Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

23.05.2014 07:37

Gæfa Flóamanna og Sunnlendinga?

 

 

Gæfa Flóamanna og Sunnlendinga?

 

 

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður
 

22.05.2014 07:03

Alþjóðlegir tónleikar á Eyrarbakka 28. maí

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson.

 

Alþjóðlegir tónleikar á Eyrarbakka miðvikudaginn 28. maí n.k.

 

Tónlistamennirnir Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartar verða á ferðinni  lok  maí og munu töfra fram nokkra tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir að Stað á Eyrarbakka, þeim stað sem Hrútavinir kalla Menningar-Stað.

Tónleikarnir að Stað verða haldnir miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 21.00

 

Töframenn í Berlín

Þessir töframann tónanna kynntust í Berlín hvar Siggi Björns hefur búið um árabil og spilað og sungið fyrir Evrópubúa. Pálmi var ytra við tónlist og námsráðgjöf þar sem Sólin sjálf var í skóla.

Pálmi kom á tónleika í Berlín þar sem Siggi var að spila og úr því að kappinn kannaðist við gestinn var hann drifinn á sviðið og það var ekki að því að spyrja að gleðin og stemningin flaut um salinn, fólk komst á annað tilverustig. Ekki síst þeir sjálfir sem smullu saman í að fremja tóna og gleði fyrir fólk.

Tveggja laga diskur

Þeir urðu vinsælir og héldu allnokkra tónleika á Berlínarsvæðinu, þar urðu til lög og sögur og nú eru tvö ný lög kominn á geisladisk. Tveggja laga diskar eru ekki á hverju borði og því skemmtileg tilbreyting. Merkast er þó að Skapti Ólafsson (Allt á floti Allsstaðar) syngur annað lagið á disknum. Einmitt núna um þessar mundir eru 70. ár síðan að hann hóf söngferil sinn. Svo er hann frændi Sigga Björns, þeir eru ættaðir  úr eyjunum óteljandi á Breiðafirði.

Jólahjól á þjóðvegi

Í framhaldi af þessu þykjast glöggir menn og betri konur sjá að Siggi eigi eftir að syngja og segja sögur marga áratugi í viðbót. Fólki er samt ráðlagt að treysta ekki á að hann  verði enn að eftir 40 ár og því best að koma á þessa tónleika. Virt vestfirsk spákona hefur sagt að tónleikarnir í Stað verði einstakir. Við missum ekki af því.

 Ef einhver er að velta fyrir sér hver Pálmi er þá er hann einn af hinum mögnuðu Sniglabandsmönnum, sem á Jólahjóli, þrumuðu eftir þjóðvegi, í meira en einu lagi.

Falinn sannleikur

En sem sagt þessir tónleikar verða skemmtilegir, gömul og ný lög og fullt af skemmtilegum sögum sem allar eru sannar en komast samt helvíti nálægt því að menn efist um að þetta geti verið rétt. Svo verður líka að passa að góð saga gjaldi ekki þessa andstyggilega sannleika sem enn finnst í skúmaskotum hjá heldra fólki til sveita.

 

Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartarson.

Skráða f Menningar-Staður

21.05.2014 06:08

Framsókn kemur á Stað laugardaginn 24. maí

Stefnumótun um stund og stað á Stað. Siggeir Ingólfsson og Eyrbekkingurinn Íris Böðvarsdóttir.

 

Framsókn kemur á Stað laugardaginn 24. maí

 

Frambjóðendur Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í Árborg hinn 31. maí 2014 munu koma í morgunspjall í forsalinn í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 24. maí kl. 10:00

Allir hjartanlega velkimnir.

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.05.2014 05:50

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá 20. maí 2014

F.v.: Ísólfur Gylfi Pálmason og Siggeir Ingólfsson geislandi af sjálfumgleði.

 

Sjálfumgleðiferð upp að Ölfusá  20. maí 2014

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka fór í gær, þriðjudaginn 20. maí 2014,  upp að Ölfusá við Selfoss.

Um var að ræða svokallaða  -sjálfumgleðiferð- en slikt hátterni er að færast í aukana síðustu; mánuði, misseri og ár.

Innihald slíkra ferða er að hitta mann og annan og hafa gaman af.

 

Komið var á þessa staði þar sem gestunum var gríðarlega vel tekið:

 

1. Kentucky við Austurveg.

2. Sjóvá við Austurveg - inni.

3. Sjóvá við Austurveg - úti.

4. Húsasmiðjan við Eyrarveg

5. Prentmet  Selfoss við Eyraveg.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm með 11 myndum er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261546/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

20.05.2014 11:33

Góðir gestir á Strand-Stað - formleg opnum 20. maí 2014

 

Góðir gestir á Strand-Stað  -  formleg opnum 20. maí 2014

 

Í morgun, þriðjudaginn 20. maí 2014,  komu leikskólabörn af yngri deildum leikskólans Brimvers á Eyrarbakka í opinbera heimsókn á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Heimsókn þeirra var formleg opnun umhverfissvæðisins í fjörunni og hlotið hefur nafnið  -Strand-Staður.

 

Eyrbekkingurinn Eiríkur Már Rúnarsson  lagði til að kalla mætti þennan nýja  stað við Stað  – Strand-Staður-  og er svo orðið.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, bauð síðan börnunum uppá drykk.

Leikskólafólkið rómaði þessa aðstöðu og sögðu víst að Brimversbörn ætti eftir að koma oft til leikja og útiveru á Strand-Stað.

 

Það eru vinir alþýðunnar á Eyrarbakka og víðar sem standa með Siggeiri Ingólfssyni að þessum mögnuðu framkvæmdum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261513/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

20.05.2014 07:34

Tæplega þrjú þúsund manns í framboði á landinu

Ráðhús Árborgar á Selfossi.

 

Tæplega þrjú þúsund manns í framboði á landinu

 

Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna í kosningunum 31. maí næstkomandi. Á listunum eiga sæti 2.916 einstaklingar, 1536 karlar og 1380 konur. Karlar eru 53% frambjóðenda, konur 47%. Þessi hlutföll eru hin sömu og voru í síðustu sveitarstjórnarkosningum, árið 2010.

 

Í komandi kosningum eru: 


Listakosningar í 53 sveitarfélögum
Í 53 sveitarfélögum hafa verið lagðir fram fleiri en einn listi og mun því hlutfallskosning fara þar fram.

Sjálfkjörið í þremur sveitarfélögum
Í þremur sveitarfélögum kom aðeins fram einn listi og er því sjálfkjörið í þær sveitarstjórnir.

Óbundnar kosningar í 18 sveitarfélögum
Óbundnar kosningar verða í 18 sveitarfélögum þar sem enginn listi kom fram. Í óbundnum kosningum eru allir kjósendur í sveitarfélaginu í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því.

Í Árborg eru 5 listar 

20.05.2014 06:32

Fagna 10 ára afmæli með plötu

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Rósin okkar

 

Fagna 10 ára afmæli með plötu

 

Hljómsveitin Rósin okkar fagnar í ár 10 ára starfsafmæli sínu og í tilefni af því hefur hljómsveitin gefið út plötuna „Rósin okkar í Reykjavík“ en þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar. „Þessi plata er fyrsta platan sem við gefum út í almenna sölu en á plötunni eru íslensk og írsk þjóðlög sem við setjum í okkar eigin búning. Við höfum einnig spilað norsk þjóðlög en erum ekki með þau á plötunni að þessu sinni,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, fiðluleikari og söngkona hljómsveitarinnar. Sautján lög eru á plötunni og má þar nefna þekkt lög eins og Danny Boy og Móðir mín í kví kví, en það eru lög sem flestir ættu að þekkja. Auðvitað fæst svo diskurinn í öllum betri plötubúðum eins og 12 tónum, að sögn Rósu, farin sé sú klassíska leið að selja tónlistina einungis í verslunum en ekki á netinu.

 

Nafnið sótt til Írlands

Á þeim tíu árum sem hljómsveitin hefur starfað hefur hún komið fram á fjölda tónlistarhátíða hér heima og erlendis. „Í fyrstu var efnisskrá okkar helguð írskri tónlist og við spiluðum því þrjú ár í röð á Írskum dögum á Akranesi. Þá höfum við komið fram á tónlistarhátíð í Portaferry á Norður-Írlandi, Gaular í Noregi, Þjóðlagahátíðina á Siglufirði, og Reykjavík Folk Festival á Café Rosenberg auk fjölda annarra hátíða,“ segir Rósa en nafn hljómsveitarinnar er einmitt komið frá Írlandi þar sem heiti fjölda þjóðlaga hefst á Rósin.

 

Morgunblaið þriðjudagurinn 20. maí 2014

Skræað af Menningar-Staður

 

19.05.2014 23:01

Vinstri græn með fund í Rauða húsinu í kvöld - 19. maí 2014

F.v.: Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Andrés Rúnar Ingason og Óðinn K. Andersen.

 

Vinstri græn með fund í Rauða húsinu í kvöld - 19. maí 2014

 

Vinstri græn í Árborg voru með opinn fund í Rauða húsinu á Eyrarbakka í kvöld, mánudaginn 19. maí,  fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg sem verða laugardaginn 31. maí 2014

Sérstakir gestir fundarinns voru alþingismennirnir Katrín Jakobsdóttir,  formaður Vg og Svandís Svavarsdóttir en þær eru báðar fyrrverandi ráðherrar úr  síðustu ríkistjórn. Við upphaf fundar voru þeim færðar gjafir úr héraði.

Fundurinn var vel sóttur og líflegar og málefnalegar umræður eftir framsögur Katrínar, Svandísar og Andrésar Rúnars Ingasonar sem er í 1. sæti Vg í Árborg.

Menningar-Staður var á fundinum og færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261489/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráða f Menningar-Staður

 

19.05.2014 16:22

Vinstri græn í Árborg - fundur í Rauða húsinu 19. maí 2014

Rauða húsið á Eyrarbakka.

 

Vinstri græn í Árborg - fundur á Eyrarbakka 19. maí 2014

 

Opinn fundur í Rauða húsinu 

á Eyrarbakka í kvöld,

mánudag 19. maí kl 20:00


– Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir mæta

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.05.2014 12:43

Horntré lagt að Strand-Stað

F.v.: Gísli Nílsen, Jóhann Jóhansson, Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson sem kemur fyrir -horntré- 

 

Horntré lagt að Strand-Stað

 

Á föstudeginum 16. maí 2014 var sandhlössunum rutt út í fjörunni néðan við sitgann og útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka sem þangað var keyrt á dögunum alls um 200 rúmmetrar.  Varð þá til hin besta sandfjara framan og til híðar við stigann. Einnig var raðað upp grjóti til þessa að verja fyrir ágangi sjávar. Það var Finn Nilsen sem sá um þennan verkþátt

 

Eiríkur Már Rúnarsson  lagði til að kalla mætti þennan nýja  stað við Stað – Strand-Staður-

 

Það var gert formlega í morgun, 19. maí 2014,  er Siggeir Ingólfsson Staðarhaldari að Stað lagði  -horntré- -Strand-Stað- er hann setti harðviðartappa í grindverk stigans

 

Það eru vinir alþýðunnar á Eyrarbakka og víðar sem standa með Siggeiri Ingólfssyni að þessum mögnuðu framkvæmdum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

Myndaalbúm erkomið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261473/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður