbakka til æfingardags.

 

Kórfélagsrnir voru gríðarlega ánægðir með alla aðstöu og viðurgjörning á Stað og boðuðu komu sína aftur til æfingardags síðar

 

Vortónleikarnir hefjast að venju á sumardaginn fyrsta hinn 24. apríl 2014

 

Menningar-Staðar var til staðar og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/258470/

Ljósm.: Siggeir Ingólfsson

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

08.03.2014 05:44

Þriðjungsfleiri ferðamenn í febrúar 2014

Ánægðir ferðamenn frá Tékklandi við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Þriðjungsfleiri ferðamenn í febrúar 2014

 

Um 52 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 12.500 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Um er að ræða 31,2% fjölgun ferðamanna í febrúar milli ára. Ferðamannaárið virðist því ætla að fara vel af stað en fyrir mánuði síðan birti Ferðamálastofa frétt um 40% aukningu í janúarmánuði.

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi

Ferðamenn í febrúar - 20 fjölmennustu þjóðirBretar voru langfjölmennastir eða 43,5% af heildarfjölda ferðamanna en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,9% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn (4,8%), Frakkar (4,8%), Þjóðverjar (4,1%), Danir (3,6%), Hollendingar (3,1%), Svíar (2,5%), Japanir (2,5%) og Kínverjar (2,2%). Samtals voru framangreindar tíu þjóðir 84% ferðamanna í febrúar.

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum langmest milli ára en 6.850 fleiri Bretar komu í febrúar í ár. Bandaríkjamenn voru 1.386 fleiri, Frakkar 827 fleiri og Kanadamenn 765 fleiri.

Þróun á tímabilinu 2003-2014

þróun í fjölda ferðamannaÞegar þróunin er skoðuð á því tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með talningar í gangi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar má sjá hvað ferðamönnum hefur fjölgað mikið í febrúar og þá einkum síðastliðin þrjú ár. Mismikil fjölgun eða fækkun hefur hins vegar átt sér stað eftir því hvaða markaðssvæði á í hlut. Mest áberandi er aukning Breta sem nálgast að vera helmingur ferðamanna í febrúar. Það vekur hins vegar athygli að Norðurlandabúar sem framan af voru stærsta markaðssvæðið í febrúar hafa nú minnstu hlutdeildina. Þó svo ferðamönnum hafi fjölgað frá öðrum markaðssvæðum þá eru það einkum Bretar sem hafa borið uppi þessa miklu ferðamannaukningu í febrúar.

Tæplega 100 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 99.099 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 26 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 35,3% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; Bretum hefur fjölgað um 51,5%, ferðamönnum frá N-Ameríku um 40,1%, Mið- og S-Evrópubúum um 19,6%, Norðurlandabúum um 10,8% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 33%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 21 þúsund Íslendingar fóru utan í febrúar síðastliðnum, 428 fleiri en í febrúar árið 2013. Frá áramótum hafa 46.812 Íslendingar farið utan, 6,2% fleiri en árinu áður en þá fóru 44.089 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

tafla yfir fjölda ferðamanna

 

Af www.fedamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

08.03.2014 05:26

8. mars 1978 - Bríet á frímerki

 Bríet Bjarnhéðinsdóttir

 

8. mars 1978 - Bríet á frímerki

 

Frímerki með mynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur var gefið út á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Þetta var fyrsta íslenska frímerkið með mynd af nafngreindri konu.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 8. mars 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

Skráð af Menningar-Staður

07.03.2014 22:28

Nútímakonur í Listasafninu í Hveragerði

image

F.v.:Björg Þorsteinsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir.

 

Nútímakonur í Listasafninu í Hveragerði

 

Sýningin Nútímakonur verður opnuð í Listasafni Árnesinga í Hveragerði, á morgun, laugardaginn 8. mars kl. 15.

 

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna verður opnuð ný sýning í Listasafni Árnesinga en uppspretta hennar eru þrjú verk úr gjöf Bjarnveigar Bjarnadóttur og sona hennar til safnsins. Verkin eru eftir Björgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur og voru unnin á áttunda áratugi síðustu aldar, þeim merka áratugi sem oft er skírskotað til sem „kvennaáratugarins“, en nýja kvennahreyfingin, sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma, laust niður sem eldingu austan hafs og vestan og fór af stað á fullri ferð. 

Heiti sýningarinnar „Nútímakonur„ vísar til þess að mótunarár listamannanna voru árin eftir heimsstyrjöldina síðari, þegar íslenskt þjóðfélag hafði tekið grundvallarbreytingum og breyttist hratt úr hefðbundnu norrænu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag og við blasti ný heimsmynd. Árin eftir stríð urðu því uppgangstímar og alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust hratt til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélag og menningarlíf. Í þessari þróun öðluðust konur stöðugt aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega.

Í sýningarstjórn Hrafnhildar Schram er áherslan lögð á þá og nú sýningu, þ.e.a.s. að sýna verk frá áttunda áratugnum en einkum verk sem þær hafa unnið að á síðustu árum og undirstrika þannig virkni kvennanna sem enn reka eigin vinnustofur. 

Leiðir þeirra Bjargar, Ragnheiðar og Þorbjargar lágu fyrst saman í Myndlistaskóla Reykjavíkur og síðan þá hafa þær allar átt frækinn feril sem spannar sýningar og viðurkenningar hér á landi sem erlendis. Björg er fædd 1940 og hefur á ferli sínum málað, teiknað, unnið í grafík og gert collage-verk auk þess að hafa einnig kennt og starfað sem forstöðumaður Safns Ásgríms Jónssonar um tíma. Ragnheiður er fædd 1933 og varð þekkt fyrir ætingar þar sem reynsluheimur kvenna var viðfangsefnið og síðar stórar kolateikningar.  Þorbjörg er fædd 1939 og sérkenni hennar í myndlistinni er að fella klassíska fjarvíddarteikningu inn í landslagsverk og vekja þannig athygli á viðvæmu samspili manns og náttúru. 

 

Sýningin mun standa til 11. maí.  

 

Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 12 – 18 og alla dagana í maí.

 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.03.2014 22:15

Laugardagsfundur á morgun 8. mars 2014 hjá Sjálfstæðisfélugunum í Árborg

Eyrbekkingarnir og mæðgurnar Auður Elín Hjálmarsdóttir og Helga Þórey Rúnarsdóttir.

 

Laugardagsfundur á morgun 8. mars 2014

hjá Sjálfstæðisfélugunum á Selfossi 

 

Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Selfossi og Sjálfstæðisfélögin í Árborg standa fyrir laugardagsfundum í Sjálfstæðishúsinu Austurvegi 38 klukkan 11 alla laugardaga.

Á morgun, laugardaginn 8. mars 2014 verða gestir fundarins frambjóðendur til prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg.

Þau:

Axel Ingi Viðarsson framkvæmdarstjóri,

Helga Þórey Rúnarsdóttir leikskólakennari,

Magnús Gíslason sölustjóri og

Ragnheiður Guðmundsdóttir verslunarmaður

 

Kaffi á könnunni, allir velkomnirSjálfstæðisfélögin í  Árborg


Skráð af Menningar-Staður

07.03.2014 20:49

Selfosskirkja: - messa og aðalsafnaðarfundur 9. mars 2014


Selfosskirkja. Ljósm.: Ingibjörg Benediktsdóttir.

 

Selfosskirkja: - messa og aðalsafnaðarfundur 9. mars 2014

 

Messa og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Axel Njarðvík.

Organisti Jörg Sondarmann,

 

Aðalsafnaðarfundur haldinn að lokinni guðsþjónustu

 

Dagskrá aðalsafnaðarfundar:

Málefni sóknarinnar verða þar rædd, starfsskil og reikningsskil sóknarnefndar sem og verkefni og starf næsta starfsárs.

Dagskrá fundarins er með þessum hætti (sbr Starfsreglur um sóknarnefndir http://www2.kirkjan.is/node/11364):

1. Gerð grein fyrir starfsemi og rekstri sóknarinnar á liðnu starfsári.
2. Afgreiðslu reikninga sóknar og kirkjugarðs fyrir sl. ár, ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.
3. Greint frá starfsemi héraðsnefndar og héraðsfundi.
4. Ákvörðun um meiriháttar framkvæmdir og framtíðarskuldbindingar.
5. Kosning sóknarnefndarmanna og jafnmargra varamanna til 4ra ára.(á ekki við í ár)
6. Kosning tveggja skoðunarmanna eða endurskoðanda sóknar og kirkjugarðs og varamanna þeirra til árs í senn.
 
Af www.selfosskirkja.is
 
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
 
 
 

07.03.2014 06:14

Aðalfundur Hagsmunasamtaka Konubókastofu verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka 9. mars 2014

Konubókastofan

 

Aðalfundur Hagsmunasamtaka Konubókastofu
verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka 9. mars 2014

 

Aðalfundur Hagsmunasamtaka Konubókastofu verður í Rauða húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 9. mars kl. 15:00 – 17:00.


Eftir aðalfundinn verður fjallað um ævisögur kvenna, upplestur og umræður.

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur, segir frá og les úr bók sinni Alla mína stelpuspilatíð
og Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingu  les upp og segir frá bók sinni „Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur“
og kallar hún erindið Konur í karlaheimi:  
Handrit kvenna vanskráð eða gleymd. Umræður.


Rauða húsið verður með tilboð á sjávarréttasúpu og humarsúpu fyrir fundinn.

Pantanir í síma 483 3330.
 

Stjórn Hagsmunasamtaka
Konubókastofu