Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

12.06.2014 05:27

SASS og Menningarsamningarnir

Stjórn SASS og framkvæmdastjóri.

 

SASS og menningarsamningarnir

 

479. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi þriðjudaginn 13. maí 2014, kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson,  Unnur Þormóðsdóttir, Haukur  Guðni Kristjánsson, Reynir Arnarson, Elín Einarsdóttir varamaður Jóhannesar Gissurarsonar, Gunnlaugur Grettisson, Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Helgi S. Haraldsson  og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 

Um Menningarsamninga landshlutasamtaka var bókað:

10.             Athugasemdir landshlutasamtakanna vegna menningarsamninga 2014, dags. 27. mars 2014

Stjórn SASS lýsir yfir undrun sinni á þeim seinagangi sem orðið hefur  í mennta- og menningarmálaráðuneytinu við gerð menningarsamninga fyrir árið 2014.  Sú seinkun sem orðið hefur er þegar farin að valda vandræðum í störfum menningarráða og  styrkjum til menningarmála. Stjórn SASS ítrekar þá afstöðu sína að  skipting framlaga til menningarsamninga verði byggð á gegnsæjum reglum  þar sem sanngjarnt tillit verði tekið til stærðar svæða og íbúafjölda.  Stjórnin hvetur til að málinu verði hraðað eins og kostur er.


Af www.sass.is

 

Skráð af Menningar-Straður.

 

11.06.2014 20:06

Kristján Runólfsson - vísa dagsins

Kristján Runólfsson á nýja Forseta-Sviðinu á Eyrarbakka.

 

Kristján Runólfsson - vísa dagsins

 

Lífið er tímanna teningaspil,
tilgangur þess virðist falinn,
en gott er að vita að gerð eru skil, 
og gengin spor vandlega talin.
Enginn veit hvorki um stað eða stund, 
hvar stöðvast hin mannlega klukka,
og þegar réttlætis reiknað er pund,
þá ræður ei hending né lukka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.06.2014 18:20

Söfnin á Eyrarbakka - Opið alla daga í sumar

 

Söfnin á Eyrarbakka - Opið alla daga í sumar

 

Sumartími er genginn í garð fyrir nokkru hjá söfnunum á Eyrarbakka, Húsinu og Sjóminjasafninu. 

Þar er opið alla daga kl. 11-18 og eftir samkomulagi á öðrum tímum.

Hið stórmerka 18. aldar hús er sem fyrr aðal aðdráttaraflið og í Sjóminjasafninu hinn einstaki gripur áraskipið Farsæll.

Í borðstofu Húsisns er sýningin Ljósan á Bakkanum um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður og stormasama ævi hennar og í Assistentahúsinu örsýningin Handritin alla leið heim sem fjallar um Árna Magnússon og handritið SKáldskaparfræði.

Í forsal Sjóminjasafnins er hægt að sjá á skjá ljósmyndir og sögu vélbáta frá Eyrarbakka.

 

Af www.husid.com

 

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

11.06.2014 05:50

Halli Reynis og UniJon halda tónleika á Cafe Rósenberg í kvöld

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins
Halli Reynis og UniJon frá Eyrarbakka.

 

Halli Reynis og UniJon halda tónleika á Cafe Rósenberg

í kvöld - 11. júní 2014

 

Halli Reynis og dúettinn UniJon halda tónleika á Kaffi Rósenberg í Reykjavík, í kvöld 11. júní 2014 kl. 21:00 

Þau kynntust á tónlistar-hátíðinni Bakkanum á Eyrarbakka síðasta sumar og hafa ákveðið að halda nokkra tónleika saman.Morgunblaðið greinir frá.


Eyrbekkingarnir UniJon á tónleikum í Eyrarbakkakirkju í fyrra á tónlistarhátíðinni Bakkanum.

Skráð af Menningar-Staður

10.06.2014 21:58

Þjóðlegir réttir á Stað

Siggeir Ingólfsson og Ingólfur Hjálmarsson með ungmennunum eftir máltíðina í kvöld.

 

Þjóðlegir réttir á Stað


SEEDS-hópuirinn, sem verið hefur síðustu vikur við hin ýmsu störf á Eyrarbakka á vegum Siggeirs Ingólfssonar og Félagsheimilisins Staðar, buðu Siggeiri og Ingólfi Hjálmarssyni til þjóðlegrar móltíðar á Stað í kvöld. Þar elduðu þau rétt hvert frá sínu landi.

Ungmennin sem eftir eru koma frá sex löndum en sjö eru farin til síns heima fyrir nokkrum dögum.Mikil ánægja hópsins er með dvölina hér á Eyrarbakka.
 

Skráð af Menningar-Staður

10.06.2014 20:21

Sameinumst á Kótelettuna 13-15. júní 2014

Ásta Stefánsdóttir, Viðar Helgason, Helgi Haraldsson  og  Eggert Valur Guðmundsson.

 

Sameinumst á Kótelettuna 13-15. júní 2014

 

Dagana 13. til 15. júní fer fram í 5. sinn á SElfossi fjölskyldu-, tónlistar- og grillfestivalið Kótelettan 2014. Hátíðin er búin að skipa sér sess sem ein stærsta grillveisla landssins og ein af skemmtilegri hátíðum landsbyggðarinnar.

Allir voru sammála um það í aðdraganda nýafstaðinna kosninga að standa saman um menningu og afþreygingu í bænum okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hann betri. Hátíð á borð við Kótelettuna er einstakt tækifæri til að sameina okkur og koma okkur enn betur á kortið.  Í dag hafa fjölmargir aðilar og fyrirtæki aðkomu að hátíðinni með einum eða öðrum hætti og sameinast þannig í að gera hana að hátíð sem bæjarbúar allir geta verið stoltir af.

Dagskemmtunin mun líkt og í fyrra öll fara fram í hjarta bæjarins en það hlaut miklar og góðar undirtektir allra þátttakenda. Það er ósk okkar allra að bæjarbúar geri þessa hátíð að sinni, bjóði brottfluttum heim, borði íslenskt kjöt og íslenskt meðlæti og, síðast en ekki síst, njóti þess að vera saman, grilla og hafa gaman.

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður
 

10.06.2014 07:02

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 18% í apríl 2014

Image of Hotel Selfoss, Selfoss
Hótel Selfoss.


Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 18% í apríl 2014

 

Gistinætur á hótelum í apríl voru 155.930 sem er 18% aukning miðað við apríl 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 19% frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 15%.

 

Gistinætur á hótelum
  Apríl   Maí  - Apríl  
  2013 2014 % 2012-2013 2013-2014 %
             
Alls 132.297 155.930 18 1.889.880 2.144.079 13
Höfuðborgarsvæði 100.570 116.227 16 1.311.638 1.467.975 12
Suðurnes 5.374 6.480 21 76.913 94.214 22
Vesturland og Vestfirðir 3.685 4.178 13 71.052 88.660 25
Norðurland 6.725 10.832 61 143.771 163.104 13
Austurland 4.169 2.513 -40 76.955 85.416 11
Suðurland 11.774 15.700 33 209.551 244.710 17
             
Íslendingar 28.545 32.876 15 317.464 348.075 10
Erlendir gestir 103.752 123.054 19 1.572.416 1.796.004 14

 


Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Af www.hagstofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

10.06.2014 05:28

10. júní 1789 - Jarðskjálftahrina hófst á Suðurland

Frá Þingvöllum.
 

10. júní 1789 - Jarðskjálftahrina hófst á Suðurland

 

Jarðskjálftahrina hófst á Suðurlandi þann 10. júní 1789, frá Selvogi til Þingvalla.

Í heila viku voru skjálftar með allt að tíu mínútna millibili. „Land seig norðan Þingvallavatns milli Almannagjár og Hrafnagjár um rúma 60 sentimetra, vellirnir urðu að mýrlendi og mun það meðal annars hafa orðið átylla til að leggja þinghald þar niður árið 1800,“ sagði í bókinni Náttúra Íslands.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 10. júní 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

09.06.2014 06:33

Ein með öllu vinsælust í 30 ár

Þær mæðgur Þórdís og Ingunn standa vaktina í Pylsuvagninum.

 

Ein með öllu vinsælust í 30 ár

 

Það verður mikil hátíð í Pylsuvagninum á Selfossi í dag, mánudaginn 9. júní 2914, á milli kl. 15 og 17, þegar 30 ára afmæli vagnsins verður fagnað.

Pylsuvagninn er svo sannarlega eitt af helstu kennileitum a´ Selfossi og vart nokkuð mannsbarn sem ekki hefur stoppað þar einhvern ti´mann a´ li´fsleiðinni. Eigandi pylsuvagnsins er Ingunn Guðmundsdo´ttir sem segir það heppilegt að afmælisdaginn beri upp a´ annan i´ hvi´tasunnu og þvi´ tilvalið að sla´ upp alvo¨ru afmælisveislu.

„Við munum gefa ko´k og pylsur a´ Pylsuvagnsplaninu a´ milli klukkan 15 og 17 a´ afmælisdeginum en við verðum li´ka með ko´ko´mjo´lk fyrir þa´ sem vilja hana frekar,“ segir Ingunn. Þo´ það nu´ væri i´ heimabæ ko´ko´mjo´lkurinnar. Og þetta verður alvo¨ru pylsuparti´ að hennar so¨gn.

„Við ætlum einnig að gefa Pylsuvagnsboli eins og við gerðum a´ 25 a´ra afmælinu. Þeir slo´gu i´ gegn og voru mjo¨g vinsælir meðal barna i´ bænum,“ rifjar Ingunn upp, enda ma´ segja að planið hja´ henni hafi verið rautt yfirlitum vegna þessa, si´ðast þegar hu´n slo´ i´ veislu.

Þegar Ingunn er spurð um hve margir starfsmenn hafi starfað hja´ fyrirtækinu i´ gegnum ti´ðina stendur ekki a´ svari. „Starfsmennirnir eru 243 og þar af eru fjo´rir karlmenn en þeir sto¨rfuðu i´ Pylsuvagninum a´ upphafsa´rum hans,“ segir hu´n. Og það stendur ekki a´ svari þegar spurt er hver vinsælasti re´tturinn hafi verið i´ gegnum ti´ðina. „Það er kla´rlega pylsa með o¨llu, það hefur verið lang vinsælast he´rna hja´ okkur,“ svarar Ingunn um hæl.

Af www.sunnlenska.is

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.06.2014 22:51

Kirkjuráð Hrútavina í Strandarkirkju á hvítasunnudegi

Kristján Runólfsson við Strandarkirkju í Selvogi.

Kristján Runólfsson og séra Baldur Kristjánsson.

 

Kirkjuráð Hrútavina í Strandarkirkju á hvítasunnudegi

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var við hátíðarmessu í Strandarkirkju í Selvogi í dag, -hvítasunnudag- 8. júní 2014

Þetta voru þeir:
Kristján Runólfsson í Hveragerði
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka
Guðmundur Jón Sigurðsson í Reykjavík

Séra Baldur Kristjánsson í Þorlákshöfn messaði – organisti var Jörg Söndermann á Eyrarbakka og Kirkjukór Þorlákskirkju í Þorlákshöfn söng.
 

Eftir messu bauð Sigurbjörg Eyjólfsdóttir,  í Þorkelsgerði á Selvogi,  Kirkjuráði Hrútavina í –hvannasúpu- sem þeir höfðu ekki bragðað áður og var súpan hin allra besta.

 

Kristján Runólfsson hefur ort um kirkjuferðina í Selvogskirkju í dag:

Ágæt stund í kirkju hefur upp mér löngum lyft,

og líka nú í Strandarkirkjumessu,

fylltist sálin rósemd og feikna andagift,

fæst hún varla meiri í lífi þessu.

 

Eftir messuna komum við til Sigurbjargar vinkonu okkar í Þorkelsgerði og þáðum þar hvannasúpu, aldeilis frábæra og heilsusamlega.

 

Í Selvogi við súpu þáðum,

sú var gerð af hvannarrót,

Góð fannst okkur Birni báðum,

og blíð sem fengum vinahót.

býðst þar öllum þreyttum, þjáðum,

Þorkelsgerðisheilsubót.

 

Á leið til Strandarkirkju í dag kom upp í hugann gömul hugleiðing um áheit, því sagt er að gott sé að heita á Strandarkirkju.

 

Áheit voru uppgötvuð,

af ágirnd klerka,

því ekki er hægt að ginna Guð,

til góðra verka.

Kristján Runólfsson.


Menningar-Staður færði kirkjuferðina í Selvogskirkju til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slíð:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/262281/

 

Nokkrar myndir hér:

F.v.: Guðmundur Sæmundsson. Þórey Ström og Kristján Runólfsson.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Ásta Jónsdóttir og Jón H. Sigurmundsson.

.

Kristján Runólfsson og Sigurbjörg Eyjólfsdóttir.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður