Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

25.05.2014 06:52

Húsið á Eyrarbakka - Opið alla daga í sumar

 

Húsið á Eyrarbakka - Opið alla daga í sumar

 

Sumartími er fyrir nokkru genginn í garð hjá söfnunum á Eyrarbakka, Húsinu og Sjóminjasafninu. 

Þar er opið alla daga kl. 11-18 og eftir samkomulagi á öðrum tímum. Hið stórmerka 18. aldar hús er sem fyrr aðal aðdráttaraflið og í Sjóminjasafninu hinn einstaki gripur áraskipið Farsæll.

Í borðstofu Húsisns er sýningin Ljósan á Bakkanum um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður og stormasama ævi hennar og í Assistentahúsinu örsýningin Handritin alla leið heim sem fjallar um Árna Magnússon og handritið SKáldskaparfræði.

Í forsal Sjóminjasafnins er hægt að sjá á skjá ljósmyndir og sögu vélbáta frá Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.05.2014 06:29

Fischersetur opið í sumar

alt

Fischersetrið við Austurveg á Selfossi

 

Fischersetur opið í sumar

 

Fischersetrið á Selfossi opnaði á dögunum og verður setrið opið daglega í sumar frá kl. 14:00–16:00 til 15. september.

Ýmislegt nýtt er komið í Setrið eins og t.d. fræðsluþáttur BBC um einvígið 1972 svo og ýmsir skákmunir og skákbækur tengdir einvíginu. Einnig eintak af Lewis taflmönnum, en þeir eru álitnir elsta fyrirmynd núverandi taflmanna og er komin tilgáta um að þeir séu upprunalega íslenskir.

Aðgangseyrir er 750 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir 12 ára og yngri.  

Góður hópur sjálfboðaliða úr hópi eldri borgara og annarra sjá um að standa vaktina í Fischersetri í sumar

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.05.2014 23:20

Helgi Haraldsson og skuldir Sveitarfélagsins Árborgar

Helgi Haraldsson.Helgi Haraldsson og skuldir Sveitarfélagsins Árborgar

 

Helgi Haraldsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét bóka á síðasta bæjarstjórnarfundi í Sveitarfélaginu Árborg sem haldinn var miðvikudaginn 14. maí 2014 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar.

Úr bókun Helga:

Skuldir sveitarfélagsins hafa lítið sem ekkert lækkað frá árinu 2010 og eru í ársbyrjun þessa árs nánast þær sömu og í ársbyrjun ársins 2010, þrátt fyrir að í annað hafi verið látið skína í umræðu um fjármál sveitarfélagsins.  Það skal tekið fram að þá tel ég ekki með þann gjörning síðasta árs að breyta Leigubústöðum Árborgar í sjálfseignarstofnun og færa þar með nokkur hundruð milljónir af skuldum úr bókum sveitarfélagsins, nánar tiltekið 675 milljónir, ásamt eignum, en sitja samt áfram með fulla ábyrgð á skuldunum, lögum samkvæmt.  Einnig sölu Björgunarmiðstöðvarinnar við Árveg upp á tæpar 300 milljónir.  Það að tala um ábyrga fjármálastjórnun og lækkun skulda á að koma fram í aðhaldi í rekstri og ráðdeild en ekki sölu eigna og bókhaldstrikki  á ögurstundu til að sína fram á árangur.

 

Skuldir A- hluta bæjarsjóð, við lánastofnanir og leiguskuldir voru í upphafi árs 2010 tæpir 4,8  milljarðar og í ársbyrjun 2014 þær sömu tæpir 4,8 milljarðar. Skuldir A- og B- hluta bæjarsjóðs við lánastofnanir og leiguskuldir  saman, voru í upphafi árs 2010 rúmir 6,3 milljarðar og í ársbyrjun 2014 þær sömu tæpir 6,3 milljarðar, með skuldum Leigubústaða Árborgar og söluandvirði Björgunarmiðstöðvarinnar.  Ef við tökum sölu hennar frá er það andvirði hennar sem er  öll lækkun heildarskulda sveitarfélagsins á kjörtímabilinu um tæpar 300 milljónir.

 


Helgi Haraldsson.

Skráð af Menningar-Staður
 

24.05.2014 13:25

Helgi og Íris á Stað í morgun

.

.

 

Helgi og Íris  á Stað í morgun

 

Helgi Haraldsson á Selfossi og Eyrbekkingurinn Íris Böðvarsdóttir sem skipa fyrsta og annað sæti á lista Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg hinn 31. maí 2014,  voru með fund í morgun, laugardaginn 24. maí 2014, í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Gagnleg og innihaldsrík skoðanaskipti fyrir frambjóðendur og gesti fóru fram á þessari ágætu morgunstund.

 

Allir frambjóðendur eru hjartanlega velkomnir til funda á  Stað og hitta -vini alþýðunnar- og fleiri sem þangað koma.

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261671/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráða f Menningar-Staður

24.05.2014 08:46

Flott ef við skiptum með okkur titlunum

-Füchse Berlin -  Dagur Sigurðsson gerði sitt lið að bikarmeisturum á dögunum – 13. apríl 2014- 

 

Flott ef við skiptum með okkur titlunum

 

Það er gríðarleg spenna fyrir lokaumferðinni í þýska handboltanum þar sem annaðhvort lið Alfreðs Gíslasonar eða Guðmundar Guðmundssonar verður meistari. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans geta haft áhrif á útkomuna.

 

"Þetta er ekki skemmtileg staða sem við erum í. Ég er eiginlega feginn að það eru Íslendingar í báðum liðum sem geta orðið meistarar. Þá eru minni líkur á því að menn haldi að ég sé að gera einhverjum greiða," segir Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.

Hann fer með lið sitt til Kiel í dag -laugardaginn 24. maí 2014- en sá leikur skiptir gríðarlegu máli. Kiel á möguleika á titlinum ásamt Rhein-Neckar Löwen. Bæði lið eru með íslenska þjálfar Alfreð Gíslason og Guðmund Guðmundsson og leikmenn.

 

"Ég á vini á báðum stöðum. Bæði eru þjálfararnir vinir mínir sem og leikmennirnir. Ég veit samt að bæði Alfreð og Gummi myndu fara inn í leikinn af krafti rétt eins og ég mun láta mitt lið gera."

 

Titilbaráttan gæti mjög líklega ráðist á markatölu og Dagur veit því sem er að lið Kiel mun gera allt sem það getur til þess að valta yfir hans lið.

 

"Kiel hefur verið að vinna sína leiki stórt. Það þýðir ekkert að grenja. Við mætum og berjumst. Það getur vel gerst að við fáum flengingu. Það hefur meira að segja gerst þegar við mætum með fullt lið gegn þeim. Maður fer samt ekki í leiki með buxurnar fullar heldur setur maður kassann út."

 

Dagur gerði sitt lið að bikarmeisturum á dögunum – 13. apríl 2014- og hann sér alveg fyrir sér að íslensku þjálfararnir þrír geti endað með titil.

 

"Eigum við ekki að segja að Gummi taki deildina, Alfreð vinni Meistaradeildina og ég bikarinn. Þá verða allir sáttir," segir Dagur léttur.

 

Morgunverðar-sigurstund á Turmstrasse í Berlín.

F.v.: Dagur Sigurðsson, Júlía B. Björnsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Dags, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Víðir Björnsson og Þórir Ingvarsson.

.
Forseti Hrútavinafélagsins Örvars var á ferð í Þýskalandi á dögunum og opnað var Menningar-Sel Hrútavina að Turmstrasse í Berlin. Fyrsta atriðið í Menningar-Selinu var sigurstund með Degi Sigurðssyni og frú eftir hinn frækna sigur í þýsku bikarkeppninni.

Það eru Eyrarbakkahjónin Júlía B. BJörnsdóttir og Þórir Ingvarsson sem hafa veg og vanda af Menningar-Seli Hrútavina í Berlín

.

.

Skráð af Menningar-Staður

24.05.2014 08:29

Oddastefna í dag - laugardag 24. maí 2014

Oddi.

 

Oddastefna í dag - laugardag 24. maí 2014

 

Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagins, verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í dag - laugardaginn 24. maí 2014 -   kl. 13:15 til 17.

Meðal þeirra sem flytja erindi eru sr. Guðbjörg Arnardóttir, prestur í Odda, sem fjallar um Odda og ferðamennsku. Helgi Þorláksson, prófessor, fjallar um menntun Snorra Sturlusonar og uppeldi á Oddaárum hans og Þór Jakobsson flytur erindi þar sem skyggnst er um af Gammabrekku á 1000 ára ártíð Sæmundar fróða 2133.

Auk þeirra flytja erindi Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF, Borghildur Óskarsdóttir og Guðmundur G. Þórarinsson.

Fundarstjóri er Drífa Hjartardóttir.

 

Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík.

Skráð af Menningar-Staður

23.05.2014 22:18

Íris Böðvars: Samtal við frambjóðanda

Eyrbekkingurinn Íris Böðvarsdóttir.

 

Íris Böðvars: Samtal við frambjóðanda

 

Fyrir fjórum árum bauð ég mig í fyrsta skipti fram í sveitastjórnarkosningum með því að taka annað sætið á B-lista í sveitarfélaginu Árborg.

Á kjördag kom í ljós að fjögur atkvæði vantaði upp á sæti í bæjarstjórn. Það er þó hægt að segja að það hafi verið lán í óláni fyrir frambjóðenda blautan á bak við eyrun í pólitík að fá að taka þátt sem varamaður á kjörtímabilinu sem er að líða og nýta tímann til lærdóms og þekkingar á sveitarfélaginu, hvort sem það varðar rekstur, framkvæmdir eða innviði þess. 

Ég hef áhuga á að fá að nýta þessa þekkingu með því að taka sæti í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Þar sem menntum mín og starfsreynsla er mikil til tengd félags- og fræðslumálum, hef ég verið svo heppin að sitja í skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins og hef þar aflað mér þekkingar á hlutum sem ég hafði takmarkaða þekkingu á áður. Vil ég þakka nefndarmönnum fyrir góða viðkynningu og samstarf sl. 4 ár.

 

Ég er fædd á gamla sjúkrahúsinu á Selfossi 1973, er uppalin á Eyrarbakka, hef unnið á Selfossi sl. 9 ár á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og börnin mín ganga í barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Ég tel mig því vel tengda öllu sveitarfélaginu. Ég hef gengt ýmsum félagsstörfum á mörgum ólíkum sviðum. 

 

Helsta verkefni hvers sveitarfélags er að þjónusta íbúa sína. Sum af þeim verkefnum eru þó ekki einungis á hillu sveitarfélagsins heldur ríkis. Þar á meðal eru málefni aldraða. Það er öllum flokkum fullljóst að fjölga þarf dvalar- og hjúkrunarrýmum í sveitarfélaginu. Það er trú mín að stöðugur þrýstingur á ríkisvaldið hafi  áhrif á hvar fjármagn til uppbyggingu hjúkrunarheimila lendir. Þar mega kjörnir fulltrúar hvergi hvika, ásamt því að þurfa ljúka þarf skipulagi á nýju hjúkrunar- og dvalarheimili auk bættar félagsaðstöðu fyrir aldraða í sveitarfélaginu. 

Uppbygging list- og verknáms á grunnskólastigi er mér hugleikin og hef ég mikinn áhuga á að koma upp og efla slíkt starf í grunnskólum sveitarfélagsins í samvinnu við atvinnulíf og framhaldsskóla. Það er trú mín að slíkt nám myndi skila sér margfalt í betra viðhorfi til náms, minna brottfalli í framhaldsskóla og almennt sterkari vinnumarkaði á Suðurlandi til lengri framtíðar. Ég tel það mögulegt að sveitarfélagið Árborg geti þarna verið í fararbroddi á landsvísu. Ekki væri verra ef slík uppbygging gæti þrýst á byggingu verknámshúss við FSu. 

Í hverju sveitarfélagi eru alltaf íbúar sem við sem samfélag viljum hlúa sérstaklega að. Að mínu mati eru það börn og ungmenni, aldraðir, fólk með fötlun og einstaklingar sem þarfnast félagslegra úrræða. Við sem erum á „besta aldri“ höfum oft betri úrræði og bakland en ofannefndir hópar. Því miður er það svo að mörg börn og ungmenni stunda ekki íþróttir eða aðrar tómstundir vegna takmarkaðra fjárráða forráðamanna. Því hefur B-listinn lagt áherslu á að hækka tómstundastyrki til foreldra upp í 25 þúsund á ári. Það er viðráðanlegt fyrir sveitarfélagið en gæti breytt talsverðu fyrir margar fjölskyldur.

Í skipulagsmálum er áhersla á uppbyggingu miðbæja í þéttbýlinu og  tenging þéttbýla með göngu, hjóla og reiðstígum. Bygging hreinsistöðvar við Ölfusá er mikilvægt skref í umhverfismálum sveitarfélagsins. Langtíma áætlun um áframhaldandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu væri ákjósanleg. 

Með því að þjónusta íbúanna vel gerum við sveitarfélagið ákjósanlegt til búsetu. Fjölgun íbúa hefur áhrif á verslun og þjónustu og þar með atvinnumál. Einnig langar mig í tengslum við atvinnumál að bæta við að kjörnir fulltrúar þurfa að viðhalda þrýstingi á ríkisvaldið í að viðhalda uppbyggingu og rekstri á stórum vinnustöðum í sveitarfélaginu og nefni þar m.a. fangelsið að Litla-Hrauni og þjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. 

Hér hef ég stiklað á stóru til að kjósendur geti metið áherslur mínar. Um sumt hef ég eða aðrir í framboði fyrir B-lista ritað greinar en í því greinaflóði sem flæðir yfir kjósendur er það að æra óstöðugan að ætla að lesa allar greinar og komast yfir allt efni. Því bíð ég kjósendur hjartanlega velkomna á kosningarskrifstofu B-lista til skrafs og umræðna. Kosningaskrifstofan að Eyrarvegi 15 er opin alla daga fram að kosningum og er opnunartími auglýstur í héraðsblöðum. 

 

Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og skipar annað sætið á B lista í Svf. Árborg.

 

.

23.05.2014 20:40

Ársafmæli ríkisstjórnarinnar

Fundur ríkisstjórnar í Ráðherrabústaðnum 23. maí 2014

Rikisstjórn Íslands á ársafmælinu í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík.

 

Ársafmæli ríkisstjórnarinnar

 

Ríkisstjórnin fagnaði ársafmæli sínu í dag, föstudaginn 23. maí 2014

Í tilefni þess var fundurinn haldinn í Ráðherrabústaðnum.

Fjölmörg mál voru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. 

Ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu í Reykjavík.

Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2014 18:45

Tískuborgin Berlín vinsæl

Í Berlín.

 

Tískuborgin Berlín vinsæl

 

Á undanförnum árum hefur ferðamannastraumur til Berlínar aukist umtalsvert. Ferðalangar frá Norðurlöndum og öðrum Evrópuríkjum streyma til borgarinnar, enda á hún sér mikla sögu.

 

Berlínarbúar hafa tekið fagnandi þessari miklu fjölgun ferðamanna og þar er stöðugt verið að opna nýja bari, verslanir, kaffi- og veitingahús. Auðvelt er að ganga að öllum merkustu stöðum borgarinnar en strætisvagnakerfið er auk þess mjög einfalt.

 

Fallegur arkitektúr

Berlín er höfuðborg Þýskalands og þar býr á fjórðu milljón íbúa sem gerir hana að næstfjölmennustu borg í Evrópu. Matarmenning er fjölbreytt og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Borginni er skipt upp í nokkur aðalhverfi. Arkitektúr er fallegur í borginni en í Berlín er ógrynni af áhugaverðum listasöfnum, má þar til dæmis nefna Deutsches Historisches Museum.

 

Verslunargötur eru margar í Berlín en frægastar eru Friedrichstrasse og Alexandersplatz. Friedelstrasse er skemmtileg gata en þaðan er stutt í allar áttir. Fyrir þá sem ætla að fá sér gott að borða eða drekka er þetta rétta gatan. Við þessa götu eru fallegar verslanir sem bjóða þekkt merki og hönnunarvöru, vinsæl bókaverslun er við götuna en hún sérhæfir sig í bókum og tímaritum um ljósmyndun og hönnun. Þar rétt hjá er falleg barnafata- og leikfangaverslun. Önnur verslunargata, Sanderstrasse, er skammt frá. Í þeirri götu er þekkt verslun sem selur vínylhljómplötur. Friedrichshain er einnig þekkt gata og skemmtilegt verslunarhverfi. Litlar, sjálfstæðar verslanir sem selja vörur sínar á betra verði en í öðrum götum.

 

Fjölbreytt mannlíf

Mörg kaffihús í Berlín breytast í bari á kvöldin og næturlífið er fjölskrúðugt fyrir þá sem vilja njóta þess. Flestir vilja skoða sögulegar minjar eins og restina af Berlínarmúrnum eða Brandenborgarhliðið og gömul hverfi í austurhluta borgarinnar.

Berlín þykir ódýr miðað við margar aðrar evrópskar borgir. Bjórglasið kostar frá 300-500 krónur og hægt er að fá ágætis

máltíð fyrir 1.200 krónur þótt verðið sé að sjálfsögðu misjafnt. Þá er auðvelt að hjóla um Berlín og víða hægt að fá leigð reiðhjól.

 

Á sumrin er margt um að vera í borginni, ýmis götupartí þar sem mannlífið er fjölbreytt og skemmtilegt. Lifandi tónlist er á götum úti, sérstaklega um helgar. Vínhátíðir eru margar þar sem hægt er að smakka vín úr nærliggjandi héruðum. Fjölmenningarhátíð er í júní með tilheyrandi skrautlegri skrúðgöngu þar sem fólk frá 80 löndum dansar í þjóðbúningum landa sinna. Djasshátíðir og aðra viðburði í sumar má kynna sér á vefsíðunni visitberlin.de.

 

Fréttablaðið fimmtudagurinn 22. maí 2014

 

 Eyrbekkingar í Berlín og Hrútavinalistaverk.Skráð af Menningar-Staður

 

23.05.2014 10:22

Björt framtíð á Stað sunnudaginn 25. maí 2014

Eyrbekkingurinn Ómar Vignir Helgason er einn þeirra sem eru í framboði fyrir Bjarta framtíð.

 

Björt framtíð á Stað sunnudaginn 25. maí 2014

 

Björt framtíð í Árborg verður að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 25. maí 2014 frá kl. 14:15 - 16 eða rúmlega það.

 

Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi mætir á svæðið. 
 

Kaffi og bakkelsi.
 

Allir hjartanlega velkomnir

 

.

.

.

Skráð  af Menningar-Staður