Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

19.04.2014 22:10

Gleðilega páska 2014

Eyrbekkingarnir

Ólafur  og Björn Ingi Bragasynir, sem búa í Kaupmannahöfn, með páskaeggin frá Íslandi.

 

Gleðilega páska 2014

 

Landsmenn gera sér glaðan dag um páskahátíðina í faðmi fjölskyldu og vina.

Margir eru á faraldsfæti innanlands sem utan.

 

Kunn er sú hefð að gæða sér á súkkulaðipáskaeggi og talið er að landinn muni innbyrða 2-3 milljónir eggja samanlagt.

 

Eyrbekkingarnir

Ólafur  og Björn Ingi Bragasynir, sem búa í Kaupmannahöfn, með páskaeggin frá Íslandi.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.04.2014 21:12

Eyrarbakkakirkja á páskadag 20. apríl 2014

Í Eyrarbakkakirkju þann 30. mars 2014

 

Eyrarbakkakirkja á páskadag 20. apríl 2014

 

20. apríl 2014 - páskadagur

Hátíðarguðsþjónusta kl. 08:00

Prestur séra Sveinn Valgeirsson

Organisti Haukur A. Gíslason - kór kirkjunnar syngur

 

Heimsókn 30. mars 2014

Söngkór Miðdalakirkju kom  í heimsókn í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 30. mars 2014  og sög ásamt kirkjukór Eyrarbakkakirkju við messu.

Organistar og söngstjórar voru þeir Haukur A. Gíslason og Jón Bjarnason.

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið inn á Menningar-Stað


Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260097/

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

19.04.2014 07:05

Versluninni Bakkanum vel tekið á Eyrarbakka

Þorbjörg Gunnarsdóttir að versla hjá Eygló Har Sigríðardóttur.

 

Versluninni Bakkanum vel tekið á Eyrarbakka

 

Mikil kátína var á meðal heimamanna á Eyrarbakka um síðustu helgi en þá opnaðuðu hjónin Eggert Valur Guðmundsson og Eygló Har Sigríðardóttir Verslunina BakkannÞar verða þau með á boðstólum matvörur og helstu nauðsynjavörur fyrir heimili ásamt ýmsum vörum frá Olís.Bensínsjálfsali er við verslunina og bílaþvottaplan fyrir aftan.

 

Um mánuður er síðan verslunin lokaði og því mikil ánægja hjá heimamönnum þegar verslunin opnaði aftur.

Eggert sagði að það breytti miklu fyrir Eyrbekkinga að geta skroppið í Bakkann eftir mjólkurlítra í stað þess að keyra á Selfoss.
 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

19.04.2014 06:23

Vorfuglar í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka

 

Vorfuglar í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka

 

Laugardaginn 12. apríl  2014 opnaði Hallur Karl Hinriksson sýningu á vorfuglum í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka, í tilefni af vorkomunni og páskunum.husid_Hallur_web

Eggjaskúrinn er hluti af Húsinu á Eyrarbakka og eru þar jafnan til sýnis fuglar og egg úr náttúru landsins.

Sýningin stendur yfir dagana 12.- 21. apríl og er opin milli klukkan 12 og 17.

 

Hallur Karl Hinriksson er 32 ára myndlistarmaður búsettur á Eyrarbakka.

Hann sýnir kolateikningar á sýningunni, en slíkt hefur hann ekki áður sýnt. Aðspurður um málið segir hann að kolateikningarnar fari jafnan undir olíulit þegar hann undirbýr málverk sín. Hann sjái alltaf nokkuð eftir kolateikningunum og fagni því tækifæri að sýna hreinræktaðar kolateikningar á pappír. „Þetta eru áhyggjulausar stúdíur af fuglum, hröð teikning með kolamolum og puttum. 40.000 ára gömul aðferð hellarmálaranna, og svipað viðfangsefni. Myndlist af elstu gerð.“

Hallur Karl er myndlistarmenntaður í Frakklandi og kom heim úr námi 2005. Síðan þá hefur hann sýnt reglulega, meðal annars á Eyrarbakka og í Gallerí Fold í Reykjavík. Hann hefur að langmestu leyti fengist við að mála abstraktmálverk en hefur líka gert stöku landslagsmynd. Í ár hefur hann hinsvegar fengist við stórar og litríkar dýra-og jurtamyndir með miklu rými fyrir túlkun áhorfandans.

Áhugasömum er bent á að skoða www.facebook.com/hallurkarl, en þar má fylgjast með nýjustu verkum málarans.

 

Húsið á Eyrarbakka var byggt árið 1765 og var lengstum kaupmannssetur en hýsir nú grunnsýningu Byggðasafns Árnesinga. Eggjaskúrinn er sérstök einnar hæðar skúrbygging norðan við Húsið sem er endurbygging samskonar húss sem stóð þar til 1926. Í upprunalega Eggjaskúrnum var aðstaða Peters Nielsens faktors til fuglarannsókna og varðveitti hann þar stórt og mikið safn af uppstoppuðum fuglum og útblásnum eggjum úr íslenskri náttúru.  Þannig fékk byggingin þetta sérstaka nafn. Eggjaskúrinn var endurbyggður árið 2004 og hýsir náttúrugripasýningu Byggðasafns Árnesinga.

 

Um páskana verður jafnframt hægt að skoða Húsið á sama tíma og sýningu Halls Karls í Eggjaskúrnum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

18.04.2014 20:52

Togarasjómaður frá Flateyri tekur frí


Siggi Björns í Þýskalandi nú á dögunum.

 

Togarasjómaður frá Flateyri tekur frí

 

ergsson og Blöndal láta ekki leiðinda veðurspá trufla sig um helgina og halda ótrauð á vit ævintýranna með hlustendum.

Margrét verður stödd í Mývatnssveit og leitar að sögum af fræga fólkinu sem er þar á hverju strái.  Þeir Pétur Snæbjörnsson hótelstjóri og Áslaugur Haraldsson í Kröfluvirkjun luma pottþétt á nokkrum skemmtilegum sögum.

Felix er í Berlín og fær Sigga Björns, tónlistarmann frá Flateyri í heimsókn.  Siggi yfirgaf Ísland í lok níunda áratugarins, ætlaði að taka sér ársfrí af togaranum sem hann vann á og prófa sig áfram með tónlistina.  Fríið af togaranum stendur enn og Siggi býr nú og starfar sem tónlistarmaður í Berlín.  Pálmi Sigurhjartarson hefur unnið með Sigga.  Hann verður í hljóðveri í Reykjavík og í þættinum verður nýtt lag sem Pálmi samdi fyrir Sigga og frænda hans Skapta Ólafs frumflutt.  Lagið heitir Tveir vinir.

Skapti Ólafs og Siggi Björns

Úlfhildur Eysteinsdóttir verður við stjórnvölinn í Efstaleitinu í Reykjavík og hún hringir í Matthías Má Magnússon sem verður á Ísafirði og segir okkur allt um gang mála á Aldrei fór ég suður auk þess sem við fylgjumst með öðru sem er í gangi.  Lag dagsins verður á sínum stað og við heyrum í höfundinum.  Fréttaþyrstir fá að spreyta sig á fréttagetraun og topp 10 listinn verður auðvitað skoðaður. 

Í þættinum verður líka sérstök Páskagetraun en til að taka þátt í henni verður að hlusta á allan þáttinn og svara 10 spurningum í tölvupósti.  Verðlaunin eru glæsileg.

Það verður sem sagt líf og fjör með Bergsson og Blöndal eftir hádegi á laugardag, 19. apríl 2014,  á Rás 2.

F.v.: Árni Benediktsson og Siggi Björns í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sumarið 2013.Skráð af Menningar-Staður

18.04.2014 20:23

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hallgrímur Pétursson.

 

Passíusálmarnir og Hallgrímur Pétursson

 

Mikil hefð er fyrir því að hlusta á Passíusálma Hallgríms Péturssonar í kringum páskahátíðina.

Hallgrímur orti sálmana á árunum 1656-1659 og eru þeir taldir vera höfuðverk skáldsins. Þeir voru fyrst prentaðir á Hólum 1666 og hafa nú komið út yfir níutíu sinnum.

Sálmarnir eru 50 talsins og í þeim er píslarsaga Krists rakin af miklum ákafa.

 

Heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar voru í dag í Hallgrímskirkju kl. 13- 18. Í tilefni 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar voruu lesarar úr hópi fræðimanna, m.a. frá Árnastofnun.

Lesarar voru:

Einar Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Guðrún Nordal, Jón Karl Helgason, Margrét Eggertsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þorsteinn Helgason.

Umsjón með lestrinum höfðu Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir, sem bæði sitja í stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju.
Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju lék orgelverk milli lestra.

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem byggð var eftir teikningu GUðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður.

18.04.2014 20:05

Valgeir og Ásta á Eyrarbakka bjóða börnum heim um páskana

Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. Ljósm.: sunnlenska.is/Sigmundur

 

Valgeir og Ásta á Eyrarbakka bjóða börnum heim um páskana

 

Þau Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, sem eru nýflutt í gamla kaupfélagshúsið á Eyrarbakka,  bjóða upp á fjölskylduvæna dagskrá um páskana undir formerkunum „Tónlist og náttúra“ og heitinu „Fuglakantata“.

Valgeir hefur að undanförnu verið að semja tónlist um fugla við texta Jóhannesar úr Kötlum.

„Við viljum með þessu halda áfram að brosvæða gesti okkar,“ segja hjónin um uppákomuna. „Við teljum vart hægt að finna betri stað en Eyrarbakka fyrir samveru og andakt þar sem Valgeir spinnur dagskrárvef úr eigin fuglatónlist og útfrá textunum hans Jóhannesar, sem bjó í Hveragerði um skeið,“ segir Ásta.

Valgeir segir dagskrána höfða til barna frá tveggja ára og eldri. Hann flytur lög sín af Fuglakantötu, nýgerðum hljómdiski sem hann vann með Hjallastefnunni og mun ræða um li´f þessara fugla og háttarlag fyrir og á meðan á söng stendur og varpar myndum af þeim jafnt í hugskot sem á vegg. Lagt er upp úr því að virkja börnin til þátttoöku í söngnum og skýra og túlka orð og texta sem kunna að vera unga fólkinu framandi.

„Væntingar fólks til páskahelgarinnar eru oftast miklar, sumir þeysa út á land í bústað, aðrir út í lönd í flugvél, enn aðrir koma svo í andaktina til okkar á Eyrarbakka ýmist frá Reykjanesi með Suðurstrandaveginum eða af höfuðborgarsvæðinu í gegnum Þrengslin og enn aðrir koma svo frá hinu frjósama Suðurlandi,“ segir Valgeir.

 

Dagskráin fer fram í Bakkastofu, að Eyrargötu 32 á Eyrarbakka, kl. 14 þessa daga: 

á skírdag,

föstudaginn langa,

laugardag fyrir páska,

páskadag

og á annan í páskum.

 

Boðið er upp á fjölskylduafslátt á aðgangseyri.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

18.04.2014 06:42

Listi Bjartrar framtíðar í Árborg fullskipaður

Hluti frambjóðenda Bjartrar framtíðar í Árborg eftir fundinn að Stað á Eyrarbakka. Viðar Helgason situr í miðju í fremstu röð.  Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl.

 

Listi Bjartrar framtíðar í Árborg fullskipaður

 

Framboðslisti Bjartrar framtíðar í Árborg var kynntur á opnum félagsfundi í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sem haldinn var 14. apríl 2014.

Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, sem skipar heiðurssæti listans, stýrði fundinum þar sem ýmis málefni voru rædd auk þess sem efstu frambjóðendur fluttu ávörp.

Listann skipa:
1. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður og húsasmiður, Stokkseyri
2. Eyrún Björg Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur og framhaldsskólakennari, Selfossi
3.  Már Ingólfur Másson, sagnfræðingur og grunn- og framhaldsskólakennari, Selfossi
4. Guðríður Ester Geirsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, Stokkseyri
5. Jón Þór Kvaran, áfengis- og meðferðarfulltrúi og matreiðslumeistari, Selfossi
6.  Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Selfossi
7. Ómar Vignir Helgason, fangavörður og Eyrbekkingur, Selfossi
8. Estelle Burgel, grunnskólakennari og stuðningsfulltrúi, Selfossi
9. Sigurjón Halldór Birgisson, fangavörður, Selfossi
10. Júlía Björnsdóttir, húsmóðir, Stokkseyri
11. Gunnar Páll Júlíusson, framhaldsskólanemi, Selfossi
12. Inga Dögg Ólafsdóttir, kennari og forritari, Tjarnabyggð
13. Herdís Sif Ásmundsdóttir, húsmóðir og háskólanemi, Stokkseyri
14. Gunnar Valberg Pétursson, atvinnurekandi, Stokkseyri
15. Ingibjörg Birgisdóttir, tónlistarkennari, Stokkseyri
16. Hulda Gísladóttir, háskólanemi, Stokkseyri
17. Helgi Bárðarson, verkfræðingur, Selfossi
18. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, forfallakennari og álfa- og tröllafræðingur, Stokkseyri

 

Björt framtíð hefur fengið úthlutað listabókstafnum Æ, en þetta er í fyrsta sinn sem hreyfingin býður fram í Árborg.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.04.2014 06:36

Andrés leiðir Vinstri græna í Árborg

Hluti frambjóðenda Vinstri grænna í Árborg. Andrés er fremstur fyrir miðri mynd.

 

Andrés leiðir Vinstri græna í Árborg

 

Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi, leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Árborg sem samþykktur var á félagsfundi í byrjun þessarar viku.

Margrét Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur er í öðru sæti en Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, gefur ekki kost á sér að þessu sinni og skipar hún heiðurssæti listans. Vg fékk einn bæjarfulltrúa kjörinn í kosningunum 2010.

Listinn er þannig skipaður:
1. Andrés Rúnar Ingason, varabæjarfulltrúi, Selfossi
2. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
3. Haukur Örn Jónsson, fangavörður, Eyrarbakka
4. Elín Finnbogadóttir, ferðamálafræðingur og kennari, Selfossi
5. Óðinn Kalevi Andersen, skrifstofumaður, Eyrarbakka
6. Anna Þorsteinsdóttir, landvörður, Selfossi
7. Sigurbjörn Snjólfsson, öryrki, Selfossi
8. Guðrún Lilja Magnúsdóttir, námsmaður, Selfossi
9. Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur, Eyrarbakka
10. Kristín María Birgisdóttir, búfræðingur og námsmaður, Selfossi
11. Þröstur Þorsteinsson, vagnstjóri, Selfossi 
12. Guðfinna Ólafsdóttir, læknaritari, Selfossi
13. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, Stokkseyri
14. Ingibjörg Stefánsdóttir, flokkstjóri, Selfossi 
15. Sigfinnur Snorrason, jarðfræðingur, Selfossi
16. Guðrún Jónsdóttir, eftirlaunakona, Selfossi
17. Jón Hjartarson, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Selfossi
18. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Selfossi 

Í tilkynningu á Facebooksíðu framboðsins segir að unnið verði að málefnaskrá á næstu dögum. Hún byggir á grunngildum hreyfingarinnar þar sem áhersla verður lögð á jöfnuð og félagslegt réttlæti, umhverfisvernd, fjölbreytni í atvinnulífi, nýsköpun og öflugt skólasamfélag.

Af www.sunnlenska.is


Skráð ag Menningar-Staður