Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

31.05.2014 21:08

Frá kjörfundi á Eyrarbakka 31. maí 2014

Kjörstaður á Eyrarbakka er í Félagsheimilinu Stað.

 

Frá kjörfundi á Eyrarbakka 31. maí 2014

 

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninganna í Sveitarfélaginu Árborg hófst kl. 9:00 í morgun,

laugardaginn 31. maí 2014, og honum lýkur kl. 22:00

 

Kosið er í fimm kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg

Kjördeild 5 er á Eyrarbakka.

Útlit er fyrir minni kjörsókn en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010


 

Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga er samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí.

Niðurstöður skoðanakönnunarinnar verða ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.

 

Menningar-Staður var á kjörstað á Eyrarbakka um kl. 20:30 og færði til myndar kjörstjórnina og dyravörðinn.

Þau eru:

Birgir Edwald – formaður kjörstjórnar

María Gestsdóttir - í kjörstjórn

Lýður Pálsson  - í kjörstjórn

Siggeir Ingólfsson – dyravörðurEinnig var myndað þegar Ríkharður Hjálmarsson tók þátt í skoðanakönnuninni um sameiningu sveitarfélaga.

 

Myndalbúm er komið hér inná Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/261945/


Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

31.05.2014 06:54

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn 31. maí 2014

Kjörfundur á Eyrarbakka verður í Félagsheimilinu Stað kl. 09 - 22   - Kjörstaður-

 

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg

verður haldinn laugardaginn 31. maí 2014

 

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00.


Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu.

 

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

SJÁ KJÖRDEILDIR

Skráð af Menningar-Staður

31.05.2014 06:45

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

Eyrarbakki

 

Vefmyndavélin á Rauða húsinu á Eyrarbakka

____________________________________________________

 

___________________________________________________________________________________________

.

 

Skráð af Menningar-Staður

31.05.2014 06:36

Tæpar 190 milljónir í uppbyggingu á Suðurlandi

Urriðafoss í Þjórsá.

Tæpar 190 milljónir í uppbyggingu á Suðurlandi

 

Tæpum 190 milljónum króna verður varið í uppbyggingu og verndaraðgerðir á ferðamannastöðum á Suðurlandi í sumar samkvæmt úthlutun ráðuneytis úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Alls var úthlutað styrkjum til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið. Rúmlega 380 milljónum er úthlutað og fer um helmingur úthlutunarfésins til verkefna á Suðurlandi.

Umhverfisstofnun fær 28,7 milljónir króna til ýmissa verkefna, stærstur hlutinn 23 milljónir króna fara til framkvæmda við göngustíga og öryggismál við Gullfoss. Þá fara 3,7 milljónir í úrbætur gönguleiða að Fjallabaki og 1,5 milljónir króna í styrkingu göngustíga við Dyrhólaey.

Vatnajökulsþjóðgarður fær rúmlega 14,2 milljónir króna til þess að bæta aðgengi og öryggi ferðamanna í Eldgjá. Einnig fær þjóðgarðurinn 25 milljónir til ýmissa lagfæringa og smíði útsýnispalls við Svartafoss í Skaftafelli.

Skógrækt ríkisins fær níu milljónir króna til að laga göngustíga í Þórsmörk, við Hjálparfoss í Þjórsárdal og við Systrafoss í Skaftárhreppi þar sem meðal ananars verður lagður stigi upp að fossinum.

Landgræðsla ríkisins fær 1,2 milljónir króna til þess að bæta öryggi í Víkurfjöru með gerð handriða, umferðarhindrana og göngustíga og Minjastofnun Íslands fær fimm milljónir króna til verndunar og uppbyggingar á stígum við Stöng í Þjórsárdal.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum fær 13 milljónir króna til stígagerðar en stærstur hluti úthlutunarinnar, 11 milljónir króna, er eyrnamerktur Flosagjá þar sem mosabreiður og lyng á gjábörmum er flakandi sár og víðtækir og skipulagslausir troðningar liggja frá gjánni niður að vatni.
 

Sveitarfélagið Bláskógabyggð fær úthlutað 15 milljónum króna til hönnunar stígagerðar og öryggisgrindverks við Geysi og Flóahreppur fær rúmar 5,6 milljónir króna til viðgerðar á gróðri, stígagerðar og öryggismála við Urriðafoss.

Hveragerðisbær og Sveitarfélagið Ölfus fá samtals níu milljónir króna til uppgræðslu og stígagerðar í Reykjadal og Mýrdalshreppur fær 1,4 milljón króna til stígagerðar og stækkunar rútustæðis í Víkurfjöru og gerð gönguleiða í Mýrdalssveit.

Rangárþing eystra fær rúmar 30,3 milljónir króna til ýmissa verkefna. Stærstur hlutinn er vegna viðhalds gönguleiða í Þórsmörk, rúmar 15,3 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir rúmum 8,6 milljónum króna til hönnunar og framkvæmda við tröppur og stíg norðanmegin við Seljalandsfoss. Rangárþing eystra fær einnig styrki vegna öryggispalls við Skógafoss, stígagerð og varnir við utanvegaakstri við Gígjökul, stikun göngu leiða á Fimmvörðuhálsi og viðhalds göngustíga í Völvuskógi.

Rangárþing ytra fær 13,2 milljónir króna vegna ýmissa göngustíga og öryggismála. Fimm milljónum verður varið í göngustíg milli Ægissíðufoss og Árbæjarfoss en einnig á að græða upp og lagfæra við Þjófafoss og Fossbrekkur, endurgera öryggispall við Ægissíðufoss og stika leiðir í Friðlandinu að fjallabaki.

Skaftárhreppur fær tvær milljónir vegna öryggismála við Fjarðarárgljúfur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur fær samtals rúmar 6,2 milljónir króna vegna uppgræðslu og stígagerðar við Gjána og öryggismál við Hjálparfoss. Þá fær Hrunamannahreppur níu milljónir króna til stíga-, brúar- og tröppugerðar í Kerlingarfjöllum.

 

88 verkefni um allt land

Alls er úthlutað styrkjum til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið. Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum sem liggja undir skemmdum. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.

Reglugerðin setur ramma um úthlutunina og er í henni kveðið á um hvaða verkefni eru styrkhæf. Ferðamálastofa annast umsýslu með úthlutun styrkjanna, fylgist með framvindu verkefna og hefur eftirlit með þeim.

Reglugerð um sérstaka úthlutun

Heildarlisti um verkefni sem fá styrk

Hrútavinir við Gullfoss.

Af www.sunnlenska.is og www.ferdamalarad.is

Skráð af Menningar-Staður

 

31.05.2014 06:04

Merkir Íslendingar - Steinþór Gestsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Steinþór Gestsson.

 

Merkir Íslendingar - Steinþór Gestsson

 

Steinþór Gestsson alþingismaður fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 31. maí 1913, sonur Gests Einarssonar bónda á Hæli og k.h. Margrétar Gísladóttur. Systir Gests var Ingigerður, móðir Helgu, móður Ingimundar arkitekts, Einars, fv. forstjóra Sjóvár, og Benedikts hrl., föður Bjarna fjármálaráðherra.

 

Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá MA árið 1933 og var bóndi á Hæli 1937-1974. Steinþór sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk sem þingmaður Suðurlands frá 1967-1978 og frá 1979-1983. Þá sat hann í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps 1938-1974 og var oddviti hennar í þrjátíu ár. Einnig sat hann m.a. í sýslunefnd Árnessýslu.

Hann gegndi embætti formanns Landssambands hestamannafélaga 1951-1963 og var formaður Vélanefndar ríkisins 1963-1972. Þá sat hann í Þingvallanefnd 1970-1979 og 1980-1984. Einnig sat hann í fleiri nefndum og var m.a. formaður byggingarnefndar þjóðveldisbæjar 1974. Þá sat hann í stjórn Stóðhestastöðvar ríkisins frá 1979 til 1995. Ennfremur sat hann í stjórn Búnaðarfélags Íslands, Framkvæmdastofnunar og Áburðarverksmiðju ríkisins en þar gegndi hann stjórnarformennsku frá 1983. Steinþór var ritstjóri Suðurlands árið 1979 og skrifaði auk þess fjölda rita og greina.

Steinþór var mikilvirkur í stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi, og starfaði einnig ötullega að félagsmálum. Þá stofnaði Steinþór MA-kvartettinn með skólafélögum sínum. Varð hann vinsælasti söngkvartett síns tíma.

Steinþór var kvæntur Steinunni Matthíasdóttur, f. 8.10. 1912, d. 6.2. 1990. Foreldrar hennar voru Matthías Jónsson, bóndi á Skarði og Fossi í Hreppum, og k.h. Jóhanna Bjarnadóttir. Börn Steinþórs og Steinunnar: Jóhanna, fv. skólastjóri í Gnúpverjahr.; Gestur, fv. skattstjóri; Aðalsteinn, hrossabóndi og tamningamaður; Margrét, bóndi í Háholti, og Sigurður bóndi á Hæli.

Steinþór Gestsson lést 4. september 2005.

Morgunblaðið laugardagurinn 31. maí 2014 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

31.05.2014 00:09

65 fangar í námi við FSu

Litla-Hraun

65 fangar í námi við FSu

 

Sextíu og fimm fangar í fangelsunum á Litla Hrauni og að Sogni voru við nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á nýliðinni vorönn.

 

Af þeim 65 nemendum, sem innrituðust í eitthvert nám á vegum FSu á Litla-Hrauni og Sogni luku 34 nemendur samtals 161 námseiningu. 

 

Átta kennarar sinntu staðbundnu námi í fangelsunum auk þess sem tíu kennarar sinntu fjarnámi fanganna

 

. 

Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 22:33

Tveir vinir - Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarsona á Stað 28. maí 2014

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Tveir vinir - Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson

á Stað á Eyrarbakka 28. maí 2014

Á þessari slóða má heyra lagið - Tveir vinir-
Smella á þessa slóð:

http://www.siglo.is/static/files/Tonlist/01-tveir-vinir_masterad_16bit_03.mp3 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 20:15

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka sunnudaginn 1. júní 2014

Frá sjómannadeginum 2007.

Að lokinni messu var gengið að Vesturbúðarlóð og blómsveigur lagður að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn. Fánaberi var Ólafur Óskarsson en Helgi Ingvarsson bar blómsveiginn og lagði síðan að minnisvarðanum.  

Séra Úlfar flutti bæn og kirkjukórinn söng.

 

Sjómannadagurinn verður  haldinn hátíðlegur á Eyrarbakka sunnudaginn 1. júní 2014


Dagskrá:

Kl. 10:00 -  11:00  Dorgveiðikeppni á Eyrarbakkabryggju.

Kl. 11:15 – 12:15  Kappróður og koddaslagur á Eyarrbakkabryggju.  Þar er 14 ára aldurstakmark í keppnir.

Kl. 12:30 – 13:50  Skemmtisigling fyrir fjölskylduna.

Kl. 14:00  Sjómannadagsmessa í Eyrarbakkakirkju.

 

Sjómannadagskaffi verður í Félagsheimilinu á Stað frá kl. 15:00 á vegum Slysavarnadeildarinnar Bjargar á Eyrarbakka. 

 

.


Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 19:23

Reykjavík - Sex flokkar fengju borgarfulltrúa


Reykjavík - Sex flokkar fengju borgarfulltrúa

 

Samfylkingin bætir enn við sig fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup og hefur nú tvöfaldað fylgið síðan í febrúar. Framsóknarmenn, Vinstri græn og Píratar ná inn einum manni. Sex flokkar ná því inn manni í borgarstjórn.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var dagana 23. - 29. maí, heldur Samfylkingin áfram að bæta við sig og er nú með 36,7 prósent, fékk í  síðustu könnun 30,8  og hefur tvöfaldað fylgi sitt síðan í febrúar.  

Björt framtíð mælist með 17,8 prósenta fylgi en var síðast með 20,6. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar aðeins, mælist nú með 22,6 prósent en var með 23,8. Fylgi Pírata er 6.3 prósent  og minnkar en þeir mældust með 9,8 í síðustu könnun. Fylgi Vinstri grænna dalar líka örlítið frá síðustu könnun. Þeir mældust með 8,4% en eru nú með 7,9.  

Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir bæta við sig fylgi. Voru með 4,1 % en eru nú með 6,9. Ef litið er á fjölda borgarfulltrúa þá fengi Samfylkingin samkvæmt þessari könnun 6 borgarfulltrúa, Björt framtíð 3 og Sjálfstæðisflokkurinn 3. Píratar, Vinstri græn  og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir næðu öll inn manni. Að öðru óbreyttu þyrfti fylgi þessara framboða að fara niður fyrir 5,7 prósent til að þau kæmu ekki að manni.

Af www.ruv.is

Ráðhúsið í Reykjavík

 

Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 18:33

Hrúturinn Gorbi gleður á Stað

.

 

Hrúturinn Gorbi gleður á Stað

 

.

 

Skráð af Menningar-Staður