Miðvikudaginn 21. maí 2014 mun Guðný Sigurðardóttir á Selfossi ganga frá Landspítalanum í Reykjavík að Sundhöllinni á Selfossi. Þar mun hún synda 286 ferðir. Þrjú ár eru liðin frá því að dóttursonur hennar, Vilhelm Þór, drukknaði í sundhöllinni.
Vilhelm var fluttur á Landsspítalann í Reykjavík þar sem læknar og hjúkrunarfræðingar reyndu sitt allra besta til þess að bjarga lífi hans, segir í fréttatilkynningu. En allt kom fyrir ekki og var hann úrskurðaður látinn daginn eftir.
Ferðin sem amma Guðný er að leggja upp í er því mjög táknræn fyrir hana og alla fjölskylduna. Að ganga öfuga leið við hinstu ferðar Vilhelms Þórs með sjúkrabílnum og synda svo 286 ferðir í innilauginni þar sem slysið varð eða jafn margar ferðir og vikurnar sem hann lifði.
Með göngu sinni og sundi vill Guðný vekja athygli á mikilvægi nýstofnaðra samtaka, Birtu - Landssamtaka foreldra/?forráðamanna sem misst hafa börn/?ungmenni með skyndilegum hætti.
Reikningsnúmer: 1169-05-1100
Kennitala: 231261-2579
Ábyrgðarmaður: Pétur Hjaltason
Stofnaður hefur verið reikningur þar sem fólk og fyrirtæki geta lagt inn frjáls framlög samtökunum til stuðnings. Einnig er hægt að hringja í númerið 901-5050 og styðja við samtökin með þúsund króna framlagi.
Skráða f Menningar-Staður
Oft er flaggað á Eyrarbakka. Ljósm.: Ingvar Magnússon.
Ný fánalög um upprunamerkingar ekki afgreidd á þessu þingi
Til tíðinda dró í lok marsmánaðar síðastliðnum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þegar tillögur um ný fánalög íslenska þjóðfánans voru þar samþykktar. Bændasamtök Íslands sóttust fyrst eftir því árið 2008 að fá að nota íslenska fánann til að auðkenna innlendar landbúnaðarafurðir á markaði. Ekki tókst þó að koma málinu til annarrar umræðu í þingsal á þessu þingi.
Í framhaldsnefndaráliti sem lagt var fram þann 14. maí kemur fram að nefndin telji að þegar litið sé til þess stutta tíma sem eftir er af yfirstandandi þingi samkvæmt starfsáætlun sé fyrirséð að frumvarpið verði ekki að lögum. Nefndin telur þó að mikill áhugi sé á málinu hjá hagsmunaaðilum, m.a. í ferðaþjónustu og framleiðslugreinum og því mikilvægt að unnið verði áfram að málinu á næstu mánuðum.
Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, kom fyrir nefndina af hálfu Bændasamtaka Íslands og gaf umsögn. Hann sagði fyrir skemmstu í viðtali við Bændablaðið að í breytingartillögunum sé heimild til til notkunar fánans útvíkkuð nokkuð frá fyrri útgáfum. „Hvað varðar bændur þá eru meginatriðin þau að nota má fánann á afurðir dýra sem hér eru ræktuð, hlunnindaafurðir (s.s. æðardún) og nytjajurtir, bæði villtar og ræktaðar. Það var okkar upphaflega hugmynd að þetta gilti bara um innlendar matvörur úr innlendum hráefnum sem koma af landinu, en fáninn er auðvitað eign okkar allra svo ég skil vel að fleiri vilji nýta hann.
Með breytingunum má nota merkinguna á sjávarafurðir sem koma úr íslenskri landhelgi. Til viðbótar má nota hana á matvæli framleidd hérlendis sem hafa verið hér á markaði í að minnsta kosti 30 ár þó hráefnið sé erlent. Dæmi um það væri til dæmis ORA grænar baunir, Royal búðingur og annað sambærilegt. Þessar vörur eru framleiddar hér þó að hráefnið sé erlent.
Opnasta heimildin gildir um aðrar vörur (ekki matvörur), Þar er t.d. átt við aðrar vörur sem eru hannaðar á Íslandi, úr íslensku hráefni, eða framleiddar hérlendis. Nægilegt er að eitt þessara þriggja skilyrða sé uppfyllt. Lopapeysa sem er hönnuð á Íslandi, gæti til dæmis fengið merkið þó hún sé ekki úr íslenskri ull og ekki framleidd hér. Um slíkt eru dæmi. Að vísu gilda líka lög um að ekki megi blekkja neytendur, en þessir skilmálar eru nokkuð opnir og orka tvímælis. Hugsunin er auðvitað sú að það megi merkja íslenska hönnun, en ég tel að eftirlitsaðilar þurfi að fylgjast vel með því hvernig þessi ákvæði verða nýtt og taka sérstaklega á því að þau séu ekki notuð til að villa um fyrir neytendum.“
Af: www.bbl.is
Skráð af Menningar-Staður
Hamingjusamir húsbílaeigendur
Á þriðja hundrað húsbílaeigendur dvöldu og daga nutu á Eyrarbakka um helgina - dagana 16. – 18. maí 2014.
Þeir höfðu aðstöðu í Félagsheimilinu Stað og voru þar með ýmsar uppákomur svo sem dansleik á laugardagskvöldinu með Labba og Bassa.
Húsbílafólkið efldi bæjarlífið verulega þegar þau fóru um staðinn og litu m.a. við í; verslun Bakkans og Laugabúð, í söfnin og í veitingahúsið Rauða-húsið.
Gríðarleg ánægja var hjá gestunum með helgina á Eyrarbakka en Menningar-Staður spjallaði víð þá í gær þegar þeir héldu heim á leið og sögðu víst að á Eyrarbakka kæmu þau fljótlega aftur; einir eða sem félagshópur.
Skráð af Menningar-Staður
Júlía Björnsdóttir.
Þegar mér bauðst tækifæri til að taka sæti á lista Bjartrar framtíðar til sveitarstjórnakosninga í vor var ég þakklát og stolt.
Fyrir manneskju sem hefur lítið sem ekkert haft af stjórnmálum að segja var þetta ansi merkilegt skref. Stjórnmál höfðu í mínum huga oft virst ansi flókin og leiðinleg, en það sem heillaði mig þegar ég fór að taka þátt og hitta fólkið sem á sæti með mér á lista er þessi einlægi ásetningur um að gera sitt besta.
Engin loforð eru gefin,við höfum ekki öll svörin en við erum full af vilja til að gera okkar besta í samvinnu við aðra og förum ekki fram á annað en tækifæri til að leggja okkar hugmyndir á borðið.
Og þær eru frábærar, við sjáum fyrir okkur samfélag þar sem allir í sveitarfélaginu fá tækifæri til að móta það samfélag sem við viljum búa í. Sveitarfélag sem er í stakk búið að hugsa til framtíðar varðandi menntun íbúanna allt frá leikskóla upp í háskóla. Sveitarfélag sem tekur vel á móti ferðamönnum og síðast en ekki síst sveitarfélag sem gott er að búa í.
Í sveitarfélaginu eru ótal margir möguleikar og það eina sem vantar er frumkvæði og vilji með smá “dassi” af velvilja stjórnsýslunnar.
Við getum gert betur í að styðja við ferðamennsku á svæðinu, þar er svo margt hægt að gera!
Fjaran við Eyrarbakka og Stokkseyri er stórkostlega vannýtt sem aðlaðandi svæði fyrir ferðamenn og ótal mörg önnur tækifæri á sviði ferðamennsku má finna víða um sveitarfélagið sem bara bíða eftir að verða uppgötvuð og nýtt.
Ég er spennt, því framtíðin er björt og er bara handan við hornið!
X- Æ í maí!
Júlía Björnsdóttir skipar 10. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Árborg.
Vefmyndavélin á Rauða húinu á Eyrarbakka
__________________________________________________________________________________________________________
Björt framtíð á Eyrarbakka í dag kl. 14 - 16
Vestfirska forlagið hefur endurlífgað hinn snjalla Basil fursta og gefur nú út 8. heftið um æsileg ævintýri hans.
Eins og í fyrri bókum á Basil hér í höggi við skúrka og illmenni og Svarti prinsinn kemur mjög við sögu. Eins og bókaforlagið bendir sjálft á eru bækurnar um Basil fursta enginn verðlaunaskáldskapur, en skemmtilegar eru þær. Engum ætti að leiðast.
Morgunblaðið sunnudagurinn 18. maí 2014
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Framsóknarflokkurinn í Árborg bætir við sig tveimur mönnum og er með þrjá bæjarfulltrúa í skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem birtist í Fréttablaðinu í gær.
Sjálfstæðisflokkurinn missir hreinan meirihluta bæjarfulltrúa í Árborg samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk 50,1% atkvæða í kosningunum 2010 og fimm bæjarfulltrúa af níu en mælist nú með 35,1% og fjóra bæjarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn styrkir stöðu sína í lítillega í prósentum en sökum þess hvernig atkvæði dreifast gætu þeir bætt við sig tveimur bæjarfulltúum á þeirri litlu viðbót. Flokkurinn nýtur nú stuðnings 22,7% kjósenda. Alls kusu 19,6% B-listann í síðustu kosningum og endaði hann með einn bæjarfulltrúa kjörinn.
Björt framtíð er með 14,7% fylki í könnuninni og Samfylkingin 14,9% og fengju báðir flokkarnir einn mann kjörinn, en Samfylkingin er með tvo í dag. Afar lítil hreyfing þarf að verða á fylgi Framsóknar, Bjartrar framtíðar eða Samfylkingarinnar til þess að þriðji maður Framsóknar detti út fyrir annan mann BF eða S-listans.
Vinstri græn missa sinn eina bæjarfulltrúa fari kosningar í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins en flokkurinn fengi 7,3% Í könnuninni sögðust 4,9% ætla að kjósa Pírata en flokknum tókst ekki að koma saman lista í Árborg.
Af. www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður
Rúmlega 100 húsbílar á Eyrarbakka
um helgina 16. - 18. maí 2014 og fjöldi fólks
Þeir hafa aðstöðu í og við Félagsheimilið Stað og á tjaldstæðinu
Dagskrá:
Föstudagur 16. maí:
Hattavinafélagið: Föstudagar eru sérstakir hattadagar og er félagsmönnum uppálagt að ganga með hatta þá daga að viðurlagðri skömm og hneisu, sem skammari sér um að framfylgja á næsta fundi/atburði á vegum félagsins.
Ökuleikni: Fljótlega eftir að skemmtinefnd mætir á svæðið þá mun hefjast “Ökuleikniskeppni” Ökumenn húsbíla gefst kostur á að leysa þrjár þrautir.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin verða afhent í lokaferð 27. september í Árnesi.
Kl. 20.00 Formaður félagsins setur ferðina og sungið verður upp úr söngbókinni. Félagar hvattir til að taka með sér hljóðfæri. Eftir það verður leikin tónlist af diskum fram til kl. 23.30
Laugardagur 17. maí:
Kl. 12.00 Undirbúningur fyrir markað í Félagsheimilinu.
Kl. 13.00 – 15.00 Markaður í Félagsheimilinu. (aðstoð óskast við að stilla upp fyrir félagsvist)
Kl. 16.00 Félagsvist (aðstoð óskast við að stilla upp fyrir kvöldið)
Kl. 20.00 Skemmtidagskrá: Verðlaun í Félagsvist og Bílahappadrætti – Hæfileikakeppni (allt leyfilegt nema koma nakinn fram) – Útsvar - Dansleikur með þeim feðgum: Bassa og Ólafi Þórarinssyni.
Sunnudagur 18. maí:
Kl. 12.00 Frágangur í Félagsheimilinu
Vonandi skemmtu sér allir vel.
Góða ferð heim !
Menningar-Staður færði bílafjöldann til myndar í dag.
Myndaalbnúm komið hér inn á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261426/
.
.
.
.
.
Skráð af Menningar-Staður
Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag 17. maí 2014
en 200 ár eru síðan landið fékk stjórnarskrá
Þjóðhátíðardagur Norðmanna er í dag en 200 ár eru síðan landið fékk stjórnarskrá
17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs.
Saga þessa dags er allmerkur þ á t t u r í sögu norskrar sjálfstæðisbaráttu, og hann öðlaðist nýtt gildi á stríðsárunum, þegar Norðmenn urðu að heyja nýja b a r á t t u um líf eða dauða við öflugri fjendur en nokkru sinni fyrr.
Íslendingar bera trúlega hlýrri hug til Norðmanna en nokkurr a r a n n a r r a r erlendrar þjóðar.
Skráð af Menningar-Staður
Kiriyama Family verður á Iceland Airwaves.
Í gær tilkynntu skipuleggjendur Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar um fjölda listamanna sem munu koma fram á hátíðinni í haust, 5. til 9. nóvember en þá verður hún haldin í sextánda sinn.
Listamennirnir sem nú bætast við þá sem þegar hafði verið tilkynnt um, eru: FM Belfast, Son Lux, Kwabs, Árstíðir, Lay Low, Agent Fresco, kimono, Rachel Sermanni, Ezra Furman, Jessy Lanza, Phox, Benny Crespo's Gang, Kiriyama Family, Íkorni, Strigaskór nr 42, Odonis Odonis, Tremoro Tarantura, In the Company of Men, Júníus Meyvant, Elín Helena, HaZar, Krakkkbot, Reptilicus, Stereo Hypnosis, Ambátt, Cease, Tone, Reykjavíkurdætur, DADA, Döpur og Inferno 5.
Áður hafði verið tilkynnt um hljómsveitir á borð við Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris og Mammút.
Morgunblaðið föstudagurinn 16. maí 2014
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is