Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

06.05.2014 06:54

Nýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri

Hanna Siv og Ólafur Már ásamt Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar. Ljósmynd/arborg.is

 

Nýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri

 

Á fundi bæjarráðs Árborgar í síðustu viku var samþykkt að semja við Hönnu Siv Bjarnardóttur og Ólaf Má Ólafsson um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri.

Samningur um tjaldsvæðið var undirritaður í framhaldinu.

Tjaldsvæðið hefur verið byggt upp í áföngum á síðustu árum og á síðasta ári var komið fyrir aðstöðuhúsi fyrir sturtur o.fl.

Tjaldsvæðið er aðili að útilegukortinu.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

06.05.2014 06:42

6. maí 1912 - mjög stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi

Hekla.

6. maí 1912 - mög stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi

 

Mjög stór jarðskjálfti varð á Suðurlandi um klukkan sex að kvöldi „og kom víða að tjóni, einkum í námunda við Heklu.

Þar hrundu íbúðarhús á sjö býlum og úthýsi miklu víðar“, sagði í Skírni. Barn lést og kona slasaðist.

Stærð skjálftans hefur verið áætluð 7 stig eða heldur meiri en skjálftans 26. ágúst 1896.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 6. maí 2016 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson


Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 15:39

Fögnuðu 30 ára af­mæli á Hót­el Rangá

Cli­ve Stacey, fram­kvæmda­stjóri og eig­andi Disco­ver the world. Um helg­ina var helj­ar­inn­ar partý haldið á Hót­el Rangá vegna 30 ára af­mæl­is fyr­ir­tæk­is­ins. Sjálf­ur er Stacey mik­ill áhugamaður um Ísland og kem­ur hingað reglu­lega en hann bjó á Flateyri árið 1973.  Ljósm.: Golli / Kjart­an Þor­björns­son

 

Fögnuðu 30 ára af­mæli á Hót­el Rangá

 

Um helg­ina hélt breska ferðaskrif­stof­an Disco­ver the world upp á 30 ára starfsaf­mæli sitt á Hót­el Rangá og bauð þangað öll­um helstu framá­mönn­um í ís­lenskri ferðaþjón­ustu. Ferðaskrif­stof­an er í dag stærsti ein­staki er­lendi aðili sem sel­ur ferðir til Íslands, en eig­andi henn­ar, Cli­ve Stacey, er for­fall­inn áhugamaður um Ísland og hef­ur all­ar göt­ur frá því árið 1972 verið hug­fang­inn af land og þjóð. Rúm­lega 150 manns voru í veisl­unni, sem mun öll hafa verið sem glæsi­leg­ust.

Stacey stofnaði ferðaskrif­stof­una Arctic Experience árið 1983, en tíu árum áður hafði hann verið bú­sett­ur á Flat­eyri í eitt ár. Þá hafði hann orðinn hug­fang­inn af land­inu og næstu ár vann hann á þrem­ur ferðaskrif­stof­um við að kynna ferðir til Íslands.

Um ald­ar­mót­in sam­einuðust bæði Arctic Experience og Disco­ver the world, en Stacey hafði einnig stofnað þá síðar­nefndu. Hún sér­hæf­ir sig nú í sér­stök­um ferðum um villta nátt­úru, en auk Íslands hef­ur ferðaskrif­stof­an gert út á ferðir til Lapp­lands, Suður­skauts­ins og Nýja Sjá­lands.

Ýtti und­ir upp­haf hvala­skoðunar

Á þeim 30 árum sem Stacey hef­ur verið að kynna land og þjóð hef­ur hann einnig unnið mikið frum­kvöðlastarf, en viðmæl­end­ur mbl.is bera hon­um all­ir góða sögu. Þá var hann meðal þeirra fyrstu sem komu að hvala­skoðun­ar­ferðum á Íslandi, en strax árið 1993 var ferðaskrif­stof­an byrjuð með hvala­skoðun­ar­ferðir og voru þær þá farn­ar frá Höfn í Hornafirði.

Þá hef­ur Stacey og ferðaskrif­stof­an hans einnig verið leiðandi í að auka straum ferðamanna yfir vetr­ar­tím­ann til Íslands, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur hann verið dug­leg­ur við að ýta und­ir bæði lúx­us- og skóla­ferðir yfir vetr­ar­tím­ann. 

 

Af www.mbl.is

 

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 12:05

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 7. maí 2014

Gagnvegir: Ársfundur 2014

 

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

verður haldinn 7. maí 2014

 

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn þriðjudaginn 7. maí 2014 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15-10.

Í Hávamálum er sagt að til góðs vinar liggi gagnvegir.

Á fundinum verður fjallað um fjölbreytt samstarf stofnunarinnar við aðila um allt land, menningarráð, héraðsskjalasöfn, minjasöfn, menningarstofnanir, fræðasetur, háskóla og grunnskóla, svo að fátt eitt sé talið. Sagt verður frá örsýningum á handritum á afmælisári Árna Magnússonar, safnkennslu í grunnskólum utan höfuðborgarsvæðisins, ljóðagrunninum Braga sem sameinar ljóðasöfn frá ýmsum stöðum á landinu, breytilegu málfari, örnefnum og fornleifum, og heimsóknum stúdenta frá Vesturheimi.

 

Allir eru velkomnir.

Skráning á www.arnastofnun.is/page/arsfundur2014_skraning fram að hádegi 6. maí.

 

Dagskrá:

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar
Ávarp

Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður
Starfsemi stofnunarinnar árið 2013

Lýður Pálsson
Handritin alla leið heim á Eyrarbakka

Svanhildur María Gunnarsdóttir
Farkennsla á 21. öld

Ástrós Signýjardóttir
Snorraverkefnið - íslenska er okkar mál

Birna Lárusdóttir
Að flétta saman þræði: örnefni og fornleifar

Bjarki Karlsson
Gáttir allar

Ari Páll Kristinsson
Byggðarlag og orðalag

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
Ávarp

 

Lýður Pálsson mun flytja erindi:
Handritin alla leið heim á Eyrarbakka

Skráð af Menningar-Staður

 

05.05.2014 10:40

Sveitarfélagið Árborg - Heilsueflandi samfélag

alt

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka.

 

Sveitarfélagið Árborg – Heilsueflandi samfélag

 

Síðastliðin 9 ár hef ég búið ásamt fjölskyldu minni á Eyrarbakka. Eftir fjögurra ára búsetu í Danmörku, vildum við setjast að í mátulega stóru samfélagi þar sem stutt væri í þá þjónustu sem við þyrftum á að halda og hér hefur okkur liðið vel. Þó ég stígi nú mín fyrstu skref í sveitarstjórnarpólitík hef ég langa reynslu af stjórnsýslu í gegnum mitt fyrra starf sem formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Ég hef einnig diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu auk meistaragráðu í verkefnastjórnun.

 

Ég hef sérstakan áhuga á að samfélag okkar hér í Svf. Árborg sé heilsueflandi og sú áhersla snertir marga fleti mannlífsins. Nú þegar höfum við fjölda þátta sem falla vel að þeirri mynd og má þar t.d. nefna öfluga heilbrigðisþjónustu, heilsuleikskóla, heilseflandi grunnskóla, heilsueflandi framhaldsskóla og fjölbreytta íþróttastarfsemi. Mikilvægur hluti af heilsueflandi samfélagi er að bæjarskipulag miði að því að auka hreyfingu almennings, t.d. með því að auðvelda fólki að sækja vinnu og tómstundir öðruvísi en í einkabíl. Í því tilliti þarf sérstaklega að huga að almenningssamgöngum og hjóla- og göngustígum innan sveitarfélagsins. 

Aðgengi að íþrótta- og tómstundastarfi
Gróskumikið íþrótta- og tómstundastarf er í Árborg og skiljanlega er það fjölbreyttast á Selfossi, þar sem flestir búa. Til að raunverulegt aðgengi sé að starfseminni fyrir börn sem búsett eru utan Selfoss, þarf að efla samgöngur innan sveitarfélagsins því æfingar eru flestar á dagvinnutíma þegar foreldrar eiga erfiðara með skutl vegna  vinnu. Frístundabíll sem gengi í samræmi við algengustu æfingatíma, myndi tryggja öllum börnum sveitarfélagsins aðgengi að uppbyggilegu íþrótta- og tómstundastarfi og bæta þannig búsetuskilyrði fjölskyldufólks á Stokkseyri, Eyrarbakka, Tjarnarbyggð og í Sandvíkurhreppi hinum forna. Frístundabíll eykur líka möguleika barna á Selfossi að stunda íþrótta- og tómstundastarf í minni þorpum sveitarfélagsins sem styðja myndi við uppbyggingu íþróttaaðstöðu um allt sveitarfélagið og dreifa álaginu á íþróttahúsin. Góð reynsla er af rekstri frístundabíla í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Garðabæ.

Hjóla- og göngustígar
Byggja þarf markvisst upp net hjóla- og göngustíga innan sveitarfélagsins, bæði innan þéttbýlisstaða og milli þeirra. Sérkort yfir göngu- og hjólastíga sveitarfélagsins hvetur einnig til notkunar þeirra og stuðlar þannig að aukinni útivist og hreyfingu. Meðfram Eyrarbakkavegi liggur nú malarstígur sem ætlaður var sem reiðstígur yfir nýlögðum neysluvatnslögnum. Hann er afar lítið notaður þar sem hann liggur of nærri þjóðvegi svo hann þyki hentugur til útreiða. Lega hans er hins vegar tilvalin fyrir hjólastíg milli Selfoss og strandaþorpanna. Sá hjólastígur yrði góð tenging við hjólastíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar sem nauðsynlegt er að   klára sem allra fyrst. Hér eru tækifærin mörg og innviðir góðir til að byggja upp heilsueflandi samfélag í Árborg.

Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka

skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar við sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg hinn 31.maí 2014

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 09:35

633 bát­ar á sjó - strandveiðar hafnar

5. maí 2014 - Fyrsti dag­ur­inn sem heim­ilt er að stunda strand­veiðar þetta árið - Mynd frá Flateyri fyrir um 30 árum.

Um borð eru 7 manns þar af tveir sem síðar hafa búið á Eyrarbakka.

 

633 bát­ar á sjó - strandveiðar hafnar

 

Mikið álag hef­ur verið í stjórn­stöð sigl­inga í morg­un enda fyrsti dag­ur­inn sem heim­ilt er að stunda strand­veiðar þetta árið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni er tæp­lega helm­ing­ur þeirra báta sem eru á sjó á strand­veiðum en vel viðrar til veiða. Held­ur færri um­sókn­ir bár­ust um leyfi til strand­veiða í ár en und­an­far­in ár.

Af www.mbl.is

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 08:13

5. maí 1639 - Brynjólfur Sveinsson var vígður Skálholtsbiskup

Í Skálholti þann 1. maí s.l.

.

Skagfirðingurin og Eyrbekkingurinn í Hveragerði, Kristján Runólfsson, í kjallara Skálholtsdómkirkju við mynd af kirkju Brynjólfs Sveinssonar.

 Yfirsmiður við Brynjólfskirkju, var Guðmundur Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, f. 1618.

Þessi vandaða og veglega kirkja stóð af sér landskjálftana 1784 sem lagði öll önnur hús staðarins í rústir. Að stafni til stóð Brynjólfskirkja allt til ársins 1850, þá orðin um 200 ára, þrátt fyrir slægt viðhald stundum.

 

5. maí 1639 - Brynjólfur Sveinsson var vígður Skálholtsbiskup

 

Brynjólfur Sveinsson var vígður Skálholtsbiskup. Hann lét m.a. reisa veglega kirkju í Skálholti og var einn helsti talsmaður Íslendinga við erfðahyllinguna í Kópavogi.

 

Brynjólfur Sveinsson var fæddur að Holti í Önundarfirði þann 16. september 1605. Hann er án vafa einn af merkustu mönnum Íslandssögunnar. Þegar hann lauk námi erlendis og tók síðan við embætti biskups í Skálholti var hann talinn lærðasti maður í allri Evrópu og hafði verið boðin staða rektors við Kaupmannahafnarháskóla.

 

Brynjólfur lést 5. ágúst 1675 og er minnisvarði um hann í Holti. 

 

Minnisvarði Brynjólfs Sveinssonar í Holti Önundarfirði.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 07:36

5. maí - Karl Marx fæddist þennan dag árið 1818

Forsetinn og félagi Karl Marx  - ( f. 5. maí 1818 –  d. 14. mars 1883).
Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, Björn Ingi Bjarnason hitti Karl Marx á dögunum í Berlín.

 

5. maíKarl Marx fæddist þennan dag árið 1818

 

Karl Heinrich Marx var áhrifamikill þýskur hagfræðingur, heimspekingur, byltingarleiðtogi og stjórnmálaspekingur. Hann er frægastur fyrir greiningu sína á mannkynssögunni í anda þráttarhyggju Hegels sem röð átaka milli stétta. Hann greindi samfélag kapítalismans og taldi meðal annars að reglulegar og sívaxandi efnahagskreppur væru innbyggðar í hagkerfi og myndu á endanum leiða til hruns þar sem stéttlaust samfélag tæki við.

 

Marx tók virkan þátt í stjórnmálahræringum um og eftir miðja 19. öld. Hann skrifaði Kommúnistaávarpið ásamt Friedrich Engels 1848 og var leiðandi við stofnun Fyrstu alþjóðasamtaka verkalýðsins í London 1864. Höfuðrit hans Auðmagnið (Das Kapital) kom út 1867, en hann vann við rannsóknir meira eða minna til dauðadags 1883.

 

Útfærslur á jafnaðarstefnunni sem byggja á verkum Marx eru oft kallaðar marxismi. Marxismi hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál og vísindi á 19. og 20. öld. Karl Marx lést þann 14. mars 1883.
 

Fréttablaðið mánudagurinn 5. maí 2014

Heimild: Wikipedia

 

Vinir alþýðunnar í Berlín. F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Karl Marx og Friedrich Engels.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

05.05.2014 06:36

18% aukning í bílasölu

Innanríkisráðherra kynnti sér starfsemina á Litla-Hrauni í dag.

Allar bílnúmeraplötur á Íslandi eru framleiddar á Litla-Hrauni. 
Hér eru Hanna Birna Kjartansdóttir, innanríkisráðherra og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni, í númera deildinni á Litla-Hrauni.

 

18% aukning í bílasölu

 

Sala á nýjum fólksbílum í apríl jókst um 18,1% og var 684 á móti 579 í sama mánuði 2013. Þetta kemur fram á heimasíðu Bílgreinasambandsins.

Samtals hafa verið skráðir 2.257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins sem er 17,8% aukning frá 2013.

Mest er aukningin í sölu á atvinnubílum en 30 vörubílar voru nýskráðir frá 1. janúar og til loka mars. Það eru 100% fleiri bílar en á sama tíma í fyrra.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 3. maí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

05.05.2014 05:49

Merkir Íslendingar - Magnús Torfi Ólafsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Magnús Torfi Ólafsson

 

Merkir Íslendingar - Magnús Torfi Ólafsson

 

Magnús Torfi Ólafsson fæddist á Lambavatni á Rauðasandi 5. maí 1923, Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson, bóndi þar, og k.h. Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsmóðir.

Ólafur var sonur Sveins Magnússonar, b. á Lambavatni, og k.h., Halldóru Ólafsdóttur húsfreyju. Halldóra Guðbjört var systir Önnu Guðrúnar, móður Torfa Jónssonar, formanns kaþólskra leikmanna á Íslandi, föður Ólafs, fyrrv. ritstjóra Þjóðviljans. Móðir Halldóru Guðbjartar var Guðbjörg Ólína, systir Ólafs í Hænuvík, föður Guðbjarts, hafnsögumanns í Reykjavík, föður Dóru, ekkju Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra.

Magnús Torfi varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann var blaðamaður við Þjóðviljann 1945-1962, lengst fréttastjóri erlendra frétta, og ritstjóri 1959-1962. Hann var deildarstjóri í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík 1963-1971,

Magnús Torfi var alþingismaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1971-1978, menntamálaráðherra 1971-1974, samgöngu- og félagsmálaráðherra maí til september 1974. Hann var blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar 1978-1989. Magnús Torfi sat í menntamálaráði 1967-1971, var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1966-1967, formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974-1982, formaður sendinefndar Íslands á umhverfismálaráðstefnu SÞ 1972. í sendinefnd Íslands á allsherjarþingi SÞ 1974 og 1975 og á hafréttarráðstefnu SÞ 1976, 1977 og 1978. Hann var formaður stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs 1986-1994, og sat í stjórnarskrárnefnd frá 1986.

Kona Magnúsar Torfa var Hinrika Kristjana Kristjánsdóttir, f. 23. ágúst 1920, d. 22.3. 2010, hjúkrunarfræðingur. Foreldrar hennar voru Kristján Þórðarson og k.h. Sigurlína Kolbeinsdóttir. Börn þeirra eru Ingimundur Tryggvi, Halldóra Guðbjört og Sveinn Eyjólfur.

Magnús Torfi Ólafsson lést 3. nóvember 1998.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 5. maí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður