Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

14.05.2014 06:20

Meirihlutinn fallinn í Árborg

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Meirihlutinn fallinn í Árborg

 

• Sjálfstæðisflokkur fær fjóra menn • Björt framtíð nær inn manni • VG tapar sínum fulltrúa

 

Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Árborg er fallinn samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í sveitarfélaginu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 36,2% en var 50,1% í kosningunum 2010. Hann fær fjóra menn kjörna, tapar einum og þar með er hreinn meirihluti hans fallinn.

Framsóknarflokkurinn er með 17,6% fylgi og fengi tvo fulltrúa. Samfylkingin er með 17,1% fylgi og fengi einn. Björt framtíð, sem ekki hefur boðið fram áður, mælist með 11,8% fylgi og næði inn manni. Vinstri græn eru með 8% fylgi sem þýðir að flokkurinn tapar eina bæjarfulltrúa sínum.

Þegar könnunin var framkvæmd í síðustu viku ætluðu Píratar að bjóða fram. Fylgi þeirra mældist 8,7% sem gefur einn fulltrúa. Er könnuninni lauk kom í ljós að ekkert verður af framboðinu. Óljóst er hvert atkvæði þeirra leita. Sérfræðingar Félagsvísindastofnunar telja að þetta gæti þýtt að Samfylkingin fengi tvo fulltrúa.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 14. maí 2014

 

Bæjarstjórn Árborgar við upphaf kjörtímabilsins árið 2010. 
Ragnheiður Hergeirsdóttir og Elfa Dögg Þórðardóttir hættu í bæjarstjórninni.  
Inn komu Arna Ír Gunnarsdóttir og Kjartan Björnsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.05.2014 22:50

Framkvæmdagleðin við Stað

Siggeir Ingólfsson í fjörustiganum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Framkvæmdagleðin við Stað

 

Eins og greint hefur verið frá hér á Menningar-Stað er búið að byggja millipall og leggja vandaðan  og glæsilega  stiga niður í fjöru frá útsýnispallinum á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á  Eyrarbakka.

Nú skal gera enn meira:

Á dögunum var ruddur slóði í fjörunni frá stiganum við Stað og út að Eyrarbakkabryggju.

Á morgun, miðvikudaginn 14. maí 2014, verður keyrður sandur og settur í fjöruna við stigann og búin til stór og mikil sandströnd.

Framkvæmdir hefjast kl. 10:00 og eru allir hjartanlega velkomnir á útsýnispallinn til þess að verða vitni að þessari merkilegu framkvæmd sem mun vissulega gleðja börnin sem og fullorðna.  

Það eru vinir alþýðunnar á Eyrarbakka og víðar sem standa með Siggeiri Ingólfssyni að þessum mögnuðu framkvæmdum.

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.05.2014 06:36

Kosning til kirkjuþings stendur til 15. maí 2014

Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju.

Kristján er í framboði til kirkjuþings.

 

Kosning til kirkjuþings stendur til 15. maí 2014

 

 

Kosning til kirkjuþings hófst þann 1. maí.

Kosningin er rafræn og fer fram á http://kosning.kirkjan.is. Þar er einnig að finna nauðsynlegar leiðbeiningar.

Kjörfundur stendur yfir frá 1. til og með 15. maí 2014.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.05.2014 06:19

21. júní 2014 - Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka

 

21. júní 2014 - Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka

 

Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kringum Jónsmessuna ár hvert.

Fjölbreytt dagskrá í gangi, varðeldur, söngur og fl.

 

Nánari upplýsingar á www.arborg.is og www.eyrarbakki.is.

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

13.05.2014 05:31

Dægradvöl

Dægradvöl

 

Dægradvöl

 

„Ég er 64 þumlungar á hæð, vel vaxinn og kviklegur, en sjaldan held ég mönnum hafi greint meir á en um mig, hvort ég væri „laglegur“ eða „ólaglegur“. Sumir hafa fengið óbeit á mér, einungis af að sjá mig, en margir hafa getað fellt sig við mig þegar þeir kynntust mér betur …“

Dægradvöl Benedikts Gröndal er ein rómaðasta sjálfsævisaga íslenskra bókmennta og hefur nú verið endurútgefin í kilju. Hún er skrifuð á seinustu áratugum 19. aldar þegar höfundurinn var tekinn að reskjast og kom ekki út fyrr en löngu eftir hans dag.

Í bókinni birtist okkur þúsundþjalasmiður og skáld, viðkvæmur maður en hreinskiptinn, opinskár um líðan sína og hagi, oft fyndinn og fjörugur en stundum innilega fúll – ævinlega sjálfum sér líkur. Verkið hefur einnig að geyma margar frábærar mannlýsingar, bæði af ýmsum frægustu persónum aldarinnar og óþekktu alþýðufólki, og dregur upp einstaka mynd af íslensku samfélagi 19. aldar.

Umsjón með útgáfunni hafði Guðmundur Andri Thorsson.

 

„Skemmtilegasta og frumlegasta íslenska sjálfsævisagan. Litrík og kjarnyrt frásögn sem kemur manni í gott skap í hvert sinn sem maður les hana.“
Guðjón Friðriksson

 

„Dýrð ævisögunnar felst í hispursleysi Gröndals,játningum hans um fögnuð og fegurð lífs, ama hansog önuglyndi; víðáttu heimssýnar hins klassíska fjölfræðings,lifandi tungutaki nítjándu aldar sem hérer opin bók: sígilt rit um mann og samtíma hans.“
Páll Baldvin Baldvinsson

Höfundur: Benedikt Gröndal

 

Skráð af Menningar-Staður

12.05.2014 21:53

Menningararfur er markaðsvara - málþing

Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík.

 

Menningararfur er markaðsvara - málþing

 

Málþing Samtaka um söguferðajónustu verður haldið í Þjóðminjasafninu 16. maí næstkomandi kl. 13-16:30. Yfirskriftin er: "Menningararfur er markaðsvara".

Fyrr um mogruninn verður haldinn aðalfundur SSF kl. 10-12. Félögum í SSF fjölgar nú hratt þar sem ákveðið hefir verið samtökin muni nú ná til Íslandssögunnar allrar, - frá landnámi til okkar daga.

Dagskrá:

Skráð  af Menningar-Staður

12.05.2014 07:01

Góðir gestir á Stað

Landbúnaðarráðherra Íslands og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars, - Guðni Ágústsson- 

og Siggeir Ingólfsson yfir strandvörður og  Staðarhaldari á Stað.

 

Góðir gestir á Stað

 

Guðni Ágústsson, landnúnaðarráðherra Íslands og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars og fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðrráðherra ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hauksdóttur, litu við í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka fyrir helgi.

Heilsuðu þau m.a. upp á hrútinn Gorbachev frá Brúnastöðum og sem er eign Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi og er í vist á Stað hvar nýtur mikilla vinsælda meðal gesta og gangandi.

Stefnumótun var um framtíð hrútsins/forystusauðsins og líkur eru á að hann farí í nýja heiðursvist frá og með næstu fardögum í byrjun júní.

Meira um það síðar.

Menningar-Staður færði til myndar.

Nokkrar myndir hér:

Margrét Hauksdóttir, Guðni Ágústsson og Siggeir Ingólfsson.

.

Guðni Ágústsson og Siggeir Ingólfsson.

.

Siggeir Ingólfsson Þórainn Blöndal og Guðni Ágústsson.

.

Margrét Hauksdóttir, Guðni Ágústsson, Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.05.2014 06:31

Kosningaréttur erlendra ríkisborgara

Frá kosningu á Eryarbakka.
F.v.: Lýður Pálsson, Sigurborg Oddsdóttir, Siggeir Ingólfsson og María Gestsdóttir.

 

Kosningaréttur erlendra ríkisborgara

 

Á kjörskrá til sveitarstjórnarkosningana hinn 31. maí 2014 eiga að vera danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, hafa náð 18 ára aldri á kjördag, 31. maí 2014, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag.  

Þá eiga að vera á kjörskrá aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda fullnægi þeir að öðru leyti framangreindum skilyrðum.

Af www.kosningar.is

 

Skráð af Menningar-Staður

11.05.2014 23:24

Hinn heiti Eyrarbakki

Emil Hólm Frímannsson.

.

 

Hinn heiti Eyrarbakki

Margir eru þeir sem spá í veður dagsins og horfur til næstu daga.

Mörgum á Suðurlandi og víðar er ljóst að í veðurmenningu Eyrarbakka er staðurinn sá heitasti á öllu landinu í nokkra daga í sumarbyrjun ár hvert.

Hið sama er  þegar sumri hallar að þá á Eyrarbakki nokkra heitustau dagna á öllu landinu.Sá sem ber ábyrgða á því að skrá þessar staðreyndir um gæsku máttarvalda hér á Eyrarbakka er  Emil Hólm Frímannsson.

 

Menningar-Staður færði Emil til myndar á dögunum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

11.05.2014 22:04

MINNINGARTÓNLEIKAR UM SKÚLA HALLDÓRSSON 100 ára í Hannesarholti í Reykjavík 11. maí 2014

Hannesarholt að Grundarstíg 10 í Reykjaví. Á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs.

.

.

skúli halldórsson
Skúli Halldórsson.

 

MINNINGARTÓNLEIKAR UM SKÚLA HALLDÓRSSON 100 ára

í Hannesarholti í Reykjavík 11. maí 2014

 

Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá fæðingu Skúla Halldórssonar og af því tilefni voru haldnir um hann minningartónleikar í Hannesarholti að Grundarstíg 10 í Reykjavík í dag sunnudaginn 11. maí 2014

Skúli fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 28. apríl 1914. Hann var sonur Halldórs Stefánssonar læknis og Unnar Skúladóttur Thoroddsen. Skúli nam ungur píanóleik hjá móður sinni og seinna hjá ýmsum kennurum og lauk lokaprófi í tónsmíðum og píanóleik frá Tónlistarskóla Íslands. Hann starfaði hjá Strætisvögnum Reykjavíkur frá 1934-1985, lengst af sem skrifstofustjóri. Eftir hann liggja á annað hundrað verka fyrir einsöngvara, kóra, píanó og hljómsveit. Skúli lést þann 23. júlí 2004.

Á tónleikunum fluttu verk Skúla Halldórssonar þau; Ágúst Ólafsson baritón, Eva Þyrí Hilmarsdóttir píanóleikari og Áshildur Haraldsdóttir þverflautuleikari. Kynnir var Halldór Gylfason.

Húsfyllir var í Hannesarholti á frábærum tónleikum sem lauk með því að allir stóðu upp og sunga Smaladrenginn eftir Skúla Halldórsson við ljóð Steingríms Thorsteinssonar.

Smaladrengurinn og Smalastúlkan eftir Skúla Halldórsson eru fallegustu Hrútavinasöngvar sem vér eigum.

Þegar Skúla Halldórsson varð 80 ára þann 28. apríl 1994 hélt Önfirðingafélagið í Reykjavík honum veglaga afmælistónleika í Íslensku óperunni í Reykjavík.

Í myndalbúmi sem komið er hér á menningar-Stað eru 7 myndir frá tónleikunum í dag og 3 frá tónleikunum 1994.
Þar má sjá nokkra sem voru á tónleikunum 1994 og einnig í dag; svo sem kynninn Halldór Gylfason og Jón Sæmund Sigurjónsson.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/261131/


Nokkrar myndir frá Hannesarholti í dag:

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður