Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

28.05.2014 06:59

Sameinaði frændur


Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson.
 

 

Sameinaði frændur

Pálmi Sigurhjartarson kom frændunum Sigga Björns og Skapta Ólafssyni saman í fyrsta sinn þegar hann fékk þá til þess að syngja lag saman í hljóðveri.

 

"Ég var í langan tíma að reyna að koma því fyrir mig á hvern hann minnti mig, en svo barst talið að Skapta Ólafssyni og sagði hann þá, Skapti frændi, þeir höfðu þó aldrei hist," segir tónlistarmaðurinn Pálmi Sigurhjartarson, en hann samdi lag sérstaklega við texta Kára Waage fyrir frændurna og tónlistarmennina Sigga Björns og Skapta Ólafsson.

 

Frændurnir höfðu þó aldrei hist þó svo þeir séu báðir tónlistarmenn. "Þegar ég frétti að þeir hefðu aldrei hist ákvað ég að semja lag sem frændurnir áttu að syngja og hittust þeir í fyrsta sinn í stúdíóinu og fór ákaflega vel á með þeim," bætir Pálmi við.

 

Hljóðrituð voru þrjú lög og tvö af þeim koma út núna á næstunni, Tveir vinir, í flutningi Skapta og Sigga, og Tvær dúfur, sungið af Sigga.

 

Pálmi og Siggi Björns kynntust í Berlín þegar Pálmi bjó þar á síðasta ári. "Siggi hefur búið og starfað víða um heiminn síðustu 25 ár, lengst af í Danmörku og í Þýskalandi. Hann á þar mjög tryggan og stóran áheyrendahóp sem fylgir honum."

 

Þeir félagar spiluðu talsvert saman í Berlín og víðar og ætla þeir að koma fram á nokkrum tónleikum hér á landi.

"Við verðum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í kvöld kl. 21:00,

Siglufirði á morgun og Akureyri á föstudag."

Þeir félagar koma svo fram í Reykjavík á sunnudag á Hátíð hafsins og á Rosenberg á mánudaginn kemur.Fréttablaðið miðvikudagurinn 28. maí 2014

 

Þeir Skapti og Siggi eru frændur en hittust í fyrsta skipti í hljóðveri á dögunum.

Frændurnir.  

Þeir Skapti Ólafsson og Siggi Björns eru frændur en hittust í fyrsta skipti í hljóðveri á dögunum.


Skráð af Menningar-Staður

27.05.2014 23:41

Heimsókn forseta Hrútavinafélagsins Örvars til Þýskalands

Í Berlín.....

og þar er Hrútavinnamenningin vel sýnileg.

 

Heimsókn forseta Hrútavinafélagsins Örvars til Þýskalands

 

Heimsóknin var á dögunum í tilefni af 15 ár afmæli Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Deild Hrútavinafélagsins í Þýskalandi sem starfar í Berlín er mjög öflug og er starfsemin á Norðurlöndum einnig undir þeirra stjórn.

Í ferðinni var opnað Menningar-Sel Hrútavina í Berlín og er það við Turmstrasse.Stjórn Hrútavinadeildarinnar í Þýskalandi er í höndum Eyrarbakkahjónanna Júlíu B. Björnsdóttur og Þóris Ingvarssonar og Flateyringsins Sigga Björns sem öll búa í Berlín.

 

Kvikmyndasyningar er fastur liður liður í starfsemi Menningar-Sels Hrútavina í Berlín.
Allir þættirnir um Fangavaktina voru sýndir þegar forseti Hrútavinafélagsins Örvars var í Berlín.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.05.2014 06:17

TÓNLEIKARÖÐ Á ÍSLANDI Í MAÍ

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson.

 

TÓNLEIKARÖÐ Á ÍSLANDI Í MAÍ

 

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarsson ætla að halda nokkra tónleika á landinu ísa dagana 28.  29. 30. maí og 2. Júní  2014


Tónleikastaðir:

Miðvikudagur, 28. maí, - Félagsheimilið Staður, Eyrarbakka kl. 21:00

Fimmtudagur, 29. maí, - Kaffi Rauðka, Siglufjörður

Föstudagur, 30. maí, - Örkin hans Nóa, Akureyri

Mánudagur 2. júní, - Rosenberg, Reykjavík

 

Á dagskránni eru lög úr smiðju Sigga og Pálma  með viðeigandi "mis" sönnum sögum af fólki og fé.

 

Á sömu dögum kemur út "ördiskur" með tveimum nýjum lögum þar sem Siggi Björns meðal annars syngur dúett með frænda mínum og öðlingnum Skapta Ólafssyni.

 


Nýr geisladiskur kominn út undir nafninu "Tveir Vinir".

Þetta eru þeir Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarsson ásamt Skapta Ólafssyni

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.05.2014 05:50

Sjómannadagskaffi á Eyrarbakka

 

Sjómannadagskaffi á Eyrarbakka

 

Sjómannadagskaffi verður haldið að Stað á Eyrarbakka á sjómannadaginn 1. júní 2014 kl 15:00

 

Allir hjartanleha velkomnir
 


Slysavarnadeildin Björg  Eyrarbakka

 


 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.05.2014 20:42

Fjör í Flóa 2014

Floahreppur_RETT

 

Fjör í Flóa 2014

 

Fjölskyldu-og menningarhátíðin Fjör í Flóa verður haldin helgina 30. maí til 1. júní 2014.

Dagskrá er fjölbreytt að vanda.

Nánari upplýsingar um dagskrá Fjör í Flóa 2014  hér

Kort af Flóahreppi

Þjórsárver.

.

Þingborg.

.

Félagslundur.
.

Skráð af Menningar-Staður

26.05.2014 06:54

Embætti prests í Dómkirkjunni auglýst

Dómkirkjan í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík.

 

Embætti prests í Dómkirkjunni auglýst

 

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, frá 1. september 2014.

 • Biskup Íslands skipar í embætti presta til fimm ára.
 • Í Dómkirkjuprestakalli er ein sókn, Dómkirkjusókn, með rúmlega átta þúsund íbúa og eina kirkju, Dómkirkjuna í Reykjavík.
 • Dómkirkjuprestakall er á samstarfssvæði með Háteigsprestakalli, Hallgrímsprestakalli, Nesprestakalli og Seltjarnarnesprestakalli.
 • Um þjónustuskyldur í sókninni fer eftir samþykktum kirkjuþings um innri málefni kirkjunnar.
 • Umsækjendur geri skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum svo og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Staðfest afrit af prófskírteini skal fylgja umsókn svo og upplýsingar um starfsþjálfun.
 • Umsækjendum ber að fylla út eyðublað þar sem biskupi er heimilaður aðgangur að sakaskrá viðkomandi umsækjanda. Skal undirrituð heimild þar um fylgja umsókninni. Eyðublaðið er á vef kirkjunnar.
 • Valnefnd velur prest samkvæmt starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011 og er stuðst við ráðgjafa í öllu umsóknarferlinu.
 • Heimilt er að óska eftir því að almennar prestskosningar fari fram samkvæmt 15. gr. starfsreglna nr. 1109/2011.
 • Um embættið gilda lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, starfsreglur er kirkjuþing setur og samþykktir um innri málefni kirkjunnar. Einkum er vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.
 • Um laun og önnur kjör fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs.
 • Upplýsingar um embættið og helstu lög og reglur sem um starfið gilda, eru veittar á Biskupsstofu og hjá sóknarpresti Dómkirkjuprestakalls.
 • Umsóknarfrestur rennur út 30. maí 2014.
 • Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Af: www.kirkjan.is

 

Gestir úr Dómkirkjusöfnuðinum í heimsókn í Eyrarbakkakirkju.

 

Skráð af Menningar-Staður

26.05.2014 06:23

26. maí 1845 - Jónas Hallgrímsson lést

Jónas Hallgrímsson.

 

26. maí 1845 - Jónas Hallgrímsson lést

 

Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést 26. maí 1845 , 37 ára. Hann var einn Fjölnismanna.

 

Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“Morgunblaðið mánudagurinn 26. maæi 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.Framan við heimili Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn.Skráð af Menningar-Staður

25.05.2014 18:28

Björt framtíð í Árborg kom á Stað í dag


Viðar Helgason er  efsti maður á lista Bjartrar framtíðar í Sveitarfélaginu Árborg.

 

Björt framtíð í Árborg kom á Stað í dag

 

Viðar Helgason sem skipar efsta sæti Bjartarar framtíðar við sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg hinn 31. maí 2014,  og fleiri af listanum voru með miðdegisfund í dag,  sunnudaginn 25. maí 2014, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Gagnleg og innihaldsrík skoðanaskipti fyrir frambjóðendur og gesti fóru fram á þessari ágætu miðdegisstund.

 

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi og eiginkona hans komu til fundarins á Stað.

 

Kaffi og bakkelsi af bestu gerð var í boði  Jónínu Hjartardóttir og Gísla Erlendssonar frá Selfossi sem eru tengdaforeldrar Viðars í efsta sæti listans. Þetta bakkelsi var útnefnd besta bakkelsi þeirra framboða sem komið hafa á Stað til þessa.

 

Allir frambjóðendur eru hjartanlega velkomnir til funda á  Stað og hitta -vini alþýðunnar- og fleiri sem þangað koma.
 

Samfylkingin hefur boðað komu sína fimmtudaginn 29. maí 2014

 

Menningar-Staður færði til myndar í dag.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261698/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Tengdaforeldrar toppsins í framboði Bjartar framtíðar í Árborg - Gísli Erlendsson og Jónína Hjartardóttir.
Jónína bakaði hjónabandssæluna og pönnukökurnar en Gísli rúllaði upp pönnukökunum enda er hann tæknifræðingur.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.05.2014 12:32

Ítalir á Stað í morgun 25. maí 2014

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Þórir Jónsson, Siggeir Ingólfsson og Atli Ingólfsson.

 

Ítalir á Stað í morgun 25. maí 2014

 

Hópur Ítala kom við í morgun, sunnudaginn 25. maí 2014, í upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.


Hópurinn eru ferðaskipuleggjendur í Íslandsferðum fyrir Ítali og eru á vegum Kynnisferða. Þau komu Suðurstrandarveginn frá Keflavík en hópurinn kom til landsins í nótt og ætla að Gullfossi og Geysi og viðar um Suðurland í dag.


Bílstjóri var Þórir Jónsson á Selfossi og fararstjóri Atli Ingólfsson og rómuðu þeir aðsæður í og við Stað sem og allan viðurgjörning við ferðamenn.
 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, tók á móti gestunum með staðarreisn.

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

25.05.2014 07:44

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

Á Tóftum fyrir tæpum 15 árum eftir heiðrun Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

F.v.: Steingrímur Pétursson, Hörður Jóelsson, Guðmundur Valur Pétursson, Einar Jóelsson, Sigurfinnur Bjarkarsson, Sævar Jóelsson, Bjarkar Snorrason og Björn Ingi Bjarnason. 

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi 15 ára

 

Það bar til síðla í september árið 1999 að boð komu frá Bjarkari Snorrasyni, bónda á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna, að til hrútasýningar væri boðað að Tóftum. Þangað skyldu sauðfjárbændur í hreppnum mæta með hrúta sína til mælinga og dóma hvað þeir gerðu allir með sóma.

Hrútasýningar hafa í gegn um tíðina verið hinar merkilegustu samkomur bæði út frá faglegum atriðum og ekki síður hin besta skemmtan með ýmsum hætti. Svo hefur vissulega verið á Tóftum og samkomurnar hafist með kjötsúpumáltíð að hætti Bjarkars bónda áður en haldið er til fagstarfa í fjárhúsinu. Vegna þessa hafa hrútasýningar að Tóftum verið fjölmennar um langa tíð.

Afdrifarík óvissuferð
Athafna- og félagsmálamaður vestan af fjörðum, Björn Ingi Bjarnason, hafði flutt til Stokkseyrar sumarið 1999 og var svo lánsamur að lenda í slagtogi við sauðfjárbændur í hreppnum. Svo heppilega vildi til að sama dag og hrútasýningin var á Tóftum að til Önfirðingsins komu þrír sveitungar hans í heimsókn. Þetta voru; Árni Benedikttsson, og bræðurnir Ingólfur Björnsson og Siggi Björns. Var strax ákveðið að fara með gestina í óvissuferð á hrútasýninguna. Þoka var yfir öllu og rigningarúði þegar haldið var af stað og gestirnir hlaðnir kvíða yfir því hvað væri í vændum enda höfðu þeir reynt nýbúann á Stokkseyri af ýmsu á fyrri tíð fyrir vestan. Árni býr á Selfossi, Ingólfur í Noregi, Siggi Björns í Berlín í Þýskalandi og Björn Ingi býr á Eyrarbakka

Mikil upplifun
Ekki var að sökum að spyrja að þetta kvöld á Tóftum var mikil upplifun og góð skemmtun fyrir gestina að vestan því enginn þeirra hafði farið á hrútasýningu áður. Þarna var fastmælum bundið að að mæta árið eftir að Tóftum á hrútasýninguna og þá með nokkur skemmtiatriði sem og var gert.

Örvar
Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var orðið til upp úr þessari óvissuferð að Tóftum haustið 1999. Hrútavinafélagið fagnar því í ár fimmtán ára afmæli og mun það verða gert með ýmsum hætti.

Hrútavinafélagið Örvar hefur komið að og haft frumkvæði til ýmissa mannlífs- og menningarmála á Suðurlandi og víðar. Verður það ekki rakið hér að þessu sinni en aðeins nefnd til Bryggjuhátíðin á Stokkseyri sem félagið  stóð fyrir með aðilum á staðnum og fleirum að koma í framkvæmd  sumarið  2004.

Þjóðlegt
Hrútavinafélagið vinnur í anda þess “Að viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita” og sýna verkin vissulega slíkt á margan hátt. Grunnur félagsins liggur í bændamenningunni í Flóanum og beitingaskúramenningunni fyrir vestan eins og sést á því hvernig félagið varð til.

Félagið hefur fengið góða svörun við starfinu sem sést best á því að samkomur og uppákomur þess eru mjög vel sóttar. Hrútavinafélaginu er gríðarlega kær einstök viðurkenning sem það fékk á samkomu í troðfullu félagsheimilinu Þjórsárveri er Sigurður Sigurðarson f.v. yfirdýralæknir kvaddi sér hljóðs og veitti félaginu heilbrigðisvottorð vegna hins margþætta mannlífs og menningarstarfs Hrútavina.

Þakkir
Hrútavinafélagið hefur frá upphafi átt náið samstarf við “Búnaðarfélagið” í Stokkseyrarhreppi hinum forna sem fagnaði 125 ára afmæli á síðasta ári.

Hrútavinafélagið þakkar sérstaklega Búnaðarfélagi Stokkseyrarhrepps samstarfið þessi fimmtán ár og þakkar einnig öðrum sem félagið hefur sömuleiðis átt farsæla samleið með þessi ár.

 

Hrútavinir í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á dögunum.

F.v.: Margrét Hauksdóttir, Guðni Ágústsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður