Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

04.05.2014 21:09

Noma í Kaupmannahöfn aftur besti veitingastaður í heimi

Noma veitingahúsið í Kaupmannahöfn er hér til hægri. Handan hafnarinnar sé inn í Ný-Höfnina.

.

.

 

Noma í Kaupmannahöfn aftur besti veitingastaður í heimi

 

Danski veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn var nýverið kosinn besti veitingastaður heims af tímaritinu Restaurant.

Yfir 900 kokkar og matargagnrýnendur fjölmiðla kjósa á hverju ári um besta veitingastaðinn.

Noma varð í öðru sæti í fyrra eftir að hafa verið kosinn besti veitingastaðurinn þrjú ár þar á undan. El Celler de Can Roca á Spáni varð í öðru sæti og Osteria Francescana á Ítalíu í þriðja sæti.

Noma er á 
Nordatlantens Brygge Kaupmannahöfn þar sem Sendiráð Íslands og sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands eru ásamt menningarhúsi þessara þriggja landa.

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

04.05.2014 06:41

Skjólstæðingar Hrútavinafélaghsins eru 1.2 milljónir

 

Skjólstæðingar Hrútavinafélagsins eru 1.2 milljónir

 

Í landinu eru um 475.000 veturfóðraðar kindur; ær, gemlingar og hrútar. Á vordögum fæðast alls um 700.000 lömb og í sumar eru því um 1,2 milljónir fjár hér á landi, stærstur hluti til fjalla.

 

Alls eru skráðir um 1.800 sauðfjárbændur á Íslandi en búin eru mjög misstór. Á þeim stærstu eru um 1.000 á fóðrum yfir vetrartímann en ekki eru mörg slík. Á meðalbúi eru um 400 fjár og margir eiga innan við 100 kindur.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

04.05.2014 05:59

Ný bók um HC Andersen

 

Ný bók um HC Andersen

 

Ný ævisaga danska ævintýraskáldsins HC Andersens er komin út og nefnist Hans Christian Andersen – European Witness. Höfundur hennar er hinn breski Paul Binding sem er bókmenntagagnrýnandi og rithöfundur og sérfræðingur í skandinavískum bókmenntum. Hann hefur áður skrifað bækur um rithöfunda eins og IbsenLorca og Robert Louis Stevenson.

Höfundurinn rekur ævi Andersens og rýnir í persónu hans. Andersen ólst upp við mikla fátækt og varð að fara að vinna fyrir sér ellefu ára gamall og flutti að heiman fjórtán ára. Hann þótti afar sérkennilegur maður, var barnalegur að ýmsu leyti og áberandi klaufalegur í framkomu og gat verið einstaklega sjálfhverfur. Frægt varð þegar hann heimsótti Charles Dickens og þóttist ekki skilja að fjölskyldan vildi losna við hann heldur bjó á heimilinu í fimm vikur, en mikil gleði varð meðal Dickens og fjölskyldu þegar skáldið danska kvaddi loks og hélt á braut.

Andersen varð nokkrum sinnum ástfanginn án þess að ástin væri endurgoldin og höfundurinn heldur því fram að hann hafi hræðst kynlíf og verið hreinn sveinn alla ævi. Aðaláhersla höfundar er þó fremur á verk Andersens en persónu hans og ævi og bókinni lýkur ekki með dauða rithöfundarins heldur á umfjöllun um síðustu söguna sem hann lauk við þremur árum fyrir andlát sitt. Þótt ævintýraskáldið góða sé þekktast fyrir ævintýri sem enn lifa góðu lífi þá skrifaði Andersen svo ótal margt fleira, eins og leikrit, skáldsögur, ferðabækur og ljóð. Í þessari nýju bók er sjónum beint að þeim verkum hans sem eru ekki jafn kunn og ævintýrin og fjallað um hlutverk hans og vægi sem evrópskur höfundur.

 

Morgunblaðið sunnudagurinn 4. maí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

03.05.2014 20:42

Spjall með Hildi Hákonardóttur í Listasafninu

Hildur Hákonardóttir.

Spjall með Hildi Hákonardóttur í Listasafninu

 

Á morgun, sunnudaginn 4. maí 2014 kl. 15, verður spjall með Hildi Hákonardóttur á sýningunni Nútímakonur í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. þar erusýnd verk eftir listakonurnar Björgu Þorsteinsdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur og Þorbjörgu Höskuldsdóttur.

Tíðarandi áttunda áratugarins og staða kvenkyns myndlistarmanna þá og nú er viðfangsefni sýningarspjalls Hildar. Gestir eru einnig hvattir til þess að taka þátt í umræðum bæði með spurningum og innleggi.

Verkin á sýningunni eru olíu og akríl málverk, grafík og kolateikningar. Þau eru ýmist frá áttunda áratugnum eða nýleg verk sem endurspegla starfsferil og virkni þeirra Bjargar, Ragnheiðar og Þorbjargar sem allar reka enn eigin vinnustofur. Uppvaxtarár þeirra voru árin eftir heimsstyrjöldina síðari, þegar íslenskt þjóðfélag hafði tekið grundvallarbreytingum og breyttist úr hefðbundnu bændasamfélagi í nútímavætt borgarsamfélag og við blasti ný heimsmynd. Alþjóðlegir straumar í bókmenntun, myndlist og fatatísku bárust til landsins og settu sterkan svip á þjóðfélag og menningarlíf. Í þessari þróun öðluðust konur aukið frelsi, pólitískt, menntunarlega, fjárhags- og kynferðislega og til varð hin nýja kvennahreyfing sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma. Hver er svo staðan í dag?

Hildur Hákonardóttir nam myndvefnað hér og í Skotlandi á sjötta áratugnum, var meðlimur í SÚM hópnum og var skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans 1975-78 á miklum umbrotatímum. Hún var tengd ýmsum hræringum í þjóðfélaginu og tók virkan þátt í kvennabaráttu áttunda áratugarins. Hildur var safnstjóri Listasafns Árnesinga 1998-2000, en hafði áður veitt forstöðu sameiginlegu Byggða- og Listasafni Árnesinga um  sjö ára skeið. Með þennan bakgrunn og íhygli Hildar má búast við áhugaverðum sjónarhornum í sýningarspjalli hennar á sunnudaginn.

Þetta er næst síðasta sýningarhelgin en sýningunni lýkur sunnudaginn 11. maí. 

Frá og með 1. maí er safnið opið alla daga og aðgangur ókeypis. 

Skráð af Menningar-Staður

03.05.2014 06:50

Merkir Íslendingar - Jónas Jónasson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jónas Jónasson

 

Merkir Íslendingar -  Jónas Jónasson

 

Jónas Jónasson fæddist í Reykjavík 3. maí 1931 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jónas Þorbergsson, ritstjóri, alþm. og fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir húsfreyja.

Jónas stundaði nám í Ingimarsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi 1947, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1946-48 og 1949-51, hjá Ragnari H. Ragnar í Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948-49, við Leiklistarskóla Ævars Kvaran í fimm ár, var þar kennari í tvö ár, kynnti sér kvikmyndagerð hjá London Films Studios 1951 og flutning útvarpsleikrita hjá BBC 1951 og sótti námskeið í stjórnun sjónvarpsþátta hjá Danska sjónvarpinu 1963.

Jónas hóf kornungur að vinna hjá Ríkisútvarpinu og starfaði þar æ síðan. Hann hóf störf á fréttastofu RÚV 1949, var fréttaþulur RÚV, dagskrárþulur, starfsmaður leiklistardeildar, tónlistardeildar og dagskrárdeildar, veitti forstöðu RÚV á Akureyri og var upphafsmaður fyrsta svæðisútvarpsins 1982-86. Jónas stjórnaði fjölda útvarpsþátta um áratugaskeið en þekktastir urðu viðtalsþættir hans, Kvöldgestir, sem fluttir voru á föstudagskvöldum, óslitið í þrjátíu ár. Hann hafði auk þess umsjón með fjölda annarra útvarpsþátta, leikstýrði fjölda útvarpsleikrita og leikrita hjá áhugaleikfélögum.

Jónas samdi fjölmörg leikrit og rit, bæði skáldsögur og ævisögur, og samdi fjölda þekktra sönglaga, s.s. Bátarnir á firðinum; Kvöldljóð, Hagavagninn,

og Vor í Vaglaskógi - https://www.youtube.com/watch?v=q4jXMXRIgfw

Kona Jónasar er Sigrún Sigurðardóttir, f. 18.1. 1938, fyrrv. ritari innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu. Hún er dóttir Sigurðar B. Jónssonar loftskeytamanns, og k.h., Guðríðar Sigurðardóttur, húsfrúar og kaupkonu. Dóttir Jónasar og Sigrúnar er Sigurlaug Margrét fjölmiðlakona. Dætur Jónasar og Auðar Steingrímsdóttur fyrri konu hans eru Hjördís Rut hjúkrunarfræðingur og Berglind Björk söngkona.

Jónas lést 22. nóvember 2011.

Vaglaskógur. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
 

Morgunblaðið laugardagurinn 3. maí 2014 - Merkir Íslendingar


Skráð af Menningar-Staður

03.05.2014 06:27

Sunnlenski sveitadagurinn á Selfossi - búast við þúsundum gesta

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

.

Kalfur_Hviti_Gauti

 

Sunnlenski sveitadagurinn á Selfossi - búast við þúsundum gesta

 

Sunnlenski sveitadagurinn verður haldinn í dag, laugardaginn 3. maí, á Selfossi. Jötunn og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum en hann verður nú haldinn í sjötta sinn. Dagskráin verður á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja, við Austurveg 69. Svæðið verður opið frá klukkan 12-17. Sýningin hefur verið fjölsótt og í fyrra til að mynda sóttu 7.000 manns sýninguna.

Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem gestum er boðið að upplifa sveitastemningu og bragða á afurðum bænda.

Undanfarin ár hefur Félag kúabænda heilsteikt naut á staðnum og Félag sauðfjárbænda grillað lambakjöt og nú hafa svínabændur bæst í grillhópinn. „Langar biðraðir myndast við grillin því gestir kunna svo sannarlega að meta grillkjötið,“ segir í tilkynningu. Sunnlenskir bændur fá tækifæri til að kynna, gefa smakk og selja afurðir sínar á sýningarsvæðinu og kennir þar ýmisa grasa, enda stór atvinnugrein á Suðurlandi. Margvíslegt handverk og listmunir af vönduðum toga og í ár verður sýning á íslenskum þjóðbúningum. Að vanda verða sýndar gamlar dráttarvélar og gömul amboð í bland við nýjustu landbúnaðartækin.

Þá verður keppt í baggakasti og glímu og landnámshænur verða sýndar.

 

Hvítur kálfur boðinn upp

Klukkan 14.45 mun Böðvar Pálsson á Búrfelli bjóða upp hvítan kálf sem Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk, ánafnar sýningunni til minningar um mann sinn, Gauta Gunnarsson. Litarhaft kálfsins er fátítt en hann er skjannahvítur og slíkir gripir fáséðir. Ágóðinn af uppboðinu rennur til góðra mála í minningu manns hennar. Að uppboði loknu fer kálfurinn hvíti í Húsdýragarðinn í Reykjavík, en þar starfaði Gauti í nokkur ár sem yfirdýrahirðir uns hann gerðist bóndi að Læk í Flóahreppi. Gauti lést af völdum krabbameins á síðasta ári frá konu og fjórum börnum en fjölskyldan hefur nú brugðið búi.

Morgunblaðið laugardagurinn 3. maí 2014Skráð af Menningar-Staður

03.05.2014 06:13

Minningartónleikum Skúla Halldórssonar frestað til 11. maí 2014

Mynd: Aldarminning, 100 ár frá fæðingu Skúla Halldórssonar tónskálds. Tónleikunum sem áttu að vera í Hannesarholti í dag kl. 17.00 er frestað vegna veikinda söngvarans Ágústar Ólafssonar. Hann er á batavegi og verða tónleikarnir sunnudaginn 11. n.k. á sama tíma.
Hins vegar verður farið í ferð í strætó kl. 16.00 í dag frá Mæðragarðinum við enda Vonarstrætis. Um borð í vagninum mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari leika verk eftir Skúla og aðra tengt Strætó. Ferðin tekur rúman hálftíma.
Pabbi var nefnilega lengi skrifstofustjóri Strætó til útskýringar fyrir þá sem það ekki vita.

Skúli Halldórsson f. 1914 - d. 2004

Minningartónleikum Skúla Halldórssonar frestað til 11. maí 2014

 

Aldarminning, 100 ár frá fæðingu Skúla Halldórssonar tónskálds þann 28. apríl 2014

Tónleikunum sem áttu að vera í Hannesarholti í dag, 3.laugardaginn 3. maí 2014 kl. 17.00 er frestað vegna veikinda söngvarans Ágústar Ólafssonar. Hann er á batavegi og verða tónleikarnir sunnudaginn 11. n.k. á sama tíma.


Hins vegar verður farið í ferð í strætó kl. 16.00 í dag frá Mæðragarðinum við enda Vonarstrætis. Um borð í vagninum mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari leika verk eftir Skúla og aðra tengt Strætó. Ferðin tekur rúman hálftíma. Skúli Halldórsson lengi skrifstofustjóri Strætó.

Mynd:Strætó.JPG

 

Skráð af Menningar-Staður

03.05.2014 05:59

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

 

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

 

Miðvikudaginn 30.apríl sl. var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss. Gunnar Egilssson og Eyþór Arnalds tóku skóflustunguna ásamt iðkendum Sunddeildar Umf. Selfoss og nokkurra fastagesta í sundlauginni.

Viðbyggingin er rúmlega 1300 fermetrar að gólffleti og verður að hluta á tveimur hæðum. Sveitarfélagið Árborg mun eiga neðri hæðina en þar verður ný afgreiðslu, stórir búningsklefar, starfsmannaaðstaða, innilaug og aðstaða fyrir sunddeild, kennara og þjálfara. Verktaki mun sjálfur eiga 2.hæðina en ráðgert er að þar komi líkamsræktaraðstaða.

Byggingartími er um eitt ár en ráðgert er að viðbyggingin verði komin til notkunar í maí/júní 2015.

Sundhöll Selfoss – teikningar

.

.

 

Af  www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

02.05.2014 22:27

Framboð til kirkjuþings


Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn -Kristján Runólfsson- sem býr í Hveragerði

er í framboðoi til kirkjuþings.

Hér er hann í Skálholtsdómkirkju þann 1. maí 2014

Guðshús þetta fagurt, fritt,
féll mér býsna vel í geð.

Hátt til lofts, til veggja vítt,
virðist ég þarna lítið peð.

Krisján Runólfsson

 

Framboð til kirkjuþings 2014

Kjörstjórn við kjör til kirkjuþings hefur farið yfir framboð vígðra og leikra til kirkjuþings. Þar sem ekki bárust nógu mörg framboð í nokkrum kjördæmum voru prófastar úr viðkomandi kjördæmi beðnir að tilnefna sameiginlega þá frambjóðendur sem á vantar. Listi yfir frambjóðendur til kirkjuþings hefur nú verið uppfærður með tilnefningum þeirra.

Fulltrúar vígðra á kirkjuþingi

1. kjördæmi Reykjavíkurkjördæmi, 6 fulltrúar og 3 til vara

Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra- og Kjalarnessprófastsdæmi.

 • Elínborg Gísladóttir
 • Gísli Jónasson
 • Guðrún Karls Helgudóttir
 • Hreinn Hákonarson
 • Kristín Þórunn Tómasdóttir
 • María Ágústsdóttir
 • Sigurður Árni Þórðarson
 • Skúli Sigurður Ólafsson
 • Vigfús Bjarni Albertsson

2. Kjördæmi Skálholtskjördæmi, 3 fulltrúar og 2 til vara

Suður-, Vesturlands- og Vestfjarðaprófastsdæmi.

 • Axel Árnason
 • Egill Hallgrímsson
 • Elína Hrund Kristjánsdóttir
 • Geir Waage
 • Guðbjörg Arnardóttir
 • Kristinn Jens Sigurþórsson
 • Leifur Ragnar Jónsson

3. Kjördæmi Hólakjördæmi, 3 fulltrúar og 2 til vara

Húnavatns og Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjar- og Austurlandsprófastsdæmi.

 • Gísli Gunnarsson
 • Gunnlaugur Garðarsson
 • Sigríður Munda Jónsdóttir
 • Sjöfn Jóhannesdóttir
 • Þorgrímur Daníelsson

Fulltrúar leikmanna á kirkjuþingi

1. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 3 fulltrúar og 3 til vara

 • Dögg Pálsdóttir
 • Egill Heiðar Gíslason
 • Einar Karl Haraldsson
 • Guðmundur Þór Guðmundsson
 • Steinunn Valdís Óskarsdóttir
 • Svana Helen Björnsdóttir

2. kjördæmi Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 3 fulltrúar og 3 til vara

 • Anna Guðrún Sigurvinsdóttir
 • Bjarni Kr. Grímsson
 • Halla Halldórsdóttir
 • Jónína Bjartmarz
 • Kjartan Sigurjónsson
 • Ægir Örn Sveinsson

3. kjördæmi Kjalarnessprófastsdæmi, 3 fulltrúar og 3 til vara

 • Björn Jónsson
 • Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
 • Jón Þorgilsson
 • Magnús E. Kristjánsson
 • Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir
 • Símon Rafnsson

4. kjördæmi Vesturlandsprófastsdæmi, 1 fulltrúi og 2 til vara

 • Birna Guðrún Konráðsdóttir
 • Guðlaugur Óskarsson
 • Þorsteinn Eyþórsson

5. kjördæmi Vestfjarðaprófastsdæmi, 1 fulltrúi og 2 til vara

 • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • Marinó Bjarnason
 • Viðar Guðmundsson

6. kjördæmi Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, 1 fulltrúi og 2 til vara

 • Eyjólfur Þór Þórarinsson
 • Steindór Haraldsson
 • Valgerður Kristjánsdóttir

7. kjördæmi Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 2 fulltrúar og 2 til vara

 • Birgir Rafn Styrmisson
 • Guðrún Guðmundsdóttir
 • Katrín Eymundsdóttir
 • Stefán Magnússon

8. kjördæmi Austurlandsprófastsdæmi, 1 fulltrúi og 2 til vara

 • Björn Egilsson
 • Ólafur Valgeirsson
 • Þórhallur Pálsson

9. kjördæmi Suðurlandsprófastsdæmi, 2 fulltrúar og 2 til vara

 • Drífa Hjartardóttir
 • Grímur Hergeirsson
 • Kristján Þór Línberg Runólfsson
 • Óskar Magnússon
 • Þórunn Júlíusdóttir

Kristján Runólfsson t.h. er hér á tröppum Skálholtsdómkirkju og næst til hægri inni í kirkjunni.

 

Kosning til kirkjuþings hefst í dag, 1. maí. Kosningin er rafræn og fer fram á  http://kosning.kirkjan.is.  Þar er einnig að finna nauðsynlegar leiðbeiningar. Kjörfundur stendur yfir frá 1. til og með 15. maí 2014.

Af www.kirkjan.is

 

Skráð af Menningar-Staður

02.05.2014 06:57

2. maí 1970 - Búrfellsvirkjun var tekin í notkun

Mynd:Burfell hydroelectric power station.jpg

Búrfellsvirkjun.

.

 

2. maí 1970Búrfellsvirkjun var tekin í notkun

 

 

Búrfellsvirkjun var vígð og formlega tekin í notkun þennan dag árið 1970.

Hún var mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í og fyrsta stórvirkjun Landsvirkjunar, 210 megavött. Mest unnu tæplega 800 manns við byggingu Búrfellsvirkjunar og á tímabili urðu verktafir vegna skorts á vinnuafli.

 

Um sex hundruð gestir voru viðstaddir vígsluna. Forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, flutti ræðu þar sagði hann meðal annars að þjóðin hefði nú endurheimt Þjórsárdal og skírskotaði þar til eyðingar byggðar í dalnum fyrr á tímum.

 

Að ræðuhöldum loknum ræsti forsetinn aflvélarnar. Þungur gnýr barst að eyrum þegar straumur Þjórsár tók að snúa hverflum þessa stóra orkuvers.

 

Á framhlið stöðvarhússins er stór lágmynd eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.
 


Eyrbekkingurinn Sigurjón Ólafsson frá Einarshöfn.


Mynd:Burfellsvirkjun naermynd.jpg

 

Fréttablaðið föstudagurinn 2. maí 2014

Skráð af Menningar-Staður