Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

30.04.2014 08:09

Tvö skáld lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Brosandi skáld. Þórarinn og Anton Helgi sendu báðir nýlega frá sér bækur.

 

Tvö skáld lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu

 

Það er alltaf eitthvað um að vera á Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi sem bóksalinn Bjarni Harðarson rekur ásamt fjölskyldu sinni. Þar er afar notaleg stemning og allt fullt af allskonar bókum bæði nýjum og gömlum. Iðulega eru einhver tilboð og auk þess er bókakaffið með netverslun.

Í dag, miðvikudaginn 30. apríl 2014,  ættu Sunnlendingar sannarlega að koma við á bókakaffinu því kl. 17.30 verður hægt að hlýða á ljóðalestur skáldanna Þórarins Eldjárns og Antons Helga Jónssonar. Skáldin kynna nýútkomnar ljóðabækur sínar, en Þórarinn gaf nýverið út bókina Tautar og raular og nokkrum dögum síðar sendi Anton Helgi frá sér bókina Tvífari gerir sig heimakominn. Skáldin munu skiptast á um að lesa úr bókum sínum og árita eintök fyrir þá sem það vilja.

 

Allir velkomnir og úrvalskaffi á könnunni og hvur veit nema slegið verði í vöfflur.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 30. apríl 2014

 

Bókakaffishjónin á Selfossi Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarson.

.


Skráð af Menningar-Staður

29.04.2014 22:07

Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann oddviti K-listans

Hluti frambjóðenda K-listans í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann er fyrir miðri mynd.

 

Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann oddviti K-listans

 

K - listi óháðra kjósenda í Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 31. maí næstkomandi. Eyrbekkingurinn Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri á Sólheimum, leiðir listann.

Í 2. sæti er Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi á Stóra-Hálsi og Jón Örn Ingileifsson, verktaki á Svínavatni, er í 3. sæti.

K-listinn fékk tvo menn kjörna í síðustu kosningum.  Listann skipar fólk sem hefur starfað að sveitarstjórnarmálum auk nýrra frambjóðenda. 

Listinn er þannig skipaður:

  1. Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri, Sólheimum
  2. Sigrún Jóna Jónsdóttir, bóndi Stóra Hálsi
  3. Jón Örn Ingileifsson, verktaki, Svínavatni
  4. Karl Þorkelsson, verktaki, Borg
  5. Pétur Thomsen, ljósmyndari, Sólheimum
  6. Ágúst Gunnarsson, bóndi, Stærri Bæ
  7. Hanna Björk Þrastardóttir, matráður,Ljósafossi
  8. Ólafur Ingi Kjartansson, bóndi, Vaðnesi
  9. Jóhannes Guðnason, bifreiðastjóri,  Borg
10. Böðvar Pálsson, bóndi, Búrfelli

 

Skráð af Menningar-Staður

29.04.2014 07:31

...njótið söngs um hetjur hafsins


Karlakór Hreppamanna var í æfingarbúðum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í vetur.

Myndin er tekin í Eyrarbakkafjöru framan við Stað.

 

...njótið söngs um hetjur hafsins

 

Karlakórs Hreppamanna hafur gert víðreist með vortónleikana „Nú sigla svörtu skipin“ sem eru óður til hafsins og sjómennskunnar, enda hefur hafið, fiskveiðar og sjómennska verið stór hluti af þjóðarsál Íslendinga um aldir. Þrautseigja og hetjudáðir sjósóknara í gegnum tíðina hafa lifað með þjóðinni í sögum, ljóðum og sönglögum um þessa dáðu stétt sem dregið hefur björg í bú en jafnframt fært miklar fórnir í baráttu sinni við hafið.

Kórinn hefur fengið til liðs við sig Magnús Guðmundsson leikara sem í sjómannsklæðum og hlutverki sögumanns segir frá ýmsu skemmtilegu sem tengist sjómennsku á milli söngatriða. Það er vel við hæfi að Hreppamenn syngja nú í lok tónleikaraðarinnar fyrir fólkið við sjávarsíðuna, í kvöld verða þeir í Grindavík og á morgun í Vestmannaeyjum.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 29. apríl 2014

Skráð af Menningar-Staður

 

29.04.2014 06:58

Ríkið veitir 30 milljónum á ári til refaveiða næstu þrjú á

Tryggvi Ágústsson frá Brúnastöðum.

 

Ríkið veitir 30 milljónum á ári til refaveiða næstu þrjú ár
 

 

Ríkið veitir 30 milljónir á ári til refaveiða næstu þrjú ár. Undanfarin tvö ár hefur sá hátturinn ekki verið á, en sveitarfélög hafa sjálf staðið straum af kostnaði við veiðarnar.

 

Í fjárlögum er gert ráð fyrir myndarlegu framlagi til sveitarfélaga vegna refaveiða. Forsenda fjárveitingarinnar er að gerðir verði samningar við sveitarfélögin um endurgreiðslur, sem mun nema allt að þriðjungi kostnaðar sveitarfélaga.

Umhverfisstofnun hefur lagt drög að áætlun um refaveiðar fram til ársins 2016. Markmiðið er að tryggja upplýsingaöflun um refaveiðar og samráð við helstu hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrri að veiðiálag verði óbreytt, en greitt verði fyrir refaveiðar samkvæmt samkomulagi milli Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga, sem byggir á þeirri áætlun sem sveitarfélagið leggur fram.

Þá er lagt til að sveitarfélög sem eru með meðalveiðar upp á 10 refi á ári eða færri yfir þetta tímabil gangi inn í áætlun með fleiri sveitarfélögum. Einnig verður skoðað hvort umbuna eigi sérstaklega fyrir góða upplýsingagjöf, eins og vegna mats á tjóni og grenjaskráningu.

 

Allir geta sent inn umsagnir til Umhverfisstofnunar vegna draganna. Hægt verður að senda inn í gegn um vef Umhverfisstofnunar fyrir 11. maí.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

29.04.2014 06:36

Auglýsing um framboðslista

Kjörfundur á Eyrarbakka í Félagsheimilinu Stað við  Alþingiskosningarnar 2013.
F.v.: Lýður Pálsson Sigurborg Oddsdóttir - Siggeir Ingólfsson - María Gestsdóttir

 

Auglýsing um framboðslista

 

Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga, sem fram fara 31. maí 2014, rennur út kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 10. maí 2014.  

Kosið verður til bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg. Framboðslistar skulu hafa borist yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Árborgar fyrir ofangreindan tíma. Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum í fundarsal á 3. hæð, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2,  Selfossi, laugardaginn 10. maí 2014 frá klukkan 11:00 fyrir hádegi til klukkan 12:00 á hádegi.  

Á framboðslista skulu vera að lágmarki 9 nöfn frambjóðenda og eigi fleiri en  18. Framboðslistum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listunum eru, um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana. Framboðslistum skal og fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum í sveitarfélaginu, 40 meðmælenda hið fæsta og eigi fleiri en 80. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Með hverjum framboðslista skal fylgja skrifleg tilkynning frá frambjóðendum listans um það hvaða tveir menn séu umboðsmenn listans.  

Gæta skal þess að tilgreina með skýrum hætti fullt nafn frambjóðanda, kennitölu hans, stöðu og heimili, til þess að enginn vafi getið leikið á því hverjir eru í kjöri. Greina skal nafn, kennitölu og heimili meðmælenda.  

 

Selfossi, 28. apríl 2014
Yfirkjörstjórnin í Sveitarfélaginu Árborg
Ingimundur Sigurmundsson
Bogi Karlsson
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir

 Skráð af Menningar-Staður

29.04.2014 06:28

Guðmundur leiðir lista félagshyggjufólks í Ölfusi

 

Guðmundur leiðir lista félagshyggjufólks í Ölfusi

 

Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri í Þorlákshöfn, skipar efsta sæti framboðs Félagshyggjufólks í Ölfusi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi.

Félagshyggjufólk fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum, Hróðmar Bjarnason á Völlum, en hann skipar 3. sæti listans að þessu sinni.

 

Listinn er þannig skipaður:


   1. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri
   2. Sigurlaug B Gröndal, verkefnastjóri
   3. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri
   4. Elsa Gunnarsdóttir, móttökuritari
   5. Viggó Dýrfjörð Birgisson, matreiðslumeistari
   6. Svanlaug Ósk Ágústsdóttir, hársnyrtir
   7. Ida Lön, framhaldsskólakennari
   8. Guðný Bergrós Gísladóttir, matráður
   9. Jónína Sigurjónsdóttir, félagsliði
10. Sigþrúður Harðardóttir, grunnskólakennari
11. Einar Ármannsson, sjómaður
12. Ása Bjarnadóttir, eldri borgari
13. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar
14. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

28.04.2014 21:17

Minningartónleikar 3. maí - 100 ár frá fæðingu Skúla Halldórssonar

skúli halldórsson

Skúli Halldórsson  f.1914 - d. 2004

 

Minningartónleikar 3. maí 2014 

• 100 ár frá fæðingu Skúla Halldórssonar 

 

Í dag, mánudaginn 28. aðpríl 2014, eru 100 ár liðin frá fæðingu Skúla Halldórssonar tónskálds og af því tilefni verða haldnir um hann minningartónleikar í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík laugardaginn 3. maí kl. 17.

Skúli fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 28. apríl 1914. Hann var sonur Halldórs Stefánssonar læknis og Unnar Skúladóttur Thoroddsen. Skúli nam ungur píanóleik hjá móður sinni og seinna hjá ýmsum kennurum og lauk lokaprófi í tónsmíðum og píanóleik frá Tónlistarskóla Íslands. Hann starfaði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur frá 1934-1985, lengst af sem skrifstofustjóri. Eftir hann liggja á annað hundrað verka fyrir einsöngvara, kóra, píanó og hljómsveit. Skúli lést hinn 23. júlí 2004.

Á tónleikunum munu Ágúst Ólafsson baritón, Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og Áshildur Haraldsdóttir þverflautuleikari flytja verk eftir Skúla.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir en fólk er þó beðið að tilkynna um komu sína með því að senda tölvupóst á netfangið    skulihalldorsson100@gmail.com

Hannesarholt að Grundarstíg 10 í Reykjavík.

Skráð af Menningar-Staður

28.04.2014 06:19

Skúli Halldórsson - Aldarminning - 28. apríl 2014

Hátíðartónleikar Skúla Halldórssonar 80 ára árið 1994.

F.v.: Skúli Halldórsson, frú Vigdís Finnbogadóttir og Björn Ingi Bjarnason.

 

Skúli Halldórsson - Aldarminning - 28. apríl 2014

Skúli Halldórsson, tónskáld, var fæddur á Flateyri við Önundarfjörð þann 28. apríl 1914.

 

Faðir hans var Halldór Georg Stefánsson f. 1884 – d. 1948, sem var fyrsti héraðslæknirinn á Flateyri og sat frá 1. júlí 1910 til 1923. Halldór átti létt með nám og útskrifaðist sem læknir 22 ára, yngstur kandidata til þess tíma.
Móðir Skúla var Unnur Skúladóttir Thoroddsen f. 1885 – d. 1970. Unnur fæddist á Ísafirði þar sem faðir hennar var sýslumaður 1884-1892. Skúli Thoroddsen varð sýslumaður Ísfirðinga aðeins 25 ára en hann var settur af sem sýslumaður 1892 eftir miklar deilur í hinum svokölluðu ”Skúlamálum”. Upphaf þeirra mála var mannslát á Klofningsheiði í Önundarfirði 21. des. 1891, svonefnd “Skurðsmál”. Skúli Thoroddsen var þingmaður Ísfirðinga 1892-1916 og bjó á Ísafirði til 1901 en síðan á Bessastöðum til 1908 og eftir það í Reykjavík. Kona Skúla Thoroddsen og amma Skúla Halldórssonar var Theodóra Thoroddsen skáldkona og kvenskörungur.
Unnur móðir Skúla Halldórssonar var listakona og mjög músíkölsk og nam píanóleik í Skotlandi enda byrjaði Skúli snemma píanónám hjá móður sinni. Hún tók virkan þátt í tónlistarlífinu á Flateyri og bjó fjölskyldan á Grundarstíg 9. Eina systur átti Skúli, Önnu Margréti f. 30. okt. 1911 d. 1973.

Fjölskyldan býr á Flateyri 1910-1923, síðan á Ísafirði 1923-1928 og eftir það í Reykjavík þar sem Skúli stundar m.a. píanó- og tónlistarnám hjá Páli Ísólfssyni.


Skúli Halldórsson tekur Verslunarskólapróf og hefur störf hjá Strætisvögnum Reykjavíkur 1934 og starfar þar óslitið í 51 ár lengst af sem skrifstofustjóri og lengi þar við hlið Eiríks Ásgeirssonar forstjóra frá Flateyri. Skúli hafði píanó á kontornum með sérstöku leyfi borgarstjóra til þess að geta leikið á er andinn færðist yfir tónskáldið.

Eftir Skúla Halldórsson liggja mörg tónverk; bæði sönglög og stærri verk og hafa komið út hljómplötur og geisladiskar með verkum hans. Þekktustu lög Skúla eru eflaust Smaladrengurinn, Smalastúlkan, Hlíðin mín fríða og Linda.


Skúli kvænist Steinunni Magnúsdóttur frá Nýlendu, Miðnesi, Hvalsnesi, 1937 og eignast þau tvö börn Magnús, arkitekt, f. 1937 og Unni, fiskifræðing, f. 1939. Steinunn lést 13. okt. 1997. Skúli og Steinunn bjuggu alla tíð að Bakkastíg 1 í Reykjavík. Skúli lést þann 23. júlí 2004.

Árið 1992 kom út ævisaga Skúla Halldórssonar “Lífsins dóminó” skráð af Súgfirðningnum Örnólfi Árnasyni

23. apríl 1994 hélt Önfirðingafélagið Skúla Halldórssyni glæsilega afmælistónleika við húsfylli í Íslensku Óperunni til heiðurs honum áttræðum. Komu þar fram margir af bestu tónlistarmönnum á Íslandi og kynnir var Önfirðingurinn Kristín Á. Ólafsdóttir. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands sem á sínar rætur að Holti í Önundarfirði.

Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka
f.v. formaður Önfirðingafélagsins í Reykjavík
og forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.Nokkrar myndir frá hátíðartónleikum Skúla Halldórssonar 80 ára árið 1994:
 

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

27.04.2014 20:45

Vori í Árborg lokið

Lengst til hægri er Lísbet Dögg Guðnýjardóttir með fjölskyldu sinni en hún lék á flauti á tónleikunu.

 

Vori í Árborg lokið

 

Lokatónleikar Vors í Árborg 2014 voru haldnir í troðfullum Hólmarastarsalnum í Menningarverstöðinni á Stokkseyri síðdegis í dag, sunnudaginn 27. apríl.

 

Þar söng Karlakór Hreppamann lög til heiðurs hafinu og sjómennskunni í dagskrá sem nefnist  -"Nú sigla svörtu skipin"-

Hápunktur dagskrár kórsins var  án efa er þeir sungu lag Stokkseyringsins Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar –Brennið þið vitar-

 

Kristjana Stefánsdóttir söng 4 lög Páls Ísólfssonar við undirleik Kjartans Valdemarssonar.

 

Tveir ungir Stokkseyringar spiluðu einnig á tónleikunum en það voru þau Sigurgrímur Vernharðsson á selló og Lísbet Dögg Guðnýjardóttir á blokkflautu.

 

Stokkseyringurinn brottflutti  -Guðbrandur Stígur Ágústsson-  var kynnir á tónleikunum.

 

.

.

Karlakór Hreppamanna hefur hér lokið við lagið -Brennið þið vitar- eftir Stokkseyringinn Pál Ísólfsson.

. 

Skráð af Menningar-Staður