Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

05.04.2014 21:26

Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson á tónleikum í Eyrarbakkakirkju 5. apríl 2014

 

Raggi Bjarna, Jón Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

á tónleikum í Eyrarbakkakirkju 5. apríl 2014

 

Valgeir Guðjónsson skrifar:

Að standa við hlið Ragnars Bjarnasonar og spila fyrir fólk með Jón Ólafsson við slaghörpuna er mögnuð upplifun -

Síðasti konsertinn okkar í Eyrarbakkakirkju verður á morgun, sunnudaginn 6. apríl 2014 kl. 16 -

Undirtektir hafa verið frábærar, mikið hlegið og mikið sungið, gestir hafa komið víða að og kvatt himinlifandi... er hægt að biðja um meira? Raggi segist reyndar ætla að "toppa þetta í slúttinu á morgun".

 

Menningar-Staður var á tónleikunum í dag., 5. apríl 2014, og færði til myndar
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: 
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259482/

N
okkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

05.04.2014 06:47

Hænubingó á Stað 6. apríl 2014 kl. 14:00

Mynd: Síðara hænubingó Leyndardóma Suðurlands verður haldið í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 6. apríl kl. 14:00. Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari verður með beikonvöfflur og kaffi til sölu á 500 krónur. Bingómiðinn kostar 100 krónur. Hænan Mæja frá Brandshúsum í Flóahreppi verður bingóhæna dagsins. Missið ekki af  þessum stórskemmtilega viðburði


Hænubingó á Stað 6. apríl 2014 kl. 14:00

 

Síðara hænubingó Leyndardóma Suðurlands verður haldið í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á morgun, sunnudaginn 6. apríl 2014 kl. 14:00.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari verður með beikonvöfflur og kaffi til sölu á 500 krónur.

Bingómiðinn kostar 100 krónur.

Hænan Mæja frá Brandshúsum í Flóahreppi verður bingóhæna dagsins.

 

Missið ekki af þessum stórskemmtilega viðburði

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

04.04.2014 21:23

Raggi Bjarna á Bakkanum

 

Raggi Bjarna á Bakkanum um helgina

 

Það þarf ekki að kynna Ragnar Bjarnason Böðvarssonar með mörgum orðum og verður því ekki gert frekar hér. Þessi síungi gullbarki og gleði-gjafi stígur nú á stokk á eftirmiðdagstónleikum í Eyrarbakkakirkju í tilefni menningarhátiðarinnar "Leyndardómar Suðurlands" .

Ragnari til fulltingis verða þeir Jón Ólafsson, píaninstinn góðkunni og Valgeir Guðjónsson rythmagítarleikari. Saman mynda Jón og Valgeir dúettinn Rugguhestarnir, en báðir hlýddu barnungir á söng Ragnars án þess að sitja á rugguhesti, sem þá blóðlangaði þó að gera. 

 

Farið verður yfir ferilskrá forsöngvarans sem spannar yfir sextíu ára farsælan feril. Áhersla verður lögð á vandaðar kynningar milli laga og slegið á létta strengi ef einhverjir finnast.

 

 

Staður:             Eyrarbakkakirkja
Tími:                 16.00  
Verð:                 Kr. 2.500


Laugardagur      5. apríl
Sunnudagur       6. apríl

 

Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 stundvíslega. Athygli er vakin á því að sæti Eyrarbakkakirkju eru ónúmeruð.

 

Miðasala á www.midi.is - eins má panta miða fyrir hópa  asta@nema.is
eða vona það besta og kaupa miða við innganginn

 Skráð af Menningar-Staður

 

 

04.04.2014 07:07

Farandsýningin 6. áfangi - "Barnaskólinn á Eyrarbakka"

Í Barnaskólanum á Eyrarbakka í gær.

 

Farandsýningin  6. áfangi – "Barnaskólinn á Eyrarbakka“

 

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv. 2013,  og breytt  var síðan  í  farandsýningu  var í gær,  3. apríl 2014, færð úr Barnaskólanum á Eyrarbakka í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. 

Sýningin er búin að vera í Barnaskólanum í tvo mánuði og mikið skoðuð. Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka,  í Veturbúðina á Eyrarbakka, í Húsasmiðjunni á Selfossi, Ráðhúsi Árborgar og hinum fyrrum Selfossveitum á Selfossi.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem haft hafa veg og vanda af Farandsýningunni sem mikil ánægja hefur verið með á öllum sýningarstöðunum.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/259429/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 23:23

Leyndardómar Suðurlands - Bókakynning í Sunnlenska bókakaffinu

Bóksalahjónin í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi Elín Gunnlaugsdóttir og Bjarni Harðarson

 

Leyndardómar Suðurlands – Bókakynning í Sunnlenska bókakaffinu

 

Í kvöld,  fimmtudagskvöldið 3. apríl 2014,  var sérstök bókakynning í Bókakaffinu á Selfossi þar sem sunnlenskir rithöfundar lásu úr óútgefnum verkum sínum. Þetta er meðal þess sem undirbúningshópur um stofnun Bókabæjanna austanfjalls kemur að þessa dagana.

Á bókakynningunni í Bókakaffinu lásu; Sunnlendingarnir Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Jón Hjartarson, Guðmundur Brynjólfsson, Pjetur Hafstein og Bjarni Harðarson,  úr óútgefnum verkum sínum.

 

Bókakynningin í kvöld var atriði á hátíðinni Leyndardómum Suðurlands sem stendu yfir þessa dagana.

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259423/

 

Nokkrar myndirt hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 22:24

Óvænt útspil Ástu - tekur baráttusætið

Hluti frambjóðenda D-listans í Árborg eftir að listinn var samþykktur í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Óvænt útspil Ástu - tekur baráttusætið

 

Óvænt tíðindi urðu þegar listi Sjálfstæðisfélaganna í Árborg var samþykktur á fundi í Hótel Selfossi í kvöld. Ásta Stefánsdóttir sem tók 1. sætið örugglega í prófkjöri á dögunum mun skipa 5. sæti listans.

Að loknu prófkjöri var Gunnar Egilsson í 2. sæti og Sandra Dís Hafþórsdóttir og Kjartan Björnsson jöfn í 3. til 4. sæti. Gunnar mun nú leiða listann, Sandra verður í 2. sæti og Kjartan í því þriðja. Ari Björn Thorarensen verður í 4. sætinu en hann varð fimmti í prófkjörinu.

Eftir umræður milli kjörnefndar og frambjóðenda að loknu prófkjöri lagði Ásta til að hún tæki 5. sætið og núverandi bæjarfulltrúar flokksins myndu raðast þar fyrir ofan.

 

Listinn er þannig skipaður:

1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Selfossi
2. Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi, Eyrarbakka
3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi, Selfossi
4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi, Selfossi
5. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagins Árborgar, Selfossi
6. Magnús Gíslason, sölustjóri, Selfossi
7. Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri, Selfossi
8. Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari, Eyrarbakka
9. Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur, Selfossi
10. Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari, Selfossi
11. Sigríður Guðmundsdóttir, formaður Félags eldri borgara, Selfossi
12. Ingvi Rafn Sigurðsson, sölumaður, Selfossi
13. Ásgerður Tinna Jónsdóttir, nemi, Stokkseyri
14. Einar Ottó Antonsson, íþróttakennari, Selfossi
15. Gísli Gíslason, flokksstjóri, Eyrarbakka
16. Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hársnyrtimeistari, Selfossi
17. Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður, Selfossi
18. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, Selfossi

Af www.sunnlenska.is

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 11:06

Vinnufundur Vitringa að Stað á Eyrarbakka 3. apríl 2014

„Æi, ..andskotinn..Björn Ingi.“

 

Vinnufundur Vitringa að Stað á Eyrarbakka 3. apríl 2014

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum.

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði fyrir sléttum mánuði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014.

 

Fundur Vitringana í morgun var vinnufundur þar sem rifjaðar voru upp „húsasögur“ á Eyrarbakka sem fæstar hafa verið birtar.

 

Sérstakur gestur Vitringafundarins í morgun var Linda Ásdísardóttir og ávarpaði hún samkomuna með þessum orðu er hún sá myndavélina og horfði í linsuna:

„Æi, ..andskotinn..Björn Ingi.“

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259389/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 06:34

Eyrarbakkamorgun 3. apríl 2014

 

Eyrarbakkamorgun
3. apríl 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 05:52

Lokamót púttmótaraðar GOS fór fram síðasta laugardag á Eyrarbakka

 

Lokamót púttmótaraðar GOS fór fram

síðasta laugardag á Eyrarbakka

 

Lokamótið í púttmótaröð Golfklúbbs Selfoss fór frá í Alpanhúsinu á Eyrarbakka síðasta laugardag, 31. mars 2014. 

 

Bergur Sverrisson bar sigur úr bítum í karlaflokki, Guðfinna Þorsteinsdóttir í kvennaflokki og Heiðrún Anna Hlynsdóttir í flokki 14 ára og yngri.

 

Púttmótaröðin hófst 22. febrúar en keppnin fór fram sex laugardaga í röð og lauk 29. mars sl. Spilað var í inniaðstöðu GOS á Eyrarbakka að Búðarstíg 22 í gamla Alpanhúsinu. Spilaðar voru 36 holur og töldu þrjú bestu mótin til stiga. Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í karlaflokki, kvennaflokki og flokki 14 ára og yngri.

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

03.04.2014 05:45

Merkir Íslendingar - Nína Sveinsdóttir

Nína Sveinsdóttir

 

Merkir Íslendingar - Nína Sveinsdóttir

 

Nína Sveinsdóttir leikkona fæddist að Fitjum í Miðneshreppi 3. apríl 1899. Foreldrar hennar voru Sveinn Gunnlaugsson, útvegsbóndi í Hamarskoti, Fálkahúsum, að Fitjum og á Flankastöðum, og k.h., Hlaðgerður Gísladóttir húsfreyja.

Nína var listamannsnafn en hún hét fullu nafni Jónína Þorbjörg Sveinsdóttir.

Nína giftist 1920 Einari Jónssyni, yfirprentara og einum af stofnendum Steindórsprents. Hann var líka mikill áhugamaður um tónlist, var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur 1922 og lék á píanó.

Synir Nínu og Einars, Bragi og Guðjón, voru báðir lærðir prentarar eins og faðir þeirra, og urðu báðir tónlistarmenn eins og foreldrarnir. Bragi, sem lést 1994, lék á klarinett um árabil, m.a. með Bjarna Böðvarssyni, en Guðjón, sem lést 2004, lék á píanó og lengi á básúnu. Þeir bræðurnir léku m.a. saman í Sveiflu-sextettinum, sem lék djass og Dixieland-tónlist. Guðjón lék knattspyrnu með Val, var knattspyrnudómari og radíóamatör en var ekki síst þekktur sem fréttaljósmyndari á Tímanum.

 

Nína var prýðileg söngkona, söng ung í kirkjukór Fríkirkjunnar og í kórum hjá Páli Ísólfssyni.

 

Nína hóf sinn leikferil í Meyjarskemmunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934. Eftir það lék hún mjög mikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur, varð feikilega vinsæll revíuleikari og tók þátt í revíusýningum í Iðnó og Sjálfstæðishúsinu. Þar munaði ekki minnst um óborganlegan gamansöng hennar. Aðrar þekktar gaman- og revíuleikkonur frá þessum árum voru þær Emelía Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir en þessar þrjár leikkonur fóru oft á kostum saman.

Nína lék í fjölda útvarpsleikrita, í sjónvarpsleikritum og þremur kvikmyndum, frá árdögum íslenskrar kvikmyndagerðar. Það voru kvikmyndirnar Milli fjalls og fjöru, 1949; Síðasti bærinn í dalnum, 1950, og 79 af stöðinni, 1962.

Nína lést 29. október 1979

Morgunblaðið fimmtudagurinn 3. apríl 2014 - Merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður