Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Maí

11.05.2014 13:11

Mæðradagsvísa Kristjáns Runólfssonar

Góðan dag.
.
Kristján Runólfsson í Skálholtsdómkirkju.Mæðradagsvísa Kristjáns Rúnólfssonar

 

Góðan dag.

Til hamingju með daginn mæður Íslands.


Mæðradaginn mun ég enn,
mæra nú að vonum,
eiga lífið allir menn,

undir slíkum konum.

Kristján Runólfsson


Skráð af Menningar-Staður

11.05.2014 07:08

11. maí 2014 - Mæðradagurinn

Eyrarbakkamóðir. Guðbjört Einarsdóttir með ræturnar að Dynjanda í Leirufirði.
.

 

 

11. maí 2014 - Mæðradagurinn

 

Mæðradagurinn er í dag.

Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum.

 

 Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn.

 

Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum.

 

.

.

 

Skráða f Menningar-Staður

11.05.2014 06:17

KK í kvöldmessu í Selfosskirkju í kvöld - 11. maí 2014

Kristján Kristjánsson - KK

 

 

KK í kvöldmessu í Selfosskirkju í kvöld - 11. maí 2014

 

Hinn kunni tónlistarmaður, Kristján Kristjánsson, eða KK eins og hann er oftast nefndur, kemur fram í síðustu kvöldmessu vetrarins í Selfosskirkju í kvöld,  sunnudagskvöldið 11. maí 2014 kl. 20. 

Prestar verða sr. Ninna Sif og sr. Óskar.

Í kvöldmessunni verður áhersla lögð á létta og notalega stemningu þar sem ljúfir tónar eru fluttir innan um ritningarorð, hugvekju og bæn.

KK mun flytja brot af sínum bestu lögum á sinn einlæga og elskulega hátt.

Að venju eru allir hjartanlega velkomnir.

Afwww.dfs.is


 

Frá kvöldmessu í Selfosskirkju í vetur:
 

.

.

Sönghópurinn Veirurnar.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

11.05.2014 06:10

Píratar bjóða ekki fram í Árborg


Frá Eyrarbakka í Árborg.Píratar bjóða ekki fram í Árborg

 

Ekkert verður af fyrirhuguðu framboði Pírata í Sveitarfélaginu Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út í dag.

Píratar höfðu boðað framboð og málefnavinna var farin af stað en aðildarfélag Pírata í Árborg var stofnað í mars síðastliðnum þar sem kosin var bráðabirgðastjórn. 

Gísli Eleseus Ragnarsson Moore, einn þeirra sem stóð að framboðinu sagði í samtali við sunnlenska.is að Píratahópurinn hafi verið of fámennur og grasrótarstarfið hafi aldrei komist á flug og því hafi ekki verið grundvöllur fyrir framboði Pírata að þessu sinni.

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

10.05.2014 23:03

Andlitslyfting á Gunnarshúsi

Ingólfur Hjálmarsson að störfum við Gunnarshús á Eyrarbakka.

.

 

Andlitslyfting á Gunnarshúsi

 

Málarameistarinn á Eyrarbakka, Ingólfur Hjálmarsson, hefur síðustu daga unnið að málningu á Gunnarshúsi við Búðarstíg á Eyrarbakka.


Hann hefur málað hliðar hússins í sínum gamla og góða rauða lit. Gluggarnir verða ekki málaðir nú því setja á nýja glugga í húsið á næstunni.

Veruleg andlistlyfting er af þessari framkvæmd á hinu glæsilega húsi sem er bæjarprýði vel til haft.

Menningar-Staður færði til myndar:


Gunnarshús við Búðarstíg á Eyrarbakka.

. 

Skráð af Menningar-Staður.

10.05.2014 07:10

Bjarni Jóhannsson - Fæddur 16. desember 1922 - Dáinn 2. maí 2014 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Bjarni Jóhannsson.

 

Bjarni Jóhannsson - Fæddur 16. desember 1922

Dáinn 2. maí 2014 - Minning

 

Bjarni Jóhannson, skipstjóri og útgerðarmaður, fæddist á Eyrarbakka 16. desember 1922. Hann andaðist á Landspítalanum 2. maí 2014.

Bjarni var sonur hjónanna Þórdísar Gunnarsdóttur húsfreyju, f. 5. júlí 1897, d. 30. desember 1978, og Jóhanns Elí Bjarnasonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Eyrarbakka, f. 20. mars 1890, d. 23. desember 1951. Bjarni var elstur fjögurra systkina, þau eru Ingibjörg, fædd 1924, Jóhann, fæddur 1927, og Katrín, fædd 1934.

Eiginkona Bjarna var Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 31. janúar 1926 á Búðum í Fáskrúðsfirði, d. 23. október 2010. Þau giftu sig hinn 30. desember 1967. Guðrún átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi, Sigurborgu, f. 1949 og Sigríði, f. 1955 Garðarsdætur.

Sigurborg giftist Ásgeiri Inga Eyjólfssyni árið 1974 þeirra börn eru: Guðrún, f. 1971, kennari, maki Torbjörn Stöle, þeirra börn eru Bjarki, Ingimar og Agnes. Eyjólfur Ingi, f 1974, verkfræðingur og lektor við HR, maki Lilja Gunnarsdóttir, þeirra börn eru Logi og Eyrún Eva. Sigrún, f. 1979, læknir, maki Kjartan Orri Jónsson. Sigríður giftist Tyrfingi Halldórssyni árið 1984, þeirra börn eru: Júlíana, f. 1981, leikskólastjóri, maki Aram Saeed. Garðar, f. 1984, byggingatæknifræðingur, Halldór, f. 1990, leikskólaliði.

Bjarni stundaði sjómennsku frá unga aldri, fyrst með föður sínum og síðar á ýmsum bátum. Hann tók hið meira fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1951. Bjarni og bróðir hans Jóhann keyptu saman sinn fyrsta bát árið 1953 og í framhaldi af því stofnuðu þeir útgerðarfyrirtækið Fiskiver á Eyrarbakka árið 1964, sem þeir áttu saman fram til ársins 1999. Fiskiver rak m.a. tvo báta og var um tíma með 20-30 manns í vinnu. Bjarni vann að mestu sem skipstjóri á bátum fyrirtækisins, síðustu starfsárin vann hann þó í landi.

Síðustu æviárin bjuggu Bjarni og Guðrún á Dvalarheimilinu Sólvöllum, og áttu þau þar ánægjulegan tíma saman. Guðrún lést árið 2010, 84 ára að aldri.

Bjarni verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag, 10. maí 2014, og hefst athöfnin kl. 13.

__________________________________________________________________________

Minnigarorð Katrínar Jóhannsdóttur

Við andlát og útför bróður míns, Bjarna Jóhannssonar, skipstjóra og útgerðarmanns, leitar hugurinn til æskuáranna í Einarshöfn á Eyrarbakka. Þar stofnuðu foreldrar okkar heimili sitt og bjuggu öll sín hjúskaparár. Öll erum við systkinin fjögur fædd í Einarshöfn og ólumst þar upp hjá ástríkum og góðum foreldrum. Nærumhverfið einkenndist af miklum samgangi innan móðurfjölskyldunnar á Eyrarbakka.

Bjarni ólst upp við leik og störf á Eyrarbakka eins og þá tíðkaðist. Þar bjó hann allan sinn aldur og vildi hvergi annars staðar vera. Hann var í Héraðsskólanum á Laugarvatni og seinna í Sjómannaskólanum í Reykjavík til að afla sér skipstjórnarréttinda. Sem ungur maður var hann í Bretavinnunni í Kaldaðarnesi og á síld á Siglufirði.

Bjarni var mjög handgenginn pabba okkar og vildi helst alltaf vera í návist hans. Hann byrjaði ungur að róa með honum og sjórinn átti hug hans allan. Það kom því af sjálfu sér þegar faðir okkar veiktist að Bjarni tæki við og héldi áfram starfinu.

Bjarni naut sín best úti í náttúrunni. Hann þekkti nöfn allra fuglategunda. Hann varði kríuvarpið fyrir norðan húsið sitt með kjafti og klóm þegar minkurinn kom og gerði usla. Hann þekkti allan fjallahringinn og hann spáði fyrir um veður með því að lesa í skýin en það hafði pabbi okkar kennt honum. Hann hafði gaman af öllum veiðiskap og seinni ár var það laxveiði.

Bjarni var góður maður en það vita allir sem þekktu hann að hann var með sterkar skoðanir og stífur á meiningunni en með öðlingshjarta. Hann var hamhleypa til allra verka, sterkbyggður. Hann var mikil barnagæla og börn hændust að honum.

Bróðir minn bar ekki tilfinningar sínar á torg og sýndi frekar umhyggju sína í verki. Hann hafði það til siðs að senda mér reglubundið Mackintosh-dunk – eins og hann kallaði það svo barnabörnin mín kæmu ekki að tómum kofunum hjá mér.

Síðustu árin dvaldi Bjarni á Sólvöllum á Eyrarbakka og naut þar samveru og félagsskapar við Imbu systur okkar. Þar leið honum vel og var ánægður með veru sína þar.

Nú er komið að kveðjustund og vil ég þakka Bjarna bróður mínum samfylgdina og biðja Guð að blessa minningu hans.

Ég sendi þér kæra kveðju,

nú komin er lífsins nótt.

Þig umvefji blessun og bænir,

ég bið að þú sofir rótt.

Þó svíði sorg mitt hjarta

þá sælt er að vita af því

þú laus ert úr veikinda viðjum

þín veröld er björt á ný.

 

Ég þakka þau ár sem ég átti,

þá auðnu að hafa þig hér.

Og það er svo margs að minnast,

svo margt sem um hug minn fer.

Þó þú sért horfinn úr heimi,

ég hitti þig ekki um hríð.

Þín minning er ljós sem lifir,

og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sig.)

 

Katrín Jóhannsdóttir

og fjölskylda.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 10. maí 2014

 

Skráð af Menningar-Staður

10.05.2014 06:42

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

 

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda
 

Í vetur  skráði BES sig í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og tóku nemendur í 5. 6. og 7. bekk þátt í verkefninu. Hingað kom öflugur fyrirlesari sem fæddi starfsmenn um keppnina og nýsköpunarkennslu og kveikti mikinn áhuga á verkefninu.  Ragnar Gestsson, smíðakennari hafði umsjón með verkefninu og undir hans stjórn skiluðu nemendur inn yfir 100 hugmyndum í keppnina.

1800 keppendur skráðu sig inn í keppnina af öllu landiun og voru síðan 45 nemendur  valdir til sækja vinnusmiðju í Háskólanum í Reykjavík dagan 22. – 23. maí nk. og fullvinna sínar hugmyndir.

Af þeim 45 nemendum sem komust í úrslit var einn frá BES! Það var Bjartþór Freyr Böðvarsson, nemadi í 7. bekk sem að hreppti eitt sæti í keppninni og óskum við honum hjartanlega til hamingu með það. Hann mun nú mæta í vinnusmiðjur í HR og fullvinna hugmynd sína.

Úrslit verða kynnt í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 25. maí í lokahófi keppninnar. Þás er það einnig ljóst að Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri hreppti Farandbikar NKG í flokki smærri skóla. Farandbikarinn fer til þess skóla sem sendir hlutfallslega inn flestar hugmyndir miðað við höfðatölu nemenda í 5,. 6,. og 7. bekk skólans.

Bikarinn verður afhentur í lokahófi NKG, sunnudaginn 25. maí kl. 1500 í Háskólanum í Reykjavík.

Erum við mjög ánægð með þetta og verður þetta hvati til áframhaldandi þátttöku í þessu verkefni.

Af www.barnaskolinn.is


Skráð af Menningar-Staður

10.05.2014 06:26

Stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands

F.v,; Gunnar Þorgeirsson formaður SASS, Bjarni Benediksson fjármálaráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

 

Stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands

 

Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og  Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga,  undirrituðu í gær, 9. maí 2014,  yfirlýsingu um stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

 

Bæjarstjórn Árborgar skoraði í lok síðasta árs á Alþingi að halda áfram með viðbyggingu við verknámshúsið Hamar við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Í bókun bæjarstjórnar kom fram að mikil þörf sé á aukinni verkmenntun eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

„Sveitarfélögin hafa þegar lagt til fjármuni til byggingar hússins og hafa vænst mótframlags ríkisins. Bæjarstjórn Árborgar krefst þess að stjórnvöld haldi áfram með verkefnið.“ 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.05.2014 21:26

Af Eyrbekkingum í höfuðborginni


Eyrbekkingarnir sem starfa í Vodafone.
F.v.: Hannes, Víðir, Ingimar og Kristján.

 

Af Eyrbekkingum í höfuðborginni

 

Menningar-Staður var í dag, föstudaginn 9. maí 2014, á ferð í Reykjavík höfuðborg Íslands.

Komið var m.a. við í Vodfone og heilsað upp á Eyrbekkinga  sem þar starfa.

Menningar-Staður hitti þar bræðurna Ingimar, Kristján og Hannes Finnssyni og einnig Eyrarbakka Vestfirðinginn Víði Björnsson.

Þá var staddur versluninni Eyrbekkingurinn Guðmundur Sigursteinn Jónsson.Brugðið var á smá leik í tilefni Evrópudagsins sem er í dag enda var Eyrarbakki gluggi Íslands til alheimsins um aldir. Eins og flestum er kunnugt var Eyrarbakki um langan aldur höfuðstaður Suðurlands og þar var miðstöð verslunar og viðskipta frá miðöldum og fram á 20. öld.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

F.v.: Guðmundur, Ingimar, Hannes, Víðir og Kristján.

.

Víðir.

 

Skráð af Menningar-Staður

09.05.2014 16:42

Evrópudagurinn 9. maí

Robert Schuman

Evrópudagurinn 9. maí

9. maí árið 1950 lagði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, grunninn að stofnun sambands Evrópuríkja sem síðar fékk nafnið Evrópusambandið.

9. maí 2014 markar því 64 ára afmæli hinnar svokölluðu Schuman yfirlýsingar og um leið 64 ára afmæli ESB.

Aðeins 5 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar lagði Schuman til að sett yrði á fót yfirþjóðleg evrópsk stofnun. Hann kallaði eftir sáttum og samstarfi ríkja sem nánast höfðu tortímt hvert öðru. Það krafðist hugrekkis að láta sér detta þetta í hug, hvað þá framkvæma það.


Það er af þessu tilefni sem 9. maí er haldinn hátíðlegur um alla Evrópu, þar á meðal hér á landi en Evrópustofa stendur fyrir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 9. maí kl. 20:00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Aðgangur er ókeypis en en hægt er að tryggja sér miða á www.harpa.is eða í síma 528 5050.

Nánari upplsýingar um tónleikana er að finna hér.Við Túngötuna á Eyrarbakka var flaggað Evrópufánanum í tilefni dagsins.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður