Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 06:49

Safn um ís­lenskt for­ystu­fé er eitt sinn­ar teg­und­ar

Daní­el Pét­ur Han­sen ásamt Al­dísi Gunn­ars­dótt­ur, sum­ar­starfs­manni set­urs­ins og Bryn­hildi Óla­dótt­ur sókn­ar­presti við opn­un safns­ins. mbl.is/?Lín­ey Sig­urðardótt­ir.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Forystufé.

Á jarðhæð hússins er sýningarsalurinn. Annar sauðurinn er frá Ytra-Álandi í Þistilfirði en hinn er frá Brúnastöðum í Flóa (il hægri á myndinni) er gjöf frá Hrútavinafélaginum Örvari á Suðurlandi.

 

Safn um ís­lenskt for­ystu­fé er eitt sinn­ar teg­und­ar

• Fræðasetur um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði

 

Fræðasetur um forystufé var opnað á laugardaginn 28. júní 2014 í gamla samkomuhúsinu á Svalbarði í Þistilfirði eftir fjögurra ára undirbúning. Margt góðra gesta var á svæðinu, velunnarar og áhugafólk, og veðrið skartaði sínu fegursta.

Hugmyndina að setrinu fékk Daníel Pétur Hansen, skólastjóri Svalbarðsskóla, árið 2010 og er hann aðalhvatamaður að stofnun þess, en safnið er það eina sinnar tegundar í heiminum. Strax var ákveðið að vanda til verks og hafa allt fyrsta flokks frá byrjun, enda er íslenskt forystufé einstakt í heiminum og á aðeins skilið það besta. Vanir hönnuðir voru fengnir í verkið, þeir Þórarinn Blöndal og Finnur Arnar Arnarsson, en þeir komu með frumhugmynd að uppbyggingu setursins og unnu síðan út frá henni í samráði við Daníel.

Gamla samkomuhúsið var áður miðstöð menningarlífs íbúa Þistilfjarðar og sómir sér því vel sem umgjörð um forystufé, en Svalbarðshreppur gaf Fræðasetrinu húsið undir starfsemina. Á jarðhæð hússins er sýningarsalurinn með ýmsum fróðleik og uppstoppuðu forystufé og einnig gallerí með íslensku handverki, sem allt tengist íslensku forystufé á einhvern hátt, hvort sem er úr ull, beini, hornum eða silfri. Ullarvörurnar eru eingöngu úr ull af forystufé enda er forystukindin með sérstaklega mjúka og hlýja ull.

Í kjallaranum er lítið kaffihús sem nefnt var Sillukaffi. Nafnið er táknrænt fyrir konur fyrri kynslóða í sveitinni, en það vísar til Sigríðar heitinnar frá Gunnarsstöðum sem ávallt var kölluð Silla. Kaffihúsið verður opið í allt sumar og á boðstólum er sérbakað meðlæti og sérblandað forystukaffi sem kallað er Ærblanda.

 

Ratvísar og greindar

Ætlunin er að safna með tímanum ýmsu efni bæði um Þistilfirðinga og eftir þá og hafa í kaffihúsinu, s.s. bækur og slíkt. Sýning á vatnslitamyndum Ástþórs Jóhannssonar verður í Fræðasetrinu í sumar og búið er að panta sýningarpláss næstu tvö árin. Verk Ólafar Nordal verða til sýnis næsta sumar og sumarið 2016 mun Þórarinn Blöndal vera þar með sýningu, allt verður það tengt forystufé.

Íslenskt forystufé er einstakt og á ekki sinn líka í heiminum. Í kynningu Fræðasetursins segir að fjöldi forystukinda í heiminum sé um 1.400 og allar eigi þær uppruna sinn í Norður-Þingeyjarsýslu. Eiginleikar forystukinda eru einstakir; þær eru ratvísar, áræðnar og greindar og leiða fjárhópinn og forða honum frá hættum. Þær eru veðurglöggar, en sá eiginleiki var einkum mikils virði fyrr á öldum þegar vetrarbeit var nauðsynleg og beitt út á Guð og gaddinn en engar voru veðurspárnar. Áhugi bænda á að fjölga hreinræktuðu forystufé hefur aukist á síðustu árum, en í byggðarlaginu er að finna forystufé á flestum bæjum.

Mikil vinna hefur verið að koma safninu upp, sagði Daníel Hansen, en margir hafa lagt verkefninu lið bæði með styrkjum og vinnuframlagi. Afraksturinn er vandað og afar sérstakt safn sem eflaust á eftir að draga til sín marga gesti. Framtíðardraumurinn er að safna öllu efni og fróðleik sem finnst um íslenskt forystufé, sagði forstöðumaðurinn Daníel Hansen í lok vel heppnaðs dags á Fræðasetrinu.

Morgunblaðið mánudagurinn 30. júní 2014

Gorbi Hrútavinafélagsins Örvars er á Forystufjársetrinu. Hér er mynd frá kveðjustrundinni á Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Þórarinn Blöndal, Björn Ingi Bjarnason, Siggeir Ingólfsson og Rúnar Eiríksson.

.

.


Skráð af Menningar-Staður

28.06.2014 21:06

Kiriyama Family skallar topp Vinsældalistans

Kiriyama Family á sviðinu í Menningarsalnum á Hótel Selfossi í haust.

F.v.: Víðir Björnsson, Eyrarbakka, Bjarni Ævar Árnason, Selfossi, Bassi Ólfsson, Selfossi, Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, Stokkseyri,  Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri og  Guðmundur Geir Jónsson, Selfossi,

 

Kiriyama Family skallar topp Vinsældalistans

 

Íslenska reggísveitin Amaba Dama heldur toppsæti Vinsældalista Rásar 2 með lagið „Hossa Hossa“, í öðru sætinu er lagið „Apart“ með Kiriyama Family og í því þriðja er sveitin Buff með lagið „Nótt allra nótta“.

Hvati kynnir 30 vinsælustu lög Rásar 2 síðdegis á laugardögum og aftur á sunnudagskvöldum. Vinsældalisti Rásar 2 er einnig í Hlaðvarpi RÚVog þú getur tekið þátt í vali listans.

Vinsældalisti Rásar 2 | Vika 26 | 21. - 28. júní 2014
Frumfluttur lau. kl. 16-18 | Endurfluttur sun. kl. 22-24
Samantekt lista: Matthías Már Magnússon
Umsjón og framleiðsla: Sighvatur Jónsson / Sigva Media

 

VÁL. SV. NR. FLYTJANDI LAG
3 1 1 AMABA DAMA Hossa Hossa
3 3 2 KIRIYAMA FAMILY Apart
6 15 3 BUFF Nótt allra nótta
4 14 4 KLASSART Flugmiði aðra leið
5 2 5 JÚNÍUS MEYVANT Color Decay
7 6 6 THE COMMON LINNETS Calm After The Storm
6 7 7 HJÁLMAR Lof
5 11 8 BAGGALÚTUR Inni í eyjum
5 10 9 FIRST AID KIT My Silver Lining
7 4 10 MONO TOWN Two Bullets
1 Nýtt 11 LÁRA RÚNARS Svefngengill
4 9 12 MADE IN SVEITIN Höldum áfram
4 5 13 LEAVES Parade
1 Nýtt 14 GUS GUS Obnoxiously sexual
7 8 15 HELGI BJÖRNS & REIÐMENN VINDANNA Viltu dansa?
4 Aftur 16 COLDPLAY A Sky Full Of Stars
10 13 17 LYKKE LI No Rest For The Wicked
1 Nýtt 18 VALGEIR GUÐJÓNSSON Bréf til Láru
8 27 19 OJBA RASTA Þyngra en tárum taki
2 16 20 ED SHEERAN Sing
3 22 21 HELGI VALUR Ég elska þig ennþá
5 12 22 BASIM Cliche Love Song
12 Aftur 23 EYÞÓR INGI & ATOMSKÁLDIN Vaka
1 Nýtt 24 RÚNAR ÞÓRISSON Af stað
2 23 25 SIGRÚN STELLA 24
1 Nýtt 26 HAUKUR HEIÐAR & HELGI JÚLÍUS Is It Time?
1 Nýtt 27 PAOLO NUTINI Let Me Down Easy
1 Nýtt 28 MORRISSEY Istanbul
6 19 29 DIMMA Ljósbrá
1 Nýtt 30 BRYNHILDUR ODDSDÓTTIR Óumflýjanlegt
         

 

Af www.ruv.is

Skráð af Menningar-Staður

28.06.2014 06:05

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Húsið á Eyrarbakka

Bókin um Húsið

 

Nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Húsið á Eyrarbakka

Út er komin bókin Húsið á Eyrarbakka eftir Lýð Pálsson, safnstjóra Byggðarsafns Árnesinga. Í bókinni er saga Hússins rakin á skemmtilegan og lifandi hátt enda er tvímælalaust um eitt merkilegasta safn landsins að ræða.

Eyrarbakki á sér merkilega sögu að baki en hér hafði danska verslunin svokallaða aðsetur allt fram á 20. öld. Bjuggu þá faktorarnir svokölluðu í Húsinu með fjölskyldu sinni og nutu þeir mikillar virðingar og vinsældar á Suðurlandi.

Því miður voru verslunarhúsin, sem stóðu við hafið, rifin á sjötta áratug seinustu aldar og er óhætt að segja að það sé eitt mesta menningarslys landsins í seinni tíð. En, Húsið stendur enn föstum grunni enda mikið prýði í þorpinu.

Bókin um Húsið fæst í safninu sem er opið frá 11-18 alla daga í sumar.

Lýður Pálsson að gefa Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur í Bakkastofu á Eyrarbakka  eintak af nýju bókinni.

Skráð af Menningar-Staður

 

28.06.2014 05:44

Hugleiðingar og hughreystingar

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Hugleiðingar og hughreystingar

• Lítið ljós nefnist nýútkominn kærleiksdiskur Labba

 

„Þessa plötu tileinka ég dótturdóttur minni, Jónu Isis Oliviu, en hún lifði aðeins einn dag. Hún fæddist í London 25. mars 1999 en var jarðsett hér heima. Lagið samdi ég í minningu hennar,“ segir Ólafur Þórarinsson, betur þekktur sem Labbi, í bæklingi sem fylgir nýútkomnum kærleiksdiski hans, Lítið ljós, í texta við fyrsta lag disksins sem diskurinn dregur nafn sitt af. Á diskinum, sem gefinn er út af Zonet, má finna fjölda minningarlaga sem fólk hefur beðið Labba að semja um látna ættingja og vini og lög sem hann hefur samið til minningar um eigin ástvini, auk annarra laga, m.a. lag við bænina Faðir vor.

Labbi segist með diskinum vilja efla kærleik hjá fólki. „Þegar maður setur sig inn í þessi mál sem lögin fjalla um verður kærleikurinn ríkari hjá manni og maður fer að hugsa meira til annarra, þeirra sem hafa misst og þurfa á stuðningi að halda,“ segir hann.

Lögin á diskinum spanna langt tímabil, yfir tuttugu ár eru liðin frá því Labbi samdi það elsta, „Engin orð“, til minningar um fjögur ungmenni sem létust í bílslysi 16. september 1988. Slysið varð skammt frá félagsheimilinu Árnesi þar sem Labbi var að leika fyrir dansi með hljómsveit sinni Karma. Lagið kom út á plötu Labba, Leikur að vonum, árið 1999. „Það var einn aðstandandi þar sem bað mig eftir þetta atvik að semja lag og það var fyrsta kveikjan að þessu. Svo urðu nokkur fleiri slík tilfelli, bæði að ég væri beðinn um að semja lög og eins lög sem urðu til þegar ég sá að þetta gaf fólki talsvert, að maður sinnti þessum málum,“ segir Labbi.

-Spurðist það þá út að þú semdir minningarlög?

„Ég gaf þetta lag nú út á diski fljótlega og það fékk hljómgrunn. En ég veit svo sem ekki hvort það er endilega út frá því eða einhverju öðru sem fólk biður mig um þetta, ég átta mig ekki alveg á því.“

 

Ákaflega krefjandi

-Hvernig er að semja tónlist út frá slíkum sorgarviðburði, andláti?

„Það er ákaflega krefjandi því maður dansar svolítið á línunni. Ég reyni að persónugera textana ekki, þannig að það geta raunverulega allir hlustað á þetta sem tónlist líka. Þetta eru meira hugleiðingar og hughreystingar, maður reynir að sjá ljósglætu í sorginni. Þetta er mjög gefandi ef það heppnast vel og kannski ekki svo ósvipað öðrum lagasmíðum en talsvert viðkvæmara og hjartnæmara verkefni, það verður að segjast eins og er,“ segir Labbi.

-Er eitthvert lag á diskinum sem var erfiðara að semja en önnur?

„Nei, ég get nú ekki sagt það. Ég er lengi að semja svona lög, dálítið lengi með þau í meðhöndlun og yfirfer lög og texta endalaust. En það má geta þess að það er eitt lag eftir móður mína, ekki minningarlag heldur lag sem hún samdi við gamalt ljóð, „Vöggubarnsins mál“, sem var einna erfiðast í útsetningu. Ég útsetti lögin öll sjálfur fyrir strengjasveitir, kóra og allt saman. Það er mjög einfalt lag en það var mjög erfitt að láta einfaldleikann halda sér í því. Ég kunni bara laglínuna þannig að það var einna mesti höfuðverkurinn, útsetningin á því. Ég tók ansi langan tíma í þetta og það liggur gríðarleg vinna að baki plötunni,“ segir Labbi.

„Ég átti grunn að lögunum sem ég hafði búið til hverju sinni, þegar viðkomandi bað mig að semja þau, þannig að að því leyti til spannar þetta 20 ár en svo er svona tveggja ára ferli frá því að ég dembdi mér í að klára lögin og endurspila megnið af þeim, syngja og svoleiðis,“ segir Labbi, spurður út í hversu langt ferli búi að baki plötunni sem tekin var upp í hljóðveri Labba og sonar hans Bassa, Tónverki á Selfossi. Bassi er einn fjölda tónlistarmanna sem leika á plötunni og um söng sjá, auk Labba, dóttir hans Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Gissur Páll Gissurarson og fjöldi bakraddasöngvara.

Spurður að því hvort útgáfutónleikar verði haldnir á næstunni segir Labbi að hann stefni að því að halda kærleikstónleika í Selfosskirkju í haust.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Labbi - Ólafur Þórarinsson.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 28. júní 2014
 

Skráð af Menningar-Staður

27.06.2014 20:29

Kiriyama Family í Stúdíói 12 á RUV

Kiriyama Family og ungir frændur.
 

Kiriyama Family í Stúdíói 12 á RUV
 
 

Hljómsveitin Kiriyama Family var gestur Popplands í dag, föstudaginn 27. júní, og tók hún nokkur lög í beinni útsendingu úr Stúdíói 12.

Kiriyama Family var stofnuð árið 2008 og í dag skipa hana Karl Magnús Bjarnason, Víðir Björnsson, Guðmundur Geir Jónsson, Bassi Ólafsson, Bjarni Ævar Árnason og Hulda Kristín Kolbrúnardóttir en sú síðastnefnda gekk nýlega til liðs við sveitina.

Kiriyama sendi frá sér sína fyrstu plötu árið 2012 og var henni virkilega vel tekið. Sveitin treður upp á tónleikum á Húrra í miðbæ Reykjavíkur í kvöld eftir langt hlé frá tónleikahaldi, en þar mun hún m.a. bjóða upp á glæný lög af væntanlegri plötu.

Kiriyama Family var í stuði í Stúdíói 12 á Rás 2 og tók lögin sín Weekends, af fyrstu plötunni, Anywhere But Here sem er nýtt lag, og síðan Police slagarann Spirit in the Material World, í beinni útsendingu. 

Heyra má lögin  á þessari slóð:
http://www.ruv.is/afthreying/kiriyama-family-i-studioi-12-0

Af www.ruv.is

 

Hér skráð af Menningar-Staður

27.06.2014 12:09

Kiriyama Family treður upp eftir langa hvíld

 

Kiriyama Family treður upp eftir langa hvíld

 

Hljómsveitin Kiriyama Family ætlar að troða upp á tónleikum á Húrra í miðbæ Reykjavíkur í kvöld, föstudagskvöldið 27. júní eftir langa hvíld frá tónleikahaldi.

Sveitin kynnir þar til leiks nýja söngkonu, en það er Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, sem meðal annars hefur getið sér gott orð sem söngkona hljómsveitarinnar Aragrúa.

Í bland við gömlu góðu lögin verður boðið upp á glæný lög af væntanlegri plötu sem kemur út í haust.

Einnig koma fram hljómsveitirnar Young Karen (Highlands) og Mixophrygian en tónleikarnar hefjast klukkan 22:00.

Aðgöngumiði á tónleikana kostar 1.000 kr.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.06.2014 06:51

Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

 

Sveitarfélagið Árborg vinnur nú að jarðvegsframkvæmdum og yfirborðsfrágangi á aðkomusvæði Barnaskólans á Eyrarbakka. Í framhaldi af útboði var samið við lægstbjóðanda Evu Björk Kristjánsdóttur um verkið. Tilboðsfjárhæð er 19.999.825,-  Verkið felst í m.a. jarðvegsskiptum, jöfnun yfirborðs og lóðarlögun, hellulögn á snjóbræðslu og lagningu malbiks. Einnig er um að ræða þökulagningu á grasi, gróðursetningu ýmissa runna og trjáa, uppsetningu á ljósastaurum ofl. Heildarsvæði útboðsverksins er um 2.680m². Framkvæmdinni verður lokið fyrir 1. september 2014.

Í sumar verður gatan Háeyrarvellir (sem liggur framan við barnaskólann) malbikuð og unnið verður að yfirborðsfrágangi og klæðningu á Merkisteinsvöllum og Hraunteig.

Sjá teikningu

 

.

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

27.06.2014 06:15

Ásta framkvæmdastjóri Árborgar næstu fjögur árin

alt

Ásta Stefánsdóttitr.Ásta framkvæmdastjóri Árborgar næstu fjögur árin

 

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 18. júní sl. var samþykkt með 5 atkvæðum Sjálfstæðismanna að ráða Ástu Stefánsdóttur sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins kjörtímabilið 2014–2018. Bæjarráði var falið að ganga frá ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra

 

Á fundinum lagði Helgi S. Haraldsson, B-lista, fram eftirfarandi fyrirspurn: 
Hyggst bæjarfulltrúi, Ásta Stefánsdóttir, þiggja tvöföld laun hjá sveitarfélaginu, bæði sem bæjarfulltrúi og sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins?

Ásta svaraði fyrirspurninni eftirfarandi þegar Dagskráin leitaði svars: 
"Samkvæmt 32. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er sveitarstjórn skylt að ákveða sveitarstjórnarmönnum hæfilega þóknun fyrir störf þeirra og samkvæmt sama ákvæði má sveitarstjórnarmaður ekki afsala sér greiðslum sem honum eru ákveðnar á grundvelli þessarar greinar. Samskonar ákvæði er í samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar. Venjan hefur verið sú að bæjarfulltrúar sem einnig hafa verið ráðnir til starfa hjá sveitarfélaginu hafa þegið þóknun fyrir bæjarfulltrúastarfið, einnig í tíð eldri laga sem ekki höfðu að geyma jafn fortakslaust ákvæði. Ég mun því þiggja þóknun fyrir störf mín sem bæjarfulltrúi. Sveitarfélagið mun því greiða níu bæjarfulltrúum þóknun fyrir sín störf, líkt og verið hefur. Líkt og með aðra kjörna fulltrúa þá gegni ég ákveðnum skyldum bæði gagnvart stjórnsýslu sveitarfélagsins og gagnvart kjósendum. Ég á von á því að fljótlega verði gengið frá ráðningarsamningi við mig þar sem ákveðin verða laun fyrir framkvæmdastjórastarfið."

Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lögu fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð ítreka þá skoðun sína að starfsheiti æðsta embættismanns sveitarfélagsins eigi að vera bæjarstjóri en ekki framkvæmdastjóri eins og tíðkast í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af sambærilegri stærð. Það verður að teljast afar athyglisvert í ljósi þess að meirihluti þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem leggja þessa tillögu fram nú, fannst ástæða til þess á fyrsta fundi síðasta kjörtímabils að leggja til breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins [með] eftirfarandi tillögu: „Lagt er til að 64. grein hljóði svo:  Bæjarstjórn ræður framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ekki er heimilt að ráða starfandi bæjarfulltrúa í starf framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Gera skal skriflegan ráðningarsamning við hann þar sem m.a. skal kveðið á um ráðningartíma, kaup og kjör. Ráðningartími skal staðfestur af bæjarráði“. Þessi tillaga var lögð fram fyrir sléttum fjórum árum af bæjarfulltrúum D- lista þeim Eyþóri Arnalds, Gunnari Egilssyni, Ara Thorarensen, Söndru Dís Hafþórsdóttur og Elfu Dögg Þórðardóttur. Það er því augljóst að afstaða meirihluta þeirra sem leggja nú til að starfandi bæjarfulltrúi verði ráðinn í starf framkvæmdastjóra hefur farið í heilan hring á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Undirrituð sitja hjá við afgreiðslu tillögunnar. 

 

Af www.dfs.is

 

D-listinn í Sveitarfélaginu Árborg vann glæsilegan sigur í kosningunum þann 31. maí 2014 og snéri við öllum skoðanakönnunum. Í þakkarávarpi til kjósenda er boðað að vinna áfram að bættum hag allra íbúa.

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2014 16:21

26. júní 2014 - Afmælisdagur Sigga Björns

Flaggað íslenskum í tilefni dagsins við heimili Árna Benediktssonar hljómsveitarstjóra Æfingar.

 

26. júní 2014 - Afmælisdagur Sigga Björns

 

Flaggað var á Suðurlandi í dag, fimmtudaginn 26. júní 2014, í tilefni afmælisdags tónlistarmannsins Sigga Björns sem býr og starfar í Þýskalandi og víðar um Evrópu. Siggi Björns er einn af meðlimum Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri sem fagnaði 45 ára afmælinu í fyrra með útgáfu geisladisks þar sem flest lögin og textar eru eftir Sigga. 


Hljómsveitarstjóri Æfingar, Árni Benediktsson verslunarstjóri í Húsasmiðjunni á Selfossi, flaggaði í tilefni dagsins og bauð í kaffi. 
Hrútavinum á Suðurlandi og víðar eru eru Siggi Björns og Árni Ben. mjög kærir því rekja má upphaf Hrútavinafélagsins Örvars til heimsóknar þeirra á Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna haustið 1999.


Siggi Björns leikur í kvöld á Baltic Hotel á Usedon eyju í Þýskalandi en heldur eftir helgi á Borgundarhólm þar sem spilar fram til ágústloka.
Nokkrar myndir hér í tilefni dagsins.

 

Árni Benediktsson.

.

Afmæliskaffi hjá Elsu Jónsdóttur og Árna Benediktssyni en afmælisbarnið er í Þýskalandi.

F.v.: Gróa BJörnsdóttir, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Árni Benediktsson.

.

Flaggað var þýskum fána í tilefni dagsins hjá forseta Hrútavinafélagsins á Eyrarbakka.

.

Hljómsveitin Æfing á Stóra-Sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri þann 18. maí 2013. 
Þeir eru langt í frá hættir eins og koma mun í ljós.......

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2014 16:17

Séra Sveinn Valgeirsson skipaður í Dómkirkjuprestakalli

DMKIRK~1

Dómkirkjan í Reykjavík.

 

Séra Sveinn Valgeirsson skipaður í Dómkirkjuprestakalli

 

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa séra Svein Valgeirsson prest á Eyrarbakka í embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Frestur til að sækja um embættið rann út 30. maí sl.

Tíu umsækjendur voru um embættið.

Embættið veitist frá 1. september nk.  

 

Af www.kirkjan.is

 

Séra Sveinn Valgeirsson í Eyrarbakkakirkju.

 

Skráð af Menningar-Staður