Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

27.04.2014 13:22

Æfingar hafnar á Eyrarbakkavelli

 

Æfingar hafnar á Eyrarbakkavelli

 

Eyrarbakkavöllur á Flötunum austast á Eyrarbakka er sá knattspyrnuvöllur á Suðurlandi sem fyrst kemur til á vorin og verður nothæfur fyrir æfingar og kappleiki.

Svo er í vor sem fyrr og eru æfingar hafnar.

 

Í morgun æfði knattspyrnulið Stokkseyrar á Eyrarbakkavelli og eru nokkrir Eyrbekkingar í liðinu og létu vel af verunni í liðinu með Stokkseyringum.

Liðið leikur í 4. deild B riðli og verður fyrsti leikur þeirra í deildinn á Stokkseyrarvelli miðvikudaginn 21. maí 2014 kl. 20 og verður leikið við Stál-úlfana.

Menningar færði til myndar í morgun.
Myndir eru komnar hér í albúm á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260528/Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

27.04.2014 07:19

Húsið á Eyrarbakka - Opið á Vori í Árborg

.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kirkjubær á Eyrarbakka.

 

Húsið á Eyrarbakka - Opið á Vori í Árborg

 

Byggðasafn Árnesinga tekur sem áður þátt í menningarhátíðinni Vori í Árborg.

Opið er í Húsinu og Sjóminjasafninu kl. 13-17 dagana 24.-27. apríl.  Jafnframt opið hús í nýuppgerðum Kirkjubæ.   

Ókeypis aðgangur er að söfnunum þessa daga.

Meðfylgjandi ljósmynd er af Kirkjubæ sem iðnaðarmenn hafa verið að gera upp síðustu mánuði. Þar verður sýning á híbýli alþýðufólks milli stríða.

Stefnt er að opna Kirkjubæ til sýningar á næstu mánðum.

 

.

.

Skráð af Menningar-Staður

27.04.2014 06:19

Vori í Árborg lýkur í dag

Í Hólmarastarsalnum í Menningarverstöðinni á Stokkseyri.

 

Vori í Árborg lýkur í dag
 

Stórónleikar verða í Hólmarastarsalnum á Stokkseyri í dag, sunnudaginn 27. apríl 2014 kl. 16:00, og verður þetta lokaatriði á Vori í Árborg.

 

Karlakór Hreppamanna syngur lög til heiðurs hafinu og sjómennskunni í dagskrá sem nefnist  -"Nú sigla svörtu skipin"-

 

Kristjana Stefánsdóttir ásamt undirleikara syngur lög eftir Stokkseyringinn Pál Ísólfsson.

 

Sigurgrímur Vernharðsson á selló Lísbet Dögg Guðnýjardóttir á blokkflautu spila nokkur lög en þau eru í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Kynnir verður GuðbrandurStígur Ágústsson.

 

Kaffisala á staðnum á vegum Kvenfélags Stokkseyrar.

 

Frítt inn.

Allir hjartanlega  velkomnir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.04.2014 06:28

Stórtónleikar á Stað

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

Stórtónleikar á Stað

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka er vel mettur í dag,  laugardaginn 26. apríl kl. 16, en þá mæta Guðrún Gunnarsdóttir ásamt tríói, Karen Dröfn Hafþórsdóttir ásamt undirleikara og Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður og Eyrbekkingur. Einnig leika ungir Eyrbekkingar.
 

Kynnir á tónleikunum er Eyrbekkingurinn Jóhannes Erlingsson.

Frítt inn og kaffisala verður.

Tónleikarnir eru hluti hátíðarinnar -Vor í Árborg-

Dagskrá Vors í Árborg má nálgast hér Vor í Árborg dagskrá 2014 – heild
 

 

Skráð af Menningar-Staður 

25.04.2014 22:28

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 25. apríl 2014

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Sigurður Egilsson, Gunnar Olsen og Siggeir Ingólfsson.

 

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 25. apríl 2014

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opinn forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum.

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

 

Í morgun mættu til fundar:
Siggeir Ingólfsson
Elías Ívarsson
Gunnar Ólsen

Sigurður Egilsson
Jóhann Jóhannsson

Ríkarður Gústafsson
Þórunn Gunnarsdóttir

síðan Haukur Jónsson og
Björn Ingi Bjarnason sem ekki náðust á mynd

Þrjár sýningar eru nú á Stað:
Málverkasýninga barna af Leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka,
gamlar myndir frá Eyrarbakka
og farandsýningin Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260481/

 

Nokkrar myndir hér:

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Elías Ívarsson og Ríkharður Gústafsson.

.

Siggeir Ingólfsson og Þórunn Gunnarsdóttir.
.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.04.2014 16:01

Teboð á bókasafninu á Selfossi

image

 

Teboð á bókasafninu á Selfossi

 

Á morgun, laugardaginn 26. apríl 2014 kl. 13:30, bjóða bókasafnsdömurnar í Bókasafninu við Austurveg á Selfossi í dömulegt sumarkjóla-teboð á bókasafninu.

Herrarnir eru að sjálfsögðu velkomnir líka, ekki endilega í sumarkjólum.

 

Dagskráin verður tileinkuð Shakespeare en þennan dag eru 450 ár frá fæðingu hans.

Einnig verður fjallað um um þann rammíslenska sið að bjóða sumarið velkomið.

Kristín Runólfsdóttir og Guðfinna Gunnarsdóttir ætla að heiðra afmælisbarnið Shakespeare.

 

Karítas Birna Eyþórsdóttir spilar á fiðlu. Rósa Traustadóttir býður sumarið velkomið.

 Skráða f Menningar-Staður

25.04.2014 08:05

Fjölbreytt sýning hjá Elfari Guðna í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri

Elfar Guðni Þórðarson.Fjölbreytt sýning hjá Elfari Guðna í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri

 

Elfar Guðni Þórðarson, myndlistarmaður á Stokkseyri, opnaði í gær sýningu í Gallerí Svartakletti í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

Á sýningunni eru meðal annars myndir málaðar á masonit, olíuverk á striga, mósaíkverk unnin með blandaðri tækni og ljósmyndir sem Elfar hefur tekið í Stokkseyrarfjöru.

Sýningin verður opin frá föstudegi til sunnudags næstu vikur en henni lýkur á sjómannadaginn, þann 1. júní 2014.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Hólmarastarhúsið á Stokkseyri.

Listaverkið -Brennið þið vitar- eftir Elfar Guðna Þórðarson

í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.04.2014 21:00

Óli Th fékk menningarviðurkenninguna

Ólafur ásamt Gyðu konu sinni, Ara B. Thorarensen, forseta bæjarstjórnar og Kjartani Björnssyni, formanni íþrótta- og menningarnefndar.

Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Óli Th fékk menningarviðurkenninguna

 

Ólafi Th. Ólafssyni, myndlistarmanni á Selfossi, var veitt Menningarviðurkenning Árborgar 2014 í dag, á hátíðarsetningu menningarhátíðarinna Vors í Árborg sem fram fer um helgina.

Ólafur er fæddur árið 1936 í Reykjavík en hann flutti á Selfoss árið 1965. Ólafur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist úr honum árið 1979. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hann kenndi teikningu, myndlist og grunnteikningu í Iðnskóla Selfoss og svo áfram í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem hann átti langan og gifturíkan starfsferil. Ólafur hefur reynt fjölmörg listform en í seinni tíð hefur hann einbeitt sér mest að vatnslitamyndum enn vinnur þó alltaf öðru hvoru að olíumálverkum.

Hann hefur einnig verið iðinn við harmonikuleik og var einn af hvatamönnum að stofnun Harmonikufélags Selfoss og nágrennis þar sem hann hefur verið virkur í félagsstarfinu alla tíð.

Á setningarathöfninni söng barna- og unglingakór Selfosskirkju nokkur lög, sem og stórsöngvarinn Gísli Stefánsson. Við sama tilefni var opnuð formlega árleg ljósmyndasýning ljósmyndaklúbbsins Blik, þar sem líta má fjölda glæsilegra ljósmynda og mun sú sýning standa næsta árið í anddyri hótelsins.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

24.04.2014 07:24

Vor í Árborg 2014

Elfar Guðni Þórðarson var útnefndur fyrsti bæjarlistamaður  Árborgar á fyrsta Vori í Árborg árið 2003.

 

Vor í Árborg 2014

 

Menningarhátíðin Vor í Árborg 2014 hefst í dag með göngu á Ingólfsfjall kl. 10 undir leiðsögn félaga í Björgunarfélagi Árborgar. Hátíðin stendur fram á sunnudag.

Hefðbundin skrúðganga á sumardaginn fyrsta fer af stað kl. 13 frá skátaheimilinu að Tryggvagötu 36. Skátafélagið Fossbúar og lúðrasveit Selfoss leiða gönguna af sinni alkunnu snilld. Að göngu lokinni er boðið til hátíðardagskrár við skátaheimilið en hægt er að sjá danssýningu, útieldun, fara í hoppukastala, poppa og kaupa kaffiveitingar af skátafélaginu. Hátíðarsetning Vors í Árborg fer fram á Hótel Selfoss kl. 17 en þar verður afhent menningarviðurkenning Árborgar 2014 auk þess sem barna- og unglingakór Selfosskirkju og Gísli Stefánsson syngja nokkur lög. Seinna þetta sama kvöld eru tónleikar með Karlakór Selfoss í Selfosskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30.  

Dagskrá Vors í Árborg er fjölbreytt líkt og áður en skoða má fjölda ljós- og málverkasýninga um allt sveitarfélagið. Í Menningarverstöðinni á Stokkseyri er Elfar Guðni með málverkasýningu og Valgerður dóttir hans sýnir mosaik verk í sama húsnæði. Á Eyrarbakka opnar myndlistamaðurinn Hallur Karl sýna vinnustofu í Litlu Háeyri á laugardeginum milli 13 og 18. Ljósmyndaklúbburinn Blik sýnir ljósmyndir á Hótel Selfossi sem og Davíð Art Sigurðsson sem sýnir málverk eftir sig og verk sem hafa verið unnin af börnum á Vori í Árborg sl. ár. Mjög skemmtileg sýning sem vert er að sjá. 

Nemendur í Vallaskóla taka þátt í verkefninu „List í nærumhverfi“ og sýna afrakstur þess í skólanum á föstudeginum kl. 13-17 og laugardeginum kl. 11-15. Eldri borgarar á Selfossi opna handverkssýningu kl. 14 á föstudeginum og fá barna- og unglingakór Selfosskirkju til að syngja af því tilefni. 

Af áhugaverðari viðburðum á vorinu má nefna salsadanskennslu í Tryggvaskála fös. 25.apríl kl. 20:30 og Sveitadaginn í gamla Sandvíkurhreppi á sunnudeginum milli 13 og 16. Hægt að sjá kýrnar í Geirakoti, kindurnar í Móskógum, hestana í Austurási og svo Jeppasmiðjuna á Ljónsstöðum. Sérstök opnun á sveitadeginum verður í Austurási við Votmúlaveginn kl. 13 en þar geta börnin farið á hestbak.

Fjöldi tónleika er í dagskrá hátíðarinnar og hefst veislan strax á fimmtudeginum með tónleikum Karlakórs Selfoss í Selfosskirkju kl. 20:30  og tónleikum Belleville í Tryggvaskála.  Valdimar heldur tónleika á Frón á föstudeginum og Alexander Freyr spilar á 800 bar sama kvöld.  Yngri kynslóðin fær möguleika á að sjá Pollapönk áður en þeir bregða sér til þátttöku í Eurovision en kapparnir spila á Frón kl. 14 á laugardeginum. 1000 kr. eru í aðgangseyrir en frítt er inn fyrir 3 ára og yngri. 

Staður á Eyrarbakka er vel mettur laugardaginn 26. apríl kl. 16 en þá mæta Guðrún Gunnarsdóttir ásamt tríói, Karen Dröfn Hafþórsdóttir ásamt undirleikara og Valgeir Guðjónsson, Stuðmaður og Eyrbekkingur. Þau spila fyrir gesti en kynnir á tónleikunum er Jóhannes Erlingsson. 

Dagskrá Vors í Árborg lýkur síðan í Hólmarastarsalnum á Stokkseyri á sunnudeginum kl. 16 en þá syngja Karlakór Hreppamanna lög til hafsins og sjómennskunnar, Kristjana Stefánsdóttir ásamt undirleikara nokkrar perlur eftir Pál Ísólfsson og ungu Stokkseyringarnir Sigurgrímur Vernharðsson á selló og Lísbet Dögg Guðnýjardóttir á blokkflautu spila. Guðbrandur Stígur Ágústsson sér um að kynna dagskránna. 

 

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður