Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

21.06.2014 06:37

Landsmót Fornbílaklúbbsins um helgina á Selfossi

Sverrir Andrésson fór fyrir bílalestinni á Cudell bíl sínum. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Landsmót Fornbílaklúbbsins um helgina á Selfossi

 

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett í gærkvöldi við Gesthús á Selfossi.

Dagskráin er með hefðbundnu sniði en hún hófst með hópaksti um Selfossbæ í kvöld.

Um eitthundrað bílar óku í bílalest um Selfoss og inn á Gesthúsasvæðið en annað eins af bílum mun bætast við í fyrramálið.

 

Á milli klukkan 13 og 18 í dag,  laugardaginn 21. júní 2014,  verður bílasýning á Gesthúsasvæðinu en einnig verður varahluta- og handverksmarkaður, skottmarkaður úr bílum og keppni á fjarstýrðum bílum.

 

Á morgun, sunnudaginn 22. júní 2014,  verða bílaleikir og þrautir á Gesthúsasvæðinu ef veður leyfir.

Sjá:  
http://www.fornbill.is/

 

Hér að neðan eru nokkrir glæsivagnar sem verða til sýnis á Selfossi um helgina:
 

Chevrolet árgerð 1941 í eigu Byggðasafns Árnesinga. Fyrrum slökkvibifreið í Eyrarbakkahreppi.

.

Dodge Luxury Liner árgerð 1939 í eigu Einars Elíassonar á Selfossi. Aftar er De Soto árgerð 1947 í eigu Þórðar Þorsteinssonar á Selfossi.

.

Skráð af Menningar-Staður

21.06.2014 06:21

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 21. JÚNÍ 2014

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA  - í DAG - 21. JÚNÍ 2014

 

09:00                Fánar dregnir að húni við upphaf 15. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00   Laugabúð í Sjónarhóli
Alltaf eitthvað spennandi að gerast í Laugabúð og nú verða gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf en Kaupmaðurinn sjálfur segir sögur af húsi og íbúum. Bókadeildin verður opin í kjallaranum og þar verður fullt af bókaormum með gamlar og yngri bækur.

11:00-18:00    Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.   Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926. Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit. Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Þar hefur nýlega verið sett upp sýningin Blátt eins og hafið.
Ókeypis aðgangur á hátíðinni.

11:00              Unga kynslóðin skemmtir sér
Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum – söngur, sögur og leikrit.    Hoppukastali og fl. Andlitsmálun hefst kl. 10:30.

11:30-22:00   Rauða húsið á Eyrarbakka
Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – humarsúpa í forrétt, kjúklingabringa eða fiskitvenna í aðalrétt og Þjórsárhraunið sívinsæla í eftirrétt. Kr. 5.000.

12:00-14:00   Heimboð í Garðshorn
Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu og kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu. Þetta verður sko spennandi.

13:00-18:00  Listmálarinn á Litlu-Háeyri
Listmálarinn Hallur Karl Hinriksson á Litlu-Háeyri opnar vinnustofu sína gestum og gangandi.
Allir hjartanlega velkomnir! Sjá nánar á www.facebook.com/hallurkarl.

13:30-15:00  Við Bakaríið
Margrét og Sverrir í Bakaríinu bjóða gestum og gangandi að koma og skoða lóðarframkvæmdir sem þau hafa staðið fyrir í vor og sumar.

14:00-17:00 Kirkjubær og Beitningaskúrinn
Nýuppgert alþýðuheimili í Kirkjubæ og Beitningaskúrinn í Byrgjunum verða til sýnis og öllum opin.

14:00-18:00  Handverksmarkaður á Stað
Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers konar alþýðuafurðum. Og standandi vöflukaffi allan daginn. Upplýsingamiðstöðin opin frá kl. 9:00-20:00.

14:00   Íslandsmeistaramótið í koddaslag
Í annað sinn fer Íslandsmeistaramótið í koddaslag fram á bryggjunni á Eyrarbakka. Og nú verður spennan í hámarki – tekst meistaranum frá því í fyrra að verja titilinn eða fáum við nýjan meistara? Skráning hefst á staðnum kl. 13:45.

16:00   Simbakotstónar
Sigga Eva og strákarnir (kannski einhverjir fleiri) bjóða upp á tónleika í Simbakoti/Túngötu 28 á palli eða bílskúr eftir veðri. Allir velkomnir.

16:00  Kýló
Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

17:00-18:30 Bakkastofa í Búðarhamri
Ásta Kristrún og Valgeir opna faðminn í Bakkastofu, sem er menningar- og fræðslusetur á Eyrarbakka, og kynna starfsemina sem þar fer fram. Kannski verður sungið um Stokks-Eyrarbakka – hver veit?

20:15-21:30  Raddbandakórinn í Húsinu
Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

22:00  Jónsmessubrenna
Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Hlín Agnarsdóttir, hótelhaldari í Rein og nýbúi á Bakkanum, flytur stutt ávarp.  Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

23:00-03:00 Jónsmessudansleikur í Hótel Bakka (gamla frystihúsið)
DJ GAYKAY þeytir plötum fram eftir nóttu og tilboð verða á barnum. Aldurstakmark er 18 ár.
Aðgangseyrir kr. 1.000 – miðasala við innganginn.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

Dagskrá Jónsmessuhatíðarinnar á pdf-formi: jonsmessa_2014

 

Hér má sjá nokkur myndaalbúm á Menningar-Stað frá Jónsmessuhátíðinni 2013


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249136/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249121/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249047/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248949/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248971/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248972/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2014 14:22

Þjóðhátíðin á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014


Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

Þjóðhátíðin á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 2014

 

llugi Gunnarsson menntamálaráðherra flutti hátíðarræðu á Hrafnseyri á þjóðhátíðinni  þar 17. Júní  og tilkynnti þar útgáfu svokallaðrar Hvítbókar, þar sem fram kemur umbótaáætlun ráðherrans í menntamálum.

Illugi sagði að það væri viðeigandi að greina frá Hvítbókinni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, þar sem menntun íslensku þjóðarinnar var honum hugleikin.

Í áætluninni eru sett fram tvö meginmarkmið. Í fyrsta lagi að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, en hlutfallið er nú 79%. Til að ná þessu markmiði er lagt til að hlutur móðurmálskennslu verði aukinn og mótuð verði viðmið um þá lestrarkunnáttu sem nemendur eiga að búa yfir á hverju stigi grunnskólans. Í öðru lagi er sett það markmið að hlutfall nemenda sem ljúka námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma hækki úr 44% og upp í 60%. Því verði náð með því að endurskipuleggja námstíma, stytta nám til lokaprófa og draga þannig úr brotthvarfi.

 

Hafist verður handa strax í haust þegar verkefnastjórar verða ráðnir og samráðshópur verður settur saman með Samtökum atvinnulífsins, Kennarasambandinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla og fleiri aðilum. Í kjölfarið verður farið í ferðalag í kringum landið þar sem efni Hvítbókarinnar verður kynnt og reynt verður að ná samstöðu um þau markmið sem sett eru fram.

 

Illugi varði mestum hluta ræðu sinnar að ræða Evrópusambandið og sagði hann að andstaða við aðild Íslands að sambandinu væri ekki einangrunarstefna, hvað þá gamaldags þjóðernisstefna.

 

Hátíðarræða Illuga Gunnarssonar á Hrafnseyri 17. júní 2014

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/forsidumyndir/Hatidarraeda-Illuga-Gunnarssonar-a-Hrafnseyri-17.-juni-2014.pdf

Menningar-Staður var á Hfarnseyri og færði til myndar.
Myndaalbúm með 36 myndum er komið hér inná Menningar-Stað
Smella á þessa slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262745/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2014 05:41

20. júní 1998 - Hvalasafnið á Húsavík var formlega opnað

Hvatamaðurinn að Hvalasafninu á Húsavík var Ásbjörn Þ. BJörgvinsson frá Flateyri og bassaleikari Hljómsveitarinnar Æfingar frá Flateyri. Ásbjörn er hér lengst til vinstri á Stóra-Sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri á 45 ára afmælishátíð Æfingar.

 

20. júní 1998 - Hvalasafnið á Húsavík var formlega opnað

 

Hvalasafnið á Húsavík var formlega opnað þann 20. júní 1998.

Fyrsta árið voru gestirnir um sex þúsund en árið 2013 voru þeir rúmlega 25 þúsund.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 20. júní 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.06.2014 23:32

Siggeir Ingólfsson formaður Hverfisráðs á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson.

 

Siggeir Ingólfsson formaður Hverfisráðs á Eyrarbakka

 

1. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 19. júní 2014, kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.  

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Ari Björn Thorarensen, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Eyrún Björg Magnúsdóttir, varamaður, Æ-lista

.

VII.    1406031
Kosning í hverfisráð Árborgar.           

Lagt er til að eftirtaldir verið kosnir í hverfisráð til eins árs.

1. Hverfisráð Selfossi, fimm fulltrúar og tveir til vara.             
Anna Margrét Magnúsdóttir, formaður 
Katrín Klemensdóttir 
Böðvar Jens Ragnarsson 
Þröstur Þorsteinsson

2. Hverfisráð Stokkseyrar, fimm fulltrúar og tveir til vara. 
Vigfús Helgason, formaður 
Katrín Ósk Þorgeirsdóttir 
Hafdís Sigurjónsdóttir 
Guðríður Ester Geirsdóttir 
Valdimar Gylfason

Varamaður:
Gísli Friðriksson
Herdís Sif Ásmundsdóttir

3. Hverfisráð Eyrarbakka, fimm fulltrúar og tveir til vara. 
Siggeir Ingólfsson, formaður 
Þórunn Gunnarsdóttir 
Gísli Gíslason 
Ívar Örn Gíslason 
Guðlaug Einarsdóttir Varamaður: 
Víglundur Guðmundsson

4. Hverfisráð Sandvíkurhrepps,  fimm fulltrúar og þrír til vara. 
Oddur Hafsteinsson, formaður 
Guðmundur Lárusson 
Anna Gísladóttir 
Jónína Björk Birgisdóttir 
Hanna Rut Samúelsdóttir
Varamenn: Aldís Pálsdóttir 
Jóna Ingvarsdóttir 
Arnar Þór Kjærnested

Samþykkt samhljóða. 
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.

Af www.arborg.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.06.2014 21:35

19. júní 1915 - Kvennréttindadagurinn

Alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík.

 

19. júní 1915 - Kvennréttindadagurinn

 

Kvenréttindadagurinn þann 19. maí 1915. Konungur staðfesti breytingar á stjórnarskránni.

Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 19. júní 2014 - dagar Íslands

  

Skráð af Menningar-Staður

19.06.2014 12:14

Leyndarmálið í Ölfusinu

Eyrbekkingurinn Gunnar Olsen við hið áberandi kennimark við bæinn Kross í Ölfusi.

Steinninn, sem vegagerðarmenn komu þar fyrir, blasir við þeim sem fara um Suðurlandsveg. Nú er steinninn orðinn hluti af landslaginu og prýði að.  Ljósm.: Morgunblaðið.

 

Leyndarmálið í Ölfusinu

• Klettur á klöpp er minnisvarði vegagerðarmanna

 

„Hálft í hvoru var þessi tilfærsla á steininum prakkaraskapur – en endar kannski með því að verða minnisvarði um sjálfan mig,“ segir Gunnar Olsen á Eyrarbakka, fyrrverandi verkstjóri hjá Vegagerðinni. Á löngum ferli sínum þar kom Gunnar að framkvæmdum víða á Suðurlandi, sem fæstar ef þá nokkur er honum merkt. Og þó; glöggir vegfarendur sem eiga leið austur fyrir fjall hafa sjálfsagt margir tekið eftir stökum steini sem stendur uppi á klapparholti norðan Suðurlandsvegar, við bæinn Kross skammt austan við Hveragerði. Einhverjir ætla líklega sem svo að steininn hafi dagað þarna uppi í þann tíð þegar landið var í mótun. En sú er ekki raunin, þetta eru mannanna verk. Margir vita að sú er raunin en hér er sagan af því öll loksins sögð. Leyndamálið upplýst.

 

Í hálfgerðu brasi

Núverandi Suðurlandsvegur frá Reykjavík til Selfoss var tekinn í notkun haustið 1972. Var hann gerður af starfsmönnum Þórisóss hf., Ístaks og fleiri verktakafyrirtækja sem áberandi voru á þessum tíma. Þegar vegagerðinni sjálfri var lokið tóku starfsmenn Vegagerðarinnar við og sáu um frágang við vegstæðið, svo sem að sá í vegkanta og setja upp ýmis merki og girðingar.

„Þetta hefur sennilega verið árið 1973. Við lentum í hálfgerðu brasi með stein sem var í miðju stæðinu þar sem setja átti upp staura og strengi. Á þessum tíma var lenska í svona framkvæmdum að koma stórum steinum fyrir hér og þar. Því flaug mér í hug að þessum kletti, sem vegur nokkur tonn, væri vel fyrir komið þarna á klöppinni sem blasir við vegfarendum,“ segir Gunnar Olsen og heldur áfram.

„Lúðvík Haraldsson, bóndi á Krossi og landeigandi þarna, gaf leyfi og með það var hafist handa. Óttar Gunnlaugsson frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða kom á Caterpillar D6, heljarstórri ýtu á mælikvarða þess tíma, bifaði þessu áfram og stillti steininn af sem þarna stendur enn.“

 

Bifaðist ekki

Óhætt er að segja að steinninn stóri, þetta áberandi kennimark við hringveginn, sé í öruggum sessi. Upptök jarðskjálftans 29. maí 2008 voru nánast beint þar undir. Bjargið bifaðist ekki, þó svo að hundruð húsa löskuðust eða eyðilegðust, vegir skemmdust og skriður féllu úr fjöllum.

„Það ég best veit fylgdi engin helgi eða sérstök saga steininum í Ölfusinu, sem er nafnlaus,“ segir Gunnar Olsen. Vísar þar til þess að við vegagerð og skyldar framkvæmdir má ekki raska helgum blettum og stundum þarf að ná samkomulagi við álfa og huldufólk. Má þar nefna að árið 1999, þegar Vesturlandsvegur við Grafarholt í Reykjavík var breikkaður, þótti nauðsynlegt að fara varlega þegar svonefndur Grásteinn var færður til, enda til sagnir um meintar álfabyggðir í honum. Var þá vísað til ýmissa óhappa sem orðið hefðu þegar vegurinn var lagður um 1970. Margar samtóna sögur eru til sem margir taka alvarlega en aðrir telja hindurvitni.

 

Lítið ævintýri

„Í girðingarvinnunni í Ölfusinu, sunnan við Ingólfsfjallið, þurftum við að þrasa við fjölda fólks sem var með allt á hreinu. Rifjuðu margir upp þjóðsöguna um Sængurkonustein og þarna átti nánast annar hver klettur að vera sá. Sængurkonusteinn er hins vegar samkvæmt heimildum talsvert norðar og austar,“ segir Gunnar, sem minnist tilfærslu klettsins við Kross sem ofurlítils ævintýris á ferli sínum hjá Vegagerðinni. Þar starfaði hann í rúmlega þrjátíu ár.
 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 18. júní 2014

 


Gunnar Olsen og Siggeir Ingólfsson.

Skráð af Menningar-Staður

18.06.2014 22:37

Fjallkonan á Eyrarbakka 2014

Á Stað á Eyrarbakka 17. júní 2014.
F.v.: Lára Björk Gunnlaugsdóttir, fjallkonan Guðlaug Einarsdóttir og Ragna Fríða Sævarsdóttir.Fjallkonan á Eyrarbakka 2014

 

Fjallkonan á þjóðhátíðardeginum á Eyrarbakka þann 17. júní 2014 var Vestfirðingurinn Guðlaug Einarsdóttir sem býr við Túngötuna á Eyrarbakka.  

 

70 ár frá stofnun lýðveldis á Þingvöllum þann 17. júní 1944.
 

203 ár frá fæðingu Vestfirðingsins Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 17. júní 1811.
 


Skráð af Menningar-Staður

16.06.2014 05:59

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 21. JÚNÍ 2014

Frá Jónsmessuhátíð 2013.

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 21. JÚNÍ 2014

 

09:00                Fánar dregnir að húni við upphaf 15. Jónsmessuhátíðarinnar á Bakkanum
Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00   Laugabúð í Sjónarhóli
Alltaf eitthvað spennandi að gerast í Laugabúð og nú verða gestakaupmenn úr höfuðstaðnum við afgreiðslustörf en Kaupmaðurinn sjálfur segir sögur af húsi og íbúum. Bókadeildin verður opin í kjallaranum og þar verður fullt af bókaormum með gamlar og yngri bækur.

11:00-18:00    Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.   Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926. Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit. Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Þar hefur nýlega verið sett upp sýningin Blátt eins og hafið.
Ókeypis aðgangur á hátíðinni.

11:00              Unga kynslóðin skemmtir sér
Hinn sívinsæli Brúðubíll kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Og nú er aldeilis ys og þys í Brúðubílnum – söngur, sögur og leikrit.    Hoppukastali og fl. Andlitsmálun hefst kl. 10:30.

11:30-22:00   Rauða húsið á Eyrarbakka
Þriggja rétta Jónsmessutilboð allan daginn – humarsúpa í forrétt, kjúklingabringa eða fiskitvenna í aðalrétt og Þjórsárhraunið sívinsæla í eftirrétt. Kr. 5.000.

12:00-14:00   Heimboð í Garðshorn
Elínbjörg Ingólfsdóttir og Vigfús Markússon bjóða í Jónsmessusúpu og kl. 12:30 má búast við óvæntri uppákomu. Þetta verður sko spennandi.

13:00-18:00  Listmálarinn á Litlu-Háeyri
Listmálarinn Hallur Karl Hinriksson á Litlu-Háeyri opnar vinnustofu sína gestum og gangandi.
Allir hjartanlega velkomnir! Sjá nánar á www.facebook.com/hallurkarl.

13:30-15:00  Við Bakaríið
Margrét og Sverrir í Bakaríinu bjóða gestum og gangandi að koma og skoða lóðarframkvæmdir sem þau hafa staðið fyrir í vor og sumar.

14:00-17:00 Kirkjubær og Beitningaskúrinn
Nýuppgert alþýðuheimili í Kirkjubæ og Beitningaskúrinn í Byrgjunum verða til sýnis og öllum opin.

14:00-18:00  Handverksmarkaður á Stað
Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers konar alþýðuafurðum. Og standandi vöflukaffi allan daginn. Upplýsingamiðstöðin opin frá kl. 9:00-20:00.

14:00   Íslandsmeistaramótið í koddaslag
Í annað sinn fer Íslandsmeistaramótið í koddaslag fram á bryggjunni á Eyrarbakka. Og nú verður spennan í hámarki – tekst meistaranum frá því í fyrra að verja titilinn eða fáum við nýjan meistara? Skráning hefst á staðnum kl. 13:45.

16:00   Simbakotstónar
Sigga Eva og strákarnir (kannski einhverjir fleiri) bjóða upp á tónleika í Simbakoti/Túngötu 28 á palli eða bílskúr eftir veðri. Allir velkomnir.

16:00  Kýló
Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

17:00-18:30 Bakkastofa í Búðarhamri
Ásta Kristrún og Valgeir opna faðminn í Bakkastofu, sem er menningar- og fræðslusetur á Eyrarbakka, og kynna starfsemina sem þar fer fram. Kannski verður sungið um Stokks-Eyrarbakka – hver veit?

20:15-21:30  Raddbandakórinn í Húsinu
Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

22:00  Jónsmessubrenna
Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Hlín Agnarsdóttir, hótelhaldari í Rein og nýbúi á Bakkanum, flytur stutt ávarp.  Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

23:00-03:00 Jónsmessudansleikur í Hótel Bakka (gamla frystihúsið)
DJ GAYKAY þeytir plötum fram eftir nóttu og tilboð verða á barnum. Aldurstakmark er 18 ár.
Aðgangseyrir kr. 1.000 – miðasala við innganginn.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

Dagskrá Jónsmessuhatíðarinnar á pdf-formi: jonsmessa_2014

 

Hér má sjá nokkur myndaalbúm á Menningar-Stað frá Jónsmessuhátíðinni 2013


http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249136/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249121/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249047/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248949/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248971/

 

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248972/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

,

Skráð af Menningar-Staður

16.06.2014 05:52

17. júní á Hrafnseyri: - Illugi Gunnarsson flytur hátíðarræðu - Megas og Magga Stína

 

17. júní á Hrafnseyri: - Illugi Gunnarsson flytur hátíðarræðu -

Megas og Magga Stína leika og syngja

 

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní 2014,  verður haldinn hátíðlegur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, að venju.

Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar á sér sérstakan stað í hjarta Vestfirðinga og annarra Íslendinga.

Hátíðahöldin á Hrafnseysi á þriðjudaginn verða með nokkuð hefðbundnum hætti og byrja með hátíðarguðþjónustu þar sem sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir þjónar fyrir altari. Hátíðarræðu dagsins flytur Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Megas og Magga Stína og flytja nokkur lög við undirleik Guðmundar Hjaltasonar. Þá verður útskriftarathöfn á vegum Háskólaseturs Vestfjarða og Háskólans á Akureyri. Kynnir á hátíðinni er Guðmundur Hálfdánarson prófessor.

Rútuferðir verða frá Ísafirði til Hrafnseyrar fólki að kostnaðarlausu. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:00. og 3 mínútum síðar stoppar hún við Hlíf á Torfnesi, en heldur svo áfram til Hrafnseyrar. Rútan fer aftur frá Hrafnseyri kl. 16:00.

Á Hrafnseyri verður sýningin um ævi og starf Jóns Sigurðssonar, að sjálfsögðu opin. Sýningin opnaði á 200 ára afmæli Jóns árið 2011. Þá mun myndlistarkonan Margrét Blöndal sýna verk sín á Hrafnseyri í sumar. Einnig verða til sýnis myndverk unnið af nemendum í 6. bekk Grunnskóla Djúpavogs af Jóni Sigurðssyni.

Margir ferðamenn staldra við á Hrafnseyri yfir sumarið, enda náttúrufegurð mikil á staðnum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður