Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

02.05.2014 05:54

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags - 5. maí 2014

 

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags - 5. maí 2014

 

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudagskvöldið 5. maí nk. í 
húsakynnum félagsins að Austurvegi 56, 3. hæð, Sefossi.  Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá 
 1. Venjuleg aðalfundarstörf 
 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 
 3. Önnur mál 

Boðið verður upp á veitingar.

Aðalfundargestir  taka þátt í happdrætti. Þegar hefðbundnum 
aðalfundarstörfum lýkur ætlar Sólmundur Hólm  Sólmundarson útvarpsmaður og eftirherma að skemmta aðalfundargestum.

 

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags.
 

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2014 20:44

Kristján Runólfsson í kjöri til kirjuþings

Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju í dag.

 

Kristján Runólfsson í kjöri til kirkjuþings  2014

 

Kosning til kirkjuþings hefst í dag, 1. maí.

Kosningin er rafræn og fer fram á  http://kosning.kirkjan.is.

Þar er einnig að finna nauðsynlegar leiðbeiningar.

Kjörfundur stendur yfir frá 1. til og með 15. maí 2014.


Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn í Hveragerði, Kristján Runólfsson, er í kjöri.
 

Hann var í Skálholti í dag og Menningar-Staður færði til myndar:

 

Kristján Runólfsson í Skálholti.

.

Kristján Runólfsson í Skálholti.

.

Kristján Runólfsson í Skálholti.

.


Sigurður Sigurðarson og Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju í dag.

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2014 11:55

Ekki slegið slöku við 1. maí

Stund milli stríða í morgun við Stað.

 

Ekki slegið slöku við 1. maí

 

Í morgun var unnið hröðun höndum við frágang stigans niður í fjöru frá útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Stiginn var festur við stórgrýtið í sjóvarnargarðinum og mun hann standast öll flóð framtíðarinnar.

Þá var stiginn tengdur við pallinn sem fyrir er með millipalli.

Nánar síðar.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2014 08:44

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ: Samfélag fyrir alla

Gyfi Arnbjörnsson.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ: Samfélag fyrir alla

Grundvöllur tilvistar og starfs verkalýðshreyfingarinnar er auk hefðbundinnar kjarabaráttu að berjast fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra. Yfirskrift 1. maí 2014 endurspeglar þessa sýn verkalýðshreyfingarinnar. En af hverju er þessari kröfu haldið á lofti núna?


Misskipting hefur farið vaxandi í þjóðfélaginu á mörgum sviðum. Þessi þróun birtist með ýmsum hætti. Kostnaður almennings vegna lyfja og læknisþjónustu er kominn út fyrir öll þolmörk. Afleiðingin er ekki aðeins sú að þessi kostnaður hefur mjög neikvæð áhrif á fjárhag fólks heldur þurfa sífellt fleiri að neita sér um nauðsynleg lyf og læknisþjónustu.


Tryggt og mannsæmandi húsnæði er ein af forsendum mannsæmandi lífsskilyrða. Mikill og vaxandi fjöldi fjölskyldna og einstaklinga er á hrakhólum vegna húsnæðisskorts eða þarf að sætta sig við óásættanlegar aðstæður í húsnæðismálum af fjárhagslegum ástæðum. Þá er öllum almenningi og sérstaklega ungu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði við núverandi aðstæður. Við þessu hefur ASÍ brugðist með því að kynna tillögur um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd og nú fyrir fáeinum dögum nákvæmlega útfærðar tillögur og kostnaðarmat á nýju félagslegu húsnæðiskerfi fyrir tekjulægsta hópinn.


Tækifæri ungs fólks til að sækja sér menntun við hæfi er mikilvæg forsenda virkrar þátttöku á vinnumarkaði og starfstækifæra í framtíðinni. Menntakerfið er í dag ekki að svara kröfum um möguleika til náms sem svara þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru sterkar vísbendingar um að hópur fólks hafi ekki lengur efni á að senda börn sín í skóla eftir að skyldunámi líkur vegna kostnaðar.


Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnumarkaði er sjálfsögð krafa og lykillinn að virkri þátttöku í samfélaginu. Virkni og almenn atvinnuþátttaka er jafnframt mikilvæg forsenda velferðarsamfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um mikinn fjölda ungmenna sem aldrei hafa náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði.


Við viljum ekki þessa þróun. Við viljum ekki svona samfélag. Verkalýðshreyfingin vill byggja upp réttlátt þjóðfélag. Samfélag þar sem allir fá að njóta sín og tækifæri til að blómstra, óháð efnahag.


Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

  

Skráð af Menningar-Staður

01.05.2014 07:27

1. maí 2014 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

Kaffinefnd Kvenfélags Eyrarbakka 1. maí 2013.

 

1. maí 2014 - Hátíðarkaffi Kvenfélags Eyrarbakka á Stað

 

Að venju verður Kvenfélag Eyrarbakka með kaffisölu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í dag  -1. maí 2014 kl. 15:00 - 17:00

Allur ágóði rennur til líknarmála

Posi á staðnum

Nefndin

 

Frá 1. maí-kaffinu 2013:

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

01.05.2014 05:48

Hátíðarhöldin 1. maí 2014

Jóhannes Kristjánsson skemmtir á nokkrum stöðum 1. maí 2014

 

Hátíðarhöldin 1. maí 2014

Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í 31 sveitarféagi á landinu. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.


Reykjavík

Safnast saman við Hlemm kl. 13:00

Kröfugangan leggur af stað niður Laugaveg kl. 13:30
Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur spila í göngunni
Örræður á leið göngumanna niður Laugaveginn
Börn fá íslenska fánann

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 14:10

1.            Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð
2.            Tónlist: Kvennakórinn Vox feminae
3.            Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB flytur ávarp
4.            Tónlist: KK og Ellen
5.            Ingólfur Björgvin Jónsson, Eflingu stéttarfélagi flytur ávarp
6.            Tónlist: Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar
7.            Kórar og fundarmenn syngja Maístjörnuna
8.            Kórar, lúðrasveitir og fundarmenn flytja og syngja „Internationallinn“

Ávörp eru táknmálstúlkuð
Kolbrún Völkudóttir syngur með í tónlistaratriðum á táknmáli
Fundarslit um kl. 15.00

Baráttukaffi stéttarfélaganna eftir að útifundi lýkur: Efling er með kaffisamsæti í Valsheimilinu, Félag Bókagerðarmanna Stórhöfða 31, 1. Hæð (Grafarvogsmeginn), Byggiðn og Fit á Grand hóteli, VM í Gullhömrum, Rafiðnarasambandið í Stórhöfða 27 (Rafiðnaðarskólinn) og VR  verður með fjölskylduhátíð í anddyri Laugardalshallar.

Hafnarfjörður

Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6 kl.13:30
Kröfuganga leggur af stað kl. 14:00. Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu,                           
Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun.
Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30.  
Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús.
Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein
Ávarp dagsins: Linda Baldursdóttir, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar 
Ræða: Karl Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
Skemmtiatriði: Ari Eldjárn Slær á létta strengi
Leiklistahópur Víðistaðaskóla  stígur á svið  "We will rock you" með Queen                      
Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum.
Akranes

Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, VR, FIT Félag iðn- og tæknigreina, Kennarasamband Íslands og Sjúkraliðafélag Íslands standa fyrir dagskrá á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí

Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Undirleik í göngu annast Skólahljómsveit Akraness.
Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40.
Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson
Ræðumaður dagsins: Skafti Steinólfsson, verkamaður
Grundartangakórinn syngur nokkur lög
Kaffiveitingar
Athugið! Frítt í bíó fyrir börnin í Bíóhöllinni kl. 15:00
Borgarnes

Hátíðarhöldin verða í Hjálmakletti og hefjast kl. 14.00
Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Veturlands
Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur
Ræða dagsins: Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands
Söngkonurnar Selma Björns og Regína Ósk  taka lagið.
Kór Eldriborgara í Borgarnesi: Stjórnandi Zsuzsanna Budai
Internasjónalinn
Kynnir verður Hrefna Ásgeirsdóttir trúnaðarmaður Kjalar
Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins.Tvær kvikmyndasýningar verða fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.

Stykkishólmur

Hátíðardagskráin hefst kl. 13:30 á Hótel Stykkishólmi
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólastjóri FSN fl­ytur ávarp.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
Gítarkvartett
Kaffiveitingar

Grundarfjörður

Hátíðardagskráin hefst kl. 14:30 í samkomuhæusinu
Sólrún Guðjónsdóttir framhaldsskólakennari í FSN fl­ytur ávarp.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
Aron Hannes söngvari
Tónlistaratriði Tónlistarskólans
Kaffiveitingar

Ólafsvík

Hátíðardagskráin hefst í Klifi kl. 15:00
Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri Virks fl­ytur ávarp.
Tónlistaratriði Tónlistarskólans
Aron Hannes söngvari
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
Handverkssýning eldri borgara í Snæfellsbæ
Kaffiveitingar
Öllum íbúum Snæfellsness verður boðið í bíó í Klifi kl. 18.00.

Búðardalur

Dagskráin hefst í Dalabúð kl.14.30
Kynnir: Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS
Ræðumaður:  Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots
Skemmtikraftar:  Keli trúbador tekur nokkur lög og Hreimur Heimisson.
Gestum er boðið uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinni.

Ísafjörður

Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að
Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.
Dagskráin í Edinborg:
Ræðumaður dagsins: Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður.
Lúðrasveit tónlistarskólans, stjórnandi Madis Maekalle.
Tónlistaratriði: Bræðurnir Maksymilian Haraldur Frach, Nikodem Júlíus Frach og Mikolaj Ólafur Frach flytja nokkur lög.
Pistill dagsins: Gunnhildur Elíasdóttir formaður Brynju, deildar VerkVest, á Þingeyri.
Leikatriði:Lína Langsokkur. Leikdeild Höfrungs á Þingeyri flytur valin atriði úr leikritinu.
Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.
Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.

Suðureyri

Kröfuganga frá Brekkukoti leggur af stað kl. 14.
Boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar.
Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga.
Ræða dagsins - Söngur og hljóðfæraleikur.

Blönduós

Hátíðarhöldin hefjast í félagsheimilinu kl. 15.00.
Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu sem USAH sér um að venju.
Lúðrasveit Tónlistarskóla A. Húnavatnssýslu leikur.
Nemendur Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu.
Ræðumaður dagsins:  Páll Örn Líndal stjórnarmaður í VR 
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög
Bíósýning fyrir börnin,  góðar veitingar og góð dagskrá. 

Sauðárkrókur

Hátíðardagskrá stéttarfélaganna í Skagafirði þann 1.maí hefst kl. 15:00  í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Ræðumaður: Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.

Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 15:00 til 17:30
Ávarp: Anna Júlíusdóttir, varaformaður Einingar-Iðju
Kaffiveitingar.

Akureyri

Kröfuganga Kl. 13:30     
Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 14:00       
Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar                            
Hátíðardagskrá á Ráðhústorgi að lokinni kröfugöngu
Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna
Helgi Jónsson, formaður Rafiðnaðarfélags Norðurlands 
Aðalræða dagsins: Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Skemmtidagskrá: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jónas Þór Jónasson og Skralli trúður.
Kaffiveitingar að lokinni dagskrá.

Húsavík

Dagskráin verður í Íþróttahöllinni og hefst kl. 14:00.
Ávarp: Ágúst Sigurður Óskarsson ráðgjafi hjá Virk – starfsendurhæfingarsjóði.
Hátíðarræða: Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags.
Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir
Spil og söngur: Lára Sóley Jóhannsdóttir  og Hjalti Jónsson spila og syngja vel valin lög, m.a. með karlakórnum. Lay Low spilar og syngur þekkt lög. Stórsöngvarinn, Ragnar Bjarnason, syngur nokkur af sínum bestu lögum. Lay Low tekur einnig lagið með honum.
Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþýðusöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar.
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þórshöfn

Íþróttahúsið öllum opið í boði Verkalýðsfélags Þórshafnar. Léttar veitingar í boði, leikir og gleði í íþróttasalnum.

Vopnafjörður

Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar.  Tónlistaratriði til skemmtunar.
Ræðumaður:  Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00 
Kvenfélagið Eining sjá  um veitingar.
Ræðumaður:  Reynir Arnórsson

Seyðisfjörður 

Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.   
8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður:  Sverrir Mar Albertsson

Egilsstaðir

Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00 
Morgunverður  og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfjörður

Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 
9. bekkur Grunnskóla Reyðarfjarðar sjá um kaffiveitingar.
Tónlistaratriði:  Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður:  Sigurður Hólm Freysson

Eskifjörður

Hátíðardagskrá verður í Melbæ Félagsheimili eldri borgara kl. 14:00.
Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar.
Tónlistaratriði: Tónskóli Reyðarfjarðar
Ræðumaður:  Fanney Jóna Gísladóttir

Neskaupstaður

Hátíðardagskrá verður í grunnskólanum Neskaupstað kl.14.00
Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar.
Ræðumaður:  Pálína Margeirsdóttir

Fáskrúðsfjörður

Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00
Kaffiveitingar. 9. bekkur grunnskólans sjá um kaffiveitingar.
Tónlistaratriði: Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður:  Sverrir Kristján Einarsson

Stöðvarfjörður

Hátíðardagskrá verður Saxa guesthouse kl. 15:00 
Kaffiveitingar. Tólistaratriði:  Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Ræðumaður:  Helga Guðrún Hinriksdóttir

Breiðdalsvík

Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00
Kaffiveitingar og tónlistaratriði.
Ræðumaður:  Helga Guðrún Hinriksdóttir

Djúpavogur

Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð  kl. 11:00,
Morgunverður og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Hornafjörður

Hátíðardagskrá á Hótel Höfn frá kl. 14:00, kaffiveitingar
Lúðrasveit Hornafjarðar, tónlistaratriði
Ræðumaður:  Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Selfoss

Hátíðarganga Bárunnar, VMS, og FIT, Selfossi verður frá húsi stéttarfélaganna Austurvegi 56 og gengið eftir Austurveginum að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskráin verður í stóra sal hótelsins. Félagar úr hestamannafélaginu Sleipni verða í fararbroddi ásamt Lúðrasveit Selfoss að venju.
Kynnir verður Gils Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurlands
Ögmundur Jónasson, fv. formaður BSRB verður aðalræðumaður dagsins
Mjöll Einarsdóttir, flytur ræðu fyrir hönd eldri borgara á Selfossi
Sveppi og Villi halda uppi stuðinu fyrir yngri kynslóðina og alla sem eru ungir í anda.
Karlakór Selfoss flytur nokkra baráttusöngva í tilefni dagsins
Á bílaplani hótelsins munu félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna nokkrar af glæsilegustu rennireiðum landsins og hestamenn munu reiða undir börnum norðan við hótelið.
Stéttarfélögin bjóða upp á kaffi og með því í sal hótelsins.

Vestmannaeyjar

Dagskráin verður í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 15:00 með kaffisamsæti í boði fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum.
Ræðumaður dagsins er Valmundur Valmundsson formaður Jötuns.
Tónskóli Vestmannaeyja og lúðrasveitin sjá um tónlistardagakrá.

Reykjanesbær

Hátíðardagskrá í Stapa
Kl.13:45 Húsið opnar  Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist.
Kl.14:00 Stefán Benjamín Ólafsson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja
Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög
Ræða dagsins: Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar
Leikfélag Keflavíkur flytur atriði úr leikritinu Ávaxtakörfunni
Gunnar Þórðarson flytur nokkur lög
Kóngarnir syngja nokkur lög
Kynnir  Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands ísl. Verslunarmanna.

Kl. 13:00 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík

 

Skráð af Menningar-Staður