Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Apríl

02.04.2014 21:06

66 þúsund ferðamenn í mars 2014

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

 

66 þúsund ferðamenn í mars 2014

 

Um 66 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum mars samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 17.300 fleiri en í mars á síðasta ári. Um er að ræða 35,3% fjölgun ferðamanna í mars milli ára. Ferðamannaárið fer því óvenju vel af stað en fyrr á árinu hefur Ferðamálastofa birt fréttir um 40,1% aukningu milli ára í janúar og 31,2% aukningu í febrúar.

Bretar og Bandaríkjamenn helmingur ferðamanna

Ferðamenn - 10 fjölmennustu þjóðerniBretar voru fjölmennastir eða 31,9% af heildarfjölda ferðamanna en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 18,5% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn (5,3%), Þjóðverjar (5,2%), Frakkar (4,5%), Danir (4,2%), Kanadamenn (3,5%), Svíar (2,9%), Hollendingar (2,8%) og Japanir (2,4%). Samtals voru framangreindar tíu þjóðir 81,2% ferðamanna í mars. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum mest milli ára en 5.635 fleiri Bretar komu í mars í ár, 5.255 fleiri Bandaríkjamenn og 1.260 fleiri Kanadamenn. Þessar þrjár þjóðir báru að mestu leyti uppi aukninguna í mars milli ára eða um 70% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

Ferðamenn í mars - myndritÞegar þróunin er skoðuð frá árinu 2002, eða á því tímabili sem Ferðamálastofa hefur verið með talningar í gangi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, má sjá hvað ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega. Ferðamenn eru nú þrefalt fleiri en þeir mældust í mars 2002. Aukning hefur oftast verið milli ára, þó mismikil. Mest hefur hún verið síðastliðin þrjú ár en þá fjölgaði ferðamönnum um 39 þúsund, eða úr 27 þúsund árið 2011 í 66 þúsund árið 2014. Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá að mest áberandi er aukning Breta, Bandaríkjamanna og ferðamanna sem flokkast undir önnur markaðssvæði. Ferðamönnum frá Mið- og Suður-Evrópu hefur fjölgað jafnt og þétt en þó mest síðastliðin tvö ár. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað jafnar á tímabilinu.

 

165 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 165.232 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 43 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 35,3% aukningu milli ára. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 57,3%, Bretum um 45,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 19,2%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38,1%. Norðurlandabúum hefur fjölgað í minna mæli eða um 5,1%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 24 þúsund Íslendingar fóru utan í mars síðastliðnum, tæplega þrjú þúsund færri en í mars árið 2013 en þess má geta að þá voru páskarnir í mars. Frá áramótum hefur svipaður fjöldi Íslendinga farið utan og á sama tímabili í fyrra eða um 71 þúsund talsins.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla - fjöldi ferðamanna

Af www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2014 18:29

Söngskemmtun í Þingborg 5. apríl 2014

Þingborg í Flóahreppi.

 

Söngskemmtun í Þingborg 5. apríl 2014

 

Söngskemmtun verður haldin í Þingborg laugardaginn 5.apríl 2014 kl. 15:00.

Rökkurkórinn úr Skagafirði syngur lög undir stjórn Thomas Higgerson.

Rökkurkórinn var stofnaður 1978 af söngfélögum úr Heilsubótarkórnum í Lýtingsstaðahreppi (þar sem þeir Jói í Stapa og Ingi Heiðmar störfuðu), kirkjukórsfólki úr Blönduhlíð og kórfólki úr Hólminum og Varmahlíð, Englakórnum með Margréti á Löngumýri í broddi fylkingar. 

Aðgangseyrir 2500 og ekki er hægt að taka kort.

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.04.2014 11:02

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 2. apríl 2014

.

Vitringafundur að Stað á Eyrarbakka 2. apríl 2014

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, hefur opnað forsalinn á Stað til reglubundinna morgunfunda hjá Vitringunum.

Þeir  hittust áður á hverjum morgni í Vesturbúðinni á Eyrarbakka en hún lokaði að kvöldi mánudagsins 3. mars 2014.

Viðræður Olís stnda nú við einn aðila hér á svæðinu um opnun verslunar að nýju á Eyrarbakka.

Sérstakur gestur Vitringafundarins í morgun var Eiríkur Már Rúnarsson.

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.

Myndaalbúm  er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/259363/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2014 08:03

Kosningar til forystu í SAF

stjorn2013_14

Stjórn SAF kjörin á aðalfundi SAF 11. apríl 2013

Fv. Árni Gunnarsson, formaður SAF, Bergþór Karlsson, Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, varaformaður SAF, Þórir Garðarsson, Elín Árnadóttir, Páll L. Sigurjónsson og Rannveig Grétarsdóttir.

 

Kosningar til forystu í SAF

 

Tveir aðilar hafa lýst yfir framboði til formanns stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar, en aðalfundur samtakanna fer fram á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. apríl n.k.

Þeir sem hafa boðið sig fram eru Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og Þórir Garðarsson, starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions – Allrahanda ehf.

Framboðsfrestur rennur út tveimur dögum fyrir aðalfund.

Í aðdraganda aðalfundar starfaði kjörnefnd sem hafði þann starfa að stilla upp tillögu að stjórn og formanni SAF, en skv. lögum samtakanna ber kjörnefnd að skila inn tillögum a.m.k. tveimur vikum fyrir fund. Þar sem tveir aðilar höfðu þegar lýst yfir framboði til formanns stjórnar tók kjörnefnd ekki afstöðu til þeirra, heldur taldi það félagsmanna að gera upp á milli þeirra í kosningu. Eru þeir báðir kjörgengir og telur kjörnefnd þá vel til þess fallna að sinna starfi formanns SAF.

Hér má nálgast nánari kynningu á frambjóðendum til formanns stjórnar SAF:

Yfirskrift aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar er: „Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag“. Ferðaþjónustan stendur á ákveðnum tímamótum og er í örum vexti. Á fundinum verður horft til framtíðar og stóru málin rædd.

 

Þórir Garðarsson er hér við enda borðsins á góðri stund í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.04.2014 06:46

Björt framtíð bíður fram í Árborg

 

 

Björt framtíð býður fram í Árborg

 

Nú liggur fyrir að Björt framtíð muni bjóða fram í Sveitarfélaginu Árborg í sveitarsjórnarkosningunum sem verða hinn 31. maí 2014.

Að sögn Viðars Helgasonar er verið að raða fólki á lista. Stofnfundur Bjartrar framtíðar í Árborg var haldinn fyrir tveimur vikum og undanfarið hefur málefnavinna farið fram. Henni verður haldið áfram þegar endanlegur listi liggur fyrir.

Af www.dfs.is


Skráð af Menningar-Staður
 

02.04.2014 06:14

D-listinn í Árborg kynntur á fimmtudag - 3. apríl 2014

Ásta Stefánsdóttir sigraði í prtófkjörinu.

 

D-listinn í Árborg kynntur á fimmtudag - 3. apríl 2014

 

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg verður kynntur fimmtudaginn 3. apríl næstkomandi á fundi á á Hótel Selfossi.

 

Prófkjör flokksins í Árborg var haldið á dögunum og þar urðu Ásta Stefánsdóttir og Gunnar Egilsson í 1. og 2. sæti.

Jöfn í 3.-4. sæti urðu Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir og mun koma í ljós á fimmtudagskvöld hvort þeirra verður í 3. sætinu.

 

Eins sagði Ari Björn Thorarensen að hann myndi íhuga stöðu sína að loknu prófkjörinu, hann hafnaði í 5. sæti en sóttist eftir 2. sætinu.

Af www.sunnlenska.is

Frá framboðsfunda á Eyrarbakka fyrir prófkjörið á dögunum:

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

01.04.2014 07:13

Handhafarnir teknir við

F.v.: Elfar Guðni Þórðarson, Siggeir Ingólfsson og Jón Jónsson.

 

Handhafarnir teknir við

 

Handhafar forsetavalds í Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi hafa nú tekið við forsetavaldi í félaginu um stund.

Er þetta vegna þess að forsetinn er störfum hlaðinn vegna 15 ára afmælis Hrútavinafélagsins og þarf hann að sinna skyldum vegna þessa bæði hér á landi sem og erlendis.Handhafar forsetavaldisns eru:

Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka

Elfar Guðni Þórðarson á Stokkseyri og

Jón Jónsson á StokkseyriHrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi gjörir þetta kunnugt í dag - 1. apríl 2014.