Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

07.05.2014 05:38

Maðurinn og mýtan til umræðu

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Skagfirðingurinn og sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson.

 

Maðurinn og mýtan til umræðu

 

Mikið afskaplega var gaman að hlusta á fyrsta þáttinn í nýju spjalli sem þeir Ævar Kjartansson og Sigurður Árni Þórðarson stýra á sunnudagsmorgnum kl. níu. Yfirskrift nýju þáttaraðarinnar er Á tali við Hallgrím og þar er sjónum beint að sálmaskáldinu Hallgrími Péturssyni.

 

Fyrsti gestur þeirra félaga var Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún ræddi um manninn og mýtuna. Benti hún á að fátt væri vitað um ævi skáldsins, en það sem vitað væri vitað með vissu gæfi skýra mynd af manni með sterkar tilfinningar og réttlætiskennd sem ekki lét bjóða sér hvað sem var. Auk þess megi ljóst vera að hann hafi verið stórvel gefinn og húmorískur, sem komi betur fram í öðrum kveðskap en Passíusálmunum sem flestir þekkja, og ekki síst snjall, en Margrét benti á að snilld skáldsins birtist í valdi hans á tungumálinu. Áhugavert var síðan að heyra útlistun hennar á því hvernig menn á 19. öld hafi misskilið 17. aldar kveðskap Hallgríms þar sem rómantíkin villti mörgum sýn.

Undirrituð hlakkar til að kynnast sálmaskáldinu betur í komandi þáttum.

Silja Björk Huldudóttir

Morgunblaðið miðvikudagurinn 7. maí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður
 

06.05.2014 21:27

Kristján Runólfsson orti

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn -Kristján Runólfsson- sem býr í Hveragerði

er í framboðoi til kirkjuþings.

Hér er hann í Selfosskirkju 2. mars 2014.

 

Kristján Runólfsson orti

 

Væn er tíð og blómin blíðu,
bærast víða um dæl og fit,
dalur skrýðist dagsins þýðu,
Drottins smíði tekur lit.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 16:21

Fjöru-stiginn við Stað á Eyrarbakka

 

Fjöru-stiginn við Stað á Eyrarbakka

 

Að morgni þess 1. maí  2014  var lokið við frágang stigans niður í fjöru frá útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Stiginn er festur við stórgrýtið í sjóvarnargarðinum og mun hann standast öll flóð framtíðarinnar.

Þá er stiginn tengdur við pallinn sem fyrir er með millipalli.

Þessa daga sem liðnir eru hefur stiginn verið mikið notaður og róma gestir og gangandi þessa vel heppnuðu framkvæmd.

Menningar-Staður færði vettvanginn að morgni þann 1. maí til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/260940/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 14:13

Landssamband eldri borgara 25 ára

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir er formaður og er hér í pontu.

 

Landssamband eldri borgara 25 ára

 

Landssamband eldri borgara var stofnað 19. júní 1989 á Akureyri af 9 félögum eldri borgara víðs vegar um landið. Í dag eru 52 félög í LEB með yfir 18.000 félagsmenn. Landssambandið hefur aðsetur að Sigtún 42, 105 Reykjavík, símanúmerið er 567 7111, GSM símanúmerið er 859 9711, netfang er leb@leb.is og heimasíða http://www.leb.is.

Formaður LEB er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir en Haukur Ingibergsson er starfsmaður.

Aðild að LEB eiga félög fólks sem náð hefur 60 ára aldri og vinna að almennum hagsmunamálum eldri borgara, svo og að tómstunda-, fræðslu- og menningarmálum. Markmið Landssambands eldri borgara er að byggja upp öflug samtök eftirlaunafólks sem gæti réttar aldraðra og vinni að hagsmunamálum þeirra gagnvart stjórnvöldum. Félögin starfa sjálfstætt hvert á sínu félagssvæði.

Æðsta vald í málefnum Landssambandsins er í höndum landsfundar sem haldinn er annað hvert ár. Á milli landsfunda fer 5 manna framkvæmdastjórn með málefni sambandsins. Formannaráð sem skipað er formönnum allra aðildarfélaga sambandsins er framkvæmdastjórn til ráðgjafar í mikilvægum málum. Fundir formannaráðs eru haldnir eigi sjaldnar en einu sinni það ár sem landsfundur er ekki haldinn.

Landsfundur ákveður árgjald félagsmanna til sambandsins og er það kr. 600 á hvern félagsmann árið 2011 til 2013.

Landssambandið er aðili að SUMA (Samráðsnefnd um málefni aldraðra) sem sér um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra.

Landssambandið er einnig aðili að Norrænu samráðsnefndinni NSK, en önnur landssambönd eru:

 NSK er í evrópusamtökum eldri borgara, AGE http://www.age-platform.org/ en AGE er umsagnaraðili um öll mál sem snerta eldri borgara innan ESB og EES gagnvart Framkvæmdastjórn ESB og Evrópuþinginu.

 

Listin að lifa - vor 2014 komið út

http://www.leb.is/index.php/listin-adh-lifa-vor-2014

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 13:42

59 þúsund ferðamenn í apríl 2014

 

59 þúsund ferðamenn í apríl 2014

 

Um 59 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum apríl samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13.500 fleiri en í apríl á síðasta ári. Um er að ræða 29,4% fjölgun ferðamanna í apríl milli ára. Ferðamannaárið fer því óvenju vel af stað en Ferðamálastofa hefur birt fréttir um aukningu í öllum mánuðum það sem af er ári eða 40,1% aukningu milli ára í janúar, 31,2% aukningu í febrúar og 35,3% í mars.

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum

10 fjölmennustu þjóðerninBretar voru fjölmennastir eða 26,4% af heildarfjölda ferðamanna í apríl en næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 13,0% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn (8,3%), Þjóðverjar (5,9%), Danir (5,9%), Svíar (5,5%), Kanadamenn (4,8%), Frakkar (4,0%), Finnar (2,3%) og Hollendingar (2,2%). Samtals voru framangreindar tíu þjóðir 78,3% ferðamanna í apríl. Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Kanadamönnum mest milli ára en 4.171 fleiri Bretar komu í apríl í ár, 1.701 fleiri Bandaríkjamenn og 1.251 fleiri Kanadamenn. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í apríl milli ára eða um 53% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

apríl eftir markaðssvæðumFerðamenn voru þrefalt fleiri í apríl í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Miklar sveiflur hafa verið milli ára hvað ferðamannafjölda varðar en að jafnaði hefur aukningin verið um 11,1%. Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá hvað aukningin hefur verið afgerandi frá 2010 frá öllum markaðssvæðum, mest hefur hún þó hlutfallslega verið frá N-Ameríku og Bretlandi. Þannig hefur fjöldi Breta þrefaldast og fjöldi N-Ameríkana ríflega tvöfaldast. Hlutdeild Norðurlandabúa sem framan af voru stærsta markaðssvæðið eða nærri þriðjungur hefur minnkað með árunum og er nú ríflega einn fimmti ferðamanna frá Norðurlöndunum. Bretar hafa hins vegar náð forystu sem stærsta markaðssvæðið í apríl en þeir hafa verið um fjórðungur ferðamanna í mánuðinum síðastliðin tvö ár.

224 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 224.457 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 56.500 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 33,7% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 52,1%, Bretum um 43,8%, Mið- og S-Evrópubúum um 20,8%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 36,0%. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað í sama mæli eða um 9,7%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 35 þúsund Íslendingar fóru utan í apríl síðastliðnum, um sjö þúsund fleiri en í apríl árið 2013. Líklega hafa páskarnir haft áhrif á ferðagleði Íslendinga utan í apríl nú en páskarnir voru í marsmánuði í fyrra. Frá áramótum hafa 106.622 Íslendingar farið utan eða 7,1% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 99.554 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla yfir fjölda ferðamanan í apríl

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 12:42

Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

Ráðhús Árborgar á Selfossi.

 

Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna 

og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2014

 

Hag- og upplýsingasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur í sjöunda sinn tekið saman upplýsingar um kjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og kjör starfandi sveitar- og bæjarstjóra. Þessar skýrslur hafa verið gerðar á tveggja ára fresti frá árinu 2002. Annars vegar er hún framkvæmd á kosningaári og hins vegar á miðju kjörtímabili.

Markmið þessa verks er að draga saman upplýsingar um þessi mál eftir mismunandi stærðum sveitarfélaga þannig að sveitarstjórnarmenn hverju sinni hafi yfirlit um hver kjöri í raun eru og hvernig dreifing þeirra er þegar tekin skal ákvörðun um slík mál. Með því að hafa tiltækar sambærilegar upplýsingar um þessi mál fæst einnig með tímanum gott yfirlit um hvernig þróun þeirra hefur verið gegnum árin.

 

Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna (útg. apríl 2014)

Af www. samband.is

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 12:13

Nám við hæfi hvers og eins í Sveitarfélaginu Árborg

alt

Eyrbekkingurinn Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur, og skipar annað sætið á B lista í Svf. Árborg.

 

Nám við hæfi hvers og eins í Sveitarfélaginu Árborg

 

Það eru sennilega allir sammála um að menntun sé hornsteinn í farsælli uppbyggingu nútímasamfélags. Það er stjórnarskrárbundinn réttur hvers einstaklings að hann hafi rétt til almennrar menntunar við sitt hæfi sem er lögfest í lögum um grunnskóla. Hið mikla brottfall úr framhaldsskólum landsins bendir þó til að margir nemendur finni ekki menntun við sitt hæfi. Ekki er ólíklegt að mikil áhersla á bóknám sé hindrun fyrir marga einstaklinga og geri þá fráhverfa námi strax í grunnskóla. Niðurstöður skýrslu OECD um menntun (2011) sýnir að íslensk börn velja mun sjaldnar að fara í verknám í framhaldsskóla, jafnvel þó þau hafi áhuga á því. Þrátt fyrir þetta sýna útskriftatölur Hagstofu Íslands að flestir velja verknám sem koma aftur í framhaldsskóla eftir 24 ára aldur. 

 

Í starfi mínu sem sálfræðingur hitti ég oft börn á seinni stigum grunnskóla sem eiga í miklum erfiðleikum með bóknám en hafa hæfileika á list- og verkgreinasviði sem fá ekki notið sín. Afleiðingin getur þá oft verið vanlíðan eða hegðunarerfiðleikar og það að klára grunnskólann verður líkt og „afplánun“ – eitthvað sem maður neyðist til að gera. 

Umræða um aukna áherslu á list og verkgreinar á seinni stigum grunnskóla hefur verið lengi til umræðu en erfiðlega gengur að koma því í framkvæmd þrátt fyrir að flestir sem komi að málum geri sér grein fyrir mikilli þörf á slíkri innleiðingu. 

Þrátt fyrir að aukinn kostnaður muni fylgja stofnun brautar sem þessarar er líklegt að slíkt myndi spara sveitarfélaginu kostnað til lengri tíma litið þar sem hærra menntunarstig skilar meiri arði auk þess sem það gæti orðið fjárhagslegur sparnaður í formi minni fjárhagslegrar aðstoðar og  í formi meiri atvinnuþátttöku einstaklinga. 

Það er bjargföst trú mín að með list- og verknámsbraut á grunnskólastigi í sveitarfélaginu, myndu miklu fleiri börn njóta hæfileika sinna betur, en þau geta gert í námi sem byggist að miklu leiti upp á bóknámi. Það væri mikilvægur liður í innleiðingu á slíkri braut í grunnskólum Árborgar að atvinnulífið og Fjölbrautaskóli Suðurlands komi að málum og brautin verði sett upp í samstarfi við alla viðeigandi aðila. Með þessu móti gætum við greint áhugasvið og styrkleika nemenda fyrr og ýtt undir að hæfileikar allra fái að njóta sín.

 

Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og skipar annað sætið á B lista í Svf. Árborg.

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 11:42

Halldóra endurkjörin formaður Bárunnar

M

Frá fundinum í gær.

 

Halldóra endurkjörin formaður Bárunnar

 

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi, mánudaginn 5. maí 2014.

Fjölmenni var og setið í hverju sæti í sal og fram á gangi. Venjuleg aðalfundarstörf tóku eðlilega mestan tíma. Formaður las sína skýrslu og þar kom meðal annars fram að það fjölgar jafnt og þétt í félaginu og starfsemin er vaxandi. Mikil áhersla hafi verið lögð á að efla trúnaðarmannakerfi félagsins og skapa tengsl við vinnustaði og atvinnurekendur. Ársreikningar félagsins voru kynntir og lagðir fyrir fundinn. Nokkur umræða skapaðist um reikningana en rekstur félagsins stendur í miklum blóma og gefur félaginu aukið svigrúm í þjónustu sinni við félagsmenn. Í því ljósi lagði stjórn fram ákveðnar tillögur fyrir fundinn um breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Þar var ákveðið að bæta í ýmsa styrki og að auki kemur inn nýr liður varðandi tannlæknakostnað. Einnig kom fram að félagið hugar að kaupum á einu orlofshúsi til viðbótar en mikil ásókn er í þessi hús og fer vaxandi. Stjórn Bárunnar hefur líka ákveðið að halda verði niðri til hagsbóta fyrir félagsmenn en verð á gistingu hefur ekki verið hækkað síðustu fjögur ár. Þess má geta að ársreikningar eru aðgengilegir á skrifstofu félagsins.

Stærsta mál fundarins var þó kosning um formann.

Sitjandi formaður bauð sig fram til endurkjörs en einnig barst framboð frá Vernharði Stefánssyni mjólkurbílstjóra. Frambjóðendurnir fluttu ágætar framboðsræður og síðan var gengið til kosninga. Niðurstaðan varð sú að Halldóra var endurkjörin formaður til næstu tveggja ára.

Greinilegt var á þessari góðu fundarsókn að félagsmenn láta sig félagið miklu varða og vilja taka virkan þátt í að móta og fylgja eftir stefnu félagsins. Einn stjórnarmaður gekk úr stjórn, Loftur Guðmundsson en hann heldur til nýrra starfa í öðru landi og getur því ekki helgað félaginu krafta sína lengur. Stjórn og starfsmenn Bárunnar þakka Lofti fyrir gott samstarf. En maður kemur í manns stað og í hans stað tekur sæti í stjórninni Jón Þröstur Jóhannesson en hann hefur verið varamaður í stjórn.

Frábærum aðalfundi lauk síðan með skemmtilegu uppistandi Sólmundar Hólm en hann á ættir að rekja til Hveragerðis. Hann náði upp frábærri stemmningu og flestir héldu brosandi út í vorkvöldið og vonandi sáttir við niðurstöður fundarins.
 

Af: www.baran.is

Skráð af Menningar-Staður

 

06.05.2014 09:16

Morgunvísa Kristjáns Runólfssonar

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn -Kristján Runólfsson- sem býr í Hveragerði

er í framboðoi til kirkjuþings.

Hér er hann í Skálholtsdómkirkju þann 1. maí 2014

 

Morgunvísa Kristjáns Runólfssonar

 

6. maí 2014 -

Góðan dag.

 

Dagsins byrjar önn og at,
aðeins skárri er heilsa mín,
enda bryð ég eins og mat,

íbúfen og parkódín.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.05.2014 07:10

Hreinsunarátak í Árborg til 12. maí 2014Hreinsunarátak í Árborg til 12. maí 2014

 

Staðsetningar á gámum fyrir hreinsunarátak í Árborg 2014 
 
Tímabil: 25. apríl – 5. maí. 
Gámar fyrir Eyrarbakka verða staðsettir austan við tjaldsvæðið við Búðarstíg 
• 1 x lokaður – Almennt rusl 
• 1 x opinn - grófur úrgangur 
• 1 x opinn – málmur 
• 1 x opinn-garðaúrgangur 
 
Gámar fyrir Stokkseyri staðsettir við áhaldahúsið (staðsettur 25. apríl) 
• 1 x lokaður – Almennt rusl 
• 1 x opinn - grófur úrgangur 
• 1 x opinn – málmur 
• 1 x opinn - garðaúrgangur 
 
Gámur í Tjarnabyggð (staðsettur 25. apríl) 
• 1 x opinn - grófur úrgangur