Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

05.06.2014 22:17

66.700 ferðamenn í maí

 

66.700 ferðamenn í maí

 

Ferðamenn í maíUm 66.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13.000 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 24,4% milli ára. Fyrr á árinu hafa verið birtar tölur um 40,1% aukningu milli ára í janúar, 31,2% aukningu í febrúar, 35,3% í mars og 29,4% í apríl.

Nærri þriðjungur frá Bandaríkjunum og Bretlandi

10 fjölmennustu þjóðerninBandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 17,2% af heildarfjölda ferðamanna í maí en næstfjölmennastir voru Bretar eða 12,4% af heild. Þar á eftir komu Norðmenn (8,4%), Þjóðverjar (7,2%), Svíar (6,4%), Danir (6,2%), Kanadamenn (6,0%), Frakkar (5,5%), Finnar (2,9%) og Hollendingar (2,8%). Samtals voru framangreindar tíu þjóðir 75,0% ferðamanna í maí.

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum og Bretum mest milli ára en 2.631 fleiri Bandaríkjamenn komu í maí í ár, 1.742 fleiri Kanadamenn og 1.517 fleiri Bretar. Þessar þrjár þjóðir báru að stórum hluta uppi aukninguna í maí milli ára eða um 45,1% af heildaraukningu.

Þróun á tímabilinu 2002-2014

Þróun á tímabilinu - markaðssvæði, myndritFerðamenn voru ríflega þrefalt fleiri í maí í ár en þeir mældust í sama mánuði árið 2002. Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2002, eða að jafnaði um 12% á milli ára. Fjölgunin hefur þó verið mismikil, fjórum sinnum yfir 20% og þrívegis á bilinu 10-20%. Fækkun var á milli áranna 2008-2009 og 2009-2010, sem má rekja til gossins í Eyjafjallajökli.

Þegar einstök markaðssvæði eru skoðuð má sjá hvað aukningin hefur verið afgerandi frá 2010 frá flestum markaðssvæðum. Frá árinu 2002 til 2014 hefur rúmlega tvöföldun orðið á fjölda ferðamanna frá Norðurlöndunum, ríflega þreföldun á ferðamönnum frá Bretlandi og Mið- og Suður-Evrópu og nærri fjórföldun frá Norður-Ameríku. Hlutfallslega hefur hins vegar mest fjölgun verið í hópi þeirra sem taldir eru sameiginlega undir „Annað“ eða rúmlega sexföldun.

291 þúsund ferðamenn frá áramótum

Það sem af er ári hafa 291.170 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 70 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 31,4% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Veruleg aukning hefur verið frá flestum mörkuðum; N-Ameríkönum hefur fjölgað um 48,3%, Bretum um 41,4%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,6%, og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 38,6%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 10%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 37 þúsund Íslendingar fóru utan í maí síðastliðnum, um 2.600 fleiri en í maí árið 2013. Frá áramótum hafa 143.657 Íslendingar farið utan eða 7,2% fleiri en á sama tímabili árið 2013 en þá fóru 133.983 utan.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla með földa ferðamanna í maí

 

 

 

 

05.06.2014 07:02

Jónsmessumarkaður á Stað 21. júní 2014


 

Jónsmessumarkaður á Stað 21. júní 2014

 

Það verður markaður í Félagsheimilinu Stað  á Eyrarbakka laugardaginn 21 júní 2014 frá kl. 14 -19 

 

Margt til sölu þar nýtt og notað.Það verður ljósmyndasýning á Stað og einnig vöfflukaffi.

 

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir - Siggeir Ingólfsson sími 898-4240

 

.

.

.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

05.06.2014 06:31

5. júní 2014 - þjóðhátíðardagur Dana

Á Eyrarbakka.

 

5. júní 2014 – þjóðhátíðardagur Dana

 

5. júní 1849 skrifaði Friðrik sjöundi, konungur Danmerkur, undir stjórnarskrá Danmerkur.

Dagurinn er því kallaður Grundlovsdag á dönsku eða Stjórnarskrárdagur.

 

Í Kaupmannahöfn.

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2014 20:33

Tíu umsækjendur um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli

Séra Sveinn Valgeirsson í Eyrarbakkakirkju. 

 

Séra Sveinn Valgeirsson sækir um Dómkirkjuna

Tíu umsækjendur um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli

 

Tíu umsækjendur eru um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Embættið veitist frá 1. september 2014. Umsækjendur eru:

  • Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
  • Cand. theol. Davíð Þór Jónsson
  • Cand. theol. Erla Björk Jónsdóttir
  • Mag. theol. Fritz Már Berndsen Jörgensson
  • Séra Gunnar Jóhannesson
  • Séra Halldór Reynisson
  • Séra Karl V. Matthíasson
  • Séra Kristján Björnsson
  • Séra María Ágústsdóttir
  • Séra Sveinn Valgeirsson

Frestur til að sækja um embættið rann út 30. maí síðastliðinn. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

 

Dómkirkjan í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík.

Af www.kirkjan.is

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2014 07:20

Kleinudagur á Eyrarbakka

.

.

Gróa Guðmunda Haraldsdóttir.

 

Kleinudagur á Eyrarbakka

 

Þrjár kynslóðir kvenna með ræturnar á Eyrarbakka, á Sauðárkróki og í Önundarfirði blésu til mikils kleinubaksturs að Ránargrund á Eyrarbakka í gær.

Menningar-Staður myndaði baksturinn og bragðprófaði og í framhaldi þess var gjörningurinn settur á -netið- og öllum boðið til kleinuveislu.

Fyrstur til að sinna boðinu var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka og yfirstrandvörður Hrútavinafélagsins Örvars.

Þáði Siggeir kaffi og kleinur með þökkum og til viðbótar var þetta –spákonukaffi- sem Gróa G. Haraldsdóttir á Sauðárkróki sá um en hún er víðfræg spákona.

Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/262099/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2014 06:41

Sjálfboðaliðar við störf á Eyrarbakka

Málningarvinna við mannvirki  -Vina alþýðunnar-  að  Stað á Eyrarbakka.

 

Sjálfboðaliðar við störf á Eyrarbakka

 

Siggeir Ingólfsson skrifar:

Nú er mikið framundan hjá mér á Menningarstað á Eyrarbakka.

Var á mánudaginn 2. júní 2014 að taka á móti 13 starfsmönnum frá jafnmörgum löndum sem ætla að hjálpa mér næstu vikur. Þetta er hópur frá SEDDS-sjálfboðaliðum á Íslandi.

Í gær var hópurinn við málningarvinnu við Stað og Ásheima og garðvinni við Kirkjubæ.

Menningar-Staður færði til myndar:

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður.
 

04.06.2014 06:08

Stefnt á vikulegar siglingar til Evrópu

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Þorlákshafnarhöfn.

 

Stefnt á vikulegar siglingar til Evrópu

• Vilja endurbætur sem fyrst í Þorlákshöfn • Kostnaður um 1,9 milljarðar kr.

 

Með aukin verkefni í huga leggja ráðamenn í Þorlákshöfn mikla áherslu á að sem fyrst verði farið í framkvæmdir við höfnina þar. Vikulegar ferjusiglingar til Evrópu með fólk, fisk og vörur í samvinnu sveitarfélagsins og einkaaðila eru fyrirhugaðar og með breytingunum skapast möguleikar á að taka á móti minni skemmtiferðaskipum. Þorlákshöfn er mikilvæg fiskihöfn og þaðan fer mikið af vikri frá Íslandi til landa í Evrópu og Ameríku.

Fyrstu áætlanir gera ráð fyrir að kostnaður verði tæplega tveir milljarðar og segir Hjörtur Bergmann Jónsson, hafnarstjóri, að ekki sé eftir neinu að bíða. „Nú liggja fyrir frumteikningar Vegagerðar eða Siglingastofnunar og skýrsla um verkefnið,“ segir Hjörtur. „Við sjáum fyrir okkur að hefja lokahönnun í haust eða vetur og að framkvæmdum verði að mestu lokið innan þriggja ára. Við höfum ekki tíma til að bíða lengur.“ Í skýrslu Vegagerðarinnar segir hins vegar að eðlilegast sé að stefna á að standa að endurbótum á næstu 5-10 árum.

Spurður um kostnað segir Hjörtur að hann skiptist á milli ríkis og hafnarinnar og sé breytilegur eftir verkþáttum. Frumvarp að nýjum hafnalögum hafi ekki verið afgreitt á vorþingi eins og vonast hafi verið til, en miðað við skiptingu sem þar er kveðið á um geti hlutur ríkisins verið 70-80%. Vonast sé eftir því að fljótlega fáist jákvæð svör frá ríkisvaldinu vegna framkvæmdanna sem séu orðnar aðkallandi.

 

Grynningar og sker

Hjörtur segir að betri nýting fáist með dýpkun og öðrum endurbótum því nú nýtist stór hluti hafnarinnar ekki vegna grynninga og skerja. Ætlunin er að rífa og fjarlægja það sem eftir er af svokallaðri Norðurvararbryggju, sem er orðin nánast ónýt. Með þessu skapist snúningsmöguleikar fyrir flutningaskip innan hafnargarðs. Endurnýja þarf stálþil við Svartasker en það er orðið 40 ára gamalt.

Við Suðurvarargarð, sem er frá 1960, eru steypt ker og er ætlunin að reka þar niður stálþil svo hægt verði að dýpka niður fyrir kerin. Suðurvararbryggja er mest notuð við lestun vikurs og er hugur í útflytjendum að fá stærri skip til að flytja efnið, en núverandi aðstæður leyfi það ekki, segir í skýrslu Vegagerðarinnar.

Þar segir að dýpið í innsiglingu Þorlákshafnar takmarki stærð þeirra skipa sem inn í hana komast. Miðað við aðstæður geti snúningsþvermál innan hafnarmynnis verið að hámarki 230 m, sem þýði hámarkslengd skipa allt að 180 metrum háð stjórnhæfni þeirra. Þetta þýði í raun að höfnin geti eftir breytingar þjónustað allt að 160 metra langt og 24 metra breitt skip.

 

Náttúruleg hafnaraðstaða

Hjörtur segir að byggðinni í Þorlákshöfn sé valinn staður vegna náttúrulegrar hafnaraðstöðu. Landrými sé auk þess mikið í kringum bæinn, samgöngur auðveldar og frekari uppbygging vegtenginga fyrirsjáanleg. Miklir möguleikar séu á uppbyggingu á hafnaraðstöðu en höfn á þessum stað hafi þá sérstöðu að sigling milli Evrópu og Íslands styttist verulega ef lent er í Þorlákshöfn í stað þess að sigla fyrir Reykjanes og inn á Faxaflóa.


Morgunblaðið miðvikudagurinn 4. júní 2014.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.06.2014 20:48

Þrjár kynslóðir Vina alþýðunnar

Draupnir Már Eiríksson.

 

Þrjár kynslóðir Vina alþýðunnar

 

Vinir alþýðunnar funduði í morgun samkvæmt venju í forsalnum að Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Það bar til tíðinda m.a. að yngsti Vinur alþýðunnar til þessa kom til fundar en það var Draupnir Már Eiríksson frá Eyrarbakka.
Þrír ættliðir voru mættir í morgun en þeir voru:
Rúnar Eiríksson
Eiríkur Már Rúnarsson

Draupnir Már Eiríksson.

Meðal Vina alþýðunnar í morgun var Ríkharður Gústafsson sem kom frá Noregi í gær þar sem sótti tólnleika Rolling Stones í Osló.

Menningar-Staður færði til myndar í morgun:

.

.

F.v.: Rúnar Eríksson, Draupnir Már Eiríksson og Eiríkur Már Rúnarsson.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.06.2014 15:28

72% Árborgarbúa vill skoða sameiningu

Ríkarður Hjálmarsson á Eyrarbakka var einn þeirra sem þáttt tóku í könnuninni.

 

72% Árborgarbúa vill skoða sameiningu

 

Mikill meirihluti þeirra sem tók þátt í skoðanakönnun í Árborg um sameiningu sveitarfélaga vill að Árborg sameinist öðrum sveitarfélögum. Flestir vilja sjá alla Árnessýslu sameinaða.

Samhliða sveitarstjórnarkosningum var spurt var um vilja íbúa til að kanna möguleika á sameiningu Sveitarfélagsins Árborgar við önnur sveitarfélög.  Alls  2.870  tóku þátt í könnuninni eða 68,8% þeirra sem komu á kjörstað. Ógildir seðlar voru 12.

782 sögðu, „Nei, vil ekki að skoðaður verði möguleiki á sameiningu sveitarfélaga“

1.311 sögðu, „Já, ég vil að skoðaður verði sá möguleiki að sveitarfélögin í Árnessýslu sameinist í eitt sveitarfélag.“

765 sögðu „Já ég vil að skoðaður verði sá möguleiki að Sveitarfélagið Árborg sameinist …“ og var þá hægt að velja um sjö sveitarfélög.

Flóahrepp völdu 536, Sveitarfélagið Ölfus 387, Hveragerðisbæ 296, Grímsnes- og Grafningshrepp 191, Skeiða- og Gnúpverjahreppur  98, Bláskógabyggð 83 og Hrunamannahrepp 82.

Flestir þeirra sem eingöngu völdu eitt sveitarfélag  völdu sameiningu við Flóahrepp eða 187. 113 völdu að skoða sameiningu við Flóahrepp, Hveragerði og Ölfus. 

 

Af www.sunnlenska.is

Siggeir Ingólfsson á Stað á Eyrarbakka hélt utan um framkvæmd skoðunarkannaninnar um sameinigu hjá þeim sem þátt tóku á Eyrarbakka.

Skráða f Menningar-Staður

 

03.06.2014 11:47

Upplýsingamiðstöð Árborgar í Hótel Selfoss

Helga Gísladóttir og Heiðar Guðnason.

 

Upplýsingamiðstöð Árborgar í Hótel Selfoss

 

Upplýsingamiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið opnuð í Hótel Selfossi og  verður opið á virkum dögum frá kl. 08:00 til 20:00, á laugardögum frá kl. 10:00 til 14:00, lokað á sunnudögum. 

Það eru þau Heiðar Guðnason og Helga Gísladóttir, sem reka upplýsingamiðstöðina, ásamt því að vera með bókunarkerfi fyrir ferðamenn. Bæði eru þau ferðamálafulltrúar frá Háskólanum á Hólum í Hjaltadal.
 

Af www.sass.is

Skráð af Menningar-Staður