Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

30.05.2014 18:11

30. maí 1984 - kosningaaldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár

 

30. maí 1984 - kosningaaldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár

 

Þann 30. maí 1984 var alþingismönnum fjölgað úr 60 í 63

og kosningaaldur lækkaður úr 20 árum í 18 ár.

  

Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 18:01

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson er kosinn forseti

Jón Sigurðsson.

 

30. maí 1851 - Jón Sigurðsson er kosinn forseti

 

Jón Sigurðsson er kosinn forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags þann 30. maí 1851 og gegnir þeirri stöðu til dauðadags.

Af því var hann jafnan nefndur Jón forseti.

Um skeið var hann einnig forseti Alþingis.

 


Jón Sigurðsson.

 

Hann var fæddur að Hrafnseyri við Arnarfjörð

.
Skráð af Menningar-Staður

30.05.2014 17:40

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn 31. maí 2014


Kjörfundur á Eyrarbakka verður í Félagsheimilinu Stað kl. 09 - 22

 

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Sveitarfélaginu Árborg

verður haldinn laugardaginn 31. maí 2014

 

Kjörfundur hefst kl. 9:00 og honum lýkur kl. 22:00.


Kosið er í fimm kjördeildum í sveitarfélaginu.

 

Skipt er í kjördeildir eftir búsetu kjósenda.

SJÁ KJÖRDEILDIR

Skráð af Menningar-Staður

 

29.05.2014 20:30

Kristján Runólfsson í kartöflum


F.v.: Björn Magnússon og Kristján Runólfsson.

 

Kristján Runólfsson í kartöflum
 

Vinirnir úr Skagafirði;  þeir Kristján Runólfsson Eyrbekkingur í Hveragerði og Björn Magnússon  settu niður kartöflur í dag, fimmtudaginn 29. maí 2014 - uppstigningardag-, í garðskika sem þeir eru komnir með á Eyrarbakka .


Að sögn Kristjáns unnu þeir félagsrnir bróðurlega að þessu  verki.

Stett  var níður –rauðar  íslenskar-  og  -gullauga.  Dásemdin í kartöflunum.

Við verklok komu þeir við í kaffispjall í farsalnum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

 

Vísa Kristjáns Runólfssonar um verkið er hér:

Ávöxtum í ýmsri mynd,

ofan í svörð ég flegi.

Ætli það teljist einhver synd,

á uppstigningardegi.

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Magnússon.

Skráða f Menningar-Staður

29.05.2014 15:10

Frábærir tónleikar Sigga Björns og Pálma Sigurhjartar á Stað

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson á sviðinu á Stað.

 

Frábærir tónleikar Sigga Björns og Pálma Sigurhjartar á Stað

 

Tónlistarmennirnir Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson voru með frábæra tónleika í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gærkvöldi undir heitinu –Tveir vinir-

Tónleikarnir voru vel sóttir og tónleikagestir héldu út í sumarnóttina og heim fullir gleði og þakklæti fyrir þessa vel heppnuðu tónleika.

Þeir félagar spiluðu talsvert saman í Berlín og víðar og ætla þeir að koma fram á nokkrum tónleikum hér á landi og voru tónleikarir á Stað þeir fyrstu.

Þeir verða á Siglufirði í kvöld og Akureyri á föstudag."

Þeir félagar koma svo fram í Reykjavík á sunnudag á Hátíð hafsins og á Rosenberg á mánudaginn kemur.

 

Menningar-Staður færði til myndar í gær.

Myndaalbúm með 34 myndum er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/261860/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar Staður

29.05.2014 12:33

Samfylkingin í Árborg kom á Stað í morgun


Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka og Eggert Valur Guðmundsson sem rekur verslunina

-Bakkinn- á Eyrarbakka.

.

Rúnar Eiríksson og Arna Ír Gunnarsdóttir.

 

Samfylkingin í Árborg kom á Stað í morgun

 

Eggert Valur Guðmundsson, Arna Ír Gunnarsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir á Eyrarbakka,  sem skipa þrjú efstu sæti Samfylkingarinnar  við sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg hinn 31. maí 2014,  voru með morgunfund í dag,  fimmtudaginn  -uppstigningardag-  29. maí 2014, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Gagnleg og innihaldsrík skoðanaskipti fyrir frambjóðendur og gesti fóru fram á þessari ágætu morgunstund.

 

Menningar-Staður færði til myndar í dag.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/261855/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2014 07:49

Ég er Ísland - Suðurland í mannsmynd

 

Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd

Örmyndirnar Ég er Ísland - Suðurland í mannsmynd, verða frumsýndar
á uppstigningardag, fimmtudaginn 
29. maí kl. 18.00 í Listasafni Árnesinga, Hveragerði.

Um er að ræða 5 örmyndir sem innihalda stutta persónulega frásögn nokkurra Sunnlendinga.  Þær festa á filmu áhrifaríka staði, stórbrotna náttúru, upplifun af Suðurlandi, menningu, sögur, raunir, tilfinningar og fegurð - Suðurland í mannsmynd.

Örmyndirnar Ég er Ísland – Suðurland í mannsmynd:

  • Sölvi Arnarson bóndi í Efstadal í Bláskógarbyggð þar sem meðal annars er hægt að kaupa veitingar beint frá býli í fyrrum hlöðu.
  • Esther Helga Klemenzardóttir leikkona í Hveragerði sem vakti verulega athygli þegar hún lék Línu langsokk með Leikfélagi Hveragerðis.
  • Jón Tryggvi og Uni á Merkigili á Eyrarbakka, tólistarmenn sem opnuðu hús sitt fyrir tónlistaruppákomur.
  • Erna Elínbjörg Skúladóttir leirkerasmiður með meiru í Bragganum í Birtingarholti við Flúðir.
  • Ólafur Sigurjónsson að Forsæti í Flóahreppi sem setti á stofn Tré og list þar sem varðveitt er saga handverks og uppfinninga ábúenda.

Örmyndirnar eru framleiddar af All Around Us productions, með styrk frá Menningarráði Suðurlands. All Around Us stofnuðu Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir fyrir um fjórum árum, er þær ferðuðust um landið í þeim tilgangi að fanga þau gildi sem eru allt í kringum okkur í hversdagsleikanum. Í kjölfarið hófu þær framleiðslu örmynda með persónulegri nálgun á fólk og þjóð - en það er einmitt fólkið sem gerir landið og menninguna. 

Við frumsýninguna verður örmyndunum varpað á vegg í stóru formati og með uppákomum býðs gestum einnig einnig tækifæri til þess að kynnast betur því sem fjallað er um.  Örmyndirnar verða sýndar áfram á skjá í safninu til 22. júní nk. 
 

Jón Tryggvi og Uni litu við hjá Vinum alþýðunnar á Stað í gær.

Skráð af Menningar-Staður

29.05.2014 06:40

Margrét Frímannsdóttir er 60 ára í dag - 29. maí 2014

Margrét Frímannsdóttir.Margrét Frímannsdóttir er 60 ára í dag - 29. maí 2014

 

Margrét Frímannsdóttir (Margrét Sæunn)

      Fædd í Reykjavík 29. maí 1954. Kjörfor.: Frímann Sigurðsson (f. 20. okt. 1916, d. 5. apríl 1992) yfirfangavörður á Litla-Hrauni og k. h. Anna Pálmey Hjartardóttir (f. 29. jan. 1910 - sem nú er látin) húsmóðir, amma Margrétar. For.: Hannes Þór Ólafsson (f. 22. febr. 1931, d. 29. maí 1982) og Áslaug Sæunn Sæmundsdóttir (f. 22. ágúst 1936). M. 1. (3. júní 1972) Baldur Birgisson (f. 30. ágúst 1952) skipstjóri. Þau skildu. For.: Birgir Baldursson og k. h. Ingunn Sighvatsdóttir. M. 2. (12. ágúst 1990) Jón Gunnar Ottósson (f. 27. nóv. 1950) náttúrufræðingur, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. For.: Ottó Jónsson og 1. k. h. Rannveig Jónsdóttir. Börn Margrétar og Baldurs: Áslaug Hanna (1972), Frímann Birgir (1974). Stjúpbörn, börn Jóns Gunnars: Auður (1973), Rannveig (1978), Ari Klængur (1980).


      Gagnfræðapróf og landspróf frá Gagnfræðaskóla Selfoss. Nám í öldungadeild Fjölbrautaskóla Suðurlands.
      Störf hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar, verslunarstörf. Kennari við grunnskóla Stokkseyrar, leiðbeinandi við félagsmálaskóla UMFÍ.
     

 Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1988-1990. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og 1990. Í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995. Í stjórn og formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi. Í stjórn Alþýðubandalagsins 1983-1987. Formaður Alþýðubandalagsins 1995 fram að stofnun Samfylkingarinnar. Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999. Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003.

      Alþm. Suðurl. 1987-2003 (Alþb., Samf.), alþm. Suðurk. 2003-2007 (Samf.).
      Vþm. Suðurl. okt. 1983 og okt. 1984-jan. 1985.
      Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2004-2006.
      Fjárlaganefnd 1991-1995 og 2001-2003, heilbrigðis- og trygginganefnd 1993-1995 og 1996-1998 og 2001-2004, landbúnaðarnefnd 1995-1996 og 2005-2006, menntamálanefnd 1995-1996, utanríkismálanefnd 1996-2000 (varform. 1996-1998), umhverfisnefnd 1998-1999, efnahags- og viðskiptanefnd 1999-2001, félagsmálanefnd 2003-2004, sérnefnd um stjórnarskrármál 2005-2006.
      Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 1996-2004 og 2005-2007, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 1991-1999, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003-2004.

 

Margrét Frímannsdóttir hefur verið forstöðumaður á Litla-Hrauni á Eyrarbakka frá árinu 2008.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.05.2014 16:33

Frambjóðendur S-listans koma á Stokkseyri og Eyrarbakka 29. maí

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

 

Frambjóðendur S-listans koma á Stokkseyri og Eyrarbakka 29. maí 2014

 

Frambjóðendur S-listans í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Árborg verða með fundi á Stað, Eyrarbakka, og í Shell skálanum á Stokkseyri á morgun,  fimmtudaginn 29. maí, uppstigningardag, þar sem þau kynna helstu stefnumál framboðsins og ræða málin við kjósendur. 

Þau verða á Stað kl 10.00-11.30 og í Shell skálanum kl. 12.00-13.30.

Allir velkomnir og hvattir til að koma og kynna sér áherslur S-listans og ræða málin við frambjóðendur.

 

Frambjóðendur Samfylkingarinnar

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

28.05.2014 12:16

Alpan hittingur að Stað

Mynd

Elías Ívarsson og Þorvaldur Ágústsson.

 

Alpan hittingur að Stað

 

Vinir alþýðunnar hittust að venju á forsal Félagsheimilisins að Stað á Eyrarbakka í morgun miðvikudaginn 28. maí 2014.

 

Sérstakur gestur morgunstundarinnar var Þorvaldur Ágústsson frá Brúnastöðum sem býr á Stokkseyri. Hann vann um árabil í Alpan á Eyrarbakka og var síðan lykilmaður er verksmiðjan var seld og flutt til Rúmeníu.

Pólitíkin á Árborg var sett til hliðar í morgun og voru rifjaðar upp  góðar stundir meðan Alpan var með starfsemi á Eyrarbakka.
Þorvaldur leiddi sögustundina með innskotum frá Elíasi Ívarssyni og Siggeiri Ingólfssyni sem einnig störfuðu í Alpanverksmiðjunni á Eyrarbakka.Ákveðið var að hafi fleiri sögustundur frá Alpan-árunum í fundum Vina alþýðunnar á Stað.

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður