Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2014 Júní

03.06.2014 06:20

Fabúla og Unnur Birna á Rósenberg í kvöld 3. júní 2014

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 Unnur Birna Bassadóttir leikur lög af væntanlegri plötu á Cafe Rósenberg í kvöld.

 

Fabúla og Unnur Birna á Cafe Rósenberg í kvöld - 3. júní 2014

 

Fabúla og Unnur Birna Bassadóttir, tengdadóttir Eyrarbakka, halda tónleika í kvöld kl. 21 á Café Rósenberg - 3. júní 2014.

Fyrsta sólóplata Unnar kemur út í vetur og mun hún flytja lög af henni ásamt hljómsveit. Verða sum frumflutt en önnur hafa þegar heyrst í útvarpi. Fabúla á að baki fjórar sólóplötur og mun hún stíga á svið á undan Unni og leika tónlist með góðum gestum, að því er segir í tilkynningu, og má þar nefna bassaleikarann Jökul Jörgensen og saxófónleikarann Jens Hansson.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. júní 2014.


Eyrarbakkaparið Unnur Birna Bassadóttir og Jóhann Vignir Vilbergsson voru á Cafe Rosenberg í gærkvöldi á tónleikum Sigga Björns og Pálma Sigurhjartarsonar en þar luku þeir tónleikaferð um landið sem hófst á Stað á Eyrarbakka fyrir viku.

Nokkrar fleiri myndir frá Cafe Rosenberg í gærkvöldi frá tónleikum Sigga og Pálma:


.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

03.06.2014 06:10

Merkir Íslendingar - Guðrún frá Lundi


Guðrún frá Lundi - Guðrún Árnadóttir.

 

Merkir Íslendingar - Guðrún frá Lundi

 

Guðrún Árnadóttir, eða Guðrún frá Lundi, rithöfundur fæddist 3. júní 1887 á Lundi í Stíflu í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Árni Magnússon bóndi, lengst á Syðra-Mallandi á Skaga, og Baldvina Ásgrímsdóttir, dóttir Ásgríms Ásmundssonar, bónda á Skeiði í Fljótum.

Guðrún ólst upp á Lundi til 11 ára aldurs. Þá fluttist fjölskyldan að Enni á Höfðaströnd og síðan að Syðra-Mallandi á Skaga. Þar var Guðrún í fjögur ár en fór síðan í kaupamennsku. Réðst fyrst í vetrarvist í Þverárdal í Laxárdal, A-Hún. þar sem hún kynntist manni sínum. Þau voru í húsmennsku í þrjú ár í Bólstaðarhlíð, fóru þá í Þverárdal og höfðu hluta af jörðinni til ábúðar. Voru þar í tvö ár en fluttust síðan í fjallakotið Valabjörg í Skörðum og voru þar í sjö ár. Þaðan fluttu þau í nábýli við fólkið hennar Guðrúnar, að Ytra-Mallandi, buggu þar í 15 ár og fluttu þaðan á Sauðárkrók 1939.

Guðrún lærði ung að lesa og skrifa og byrjaði þá strax að skrifa sögur. Hún brenndi þær hins vegar allar um tvítugt þegar hún giftist, fyrir utan frumdrögin að Dalalífi. Það þótti ekki tilhlýðilegt fyrir bóndakonu að eyða tímanum í skriftir. Þegar Guðrún fluttist á Sauðárkrók hafði hún meiri tíma aflögu og fór að vinna í frumdrögunum að Dalalífi. Hins vegar gekk lítið að fá útgefanda þar til Gunnar Einarsson í Ísafold fékkst til að gefa Dalalíf út árið 1946. Fimm bindi af því verki komu út og urðu bækurnar strax feikivinsælar. Hver bókin rak síðan aðra, ein á ári meðan Guðrún hafði heilsu til eða allt til 1972, og allar lentu þær í efstu sætum metsölulistanna. Enn er Dalalíf meðal vinsælustu bóka á bókasöfnunum.

Eiginmaður Guðrúnar var Jón Jóhann Þorfinnsson, f. 28.10. 1884, d. 20.12. 1960 bóndi, síðar smiður á Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Þorfinnur Þorfinnsson, bóndi í Geitagerði, og Þóra Jónsdóttir. Guðrún og Jón eignuðust þrjú börn, Angantý, Freystein Ástvald og Marín Baldvinu.

Guðrún frá Lundi lést 22. ágúst 1975

Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. júní 2014 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

02.06.2014 17:05

Menningarstyrkir Flóahrepps 2014

Á myndinni eru talin frá vinstri:  

Baldur Sveinsson frá Búnaðarfélagi Hraungerðishrepps, Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri, Gísli Hauksson frá Búnaðarfélagi Hraungerðishrepps og Þórbergur Hrafn Ólafsson.

 

Menningarstyrkir Flóahrepps 2014

 

Tvær umsóknir bárust um menningarstyrk Flóahrepps fyrir árið 2014 en frestur til að skila inn umsóknum rann út 15. apríl s.l.

Búnaðarfélag Hraungerðishrepps fékk 700.000 kr. styrk vegna örnefnasöfnunar í fyrrum Hraungerðishreppi.

Þórbergur Hrafn Ólafsson fékk 300.000 kr. styrk til ljósmyndunar á sögu bændasamfélagsins í Flóahreppi, 300.000 kr.

Af www.floahreppur.is

 

Skráða f Menningar-Staður

02.06.2014 15:09

Aug­lýst eft­ir þjóðleik­hús­stjóra

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.
Fyrsti þjóðleikhússtjórinn var Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz.

 

Aug­lýst eft­ir þjóðleik­hús­stjóra

 

Embætti þjóðleik­hús­stjóra hef­ur verið aug­lýst laust til um­sókn­ar en skipað verður í stöðuna til fimm ára, frá og með 1. janú­ar 2015.

Tinna Gunn­laugs­dótt­ir hef­ur gegnt embætt­inu frá ár­inu 2004 og ljóst að nýr þjóðleik­hús­stjóri verður skipaður í stað henn­ar, þar sem hún mun ekki sækja ekki um að nýju.

 

Þegar embættið var síðast aug­lýst laust til um­sókn­ar, árið 2009, sóttu tíu um. Þá bár­ust á ann­an tug um­sókna um starf borg­ar­leik­hús­stjóra þegar það var aug­lýst snemma á þessu ári. Að þessu sögðu má gera því skóna að marg­ir verði um hit­una.

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði Þjóðleikhúsið.

.

Önfirðingurinn Guðlaugur Rósinkranz var fyrsti þjóðleikhússtjórinn

Skráð af Menningar-Staður

 

02.06.2014 09:45

Fjölgun á Bakkanum þessar vikurnar


Geiri á Bakkanum - Siggeir Ingólfsson- og gestirnir góðu við morgunverðarborðið á Stað í morgun.


Fjölgun á Bakkanum þessar vikurnar

 

Siggeir Ingólfsson skrifar:

Nú er mikið framundan hjá mér á Menningarstað á Eyrarbakka.

Var að taka á móti 13 starfsmönnum frá jafnmörgum löndum sem ætla að hjálpa mér næstu vikur.

 

Fjölgar á Bakkanum.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

02.06.2014 07:52

Af bæjarhátíðum

Frá Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka. Hátíðin í ár verður 21. júní.Af bæjarhátíðum

 

Síðustu ár hefur Samband íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um ýmiskonar bæjar- og sumarhátíðir víðs vegar um landið.

 

Hafa þessar upplýsingar komið þeim sem hyggja á ferðalög innanlands ákaflega vel og hafa fjölmargir sótt þessar upplýsingar á vef sambandsins.

 

Síðustu daga hafa við settar upplýsingar vegna sumarsins 2014 inná vefinn og verður haldið áfram að bæta inn upplýsingum jafnóðum og þær berast frá sveitarfélögunum.

 

Hægt er að nálgast upplýsingarnar á slóðinni www.samband.is/hatidir.

 

.

.

.

.

,

,

.

.

.

.

.

.

..Skráð af Menningar-Staður

02.06.2014 06:52

Héraðsdómur Suðurlands stofnun ársins 2014 hjá SFR

alt

 

Héraðsdómur Suðurlands stofnun ársins 2014 hjá SFR

 

Héraðsdómur Suðurlands er stofnun ársins 2014 með færri en 20 starfsmenn.

Félagsmenn SFR og aðrir ríkisstarfsmenn voru spurðir um starfsskilyrði þeirra og líðan á vinnustað. 

Átta þættir voru mældir í könnuninni;

trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar og ánægja og stolt. Í samsetningu heildareinkunnar er vægi þáttanna átta mismunandi.

Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst eða 28% en minnst er vægi sveigjanleika vinnu, ímyndar og sjálfstæðis í starfi eða 9%.

Í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn var heildarmeðaleinkunnin 4,114. Héraðsdómur Suðurlands fékk einkunnina 4,837. Svarhlutfall starfsmanna hjá embættinu var 80-100%. Þess má geta að Héraðsdómur Suðurlands var jafnframt í 1. sæti yfir allar ríkisstofnanir sem tóku þátt í könnuninni, alls 148 talsins.

 

Sjá nánar: http://www.sfr.is/kannanir-sfr/stofnun-arsins/stofnun-arsins-2014/einkunnir-stofnana/

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

02.06.2014 06:30

Merkir Íslendingar - Pétur Sigurgeirsson

Pétur Sigurgeirsson


Merkir Íslendingar - Pétur Sigurgeirsson

 

Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands, fæddist 2. júní 1919 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Sigurgeir Sigurðsson, f. 3.8. 1890, d. 13.10. 1953, biskup Íslands, og k.h., Guðrún Pétursdóttir, f. 5.10. 1893, d. 20.7. 1979, húsmóðir.

Pétur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1940 og lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1944. Meistaragráðu hlaut hann við Mt. Airy Seminary í Fíladelfíu og nam einnig blaðamennsku, ensku og biblíufræði við Stanford University í Kaliforníu.

Pétur var vígður sem aðstoðarprestur á Akureyri árið 1947 og skipaður sóknarprestur í Akureyrarprestakalli ári síðar. Hann var skipaður vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi árið 1969 og vígður sama ár. Hann tók við embætti biskups Íslands hinn 1. október 1981 og gegndi því til 1989 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.

Pétur Sigurgeirsson lét víða til sín taka í kirkjulegu starfi og félagsstörfum. Hann var frumkvöðull í æskulýðsstarfi, stofnaði sunnudagaskóla og æskulýðsfélag við Akureyr-arkirkju og var einn af stofnendum Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Hann vann að uppbyggingu sumarbúðanna við Vestmannsvatn. Pétur sat í kirkjuráði 1970-1989 og var formaður þess 1981-1989. Hann sat á kirkjuþingi 1972-1989 og var forseti þess frá 1981. Hann var formaður Hins íslenska biblíufélags 1981-1989 og gegndi að auki fjölda trúnaðarstarfa í samfélaginu. Eftir hann liggja bækur, sálmar og fjöldi greina, m.a. barnabókin Litli-Hárlokkur og fleiri sögur, 1952; Grímsey, 1971, og endurminningar hans, Líf og trú, 1997.

Eiginkona Péturs var Sólveig Ásgeirsdóttir, f. 2.8. 1926, d. 27.12. 2013, skrifstofumaður og húsmóðir. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson, kaupmaður í Reykjavík, og k.h. Kristín Matthíasdóttir húsmóðir. Pétur og Sólveig eignuðust fjögur börn: Pétur, Guðrúnu, Kristínu og Sólveigu.

Pétur biskup lést 4. júní 2010.

Morgunblaðið mánudagurinn 2. júní 2014 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

02.06.2014 06:20

2. júní 1707 - Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi

Eyrarbakki.

 

2. júní 1707 - Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi

 

2. júní 1707

Bólusótt barst til landsins með Eyrarbakkaskipi. Hún geisaði í tvö ár og þriðjungur Íslendinga lést úr henni.

Sóttin sem nefnd hefur verið „stóra bóla“ var mannskæðasta sótt síðan „svarti dauði“ herjaði þremur öldum áður.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 2. júní 2014 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

. 

Skráð af Menningar-Staður.
 

02.06.2014 06:08

Auðvelt að fá stuðning við Ástu

Ásta Stefánsdóttir og Gunnar Egilsson.

 

Auðvelt að fá stuðning við Ástu

• Sjálfstæðismenn í Árborg skutu skoðanakönnunum ref fyrir rass og héldu meirihluta

 

„Ég tel að okkur hafi gengið vel að stjórna. Þegar við komum því til skila, fór fólk að átta sig og vildi hafa okkur áfram,“ segir Gunnar Egilsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Flokkurinn hélt meirihluta sínum í sveitarfélaginu undir forystu Ástu Stefánsdóttir, framkvæmdastjóra Árborgar, sem tók við leiðtogastörfum fyrir kosningarnar.

Skoðanakannanir bentu til að sjálfstæðismenn myndu tapa meirihlutastöðu sinni í Árborg. Gunnar segir að það hafi verið vonbrigði en menn jafnframt gert sér grein fyrir því að margir hefðu ekki tekið afstöðu í könnuninni.

 

Litlar breytingar á hópnum

Óeining var í hópnum sem vann síðustu kosningar og í kjölfarið hætti einn bæjarfulltrúinn. Þá gaf Eyþór Arnalds, sem fór fyrir hópnum í síðustu kosningum, ekki kost á sér áfram. Að öðru leyti stendur sami hópur að framboðinu.

„Við vorum með góðan hóp og unnum vel í kosningabaráttunni. Það var auðvelt að hringja til að fá stuðning við Ástu. Fólk vill hafa hana áfram.“

Ásta Stefánsdóttir vann prófkjör sjálfstæðismanna en óskaði eftir því að fara í 5. sætið sem er baráttusæti listans til að halda meirihluta. Herbragð hennar gekk upp. Flokkurinn fékk 51% atkvæða og fimm menn kjörna. Framsóknarflokkurinn tapaði fylgi en hélt sínum fulltrúa, Samfylking er áfram með tvo menn, Björt framtíð fékk einn fulltrúa en VG tapaði sínum bæjarfulltrúa.

 

Málefni aldraðra brýn

„Við stöndum í miklum framkvæmdum við að byggja sundlaug, skolphreinsikerfi og skólabyggingu. Málefni aldraðra eru stærsta verkefnið framundan, að reyna að leysa úr þeim. Það vantar hjúkrunarrými og betri aðstöðu fyrir eldri borgara,“ segir Gunnar.

Morgunblaðið mánudagurinn 2.júní 2014Skráð af Menningar-Staður